Fréttablaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.10.2003, Blaðsíða 23
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ann-ar umsjónarmanna sjónvarps- þáttarins At, segir að ef hún mætti kaupa sér hlut á heimilið að eigin vali yrðu Bang & Olufsen hljómflutningstæki fyrir valinu. „Ég leigi núna með strák sem á svona græjur en næsta sumar flyt ég til Danmerkur. Ég á eftir að sakna þeirra en þær kosta alltof mikið. Ég þyrfti að eiga slatta af peningum til að splæsa í þær.“ Sigrún Ósk notar sem sagt græjur meðleigjandans mikið og segir það ekki bara vera gæðin sem heilla hana: „Þær eru svo flottar.“ Sigrún Ósk segist mikið spá í hluti til heimilisins og hún kíkir reglulega í húsgagnabúðir. „En ég á nú orðið allt. Ég var nefni- lega svo mikið að drífa mig og keypti 100 fermetra íbúð á Akra- nesi þegar ég var nítján ára. Þá keypti ég fullt af húsgögnum. Ég flutti svo til Reykjavíkur, í pínu- litla íbúð, og öll húsgögnin eru nú í geymslu á Akranesi. Næsta sumar fer ég svo á stúdentagarða í Danmörku og sé þessi húsgögn örugglega ekki aftur fyrr en ég er orðin þrítug. Ég hefði kannski betur farið hægar af stað,“ segir Sigrún Ósk. ■ Heimilisblaðið 30. október 2003Sérblað um heimilið ▲ SÍÐA 6 Losnaði við kulda og hávaða Linda Vilhjálmsdóttir: ▲ SÍÐA 2 Uppþvottavél efst á óskalistanum Birkir Jón Jónsson: ▲ SÍÐA 4 Veggfóðrað um allan bæinn Beinteinn Ásgeirsson: Einn hlutur á heimilið: Bang & Olufsen græjur Drykkjablandarar eru gríðar-lega vinsælir þessa dagana en þeir verða sífellt öflugri og skilin milli blandara og matvinnsluvéla óskýrari. Karl Trausti Einars- son, sölumaður í Raftækjaverslun Íslands, segir að enn felist þó munurinn í því að blandarar eru fyrir vökva og drykki en mat- vinnsluvélar eru meira alhliða og nýtast betur í eldhúsunum. Með þeim er hægt að saxa niður grænmeti og hnoða saman kjöti eða deigi. Þeim fylgir einnig oft blandari. Blandararnir eru mikið notaðir til að blanda saman fæðubótarefni og í dag eru skyrblöndur það vin- sælasta. Karl Trausti segir að blandarar séu vissulega orðnir kraftmiklir en mikilvægt sé að fólk láti ísmola ekki í fyrr en vökvi er kominn ofan í til að hlífa hnífunum. Safa- pressur eru ein- nig vinsælar en þær gera safa úr ávöxtum og grænmeti og skilja hratið frá. Einnig eru til sítrussafapressur en þær eru veigaminni. ■ Blandarar, matvinnsluvélar og safapressur: Sífellt kraftmeiri og vandaðri tæki BLANDARI Hentar vel til að búa til hollustu- drykki. SAFAPRESSUR Skilja hratið frá safanum. MATVINNSLUVÉL Meiri alhliða not af þeim í eldhúsinu. SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Væri til í að eiga Bang & Olufsen græjur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.