Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 14
Það má ekki gleymast undir yfir-lýsingum stjórnmálamanna um megna óánægju þeirra með við- skiptabankana, að þeir tveir þeirra sem áður voru undir forsjá ríkis- valdsins hafa eflst gríðarlega á að- eins fáum mánuðum. Rekstur þeirra hefur batnað, hagnaður þeirra auk- ist, markaðsvirði hækkað og afl þeir- ra margfaldast – að því er virðist við það eitt að losna undan afskiptum þeirra sömu stjórnmálamanna og eru svo afskaplega óánægðir með þá í dag. Það er ekki langt síðan ríkis- sjóður þurfti að bjarga Landsbank- anum frá þrotum. Nú kvarta gæslu- menn ríkissjóðs yfir að Landsbank- inn sé orðinn of stór fyrir íslenskt viðskiptalíf. Búnaðarbankinn er orð- inn verðmætasta félagið á íslenskum hlutabréfamarkaði með víðtækt við- skiptanet um norðanverða Evrópu – svo öflugt fyrirtæki að stjórnmála- mönnum stendur ógn af. Það er varla hægt að draga aðrar ályktanir af þessum kvörtunum stjórnmála- manna en að helst vildu þeir hafa öll fyrirtæki á Íslandi veik og brothætt svo þeir mættu leggja þeim reglu- lega til styrki af skattfé og gera þau háð sér og völdum sínum. Hvers vegna gleður það ekki stjórnmálamenn að fyrrum ríkis- fyrirtæki skuli blómstra við það að losna undan skjóli ríkisins? Hvers vegna eflir það ekki stjórnmála- mennina til að draga enn frekar úr afskiptum ríkisvaldsins af viðskipta- lífinu og öðrum þáttum samfélags- ins? Eru bankarnir ekki aðeins lítið dæmi um þann leynda kraft sem býr í íslensku samfélagi undir gamalli ofstjórn ríkisvaldsins? Um leið og létt er á þessari ofstjórn vex hagur fyrirtækjanna og þar með samfé- lagsins alls á undraskömmum tíma. Íslendingar eru gríðarlega efnuð þjóð. Sú staðreynd hefur hins vegar ekki aðeins hjálpað okkur heldur einnig verið okkur fjötur um fót. Vegna auðlegðar fiskimiðanna og annarra náttúruauðlinda tókst Íslendingum að halda hér uppi ein- staklega heimskulegu hagkerfi ára- tugum saman sem leiddi til sóunar á fjármunum og atorku einstakling- anna. Lengst af trúðu menn því jafn- vel að hið vitlausa kerfi hefði búið til auðlegðina en ekki takmarkað hana. Efling íslensks atvinnulífs á síðustu árum og aukin tiltrú einstaklinga á getu sína til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd hefur hins veg- ar leitt í ljós að sjálfstæð verðmæti búa í því að draga úr ríkisafskiptum á öllum sviðum samfélagsins. Ef rík- ið dregur úr ógnarþunga sínum lyft- ist samfélagið eins og land sem losn- ar undan jökli. Í mistökum fortíðar- innar býr því inneign sem við getum leyst úr læðingi ef við kærum okkur um. Vandinn liggur hins vegar ein- mitt þar. Þrátt fyrir augljósan hag samfélagsins af minni miðstýringu og takmörkun á afskiptum ríkis- valdsins af samfélaginu eru ekki allir tilbúnir að stíga þau skref sem þarf – og þá einkum þeir sem sóttu sér skjól í heimskulegt kerfi síðustu ára. ■ Íhvað fara skattpeningar Reyk-víkinga? Svarið er í fjárhags- áætlun borgarinnar: grunnskólar, leikskólar og íþrótta- og tóm- stundamál fá um 55 prósent fram- laga. Bætum við menningarmál- um og við fáum 60%. Þetta er lífs- gæðastefna Reykjavíkurlistans. Gríðarleg uppbygging Á næsta ári höldum við áfram: heitar máltíðir verða boðnar í öll- um grunnskólum þar sem því verður komið við næsta haust. Leikskólapláss verða boðin börn- um allt niður í 18 mánaða aldur. Hreinsun strandlengjunnar verð- ur lokið, en hún hefur kostað 10 milljarða og er mesta umhverfis- átak Íslands. Grunnframfærsla í félagslegri aðstoð hækkar um 8,5%. Fimmtíu metra innisund- laug í Laugardal verður opnuð, þrír nýir gervigrasvellir, Listahá- tíð verður árlega frá og með næsta ári, uppbygging nýs hverf- is á Norðlingaholti. Eru þá ótaldar skólabyggingar fyrir nær einn og hálfan milljarð! Fjárhagslegur styrkur Skuldir á íbúa eru miklu lægri í Reykjavík en öðrum stórum sveitarfélögum. Ef borgin verði öllum tekjum borgarsjóðs til að greiða niður skuldir tæki átta mánuði að þurrka þær upp. Þegar fjárhagsáætlun næsta árs er skoð- uð sést að veltufé frá rekstri á hvern íbúa hækkar úr 24 þúsund krónum á hvern íbúa í 33 þúsund krónur. Þetta sýnir hve mikið er eftir til fjárfestinga eða lækkunar skulda þegar greitt hefur verið fyrir allan rekstur borgarinnar. „Skuldaaukning“ borgarsjóðs felst í að flýta mikilvægum fram- kvæmdum innan þriggja ára ramma, drífa hlutina af áður en þensluáhrif frá Kárahnjúkum knýja á um aðahald á síðari hluta kjörtímabilsins. Þeim mun ánægjulegra er að nú verður ráð- ist í miklar framkvæmdir til að greiða fyrir uppbyggingu Norður- áls, sem verður mikil atvinnubót á höfuðborgarsvæðinu og mun væntanlega skapa arð fyrir Orku- veituna í framtíðinni - arð frá ál- veri - sem við eigum að taka að hluta til að bæta mannlíf í borg- inni. Munurinn á Orkuveitunni og Landsvirkjun Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn skamma okkur fyrir að láta Orkuveituna greiða arð til verk- efna fyrir fólkið. Hvað er að því? Fyrirtækið er í eigu fólksins og arðinn á að nota fyrir fólkið. Reykvíkingar eiga 30-40 milljarða í Landsvirkjun og fá smánarlegar arðgreiðslur sem eru ekki í neinu samræmi við eignina. Sjálfstæðis- menn kvarta yfir því að arð- greiðslur Orkuveitunnar „fegri“ stöðu borgarsjóðs. En hvað gera þeir sjálfir? Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn selja eigur almenn- ings, svo sem bankana. „Fegrar“ það ekki stöðu ríkissjóðs? Auðvit- að. Munurinn er sá að það gerist bara í eitt skipti. Á meðan malar Orkuveitan borgarbúum gull - ár eftir ár. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um stjórnmál og bankakerfið 14 8. desember 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ég var að lesa upp í gömlukirkjunni minni um daginn á vegum Kvenfélags Langholts- sóknar og þar var komið sam- komunni að presturinn var sest- ur við píanóið og viðstaddir raul- uðu saman gömlu góðu jólalögin, þar á meðal öll átjánhundruð er- indin um allan þann fatnað sem Gunna á nýju skónum og Siggi á síðu buxunum og allt það fólk þarf að koma sér í - flibbahnapp- inn og það allt saman. Þetta var góð stund. Nema hvað: prestur- inn leikur forspilið að laginu sem af einhverjum ástæðum hefur alltaf verið eftirlætisjóla- lagið mitt: Jólasveinar ganga um - uh - tja hvað? Hann hætti áður en hann var byrjaður og spurði ögn ráðvilltur söfnuðinn sinn: Hvað megum við syngja? Svo söng fólkið einhvern hrærigraut af leiðréttingum undangenginna ára á þessum furðulega söng. Það er kominn tími til að velta þessu ögn fyrir sér. Hvað meg- um við syngja? Skyldi það vera enn eitt dæmið um hömlulaust frelsi nútímans ef við myndum bara syngja áfram gömlu dell- una sem við lærðum í æsku? Malt án appelsíns Upphaflega lærðum við þetta svona: Jólasveinar ganga um gólf / með gylltan staf í hendi; / móðir þeirra sópar gólf/ og flengir þá með vendi. // Upp á stól / stendur mín kanna / níu nóttum fyrir jól/ þá kem ég til manna. Ekki man ég betur en að það hafi verið skáldið góða Helgi Hálfdanarson sem benti fyrstur í Morgunblaðsgrein hvílík enda- leysa þetta væri og stæði ekki einu sinni í hljóðstaf. Hann stakk upp á því að hér hefði eitthvað afbakast í gegnum árin og upp- runaleg og rétt kynni vísan að vera svona: Jólasveinar ganga um gátt / með gildan staf í hendi/ móðir þeirra hrín við hátt / og hýðir þá með vendi. Ekki man ég hvort það var Helgi eða einhver annar sem benti á að kannan á stólnum næði ekki nokkurri átt og hér hlyti að eiga að standa „Upp á hól / stend ég og kanna...“ Allt er þetta býsna sannfær- andi. Gallinn er bara sá að út- koman er svolítið eins og fólk eftir lýtaaðgerð, einhvern veg- inn of slétt og felld - einhvern veginn of tilbúin, vísan er á ein- hvern máta ekki lengur hún sjálf heldur felld að smekk. Líklega er of mikið vit í henni: jólasvein- arnir koma þægir og prúðir hver af öðrum gangandi inn um hið rétta rímorð, gáttina, sviptir sín- um gyllta staf, enda slík litagleði ekki við hæfi í hinni svarthvítu íslensku jólaveröld og taka við sinni hýðingu frá foraðinu sem ríkir á heimilinu. Vísan er orðin eins og malt án appelsíns. Þegar maður hefur einu sinni lært gömlu vísuna og vanist við að syngja hana kring- um jólin finnst manni sárt að sjá af henni, hún er hluti af manni. Á maður að snúa baki við gamalli vísu af þeim sökum einum að hún sé gölluð? Tilgáta um ljóðmælanda Gamla vísan er svolítið skemmtileg með öllum sínum göllum, en ekki er nóg með að seinni parturinn standi ekki í hljóðstaf heldur enda fyrsta og þriðja lína á sama orði, sem óneit- anlega er viss galli. En svona hef- ur þetta nú einu sinni orðið í með- förum íslenskra barna og bullu- kolla gegnum aldirnar. Myndin er miklu kaotískari en í snyrtu gerð- inni. Maður sér alla jólasveinana fyrir sér þramma um eitthvert gólf fram og aftur, allir út um allt og allir spjátrandi sig með gylltan staf - sem óneitanlega er nánast súrrealísk mynd í sjálfu sér - og á meðan er kellingin mamma þeir- ra sópandi þetta sama gólf og lemjandi þá á víxl með vendinum sínum. Þá er allt í einu klippt og kominn stóll með könnu sem ein- hver „ég“ virðist eiga og kannan - eða kannski innihald hennar - virðist standa í einhverju sam- bandi við að „ég“ komi til manna níu nóttum fyrir jól. Hver er ljóð- mælandi hér? Hlýtur það ekki að vera Leppalúði sjálfur sem reyndar er furðu fyrirferðarlítil persóna í jólafræðum? Hann er sá eini heimilismeðlima sem ekki kemur við sögu. Þetta er vitaskuld gersamlega óskiljanlegur samsetningur og eilíf ráðgáta - en í sjálfu sér ekki undarlegra en til dæmis viðvist þeirra Jóns á Völlunum og Andra í kvæðinu um Jólasveina einn og átta, þótt sá síðarnefndi sé að vísu sagður vera „utangátta“, sem svo sannarlega er ekki of- mælt. Ekki hef ég bækur við höndina þegar þetta er skrifað til að grafa upp hversu gamlar hendingarnar um jólasveinana sem ganga um gólf með gylltan staf eru. Ég held þær séu mjög gamlar. Þær er að minnsta kosti að finna í þjóð- kvæðasafni Einars Ólafs Fagrar heyrði ég raddirnar sem kom fyrst út árið 1942, þannig að ekki er þetta eitthvert bítlabull. Hvað sem því líður finnst mér kaótíska gerðin ná betur anda jólanna hjá okkur, hún er meira í anda gleð- innar og kaupæðisins og átsins og pakkanna á þessari fagnaðarhá- hátíð ljóssins. Svar mitt: höldum bara áfram að syngja gamla bullið. ■ Draumur Jónsa Þessi auglýsing gerir svo lítið úr Jónsa að ég undrast það mjög að hann hafi samþykkt að láta hafa sig út í annað eins. Ég hef það mikla trú á Jónsa og öðrum ungum mönn- um að ég hreinlega neita að trúa því að háleitustu draumar þeirra séu ungar naktar konur. Hvað varð um drauma eins og þá að gera eitt- hvað úr lífi sínu? Að reyna að bæta heiminn? Að mennta sig eða sýna metnaðargirni. Þessi auglýsing er niðurlægjandi fyrir karlmenn vegna þess að hún gerir út á þá staðal- ímynd af ungum mönnum að þeir hugsi ekki um annað en kynlíf. SVANBORG SIGMARSDÓTTIR AF VEFNUM KREML.IS Ævintýri piparsveinsins lokið Auðvitað vildi bandarísk alþýða að sæta stelpan, þessi umtalaða Girl Next Door, færi með sigur af hólmi. Stelpan sem setur fjölskyldu og heimili í hærri forgang en eigin- maðurinn. Jen var taktískur kepp- andi sem lék hlutverk góðu stelpunnar listilega á meðan stalla hennar Kirsten fór á taugum og sýndi verri hliðar. Jen býr þó senni- lega yfir meiru en því sem hún sýndi. Og þess vegna gef ég þessu sambandi sex mánuði. Jen verður eflaust ósátt að koma heim í upp- vaskið í San Francisco nú þegar ævintýrinu er lokið. ÞORBJÖRG SIGRÍÐUR GUNNLAUGSDÓTTIR AF VEFNUM DEIGLAN.COM Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um jólalög Um daginnog veginn STEFÁN JÓN HAFSTEIN ■ skrifar um fjármál Reykjavíkurborgar Lýtaaðgerð á jólakvæði ■ Bréf til blaðsins Lífsgæðastefna Reykjavíkurlistans Leynd inneign í mistökum fyrri ára VIÐ ERUM FLUTT Í HÚSGAGNAHÖLLINA Bíldshöfða 20 ABC Ömmustóll m/leikfangi kr. 7.500 Hoppuróla kr. 5.500 ALLT FYRIR BÖRN Sími 552 2522 Varnir borgarstjóra Virðist sannast á Línu.neti og Tetra- Ísland, að best sé fyrir orkufyrir- tækin að sinna því, sem er höfuð- hlutverk þeirra, en láta aðra sjá um fjarskiptin. Að Þórólfur Árnason borgstjóri taki að sér að verja þau mistök, sem gerð voru með Línu.neti er í raun með ólíkindum og sýnir, hve langt hann er tilbúinn að ganga til að þjóna R-listanum og sérstaklega Alfreð Þorsteinssyni úr Framsóknarflokknum í þessu til- viki, en eftir að Helgi Hjörvar flutti tillöguna um Línu.net í veitustjórn Reykjavíkurborgar á sínum tíma, hefur Alfreð verið í því hlutverki að halda lífi í fyrirtækinu í krafti fjármuna OR. BJÖRN BJARNASON Á VEF SÍNUM BJORN.IS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.