Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 4
4 8. desember 2003 MÁNUDAGUR Á að lækka veggjald í Hvalfjarðar- göngum? Spurning dagsins í dag: Á ríkið að styrkja stjórnmálaflokkana með fé? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 9,3% 90,7% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Samtök gegn ófrjósemi um fyrirhugaðan niðurskurð á Landspítalanum: Glasafrjóvgun verði ekki hætt HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Tilveru, sam- tök gegn ófrjósemi, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt þeim hugmyndum sem uppi eru um að loka glasafrjóvgun- ardeild Landspítala - háskólasjúkra- húss. „Við erum að spá í hvort þetta sé leið spítalans til að ýta við stjórn- völdum, að benda á þennan hóp sem á oft mjög erfitt með að verja sig. Þetta eru viðkvæm mál og við erum jaðarhópur, þar sem við teljumst ekki til sjúklinga heldur þurfum að greiða mikið sjálf og eigum engan endurkröfurétt á Tryggingastofnun ríkisins,“ segir Þórdís G. Magnús- dóttir í stjórn Tilveru. „Þau rök að hægt sé að sinna þeim störfum, sem deildin sinnir í dag, á einkastofum standast ekki því til þess þarf meðal annars lagabreytingu. Í lögum um tækni- frjóvgun kemur fram að tækni- frjóvgun má aðeins framkvæma á stofnun sem hefur til þess tilskilið leyfi og eina stofnunin sem með slíkt leyfi í dag er glasafrjóvgun- ardeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss.“ Í yfirlýsingunni kemur fram að breytingar á þessu fyrirkomulagi taki dýrmætan tíma frá sjúkling- um sem eru þegar, margir hverjir, í kapphlaupi við tímann í sínum glasafrjóvgunarmeðferðum. ■ Níu börn fórust í árás Bandaríkjamenn viðurkenna mistök og segjast ekki hafa vitað um börn að leik nálægt árásarstaðnum í fjallaþorpinu Hutala. Árásinni hefði verið beint gegn Mullah Wazir, fyrrum leiðtoga íslamskra harðlínusamtaka. GRAFIR NÍU BARNA Útför barnanna níu, sem fórust í loftárás Bandaríkjamanna á íbúðarhús í fjallaþorpinu Hutala í Afganistan á laugardaginn, fór fram strax í gær. AFGANISTAN Hamid Karzai, forseti Afganistan, hefur lýst harmi sín- um vegna dauða níu barna sem á laugardaginn fórust í sprengju- árás bandarískrar sprengjuflug- vélar á íbúðarhús í fjallaþorpinu Hutala í Ghazni-héraði, um 150 kílómetra suðvestur af höfuð- borginni Kabul. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði sent lið rannsóknar- og embættismanna til þorpsins til þess að tryggja öryggi á svæðinu og veita fjölskyldum barnanna alla nauðsynlega aðstoð. Áður hafði Lakhdar Brahimi, sendifull- trúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, fordæmt árásina og lýst henni sem dæmalausu klúðri sem kallaði á skjóta rannsókn. Yfirmenn bandaríka herliðsins í Afganistan hafa viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og sögðu að árásinni hefði verið beint gegn Mullah Wazir, fyrrum leiðtoga íslamskra harðlínusam- taka í héraðinu. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, sagði að Wazir hefði farist í árásinni, en þorpsbúar og opinberir embættis- menn sögðu aftur á móti að hann hefði sloppið lifandi eða hefði alls ekki verið í þorpinu þegar árásin var gerð. Aðrir þorpsbúar sögðu að einn fullorðinn maður hefði farist í árásinni og hugsanlega hefði það verið Wazir. Að sögn sjónarvotta lágu sund- urtætt lík barnanna og fatnaður eins og hráviði í sprengjurústun- um innan um sprengjubrotin. „Þau voru að leika sér í boltaleik þegar árásin var skyndilega gerð,“ sagði faðir átta ára gamals drengs sem fórst í árásinni. Mað- urinn fullyrti að það hefði ekki verið Wazir sem lést í árásinni heldur frændi hans. Sjálfur hefði Wazir farið í burtu fyrir hálfum mánuði. Christopher West, talsmaður bandaríska hersins í Kabul, sagði að bandarísk hersveit hefði strax verið send á vettvang og kennsl verið borin á lík Wazirs. „Það var þá sem við uppgötvuðum að börn- in höfðu látist í árásinni. Við viss- um ekki að þau hefðu verið að leika sér í nágrenninu,“ sagði West. Umræddur Wazir er grunaður um að hafa staðið á bak við morð á tveimur starfsmönnum verk- takafyrirtækis, sem vinnur að vegalagningu í Ghazni-héraði, en fimm öðrum starfsmönnum fyrir- tækisins hefur verið rænt á síð- ustu dögum. ■ Kona staðin að verki: Brotist inn í bíla LÖGREGLA Kona í annarlegu ástandi var staðin að verki aðfaranótt sunnudags þegar hún var að brjót- ast inn í bíl í Reykjavík. Konan var handtekin af lögreglunni og vistuð á lögreglustöðinni yfir nóttina. Málið telst upplýst. Samtals voru þrjú bílainnbrot tilkynnt til lögreglunnar í Reykja- vík í gær. Brotist var inn í bíla í Grafarvogi, Breiðholti og í Túna- hverfinu í Reykjavík. Engar skemmdir voru unnar á bifreiðun- um og þjófarnir tóku aðeins lausa hluti eins og geisladiska og sól- gleraugu með sér á brott úr bif- reiðunum. ■ Miðborgin um helgina: Þrjár líkamsárásir LÖGREGLA Nokkuð var um líkams- árásir í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt sunnudags. Um tvöleytið var tilkynnt til lögreglu að þrír menn hefðu gengið í skrokk á ein- um í Hafnarstræti. Fórnarlambið lá eftir í götunni og var flutt á sjúkrahús af lögreglu en árásarað- ilarnir sluppu. Ráðist var einnig á mann í Austurstræti og hann flutt- ur á sjúkrahús af lögreglu. Fórnar- lambið kærði árásarmanninn í kjöl- farið. Á sunnudagsmorguninn lá mað- ur við Hlemm fótbrotinn eftir lík- amsárás. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Árásar- aðilinn var handtekinn og vistaður hjá lögreglu. Málið er í rannsókn. ■ Lyfjamál: Einkaleyfi ósannað DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur úrskurðað í máli sem Thorarensen Lyf ehf. höfðaði gegn Lyfjaveri efh. varðandi innflutn- ing á lyfinu Xeloda til landsins. Thorarensen Lyf taldi sig hafa einkaleyfi til að flytja lyfið til landsins en samkvæmt úrskurði héraðsdóms lágu engar sannanir fyrir þess efnis. Héraðsdómur staðfesti þar með ákvörðun sýslu- mannsins í Reykjavík um að synja beiðni Thorarensen varðandi það að setja lögbann á innflutning Lyfjavers. Var Thorarensen dæmt til að greiða Lyfjaveri 180 þúsund krónur í málskostnað. ■ Bandaríkjamenn eru óttaslegnir: Sprengioddar horfnir RÚSSLAND Geislavirkra sprengi- odda, sem kallast Alazan og voru upphaflega smíðaðir fyrir veður- athuganir, er nú saknað. Oddarnir voru upphaflega í eigu aðila frá Sovétríkjunum fyrrverandi sem áttu í innbyrðis deilum eftir að veldið liðaðist í sundur. Talið er að oddarnir, sem eru afar hættulegir, séu 38 talsins. Ekki er vitað til þess að þeir hafi nokkru sinni verið notaðir. Síðasti geymslustaður þeirra sem vitað er um, var í ríkinu Transdniester sem öðlaðist sjálfstæði frá Moldavíu fyrir 12 árum. Banda- rísk yfirvöld eru óttaslegin vegna þessa en talið er að oddarnir séu nú til sölu á svörtum markaði. Talið er að her Sovétríkjanna sálugu hafi skilið eftir sig allt að 50.000 tonn af vopnum þegar herinn hörfaði. Þar er um að ræða fallbyssuskot, jarðsprengjur og eldflaugar. Magnið er slíkt að það myndi fylla 2.500 flutningabíla. Óttast er að vopnin lendi öll á svartamarkaði, líkt og geislavirku sprengioddarnir. ■ ROBERT MUGABE Mugabe, forseti Simbabve, líkir ársþingi Breska samveldisins við Animal Farm Orwells. Breska samveldið: Simbabve verði óbreytt NÍGERÍA Ársþing Breska samveld- isins samþykkti í gær að Sim- babve yrði áfram úti í kuldanum eins og umræðuhópur sex lykil- ríkja samveldisisns lagði til, en ársþing þess fer nú fram í Abuja í Nígeríu. Umræðuhópnum, sem skipaður var fulltrúum Jamaíku, Ástralíu, Kanada, Indlands, Mó- sambík og Suður-Afríku, var sér- staklega ætlað að leggja mat á stöðu Simbabve innan Samveldis- ins og voru fimm þeirra, að Suður- Afríku undanskildri, sammála um að leggja til við þingið að staða Simbabve yrði óbreytt. Á móti hef- ur Mugabe, forseti Simbabve, sem ekki var boðið til þingsins, hótað að yfirgefa samtökin fyrir fullt og allt og líkir samkomunni við sögusvið „Animal Farm“ eftir George Orwell. ■ LANDSPÍTALI TIlvera skorar á stjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss og stjórnvöld að sjá til þess að glasafrjóvgunardeild spíta- lans fái það fjármagn sem til þarf. Brotist inn í tvö fyrirtæki: Erótískur þjófur LÖGREGLA Brotist var inn í tvö fyr- irtæki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Spenntur var upp gluggi í fyrirtæki í Holtahverfinu og far- tölvu að verðmæti 200.000 krónur stolið. Um eittleytið í gær var svo brotist inn á erótíska nuddstofu í Höfðahverfinu í Reykjavík. Rúð- ur voru brotnar og 5000 krónur teknar úr sjóðskassa en ekki er vitað til þess að innbrotsþjófurinn hafi haft með sér erótískan varn- ing af vettvangi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.