Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.12.2003, Blaðsíða 25
25MÁNUDAGUR 8. desember 2003 hvað?hvar?hvenær? 5 6 7 8 9 10 11 DESEMBER Mánudagur FÓTBOLTI Real Madrid vann um helgina sinn fyrsta sigur á Barcelona á Camp Nou í 20 ár en síðasti sigur Real á Nývangi fyrir helgina var 22. október 1983. Leikurinn sjálfur stóð aldrei und- ir væntingum en það fór ekki á milli mála hvort liðið var sterkara. Roberto Carlos skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnar- manni áður en hann fór í netið. Landi Carlos, Ronaldo, bætti svo við öðru marki fyrir gestina stundarfjórðungi fyrir leikslok. Hollenski framherjinn, Patrick Kluivert, klóraði í bakkann fyrir heimamenn með marki sjö mínút- um fyrir leikslok og þrátt fyrir ágæta tilburði þá tókst Börsung- um ekki að jafna leikinn. Real situr eftir leikinn sem fyrr á toppi deildarinnar og hef- ur nú 13 stig forskot á Börsunga sem falla lóðrétt niður töfluna þessa dagana. Meistaratitillinn er ekki lengur raunhæft mark- mið og þeir þurfa að hafa mikið fyrir því ef þeir ætla að komast í meistaradeildina á næstu leik- tíð. Það var létt yfir Carlos Queiros, þjálfara Real Madrid, eftir leikinn. „Við áttum sigurinn skilið. Barca stóð aðeins í okkur í fyrri hálfleik enda stilltu þeir upp varnarsinnuðu liði. Sigurvilji minna manna var aftur á móti mikill og þeir ætluðu alltaf að fara héðan með þrjú stig, sem þeir og gerðu með glæsibrag.“ Það er mikil pressa á hinum hollenska þjálfara Barcelona, Frank Rijkaard. Strákarnir hans fengu stóran skell fyrr í vikunni er þeir lágu, 5-1, gegn Malaga. Hann stillti upp varnarsinnuðu liði í leiknum og varði þá ákvörð- un sína eftir leikinn. „Þegar lið hefur tapað stórt eins og við gerðum gegn Malaga þá er ósköp eðlilegt að maður reyni að þétta vörnina og komast fyrir lekann. Það gekk líka ágæt- lega og þeir sköpuðu sér aðeins eitt færi í fyrri hálfleik og ekki mikið fleiri í þeim seinni,“ sagði Rikjaard en margir spá því að hann verði rekinn vinni liðið ekki næsta leik. ■ ■ ■ LEIKIR  19.30 ÍS-Keflavík, 1. deild kvenna í körfubolta í íþróttahúsi Kennaraháskólans. ■ ■ SJÓNVARP  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2.  16.40 Helgarsportið á RÚV.  17.30 Ensku mörkin á Sýn.  18.30 Spænsku mörkin á Sýn.  19.30 NFL-tilþrif á Sýn.  20.00 Enski boltinn á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Ensku mörkin á Sýn.  23.25 Spænsku mörkin á Sýn.  23.35 Markaregn á RÚV. Leeds United: Tilboð frá Barein FÓTBOLTI „Hópurinn hefur gert Leeds United tilboð og við væntum svars í næstu viku,“ sagði Sheikh Abdel Ra- hman Ben Moubarak Al-Khalifa. „Tilboðið er í höndum stjórnar Leeds. Við hvetjum stjórnarmenn Leeds til að ákveða sig eins fljótt og kostur er því það gæfi okkur kost á að kaupa nýja leikmenn um leið og félgaskiptaglugginn verður opnaður að nýju.“ Sheikh Abdel Rahman Ben Moubarak Al-Khalifa kemur úr bar- einsku konungsfjölskyldunni en hef- ur stutt Leeds í um aldarfjórðung. John McKenzie, stjórnarformað- ur Leeds, segir að félagið sé góður fjárfestingakostur þrátt fyrir mikl- ar skuldir. „Reksturinn er í jafn- vægi og við höfum lækkað skuldir félagsins um tuttugu milljónir punda. Þetta er tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á úrvalsdeildar- félagi.“ ■ FÓTBOLTI „Sepp Blatter hefur rétt fyrir sér að einu leyti, sá sem mætir ekki í lyfjapróf á að fara í keppnisbann,“ sagði Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Eng- lendinga. „Rio Ferdinand hefur verið í þessari stöðu í tíu vikur og það er alltof langur tími. Fyrir- komulagið er rangt en ég held að því verði breytt núna. Það er ekki íþróttinni í hag og það er ekki leikmanninum í hag.“ Ferdinand var ekki valinn í hópinn sem lék gegn Tyrkjum í Evrópumeistarakeppninni í októ- ber og heldur ekki í vináttuleikinn gegn Dönum í nóvember. Manchester United hefur engu að síður teflt honum fram í úrvals- deildinni og meistaradeildinni. „Manchester United er að sjálf- sögðu hagur að því að hann leiki þar til Wes Brown verður leikfær að nýju,“ sagði Eriksson. ■ FÓTBOLTI „Við skulum leiða hjá okkur allt þetta tal um þrjú töp í röð. Við skulum tala um tvo síð- ustu leikina í A-deildinni,“ sagði Marcello Lippi, þjálfari Juventus, eftir, 2-0, tapið fyrir Lazio á laug- ardag. „Leikurinn gegn Galata- saray í vikunni var öðruvísi. Hann telur ekki með sama hætti,“ sagði Lippi. Tapið fyrir Tyrkjunum skiptir ekki máli því Juventus er þegar komið í sextán liða úrslit meistaradeildarinnar en töpin gegn Inter og Lazio í deildinn vega þyngra. Fram að taphrinunni var Juventus ósigrað í sextán leikjum í röð. Juventus er þrátt fyrir tapið enn í þriðja sæti deildarinnar en félagið er fjórum stigum á eftir AC Milan sem vann Empoli 1-0 á laugardag. Lippi segir að töpin þrjú séu bara hiksti. „Þetta er ekki kreppa. Fyrir viku var ég spurður hvort við værum ósigrandi. Liðið er í lágu nótunum um þessar mund- ir en það er engin ástæða til að afskrifa okkur,“ sagði Lippi. „Við voru sex stigum á eftir efsta liðinu um tíma í fyrra og urðum samt meistarar. Við erum aðeins fjórum stigum á eftir efsta liðinu núna.“ ■ SVEN GÖRAN ERIKSSON Sá sem mætir ekki í lyfjapróf á að fara í keppnisbann, segir landsliðsþjálfarinn Mál Rio Ferdinand: Eriksson sammála Blatter LAZIO SKORAR Bernardo Corradi skorar fyrir Lazio í, 2-0, sigri á Juventus á laugardag. Nicola Legrottaglie, varmarnaður Juve, kemur engum vörnum við. Juventus: Ekki kreppa aðeins hiksti LEEDS UNITED Sheikh Abdel Rahman Ben Moubarak Al- Khalifa, meðlimur bar- einsku konungsfjöl- skyldunnar, hefur gert tilboð í félagið. REAL MADRID Leikmenn Real Madrid fagna sigurmarki Ronaldo gegn Barcelona. Real sigraði á Camp Nou í fyrsta sinn í tvo áratugi. Við áttum sigurinn skilið Real Madrid vann Barcelona á Camp Nou í fyrsta sinn í tuttugu ár. Real er þrettán stigum á undan Barcelona í deildinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.