Fréttablaðið - 15.12.2003, Side 35

Fréttablaðið - 15.12.2003, Side 35
32 15. desember 2003 MÁNUDAG ÓLÍK VIÐBRÖGÐ Gordon Strachan fagnar marki sinna manna í Southampton en Gerard Houllier stjóri Liverpool er ekki eins kátur. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 MARS Föstudagur Haukar eiga góða möguleika á að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa: Tveggja marka tap í Frakklandi HANDBOLTI Haukar eru í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn gegn franska félaginu Créteil í 16 liða úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa eftir að þeir töpuðu aðeins með tveim mörkum í Frakk- landi, 30-28. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn og munur- inn aldrei meiri en fjögur mörk. Hálfleikstölur voru 13-12 Créteil í vil. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var sáttur er Fréttablaðið ræddi við hann eft- ir leikinn enda hafði hann fyrir fram talið viðunandi að tapa með fjórum mörkum. „Við erum sáttir við úrslitin þar sem við vorum ekki að spila sérstaklega vel og lykilmenn voru ekki allir upp á sitt besta. Við héngum samt í þeim og leiddum um tíma. Munurinn hefði hæglega aðeins getað ver- ið eitt mark þar sem við klúðruðum vítakasti rétt fyrir leikslok. Ekki bætti heldur úr skák að dómararnir voru af- spyrnuslakir og við vorum sífellt í kælingu. Ég held við höfum verið út af í 16 mínútur,“ sagði Viggó en hann er bjart- sýnn fyrir síðari leikinn. „Þetta lið er svipað og við áttum von á og það er núna algjörlega í okk- ar höndum hvort við förum áfram eða ekki. Við erum alls ekki með síðra lið og með góðum leik klárum við þetta dæmi og förum áfram.“ Mörk Hauka: Andri Stefan 5, Þorkell Magnússon 5, Dalius Rasikevicius 4, Robertas Pauzu- olis 3, Aliaksandr Shamkuts 3, Halldór Ingólfsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Þórir Ólafsson 2 og Jón Karl Björns- son eitt. Birkir Ívar Guðmunds- son varði 13 skot í markinu. ■ Jakob náði ekki að komast í úrslit SUND Jakob Jóhann Sveinsson komst ekki í úrslit í 200 metra bringusundi eins og menn höfðu vonast til á Evrópumótinu í stuttri laug sem fram fór í Dublin og lauk í gær. Jakob hafnaði í 14. sæti á 2:11,34 mínútum en Íslandsmet hans frá Antwerpen á sama móti fyrir tveimur árum er 2:10,47 mín- útur. Þá komst Jakob Jóhann í úr- slitin en til þess að endurtaka leik- inn nú hefði hann þurft að synda nánast á Íslandsmetstíma, sem tókst ekki. Jakob var aðeins með 25. besta tímann fyrir mótið og syntu því 24 keppendur á eftir honum í gær. Þannig var strákurinn í 2. sæti þeg- ar hann kom í mark en 12 af þessum 24 komust síðan upp fyrir hann seinna um daginn. Jakob Jóhann varð þar með í 14. sæti í bæði 100 og 200 metra bringusundi á þessu móti. í 50 metra bringusundi háðu þeir Jakob Jóhann og Jón Oddur Sigurðsson einvígi og hafði Jón Oddur þar betur. Jón Oddur synti á 28,83 sekúndum sem dugði honum í 29. sætið en Jakob synti á 29,93 sek- úndum og hafnaði í 31. sæti af 39 keppndum. Jakob Jóhann hefur æft mjög vel en það vantaði nokkuð upp á hrað- ann að mati Guðmundar Harðarson- ar, sundspekings sem skrifaði um mótið á heimasíðu SSÍ. ■ SUND Örn Arnarson vann sín átt- undu verðlaun á Evrópumóti í stuttri laug í gær þegar hann kom annar í mark í 100 metra baksundi á nýju Íslands- og Norðurlanda- mótsmeti. Örn synti á 51,74 sek- úndum en gamla metið setti hann í sama móti í Riesa í Þýskalandi í fyrra er hann synti á 51,91 sekúnd- um. Sigurvegari í sundinu í gær var heimsmethafinn Thomas Rupprath frá Þýskalandi, fékk tím- ann 50,72 sekúndur, en landi hans Steffen Driesen varð þriðji á 51,92 sekúndum. Rupprath vann einnig 50 metra baksundið með miklum yfirburðum. Steindór Gunnarsson landsliðs- þjálfari var í skýjunum eftir afrek Arnar í gær. „Örn er á réttri leið. Hann er að bæta sig verulega í stuttu vegalengdunum enda höfðum við unnið í þeim að undanförnu. Vonbrigðin frá HM eru núna á bak og burt og nú stefnum við af krafti á Ólympíuleikana,“ sagði Steindór en Örn hefur glímt við meiðsli og formleysi undanfarið ár. Örninn er því greinilega kominn á flug á ný en hann setti alls þrjú Ís- landsmet og þrjú Norðurlandamóts- met í Dublin því hann tvíbætti Ís- landsmetið í 50 metra baksundi á föstudaginn og jafnaði og bætti Norðurlandametið í sama sundi. hefur Örn aðeins einu sinni á synt á undir 1:54:00 mínútum í metra baksundinu en hann end þar í fimmta sæti eftir að hafa u ið fjögur EM-gull í þeirri grein á unum 1998 til 2002. Örn á nú gildandi Norðurlan met í stuttri laug í þrem baksundsgreinum, í 50 baksun 100 metra baksundi og svo í metra baksundi en það met s hann á EM í Valencia 2000 og það þá einnig Evrópumet. ■                 ! "#$ %& &'&( ) & *   19.30 ÍS og Hamar keppa í bikar- keppni KKÍ og Lýsingar í kvenna- flokki í íþróttahúsi Kennaraháskól- ans.  19.30 Haukar og Keflavík (b) keppa í bikarkeppni KKÍ og Lýs- ingar í kvennaflokki á Ásvöllum.  15.00 Ensku mörkin á Stöð 2.  17.30 Ensku mörkin á Sýn.  18.25 Spænsku mörkin á Sýn.  19.20 NFL-tilþrif á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. STERKUR Dalius Rasikevicius átti fínan leik með Haukum í Frakklandi í gær og skoraði fjög- ur mörk. Evrópumótið í 25 metra laug í Dublin á Írlandi: Örn með silfur VERÐLAUN ARNAR Á EVRÓPU- MÓT Í 25 M LAUG 1998 Gull í 200 m baksundi 1:55,16 1999 Gull í 200 m baksundi 1:54,23 1999 Gull í 100 m baksundi 53,13 2000 Gull í 200 m baksundi 1:52,90 2000 Gull í 100 m baksundi 52,28 2002 Gull í 200 m baksundi 1:54,00 2002 Brons í 100 m baksundi 51,91 2003 Silfur í 100 m baksundi 51,74 GILDANDI NORÐURLANDAMET ARNAR Í 25 M LAUG 200 m baksund 1:52,90 mín. (Valencia 20 100 m baksund 51,74 sek. (Dublin 20 50 m baksund 24,47 sek. (Dublin 20 Anja Ríkey Jakobsdóttir stóð sig vel í Dublin: Setti stúlknamet SUND Anja Ríkey Jakobsdóttir úr SH stóð sig vel á Evrópumótinu í Dublin, setti stúlknamet í 50 m baksundi á laugardaginn þegar hún synti á 29,57 sekúndum og var aðeins 0,37 sek. frá því að komast í undanúrslit. Anja bætti sig síðan um 2,1 sekúndu í 200 metra bak- sundi í gær þegar hún synti á 2:17.60 mínútum og varð í 28. sæti. Ragnheiður Ragnarsdóttir hélt einnig áfram að bæta sig og bæting hennar í 50 m skriðsundi kvenna var upp á rúmlega 0,3 sek- úndur, hún synti þar á 26,71 sek- úndum. Það gekk ekki eins vel hjá hin- um. Heiðar Ingi Marinósson bætti sig í 50 metra flugsundi um 15/100 úr sekúndu er hann synti á 25,95 sekúndum og varð í 44. sæti en hann varð síðastur í 100 metra baksundi. Hafdís Erla Hafsteins- dóttir varð síðust bæði í 400 metra fjórsundi og 100 metra flugsundi og Íris Edda Heimisdóttir varð síðust í 100 m bringsundi. Lou Isaksen og Sigrún Benediktsd ir urðu í tveimur síðustu sætun í 400 m skriðsundi kvenna á la ardaginn en stóðu sig betur í metra skriðsundi í gær. Sigr bætti sig þar um 1,2 sekún synti á 2:06,98 mín. og hafnað 42. sæti. Louisa synti á 2:07 mín og hafnði í 43. sæti. ■ ANJA RÍKEY Anja Ríkey Jakobsdóttir úr SH setti stúlk met í 50 m baksundi á Evrópumótinu Dublin. ÖRN Á PALLI Örn Arnarson stóð í áttunda sinn á verð- launapalli á EM í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.