Fréttablaðið - 15.12.2003, Page 39
HAFÐU ÞETTA
„Böðullinn“ Bernard Hopkins fór
illa með William Joppy um helgina.
Hér hittir Hopkins beint í mark eins
og svo oft í bardaganum.
36 15. desember 2003 MÁNUDAG
SIGURGANGA Á ENDA
Steve Nash og félagar í Dallas stöðvuðu
10 leikja sigurgöngu Lakers og urðu fyrstir
til að vinna í Staples Center í 28 leikjum.
Körfubolti
Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik:
Frakkar heimsmeistarar í fyrsta sinn
HANDBOLTI Frakkar tryggðu sér í
gærkvöld heimsmeistaratitilinn í
handknattleik kvenna í fyrsta
sinn þegar liðið lagði Ungverja-
land að velli, 32-29, í úrslitaleik í
Zagreb í Króatíu. Leikurinn, sem
var framlengdur, var frábær
skemmtun en staðan að loknum
venjulegum leiktíma var 28-28.
Ungversku stúlkurnar höfðu á
tímabili sjö marka forystu en
þeim frönsku tókst með seiglu að
jafna metin og tryggja sér síðan
sigur í framlengingunni. Melinda
Jaques var markahæst hjá
franska liðinu með fimm mörk og
þær Leila Lejeune, Pecqueux Rol-
land, Myriam Korfanty og Rapha-
elle Tervel skoruðu fjögur mörk
hver. Bojana Radulovics var yfir-
burðamanneskja í ungverska lið-
inu og skoraði þrettán mörk og
Anita Görbicz skoraði fjögur
mörk. Dómarar leiksins voru
Stefán Arnaldsson og Gunnar
Viðarsson og voru þeir landi og
þjóð til mikils sóma.
Frönsku stúlkurnar unnu þær
úkraínsku í undanúrslitum, 28-26,
eftir framlengdan leik þar sem stað-
an var jöfn, 25-25, eftir venjulegan
leiktíma. Ungverjaland vann Kóreu,
40-38, í hinum undanúrslitaleiknum
en staðan í hálfleik var 22-19.
Í leiknum um þriðja sætið bar
Kórea sigurorð af Úkraínu, 31-29.
Lim Kyeong O var markahæst hjá
Kóreu með sjö mörk, Oh Seong-
Ok skoraði fimm mörk og Kim
Cha-Youn skoraði fjögur mörk.
Nataliya Lyapina var öflug í liði
Úkraínu og skoraði tíu mörk úr
jafnmörgum tilraunum, Olena
Tsygitsa skoraði sex mörk og
Maryna Verhelyuk skoraði fimm
mörk. ■
Spinks stal senunni
Cory Spinks kom á óvart í Atlantic City. Ruiz lagði Rahman og
Bernard Hopkins fór létt með William Joppy.
BOX Það var hart barist í Atlantic
City aðfaranótt sunnudags þegar
fimm bardagar um heimsmeist-
aratignir fóru fram. Ekki fór allt
eftir bólkinni og kom sigur Cory
Spinks á Ricard Mayorga veru-
lega á óvart, sem og hversu af-
spyrnuleiðinlegur bardagi Hasim
Rahman og John Ruiz var.
Spinks fetaði með sigrinum í
fótspor föður síns, Leon Spinks,
sem lagði sjálfan Muhammad Ali
fyrir 25 árum síðan. Spinks sigr-
aði næsta örugglega á stigum
enda var hann mjög hreyfanlegur
og beitti stungum allan tímann
sem Mayorga réð illa við.
Þungavigtarstrákarnir Hasim
Rahman og John Ruiz buðu upp á
leiðinlega sýningu sem minnti
einna helst á gömludansakvöld því
þeir héngu utan í hvor öðrum í 12
lotur í stað þess að lemja hvor á
öðrum. Ruiz var þó skömminni
skárri og kom inn nokkrum högg-
um enda dæmdu allir dómararnir
honum sigur. Fyrir vikið á hann rétt
á nýjum bardaga gegn Roy Jones
Jr. sem reyndar hefur ekki áhuga á
að berjast aftur við Ruiz. Hann vill
frekar berjast við Miek Tyson.
Bernard Hopkins lenti í litlum
vandræðum með William Joppy
og sigraði með miklum yfirburð-
um. Hann náði þó ekki að r
Joppy eins og hann hafði stefnt
og þótti með hreinum ólíkind
að Joppy skyldi takast að stan
loturnar 12. Þeir félagarnir v
með lítið veðmál fyrir bardaga
Hopkins sagði að hann myndi r
Joppy, sem var ekki á sama m
Joppy vann veðmálið, sem v
upp á 50.000 dollara, en Hopk
bardagann.
Zab Judah hafði það náðugt
rotaði Jamie Rangel á rúmri m
útu og Travis Simms er enn ósi
aður eftir góðan sigur á Alejan
Garcia. Simms rotaði Garcia m
glæsilegum vinstri krók í 5. lotu
FÓTBOLTI Argentínska liðið Boca
Juniors varð heimsmeistari fé-
lagsliða í gær þegar liðið vann
ítalska liðið AC Milan, 3-1, í víta-
keppni eftir að liðin höfðu gert
1-1 jafntefli. Þetta er í þriðja sinn
sem Boca Juniors vinnur þennan
úrslitaleik í heimsmeistarakeppni
félagsliða en þar spila sigurvegar-
ar Meistaradeildar Evrópu og
Suður-Ameríkubikarsins og fer
leikurinn fram í Japan. Evrópa
hefur aðeins tapað þessum titli
fjórum sinnum á síðustu 11 árum
og í þrjú af þeim skiptum hefur
AC Milan mistekist að verja heið-
ur Evrópu en Real Madrid tapaði
líka fyrir Boca 2000.
Íslenski Daninn
Jon Dahl Tomasson
kom ítalska liðinu
yfir á 24. mínútu
leiksins en Matias
Donnet jafnaði að-
eins fimm mínútum
síðar.
Það var miðju-
maðurinn Raul
Cascini sem varð
fjórði maðurinn til
að klikka á víti eftir
að Andrea Pirlo,
Clarence Seedorf og
Alessandro Costacurta höfðu a
misnotað víti. AC Milan réð lög
og lofum í leiknum en mistókst
verða fyrsta félagið til að vin
þennan titil í fjórða sinn. AC M
an vann úrslitaleikinn 1969, 1
og 1990 en hefur nú tapað í þ
síðustu skipti; 1993, 1994 og
2003. ■
BOCA MEISTARI
Argentínska liðið Boca Juniors varð hei
meistari félagsliða í gær.
SÍÐUSTU 11 ÚRSLITALEIKIR Í
HEIMSMEISTARAKEPPNI FÉLAGSLIÐA:
2003 Boca Juniors (Arg.) - AC Milan (Íta.) 1-1 (3-1 vk.)
2002 Real Madrid (Sp.)- Olimpia (Par.) 2-0
2001 Bayern Munich (Þýsk.) - Boca Juniors (Arg.) 1-0
2000 Boca Juniors (Arg.) - Real Madrid (Sp.) 2-1
1999 Manchester United (Eng.) - Palmeiras (Bra.) 1-0
1998 Real Madrid (Spa.) - Vasco da Gama (Bra.) 2-1
1997 Borussia Dortmund (Þýsk.) - Cruzeiro (Bra.) 2-0
1996 Juventus (Íta.) - River Plate (Arg.) 1-0
1995 Ajax Amsterdam (Hol.) - Gremio (Bra.) 0-0 (4-3 vk.)
1994 Velez Sarsfield (Arg.) - AC Milan (Íta.) 2-0
1993 Sao Paulo (Bra.) - AC Milan (Íta.) 3-2
Sigrar 1993-2003: Evrópa 7, Suður-Ameríka 4.
Heimsmeistarakeppni félagsliða:
Enn og aftur klikkar AC Milan
BROTIST Í GEGN
Melinda Jaques, markahæsti leikmað-
ur Frakka í úrslitaleiknum, reynir hér
að brjótast í gegnum vörn Ungverja.