Fréttablaðið - 15.12.2003, Page 40

Fréttablaðið - 15.12.2003, Page 40
37ÁNUDAGUR 15. desember 2003 eitt vinsælasta spil í heimi stækkar 15 milljónir spilara í Evrópu Á hverju ári er haldið heimsmeistaramót í Catan og í haust kepptu Gunnar Jóhannsson og Baldur Már Jónsson fyrir Íslands hönd. Þeir stóðu sig með mikilli prýði og komst Gunnar í 16 manna úrslit. Fljótlega eftir áramót verður haldið Íslandsmót í Catan og fara sigurvegarar þess á heimsmeistaramótið haustið 2004. Keppir þú fyrir Íslands hönd á HM í Catan á næsta ári? Ert þú efni í heimsmeistara? Catan - Landnemarnir er eitthvert vinsælasta spil í heimi og hefur m.a. verið valið „Spil ársins“ í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Auðvelt er að læra spilið en það krefst útsjónarsemi og dirfsku (Strategy). Spilið er fyrir alla aldurshópa. Catan - Landnemarnir kom út í fyrsta sinn á íslensku í fyrra. Nú er hægt að fá stækkun við spilið, sem og framhalds-spilið Sæfararnir. Klaus Teuber, höfundur spilsins, hefur nýlega greint frá því að landnám Íslands sé uppspretta Catan. Catan er spil sem brúar kynslóðabil og þig langar að spila aftur og aftur. www.spil.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN BOLTI Arsenal komst á topp ku úrvalsdeildarinnar í gær r að hafa lagt Blackburn að li, 1-0, á heimavelli sínum, ghbury. Það var Hollendingur- Dennis Bergkamp sem skor- sigurmarkið á elleftu mínútu r frábæran undirbúning hjá o Toure. Leikmenn Arsenal u hálfmáttlitlir í leiknum, ef- st þreyttir eftir Evrópuleik gn Lokomotiv í vikunni, en tt fyrir mikla pressu að marki senal á lokakaflanum tókst kmönnum Blackburn ekki að koma boltanum framhjá Jens Lehman. Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, var sæll og glaður eftir leikinn og sagði vik- una hafa verið frábæra. „Þetta er búin að vera frábær vika. Við komumst áfram í næstu umferð í Meistaradeildinni á miðvikudag- inn og fórum á toppinn í ensku úr- valsdeildinni í dag. Það gæti ekki verið mikið betra og ég er mjög stoltur af mínum mönnum fyrir að hafa klárað leikinn. Þetta var ekki allra besti leikur liðsins enda voru menn þreyttir eftir leikinn á miðvikudaginn,“ sagði Wenger. Vandræði Wolves jukust enn þegar liðið tapaði fyrir Aston Villa, 3-2, í grannaslag í Birming- ham. Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Angel skoraði tvívegis fyrir Aston Villa á þriggja mínútna kafla um miðbik fyrri hálfleiks en Alex Rae náði að minnka muninn fyrir Wolves áður en flautað var til hálfleiks. Gareth Barry kom Aston Villa í 3-1 og það skipti litlu þótt Mark Kennedy næði að laga stöðuna fyrir Wolves, sem er í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir næsta liði. ■ FÓTBOLTI Það vart hart barist í ná- grannaslagnum í Barcelona um helgina þegar Español tók á móti Barcelona. Á endanum höfðu sex leikmenn liðanna, þrír frá hvoru liði, þurft að yfirgefa leikvöllinn með rautt spjald á bakinu og því enduðu bæði lið með aðeins átta leikmenn inni á vellinum. Aldrei áður hafa fleiri leikmenn verið reknir út af í spænsku deildinni. Fyrra metið var fimm rauð spjöld í leik Español og Real Mallorca árið 1987. Dómarinn, Alfonso Pino Zamorano, lyfti þessum sex rauðu spjöldum fyrir óskyld atvik á að- eins 46 mínútna kafla í leiknum en þegar upp var staðið voru það gestirnir frá Barcelona sem tóku með sér öll þrjú stigin með sér til baka. Þess má geta að Zamorano dæmdi alls 36 aukaspyrnur í leiknum og lyfti 18 spjöldum, 12 gulum og sex rauðum. Það má segja að liðin hafi boð- ið upp á tvenns konar fótbolta. Markaveisla var í fyrri hálfleik þar sem öll mörkin fjögur voru skoruð; Jordi Cruyff kom Español yfir strax á 8. mínútu en þeir Patrick Kluivert (2) og Ronald- inho færðu Börsungum góða for- ustu fyrir hlé. Fyrsta rauða spjaldið kom síðan á 40. mínútu, fimm mínútum eftir síðasta mark- ið, og fimm rauð spjöld fóru síðan á loft í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Barcelona í fimm leikjum og kom liðinu upp í sjö- unda sætið en nágrannarnir í Español hafa aðeins náð í átta stig út úr 16 leikjum og sitja í neðsta sæti deildarinnar. ■ BOLTI Upprisa Leeds í ensku úr- sdeildinni heldur áfram. Í gær liðið sigurorð af Fulham, 3-2, Fulham hefur spilað mjög vel í ur og er í fjórða sæti deildar- ar. Þrátt fyrir sigurinn er eds enn í næstneðsta sæti deild- nnar en staða liðsins er þó allt ur en fyrir þremur vikum þeg- liðið var grafið á botninum. eds byrjaði betur og náði ggja marka forystu. Fyrst raði varnarmaðurinn Michael berry með hnénu og strax í jun síðari hálfleiks skoraði rk Viduka annað mark liðsins. kkinn Luis Saha, sem skorað hefur tíu mörk á tímabilinu, jafn- aði metin fyrir Fulham með tveimur mörkum en fyrirliði Leeds, Dominic Matteo, tryggði sínum mönnum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru til leiksloka. „Þetta var gífurlega mikilvægur sigur fyrir okkur og staðfesting á því að það býr mikill karakter í liðinu. Menn eru að berjast hver fyrir annan og það er á hreinu að við ætlum okkur ekki að falla úr úrvalsdeildinni í vor. Liðið er allt of gott fyrir það,“ sagði hetja Leeds, Dominic Matteo, eftir leik- inn. ■ LEEDSARAR FAGNA MARKI Leikmenn Leeds fagna hér marki Mark Viduka í gær. nska knattspyrnan í gær: Upprisa Leeds SIGURMARK BERGKAMPS Thierry Henry, Dennis Bergkamp og Kolo Toure fagna hér marki Bergkamps sem reyndist vera sigurmarkið gegn Blackburn. Arsenal á toppinn Bar sigurorð af Blackburn, 1-0, á Highbury. SEX RAUÐ SPJÖLD Á LOFT: Hjá Español: Ivan de la Peña (40.) Toni Soldevilla (39. og 60.*) Albert Lopo, (14. og 87.*) Hjá Barcelona: Rafael Marquez (26. og 47.*) Ricardo Quaresma (45. og 51.*) Philip Cocu (65.) * Reknir út af með tvö gul spjöld Aðeins 16 eftir á vellinum í nágrannaslagnum í Barcelona: Sex rauð spjöld á loft Spænska knattspyrnan: Real enn á toppnum FÓTBOLTI Real Madrid er enn á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Deportivo La Coruña á heimavelli sínum, Santiago Bernabeu, í gærkvöld. Brasilíumaðurinn Ronaldo kom Real Madrid yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks en Walter Pandiani, oft nefndur „Riffillinn“, jafnaði metin fyrir Deportivo á 63. mínútu. Það var síðan gulldrengurinn Raúl sem skoraði sigurmark Real Madrid fimm mínútum fyrir leikslok og tryggði liðinu stigin þrjú. Real Madrid hefur nú 36 stig á toppi deildarinnar, tveimur stigum meira en Valencia sem bar sigurorð af Real Betis á úti- velli, 1-0. Deportivo La Coruña er í þriða sæti deildarinnar með 30 stig. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.