Tíminn - 24.07.1971, Page 2
2
LAUGARDAGUR 24. júlf 1971
Vonar að íslendingar
standi við samninginn
EJ—Reykjavík, föstudag.
BlaSinn var í dag sent afrit af ræðu þeirri, sem Anthony Royle,
aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneyti Bretlands, flutti á þingi Breta á
þriðjudaginn var um stefnu ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu.
• „Stefnuyfirlýsing nýju ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar er ekki
formleg tilkynning til okkar eins
og gert er ráð fyrir í landhelgis-
samningnum frá 1961. íslenzka rík-
isstjórnin hefur því ekki tilkynnt
okkur formlega, að hún hafi í
hyggju að færa út fiskveiðilög-
söguna samkvæmt samningnum,
né hefur hún tilkynnt okkur, að
hún hyggist einhliða lýsa hann
ógildan. Þvert á móti, þá hafa
»æði íslenzki forsætisráðherrann og
utanríkisráðherra hans skýrt frá
því í fjölmiðlum, að þeir hafi í
hyggju áð hefja viðræður við okk-
ur. Ég get auðvitað ekki spáð því,
hvenær viðræður muni fara fram,
né hvaða tillögur verða lagðar fram
í þeim viðræðum, en ég endurtek
það, sem oft áður hefur verið sagt
hér á þinginu, að við munum telja
alla útfærslu íslenzku fiskveiðilög-
sögunnar út fyrir 12 mílur and-
stæða alþjóðalögum.
Ekki er hægt að nema einhliða
úr gildi landhelgissamninginn frá
1961. í samningnum segir, að ís-
lendingar eigi að gefa okkur til-
kynningu með sex mánaða fyrir-
vara um útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar. Einnig segir þar, að annað
hvort við eða íslenzka ríkisstjórn-
in geti öskað eftir þvl, að alþjóða-
dómstóllinn fjalli um hverja þá
deilu, sem rísa kann varðandi út-
færslu.
Hugsanleg ákvörðun um, að vísa
málinu til alþjóðadómstólsins,
verður einungis tekin í ljósi þeirra
aðstæðna, sem verða á þeim tíma.
Við höfum að sjálfsögðu til athug-
unar ýmsa möguleika, en á þessu
stigi get ég ekki spáð um það
hvernig við kunnum að bregðast
við ýmsum aðstæðum, sem upp
kunna að koma.
Eðlilegur vettvangur fyrir um-
ræður um mál, sem snerta lögsögu
á hafinu, þar á meðal fiskveiðilög-
sögu, verður hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna, sem áætlað
er að halda árið 1973. Undirbún-
ingur þeirrar ráðstefnu. er í hönd-
um Sjávarbotnsnefndar Sameinuðu
þjóðanna, sem nú situr að störfum
í Genf. Eg er ánægður með, að
íslendingar hafa sent sterka sendi-
nefnd á fund nefndarinnar og hef
tekið eftir því, að sendinefndin
mun þar vekja athygli á stefnu
sinni varðandi fiskveiðilögsöguna.
En hvað sem réttindum okkar sam
kvæmt samningnum frá 1961 líð-
ur, þá harma ég mjög, að íslenzka
ríkisstjórnin skuli hyggja á að-
gerð, sem hefur meiri eða minni
áhrif á allar sjávarútvegsþjóðir á
sama tíma og Sameinuðu þjóðirn-
ar kanna þessi mál frá víðtækari
alþjóðlegum sjónarhól. Samt sem
Dráttarvélarslysið
varð í Hörgárdal
KJ—Reykjavík, föstudag.
Drengurinn sem lézt i dráttar-
vélarslysinu í Hörgárdal í Eyja-
firði í gær, hét Bernharður Þóris-
son og var hann frá Auðbrekku, en
slysið varð skammt frá hænum.
Fyrirhugað var að halda bænda-
dag Eyfirðinga hátíðlegan á sunnu
áag, í Hörgárdal, en vegna þessa
slyss, var hátíðarhöldunum frestað
um óákveðin tíma.
áður fjallar yfirlýsing íslenzku rík
isstjórnarinnar um samning við
Bretland um mál, sem hefur áhrif
á lífshagsmuni okkar, á hátt, sem
hlýtur að vekja áhyggjur í landi
okkar.
Við töldum þess vegna nauðsyn-
legt, að gera grein fyrir skoðun-
um okkar, og þess vegna afhenti
brezki sendiherrann í Reykjavík
íslenzka utanríkisráðuneytinu yfir-
lýsingu 17. júlí. Megintilgangur-
inn með yfirlýsingunni var að láta
í ljósi, að við hörmum að yfirlýs-
ing rjkisstjórnarinnar hafði verið
birt án viðræðna við brezku ríkis-
stjórnina, og án þess að henni
væri tilkynnt um efni hennar fyr-
irfram. Einnig að benda ríkis-
stjórninni á ákvæði samningsins
frá 1961 og ítreka réttindi okkar
samkvæmt honum. Samtímis mun
sendiráð okkar í Reykjavík halda
áfram að leggja áherzlu á það við
alla skoðanahópa á fslandi, að
við höfum miklar áhyggjur af þeim
að gerðum, sem tillögur cru um í
stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórn-
arinnar, og á þýðingu fiskimiðanna
við ísland fyrir fiskiðnað okkar.“
Hann gerði síðan grein fyrir,
hver áhrif 50 mílna 'lögsagá hefði
á brezkan sjávarútveg. Sagði hann,
að hún myndi minnka brezkan afla
um % eða V\ af núverandi afla.
Einkum myndi þetta hafa slæm
áhrif fyrir fiskiskipaflotann sem
veiðir á fjarlægum miðum, þar
sem 40—60% afla þeirra skipa
komi frá miðum, sem myndu lenda
innan 50 mílnanna.
Þar sem áhrifin væru svona al-
varleg, myndi brezka ríkisstjórn-
in gera sitt ítrasta til að tryggja
hagsmuni brezka sjávarútvegsins.
Þá ræddi Royle um þau rök,
sem færð væru fram útfærslu
fiskveiðilögsögu til stuðnings, að
friða þurfi fiskistofnana. Þessa
skoðun hefði brezka stjórnin aldrei
fallizt á. Friðunaraðgerðum ættu
margar þjóðir að standa að sam-
an, og væri Bretland reiðubúið til
viðræðna um veiðitakmarkanir á
íslandsmiðum sem öðrum miðum.
Hann sagði einnig, að í Norður-
Atlantshafsnefndinni hafi í maí
sl. verið fjallað um ástand þorsk-
og ýsustofnanna á íslandsmiðum,
og ekki verið talin ástæða þar til
frekari friðunaraðgerða.
Loks fjallaði Royle um meng-
unarlögsöguna, sem ríkisstjórnin
hyggst hafa 100 mílur. Hann sagði,
að það væri ekki rétt stefna að
sínu áliti að lýsa yfir einhliða
mengunarlögsögu, heldur ætti að
leysa mengunarvandamálið í sam-
starfi við aðrar þjóðir eftir ítar-
legar viðræður innan alþjóðlegra
stofnana. Hann benti á, að marg-
ar alþjóðaráðstefnur yrðu haldn-
ar um þetta efni á næstu tveim-
ur árum.
Að lokum sagði hann:
„Við vonum eðlilega, að íslenzka
ríkisstjórnin muni komast að
þeirri niðurstöðu, að rétta stefn-
an sé að fara samkvæmt samn-
ingnum frá 1961, en ekki að stefna
að einhliða ógildingu landhelgis-
samningsir.s, Við búumst að sjálf-
sögðu við því, að land, sem um
svo langan tíma hefur sýnt virð-
ingu fyrir lögum allt frá setningu
fyrsta íslenzka þingsins og fyrstu
laganna árið 930, muni standa við
alþjóðlegar lagalegar skuldbind-
ingar sínar.“
TÍMINN
Svipmynd úr Húsafellsskógi.
viö mikiu fjöl-
í Húsafellsskóg
Iglna. Stefnt a ðþví að gera sumarhátíðina að
Alf—Reykjavík, föstudag.
Um aðra helgi, verzlunarmannahelgina, verður haldin sumarhátíð í
Húsafellsskógi á vegum ungmennafélaganna í Borgarfirði, en þetta er
í fimmta sinn, scm efnt er til sumarhátíðar af þessu tagi í Húsafells-
skógi. Hafa þær jafnan dregið mikinn fjölda gesta að, og er einnig
búizt við niikfum fjöida nú, enda ekkert til sparað til að hafa dagskrá
mótsins sem fjölbrcytilcgasta, m.a. koma fram margar af þckktustu
hljómsveitum laudsins og þekktir skemmtikraftar, bæði innlendir og
erlendir.
Að sögn forráðamanna mótsins
er stefnt að því, að sumarhátíðin
verði fjölskyldumót og við það
miðað, að allir finni eitthvað við
sitt hæfi. Sumarhátíðin er þess
vegna ekki eingöngu fyrir ungl-
inga, eins og t.d. Saltvíkur-hátíðin,
heldur hátíð allrar fjölskyldunn-
ar.
Táningahljómsveitakeppni
Dagskrá Húsafeilsmótsins hefst
föstudaginn 30. júlí kl. 16. Verð-
ur dansað á þremur pöllum á
föstudagskvöldið. í Hátíðarlundi
leikur Ævintýri, við Lambhúslind
leikur Roof Tops og Paradís leik
ur hljómsveitin Nafnið.
Á laugardaginn verður mótinu
svo fram haldið kl. 14,00. Verður
þá ýmislegt á dagskrá m.a. íþrótta
keppni. Einnig fer fram keppni
milli fimm táningahljómsveita.
Fær sigurvegarinn í þcirri keppni
25 þús. kr. Hljómsveitirnar, sem
þátt taka í keppninni, eru Til-
finning. Áherzla, Flakkarar, Inn-
rás og Óvera, en meðlimir þeirra
eru 19 ára og yngri.
Um kvöldið verður stiginn dans
og leika þá hljómsveitir Ingimars
Eydals og Ólafs Gauks, auk Ævin
týris.
Fjölbreytt dagskrá
Á sunnudaginn er dagskráin
mjög fjölbreytt. Fyrir hádegi verð
ur diskótek í gangi, en kl. 14.00
hefst hátíðardagskrá með helgi-
stund sr. Brynjólfs Gíslasonar.
Samkór Reykdæla sy.ngur. Guð-
mundur Ingi Kristjánsson, heið-
ursgestur mótsins, flytur ræðu.
Guðmundur Jónsson, óperusöngv-
ari syngur. Skólahljómsveit Kópa
vogs leikur undir stjórn Björns
Guðjónssonar. Ýmiss konar íþrótta
keppni verður á dagskrá og sér-
stök skemmtidagskrá hefst kl. 17,
en meðal þeirra, sem koma fram,
eru Gunnar og Bessi, Kristín og
Hclgi, Alli Rúts, Jörundur og Big
Beh frá Englandi.
Um kvöldið verður dansað á
þremur pöllum og kemur þá fram,
auk þeirra hljómsveita, sem nefnd
ar hafa verið, hljómsveitin Trú-
brot og mun leika tónverkið
Lifun.
Dansað verður til klukkan 2,15,
en þá lýkur mótinu með flugelda
sýningu.
Sérstakt svæSi fyrir
fjölskyldur
Skipulagt hefur verið nýtt
svæði, sem ætlað er fjölskyldum,
tjaldstæði D. Svæði þetta er í
þeim hluta Húsafcllsskógar, sem
Niðurskógur nefnist. Þar er skóg-
urinn gróskumeiri en víðast hvar
annars staðar. Milli vænna trjáa
og runna eru víðlendir móar. —
Landið er auk þess mishæðótt,
svo óvíða er skjólbetra en cinmitt
þar. Gallinn er sá, að tjaldstæðin
þarna eru nokkuð óslétt, það get-
ur orðið nokkuð langt í vatn og
á salerni, sérstaklega ef gestir
kiósa sér tjaldstað neðarlega í
skóginum, langt frá Kaldá eða
Kiðá. Sléttuð hafa vorið um 200
tjaldstæði og ef það dugir ekki
skal tekið fram, að gestir verða að
sýna snyrtimennsku og smekk-
vísi ef þeir hugsa sér að laga
tjaldbotninn.
í Niðurskógi verður væntanlega
meira næði en á hinum tjaldstæð
unum og þær fjölskyldur, sem
hug hafa á því að draga sig nokk
uð út úr, fá þar gullið tækifæri
til þess.
Sérstakar skreytingar
Mikil undirbúningsvinna hefur
farið fram vegna Húsafellsmóts-
ins. Þeir Gunnar Bjarnason, leik-
tjaldamálari og Magnús Axelsson,
ljósameistari hjá LR, hafa séð um
skreytingar. Hefur m.a. verið kom
ið upp sérstökum ljósaskreyting-
um. Sögðust forráðamenn mótsins
vona, að mótsgestir kynnu að
meta þessa viðleitni með því að
umgangast skrautljós og önnur
mannvirki á menningarlegan hátt.
Áfengisbann
Stefnt er að því, að Húsafells-
mótið verði vínlaus hátíð. Bannað
verður að fara með áfengi inn
á mótssvæðið. Gera forráðamenn
mótsins sér vonir um, að bannið
verði virt, sérstaklega, þegar það
er haft í huga, að dagskrá móts-
ins er mjög fjölþætt og býður
upp á eitthvað fyrir alla, svo að
áfengi á að vera óþarfur fylgi-
nautur.
Aðgangur er seldur inn á mótið
í heild og kostað kr. 500,00, en
eftir kl. 01,00 á sunnudag kostar
aðgangur kr. 300,00, en börn inn-
an 12 ára aldurs sem eru í fylgd
með foreldrum sínum, fá ókeypif
aðgang.
Forseti Líberíu
er látinn
NTB—London, föstudag. x
Shadrach Tuhman, forseti Liber
íu, andaðist á sjúkrahúsi í London
í dag. Hann var 75 ára.
Tubman var kjörinn forseti
vestur-afríska lýðveldisins Líberíu
árið 1943.
Hann lagðist inn á sjúkrahús í
London til uppskurðar í júlímán-
uði.