Tíminn - 24.07.1971, Síða 16

Tíminn - 24.07.1971, Síða 16
 utjAfio taugardagur 24. júlí 1971. Hestamannafélagið Geysir efnir til hestamannamóts á sunnudaginn Há verðlaun á Rangár- bökkum KJ—Reykjavík, fimmtudag. Sikorsky-þyrlan á Reykiavíkurvellt (Tímamynd Gunnar) Reyndu Sikorsky þyrlu Eiga von á sams konar þyrlu í haust ÞÓ—Reykjavík, föstudag. í morgun gátu starfsmenn Land helgisgæzlunnar kynnt sér þyrl- ur af sömu gerð og Landhelgis- gæzlan hefur fest kaup á, en það er þyrla af cerðinni Sikorsky S-62. Þær þyrlur, sem þeim gæzlu- mönnum gafst kostur á að reyna, eru um borð í bandaríska ísbrjótn um West-vind, en hann kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Þessar upplýsingar fengum við hjá Pétri Sigurðssyni, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Sagði Pétur að þegar hann hefði frétt af því að Westvind væri væntanlegur hingað, þá hefði hann þegar gert ráðstafanir til þess að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar gætu kynnt sér vélarnar og hefur leyfi fyrir því auðfúslega verið veitt. Hann sagði, að þeir hefðu verið um það bil 20 frá Landhelg- isgæzlunni, sem skoðuðu þyrlurn- ar og fóru í flugferðir með þeim. En aðallega var þetta gert fyrir flugmennina okkar, þá Björn Jóns son og Þórhall Karlsson, og svo flugvirkjana og yfirmenn á varð- skipunum, sem gátu vel kynnt sér Framhald á bls. 14 í nýútkomnum Sambandsfrétt um segir að Véladeild SÍS hafi afgreitt í lok síðasta mánaðar 2*4 fólksbí'a, og sé þar með í fiórða sæti sem innflytjandi fó’ksbíla til landsins. Þá segir í Sambandsfréttum: í sambandi við birtingu á töl- rm um bifreiðainnflutning lands manna, sem birtast af og til, er þess að geta sérstaklega, að bílar, sem deildin flytur inn, eru aðallega skráðir hjá Bif- reiðaeftirlitinu undir fjórum merkjum: Chervolet, Buick, Opel og Vauxhall. Þar sem allir þessir bílar eru frá sama selj- anda, General Motors, ættu þeir að vera flokkaðir í einu lagi, þótt þeir komi frá þremur lönd um. í þessu sambandi má benda á, að allir bílar frá Ford-verk- smiðjunum, hvort heldur eru frá Bandaríkjunum eða Bret- landi, eru flokkaðir sem ein heild. KJ—Reykjavík, föstudag. Hjúskaparmiðlunin í Reykjavík: Enn ekkert brúðkaup, en 10-15 pör hafa búið saman SB-eykiavík, fösiudaq. Hjúskaparmiðlun hefur verið rekin í Reykjavík síðan í fyrrahaust, með góðum árangri, að sögn Brynjars ívars- sonar, sem rekur fyrirtækið. Ekkert brúðkaup hefur þó enn verið haldið fyrir tilstilli hjúskaparmiðlunarinnar, en 10—15 pör munu þó hafa hafið búskap saman. Karl- menn úti á lardi hafa mikið leitað til hjúskaparmiðlunar- innar, en kvenfólkið fæst ekki til að fara úr Reykjavík. Hestamannafélagið Geysir í Rangárvallasýslu heldur hesta- mannamót á Rangárbökkum á sunnudaginn kemur 25. júlí, og verða þar kappreiðar og góð- hestakeppni, og góð verðlaun í boði í kappreiðunum. Á kappreiðunum verður ® keppt í stökki, á 250 metra S 350 og 800 metra vegalengdum. r Þá verður keppt í 250 metra B skeiði 1500 metra brokki, og 250 m. hindrunarhlaupi. Auk þess verður naglaboðreið, þar " ;em þrjár sveitir keppa. Há verð ■ laun eru í boði, á kappreiðunum ■ og sem dæmi má nefna að sig- _ urvegararnir í 800 metra stökki og skeiði fá 10 þús. krónur í 1 verðlaun auk 5 þús. króna ef B vallarmet verður sett. í gæðinga ■ keppninni verður notað hring- gg dómakerfi, og formaður gæð- _ inganefndar er Ragnheiður Sig- urgrímsdóttir. Mótið mun væiitahíega liefj- " ast með hópreið félagsmanna í B einkennisbúningum félagsins, og þá verður einnig efnt til sérstakrar hópreiðar fyrir börn ■ og unglinga, og fyrir þeim hópi ■ mupu þrjár konur ríða í söðlum. ■ Á annað hundrað gæðingar og _ kappreiðahross eru skráð til keppninnar, og meðal þeirra eru “ margir þekktir hestar. ■ Dansleikir verða á Hvoli á ■ laugardagskvöld og Hellu á ■ sunnudagskvöld, í sambandi við _ mótið. — Það er lítið að gera núna yfir sumarið, sagði Brynjar Tímanum í dag — en ég býst við, að þetta aukist með haust inu aftur, það var mikið að gera í vetur sem leið. Hjúskaparmiðlunin tók til starfa í október og hafa hátt á annað hundrað manns leitað til hennar. Flestir hafa fengið einhverja fyrirgreiðslu, þótt sumir hafi komið aftur. Um 80 manns eru nú á skrá og er meirihlutinn karlmenn. Brynj- ar sagði, að meirihluti karl- mannanna væri utan af landi, aðallega úr smáþorpum, en kvenfólkið hins vegar svo til allt úr Reykjavík og fevgist ekki til að fara þaðan. Vant- aði því tilfinnanlega að kven- fólk úti á landi gerði eitthvað í þessu. Yfirgnæfandi meiri- hluti viðskiptavinanna er á aldrinum 50—60 ára, en þó eru karlmenn allt frá tvítugsaldri. Fyrir karlmenn kostar 1000 krónur að láta skrá sig hjá hjúskaparmiðlur.inni, en 300 kr. fyrir konur. Gildir þetta, þangað til fólk finnur einhvern mótpart við sitt hæfi. Brynjar hafði opna skrifstofu í vetur, en nú er hann kominn með starfsemina heim til sín. Hann býst þó við að opna skrifstof- una aftur með haustinu. — Svona stofnun á áreiðan- lega rétt á sér, sagði Brynjar. Hjúskaparmiðlanir eru reknar í öllum nágrannálðndúnum og í Rússlandi rekur ríkið þær. Það er bara verst, hvað kven- fólkið er feimið við þetta. Það vantar ekki, að þær hringi og spyrjist fyrir, en þar við situr líka. Ef einhverjar skyldu hafa áhuga, er bezt að geta þess að lokum, að síminn er 24514 hjá hjúskaparmiðluninni. 1700 laxar í Lárós - 620 í fyrra Sambandið í fjórða sæti LAXARNIR ÆTILEGIR? KJ—Reykjavík, föstudag. í kvöld eða fyrramálið var á- ætlað að gera út leiðangur til að athuga flugvélina sem nauðlentí fyrir sunnan Vatnajökul í fyrra- kvöld. Frekar erfitt er að komast að vélinni, en þó er talið að fara megi á jeppum mjög nærri vélinni, eða þangað til tveir kílómetrar eru í hana. Fulltrúar frá Tryggingu h.f. sem tryggði vélina, Loftferðaeftir- litinu og fleiri ætluðu fljúgandi á flugvöllinn á Maríifbakka, sem er vestan við Lómagnúp, og þaðan átti að fara í jeppum á nauðlend- ingarstaðinn. Búast má við að erfitt verði að bjarga vélinni án þess að taka hana mikið í sundur, en (Ljósm. s. E.) Framhald á bls. 14 ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Núna eru gengnir 1700 lax- ar upp í laxeldisstöðina í Lár- ósi, á Snæfellsnesi, en í fyrra gengu ekki nema 620 laxar þar upp í. Þessar upplýsingar feng- um við hjá Jóni Sveinssyni frá Lárósi, en sem kunnugt er þá er hann einn aðalstjórnandi laxeldisstöðvarinnar þar. Jón sagði, að laxinn, sem komið hefði upp í lónið væri þetta frá 4 og upp í 17 pund. Mikill lax hefur sézt fyrir utan lónið, sagði Jón, og einnig hafa menn séö mikinn lax lengra úti í sjónum, eins og fyrr segir, þá eru komnir 1700 laxar á þessu sumri en í fyrra voru þeir ekki nema 620 og var það helmingi meira en 1969. Að lokum sagðist Jón vonast til, að á næstu árum jykist laxa- gengdin til muna, þar sem þeir væru nú komnir með eigið klak.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.