Tíminn - 22.09.1971, Page 2
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 22. september 1971
Hallgrímskirlcju berast gjafir:
50 MANNA MATAR- OG KAFFI-
STELL OG 70 TONN AF SANDI
SB—Revkjavík, þriðjudag.
Gjafir frá Noregi til Skálholts-
skóla og Hallgrímskirkju voru af-
hentar í dag við athöfn í Ilallgríms-
kirkju. Eru þetta 50 manna matar-
og kaffistell, svo og sængurfatnað-
ur fyrir jafnmarga, handa heima-
vist Skálholtsskóla, og sperruefni
og þakklæðning á Hallgrímskirkju.
Ennfremur 70 tonn af granítsandi,
til að múrhúða kirkjuna mcð.
Ambassador Noregs á íslandi,
August C. Mohr, afhenti gjafirnar
fyrir hönd gefenda, en þær eru til-
komnar vegna söfnunar í Noregi,
sem íslandsvinurinn sr. Harald
Hope gekkst fyrir þar. Biskup ís-
lands, hr. Sigurbjörn Einarsson,
tók við gjöfinni fyrir hönd Skál-
holtsskólans, en Hermann Þorsteins
son, formaður söfnunarnefndar
Hallgrímskirkju, tók við fyrir hönd
August C. MoVirj aiiiiiássadoi- Noregs, afhendir biskupi íslands, hr. Sigur.
blrni Einarssyni, gjafirnar frá Noregi,
.(.Tímainynd GE)
kirkjunnar.
Biskupinn þakkaði síðan gjafirn
ar með ræðu og sagði meðal
annars: „Þessar gjafir eru til
komnar vegna þess, að í barmi
erlends manns býr sá hugur til
íslands. sem trauðlega verður ann
ar fundinn slíkur. Við hefðum
kosið, að sá maður, sr. Harald
Hope, hefði verið sér sjálfur, en
það eitt skortir á það að persónu
legt afrek yrði fullkomnað, að
sr. Harald getur ekki rétt okkur
gjaíirnar eigin höndum. íslenzk
saga er honum helg. Og þess
vegna ann hann Skálholti flestum
mönnum meir. Og þess vegna skil
ur hann og metur gildi Hallgríms
og minningu hans.“
Ræðu sína endaði biskupinn á
þessum orðum: „Guð blessi Nor-
eg, norska frændur, vini og vel-
unnara“.
Að athöfninni lokinni sagði
Hermann Þorsteinsson frétta-
mönnum, að nú væri verið að
sandblása turn kirkjunnar og und
irbúa hann undir múrhúðun með
norska granítsamdinum. Sandur
þessi, sem er úr námum í Sogni,
er nægur til að múrhúða alla
kirkjuna með. Timbrið, sem eru
6 standardar, sperruefni, sem not
að verður með steyptum sperr-
um og þakklæðning, verður einnig
nóg í þak kirkjunnar. Síðan fer
eftir veðri og öðrum aðstæðum,
hvernig verkinu miðar, en eins og
kunnugt er. er takmarkið að Ha]l
grímskirkja standi fullbúin á
1100 ára afmæli íslandsbyggðar,
árið 1974.
Frá Iðnþingi íslands
Uppbyggingu iönfræðslu ólokið
eftir 20 ár, með sama hraða
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
33. Iðnþingi íslands var slitið
8.1. laugardag, en fyrr um dag
inn voru afgreidd álit nefnda um
ýmis mál, og bar þar hæst mál
eins og um iðnminjasafn, undan-
þágur frá iðnnámi, brot á iðn-
löggjöfinni og fleira. Þá var og
*®Jin nefnd til þess að koma á
fát hag- og kjaradeiíd innan Lands
sanibands iðnaðarmanna.
A þinginu voru samþykktar fjöl
ihamar ályktanir, svo sem um
launamál iðnaðarins, en í þeirri
ályktun segir að 33. Iðnþing ís-
lendinga fagni yfirlýsingu iðnaðar
ráðherra þess efnís, að vaxtakjör
og lánstími, sem atvinnufyrirtæki
búa við verði endurskoðuð og
bætt. Jafnframt ítrekar þingið
fyrri samþykktir, um að rekstrar-
lánafyrirgreiðsla til iðnfyrirtækja
verði aukin, þar sem vaxandi fram
leiðsla og fyrirsjáanlega hækkandi
framleiðslukostnaður hefur leítt
til aukinnar rekstrarfjárþarfar.
Þá fagnar þingið stofnun veð-
deildar við Iðnaðarbankann og
Geysikg úrkoma
á Austurlandi
Slydda á láglendi, — snjókoma til fjalla
ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Jón Kristjánsson, fréttaritari Tím
ans á Egilsstöðum, tjáði blaðinu í
aag, að geysileg úrkoma hefði ver-
ið þar eystra í nótt og í morgun.
Slydda var á láglendi, en snjókoma
til fjalla. Var Möðrudalsfjallgarð-
ur orðinn ófær litlum bílum, og ef
ekki rofar til alveg á næstunni. má
búast 'ið að hann verði ófær öll-
um bílum. Þá voru Oddsskarð og
Fjarðarheiði orðin ófær, en á Fagra
dal var slydda og versta veður.
Jökuldælingar höfðu hugsað sér
að fara í göngur í morgun, en þeir
urðu að fresta því vegna veðurs.
Þá eru Fljótsdælingar í göngum
inni á heiði og má búast, við að þcir
hafi fengið hið versta veður.
hvetur um leið iðnaðarmannafé-
lögin að stuðla að sölu á skulda
bréfum deildarinnar.
Þingið álítur það nauðsynjamál,
að unnið verði áfram að því að
kanna möguleika á að koma á að-
stoð við aldraða iðnaðarmenn, í
líkingu við Dvalarheimili aldraðra
sjómanna með því að reynt verði
að finna tekjustofri til fram-
kvæmda. Þá styður Iðnþingið þá
hugmynd milliþinganefndar þess
efnis að Landssamband iðnaðar-
manna hlutist til um að allir iðn-
aðarmenn í landinu sameinist um
„Iðnaðarmannadag“ sem verði
að sameiningartákni allra iðnaðar
manna og jafnframt fjáröflunardag
ur fyrir málefni aldraðra iðnaðar-
manna.
Þá vill Iðnþingið vekja athygli
á, hve mjög uppbygging iðnfræðslu
skóla hefir verið vanrækt og bend
ir á að 1966 var gerð framkvæmda
áætlun um byggingu iðnskóla
fram til ársins 1975. Samkvæmt
áætluninni var heildarkostnaður
ríkissjóðs 135 milljónir kr., sem
á verðlagi í dag er vart undir
260 milljónum. Veglegasta fjár
yeiting til þessara mála var á síð
asta ári og nam 12 milljónum kr.
Verði áframhaldandi skilningsleysi
ríkjandi á málum iðnfræðslunnar
mun áætlaðri uppbyggingu ekki
lokið fyrr en eftir 20 ár, og er
öll þróun innan iðnfræðslunnar
ólcyst.
Framhald á bls. 14
Blaka við eina mynda sinna.
(Tímamynd G-E)
Fyrsta málverkasýning Blöku
- Guðrúnar Jónsdóttur - á Mokka
SB-Reykjavík, mánudag.
Guðrún Jónsdóttir, öllu kunn
ari undir nafninu Blaka, heldur
nú sína fyrstu málverkasýn-
ingu á Mokka. Guðrún starfaði
á skrifstofu forseta íslands í
15 ár, en fór síðan að starfá
í íslenzka sendiráðinu í Sovét-
ríkjunum. Hún kom heim haust
ið 1969 og hefur síðan hjúkr-
að sj'/kri móður sinni. Blaða-
maður Tímans hitti Guðrúnu
að máli á Mokka í dag.
— Hvað kom til áð þú fórst
að mála, Guðrún?
— Þetta, kom bara yfir mig.
Ég hef mikið þurft að vaka á
næturnar og fagrar nætur
verka sterkt á mann, þegar
maður er bundinn og kemst
ekki út. Svo ég fékk mér vatns
,, }jti ,,Qg(,fór að mála.
— Hefur. þú lært ,eit,thvað?
— Nei, en ég hef lesið míkið
um list- og fylgzt með öllum
sýningum. Svo er þetta líklega
í ættinni. Systir mín er dr.
Selma Jónsdóttir, listfræðing-
ur, og bróðir minn, Halldór,
er arkitekt.
— Þú málar eingöngu með
vatnslitum?
— Já, það er þægilegra, fer
minna fyrir því en flestu öðru.
— Hvenær byrjaðirðu á
þessu?
— Aðeins fyrir jólin, en
allar þessar myndir eru málað-
ar í vor og sumar. Svavar
Guðnason, listriiálari, hjálpaði
mér við uppsetningu sýningar-
innar og myndavalið. Hann
kallaði þetta „lyriskan express
ionisma“ en þetta eru ein-
göngu hugmyndir mínar, ég
hafði engar fyrirmyndir, en
mér er sagt að þarna gæti mik-
ið áhrifa úr umhverfi Borgar-
fjarðar, en það er mín heima-
byggð, sagði Guðrún að end-
ingu. . .........
Á sýnirigunni eru 21 vatns-
litámynd. Allar eru þær til
sölu og kosta 2.300 kr. stykk-
ið. Sýningin verður opin næstu
þrjár vikumar.
I
Ingvi Hrafn við einá relief-mynda sinna.
(Tímamynd GE)
Ingvi Hrafn sýnir relief-myndir
SB-Reykjavík.
Ingvi Hrafn Hauksson hefur
opnað fjórðu einkasýningu
sína í sýningarsalnum að Berg
stáðastræti 4. Þar sýnir hann
nú 20 relief-myndir, sem allar
eru til sölu á 11 til 16 þúsund
krónur stykkið.
Ingvi Hrafn stundaði nárn
í Myndlista- og hándíðaskólan-
um í Reykjavík og síðan í Kaup
mannahöfn. Hann fór í náms-
ferð til Parísar 1969 og þar
á hann relief-myndir og skúlp-
túra í Biennalinn-safninu. —
Þekktasta verk Ingva Hrafns,
mun vera „Fallinn víxill", sem
selt var á útihöggmyndasýning
unni á Skólavörðuholti 1968.
Sýningin að Bcrgstaðastrætl
4 verður opin í hálfan mánuð
eða svo, frá kl. 2—22 alla daga.
Erlendu veiðiskipin 95 talsins
ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Landhelgisgæzlan lét fara
fram könnun á fjölda erlendra
veiðiskipa hér við land dag-
ana 14. og 15. sept. s.l. Alls
reyndust erlendu veiðiskipin
vera 95 talsins. Þar af voru
60 brezkir togarar á veiðum
hér við land og héldu þeir sig
mest út af Norðvesturlandi
og djúpt út af Reyðarfirði. Þá
voru á miðunum 30 v-býzkir
togarar og voru þeir flestir úti
af Reykjanesi. Skip af öðrum
þjóðernum voru 4 belgískir
togarar og eitt færeyskt skip.