Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 3
I
MEÐVTKUDAGUR 22. september 1971
• ... — ■" 1
TÍMIN N
Þarna er verið að reka safnið inn f almenninginn i Hafravatnsrétt, og fólkið bíður þess að byrja að draga,
Vísindaráðstefnan:
Æskilegt að samræma vís-
indastarfsemi á íslandi
FÉ
AF
FJALLI
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Það voru ekki allir háir í loftinu, sem
voru við drátt í réttinni, og hér er
ein af þeim yngri.
Hafravatnsrétt er orðin hálf-
gerð Reykjavíkurrétt, því þangað
leggja að jafnaði margir Reyk-
víkingar leið sína, með ungviðið
úr borginni. Aftur á móti eiga
Reykvikingar ekki margt fé í
Hafravatnsrétt, en alltaf þó kind
og kind. Reykjavíkurféð er aðal-
lega réttað fyrir ofan Lækjar-
botna og voru þær réttir á sunnu-
daginn.
Hafravatnsrétt er fyrst og
fremst fyrir Mosfellssveitina, og
enn er töluvert fé þar í sveit,
þótt því fari líklega fækkandi,
eftir því sem þéttbýlið sækir
þar á.
í morgun þegar réttað var í
Hafravatnsrétt viðraði vel fyrir
fjáreigendur að draga í sundur
fé sitt, og fyrir borgarbúann að
sýna borgarbömunum jarmandi
fjárhópa. Dráttur gekk ágætlega,
og mun að mestu hafa verið lok
ið um hádegisbilið.
Fyrir þá bændur í Mosfellssveit,
sem láta fé í sláturhús, lengist
sláturhúsferðin nokkuð, þvi fara
verður með féð austur á Selfoss
í Sláturfélagshúsið þar.
Hún vildi greinilega út úr aðhaldinu vlS Hafravatnsrétt [ gærmorgun þessl
flekkótta gimbur, en girSingin hélt, og vonandi hefur gimbrin komizt til
eiganda síns í gær. (Tímamyndir Róbert)
Lokið er fundi, seip haldinn var
í Reykjavík á vegum Efnahags- og
framfarastofnunar Evrópu, þar
sem fjallað var um stefnumótun
vísindastarfs á íslandi. Stofnunio
hefur beitt sér fyrir athugunum
á vísindastarfi hinna ýmsu aðild-
arríkja, m.a. á íslandi. Voru nið-
urstöður þeirra athugana og til-
lögur sérfræðinga stofnunarinnar
ræddar á fundinum. Auk erlendu
sérfræðinganna tóku um 40 fs-
lendingar þátt í fundinum.
Steingrímur Hermannsson, fram
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs rík-
isins, sagði að gildi ráðstefnu sem
þessarar fyrir fslendinga væri
margþætt, en ef til vill fyrst og
fremst það, að neyða okkur til
að koma saman og horfast í augu
við ýmiss konar atriði á sviði vís-
inda, sem þarfnast endursköpun-
ar.
Helztu athugasemdir og tillög-
ur sem sérfræðingar Efnahags-
og framfarastofnunarinnar gerðu
voru fyrst og fremst að efla ís-
lenzk vísindi, veita meira fjár-
magni til þeirra, en þeir telja of
litlu fé varið í þessu skyni. Bentu
þeir á að lágum hundraðshluta af
þjóðarframleiðslunni væri varið
til vísinda. Þeir bentu á að end-
urskoða þyrfti skipulag Rannsókn
arráðs. Fækka í því og athuga
verksvið þess. Þeir lögðu ríka
áherzlu á að rannsóknarstofnanirn
ar yrðu í betri tengslum við við-
komandi atvinnuvegi. Lagt yar til
að Rannsóknarráð heyri undir for
sætisráðuneytið, sem þýðir ríkis-
stjórnina alla, en viðkomandi ráðu
neyti verði eftir sem áður yfir
hinum einstöku rannsóknarstofn-
unum. Sérfræðingarnir lögðu ríka
áherzlu á að efla í’annsóknarstarf
semi Háskólans og gera Háskól-
anum þannig kleift að útskrifa
vísindamenn og verkfræðinga, bet-
ur en nú er, og í því skyni vilja
þeir tengja nánar rannsóknarstarf
semi í þágu atvinnuveganna og
Háskólans.
Framhald á bls. 14.
ftVíÐfl
WH
Er þeim sjálfrátt?
Alþýðublaðið skýrir frá því
í gær, að þingflokkur Alþýðu-
flokksins hafi komið saman til
fundar í fyrradag og samþykkt
þar að leggja til að alþýðulýð-
vehlið Kína fái inngöngu í Sam
einuðu þjóðirnar og taki sæti
Kína í Öryggisráðinu. Hins
vegar telji þingflokkur AlþýðH
flokksins ástæðulaust að víkja
Taiwan úr samtökunum og
leggur til að ísland greiði at-
kvæði gegn slíkum tillögum.
Ennfremur segir í ályktuninni:
„Þingflokkurinn bendir á, að
samskipti alþýðulýðveldisins
Kína við umheiminn hafi farið
batnandi undanfarið. Verði
framhald á þeirri þróun, telur
þingflokkurinn rétt, að ísland
taki upp stjórnmálasamband
við stjórnina í Peking, og at-
hugaðir vcrði möguleikar á
framtíðarviðskiptum milli þjóð
anna.“
Þessari ályktun er svo fylgt
eftir í Alþýðublaðinu með við-
tali við Benedikt Gröndal, for-
mann þingflokks Alþýðuflokks-
ins. f því viötali segir Bene-
dikt Gröndal mcðal annars, að
Formósa eða Taiwan sé ,,sjálf-
stætt ríki með tæplega 15 mili-
jónum íbúa, sem hefur verið i
Sameinuðu þjóðunum allt frá
stofnun þeirra samtaka“.
Hvað sem Sjang
segir ....
Hér er Bcncdikt og þing-
flokkur Alþýðuflokksins á allt
öðru máli en stjórn sú, sem
situr á Formósu. Sjang-Kai-
sjekk hefur lýst því yfir að
hann líti alls ekki á Formósu
sem sjálfstætt ríki, heldur sem
hluta Kína og ríkisstjórnin,
sem hafi nú aðsetur á Formósu
sé ríkisstjórn alls Kína. Þessi
stjórn liefur farið með umboð
Kína hjá Samcinuðu þjóðun-
um frá upphafi. Málið væri ein
falt, ef Sjang-Kai-sjekk viðlir-
kenndi raunveruleikann og féil
ist á að lýsa yfir stofnun sjálf-
stæðs og fullvalda ríkis á For-
mósu, ríkis, sem væri óháð
Kína og sækti síðan um aðiid
að Sameinuðu þjóðunum, eftir
að Peking-stjórnin, hin eina
rétta ríkisstjórn i Kína, hefðl
tekið við umboði Kína hjá Sam
cinuðu þjóðunum. En þessu er
ekki að heilsa, því að þessu
ncitar Sjang-R»i-sjekk alger-
lega. Hann vili ekki og hefur
aldrei viljað gcra Formósu að
sjálfstæðu ríki. En uppi á ís*
landi munar ekkl mann eins og
Benedikt Gröndal um að halda
því fram, sennilega eingöngu til
að þjóna aftuihaldsöflunum í
Bandaríkjunum (hverjum öðr-
um?), að Formósa sé sjálfstætt
ríki, sem hafi verið í Samein-
uðu þjóðunum frá upphafi.
Þegar búið er að samþykkja
að Peking-stjórnin taki við um-
boði Kína hjá Samcinuðu þjóð-
unum, fara fulltrúar Sjang-
Kai-sjekks og þjóðernissinna-
stjórnar hans, sem farið hafa
með umboð Kína hjá Samein-
uðu þjóðunum frá upphafi,
sjálfkrafa út úr samtökunum.
Að samþykkja að Peking-stjórn
in taki við umboði Kína er hið
Fratnhald á bls. 14.