Tíminn - 22.09.1971, Blaðsíða 9
mrai'IKUDAGUR 22. september 1971
TIMINN
9
Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKUR5NN
Framlrpæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarlnn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason. tndriBi G Þorsteinsson og
Tómas Karlssíon Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Rit
stjómarskrifstofur 1 Edduhúsinn. simar 18300 — 18306 Skrif-
stofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsmgasimi:
19523. AOrar skrifstofur sixni 18300. Askriftargjald kr 195.00
i mánuði lnnanlands. 1 lausasölu kr. 12,00 elnt — Prentsm
Edda hf.
Vinnufriður
í ræðu, sem Einar Ágústsson, utanríkisráðherra flutti
á samkomu Framsóknarmanna í Reykjavík í fyrri viku,
ræddi hann m.a. um kjarasamninga þá, sem nú eru hafn-
ir. Gerði hann grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í
kjaramálum og greindi frá þeim leiðréttingum á kjara-
samningum, sem ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir strax
og hún hefði komið til valda. Auk þess myndi ríkis-
stjórnin beita sér fyrir því að launþegum hlotnist raun-
hæfar kjarabætur á næstu 2 árum og beita til þess
ýmiss konar ráðstöfunum, sem eru á undirbúningsstigi.
Þá ræddi utanríkisráðherra um málflutning stjórnar-
andstæðinga. Þeim þætti allt umstang ríkisstjórnarinnar
óskaplega dýrt. Þeir töluðu um óráðsíu og fyrirhyggju-
leysi, þegar laun þeirra lægst settu væru lagfærð. Ráð-
herrarnir væru kallaðir milljónaerfingjarnir og fleira
fyndið mætti finna á síðum stjórnarandstöðublaðanna,
þótt orðheppni hefði engan veginn verið þeirra sterkasta
hlið. '
Síðan spurði utanríkisráðherra: Hefur það ekki verið
þjóðinni dýrt á undanförnum árum að vinna hefur verið
lögð niður langtímum saman á hverju einasta ári, meðan
deilur hafa staðið um kaup og kjör?
Hann spurði ennfremur hvort það hefði ekki kostað
þjóðina neitt að binda skipin við bryggjurnar vegna
ágreinings um skiptingu þeirra verðmæta, sem .báí&URU ,
afla. Hann fullyrti síðan að bæði einstaklingar og fyrir-
tæki hafi verið lengi að ná sér eftir þá árlegu viðureign,
og fyrir þjóðina væri tjónið óbætanlegt.
Utanríkisráðherra sagði, að þeim milljónnm, sem
ríkissjóður hefði nú verið látinn greiða, hefði verið vel
varið, ef sú von rættist, að stiórninNhafi með ráðstöfunum
sínum komið í veg fyrir slíkt tjón.
Launþegar myndu finna að raunhæfar kjarabætur án
verkfalla, gefa meira í aðra hönd en stór stökk í krónu-
tölu, sem jafnan væru tekin aftur með óðaverðbólgu og
gengisfellingum.
Utanríkisráðherrann kvaðst vona, að atvinnurekend-
ur kæmust að þeirri niðurstöðu, að fyrirtæki þeirra gætu
ekkert síður greitt nokkrum krónum meira í laun en að
standa straum af bullandi tapi vegna þess að hluti af
mannskapnum væri í verkfalli, en fastakostnað fyrirtækj-
anna yrði að greiða engu að síður. Ráðherrann kvaðst að
lokum vilja treysta því, að mikill meirihluti þjóðarinnar
vildi taka vel þeirri tilraun, sem ríkisstjórnin væri nú
að gera, en léti ekki pólitískan æsing öfgamanna villa sér
sýn.
Samherjar
Brezkir fiskimenn sækja enn mikinn og góðan afla
á grunnmið við Bretlandseyjar. Þeir hafa notið þess við
þessar veiðar, að Bretar færðu fiskveiðilandhelgi sína
: 12 mílur eftir tapaða herskipabaráttu gegn útfærslu
fiskveiðilögsögurmar við ísland. Þessir fiskimenn færa
bézta ferska fiskinn nú á borð brezkra neytenda. Þeir
mótmæla nú eindregið, að erlendum fiskimönnum verði
veittur sami réttur og þeim innan brezkrar landhelgi,
með inngöngu Breta í EBE. Þeir krefjast einkaréttar á
nýtingu fiskimiða innan eigin landhelgi. Þessir fiskimenn
fóru í mótmælasiglingu á bátum sínum upn Thamesá og
lögðu að þinghúsinu í Lundúnum og fluttu Edvmrd Heath
mótmæli í Downingsstræti 10. Með vissum hætti eru
þessir fiskimenn bandamenn íslendinga í landhelgismál-
um. Þeir telja að þeir hafi meiri rétt en aðrir til að nýta
fiskimiðin við strenuur heimalands síns. — TK
tíwnesa^micísu^. ■saag
ERLENT YFIRLIT
Knýr Nixon Evrópuríkin ti! að
hækka gjaldmiðil sinn?
Annars getur hafizt viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og EBE
í VIKUNNI sem leið, héldu
10 auðugustu ríkin, sem aðild
eiga að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, sérstakan fund í
London, til að ræða um ný-
skipan alþjóðlegra fjármála, og
þó einkum gjaldmiðla í til-
efni af þeirri ákvörðun
Bandaríkjastjórnar 15. ágúst
s.l., að leggja á 10% innflutn-
ingstoll og veita jafnhliða út-
flutningsfyrirtækjum sérstök
skatthlunnindi. Á fundinum
voru mættir fjármálaráðherrar
og þjóðbankastjórar þessarra
landa. Slíkir fundir hafa verið
haldnir öðru hverju um 10 ára
skeið, en upphaf þeirra var
það, að þessi ríki stofnuðu
1962 sérstakan varasjóð til
stuðnings alþjóðlega gjaldeyris
sjóðnum. Þau voru þá talin rík-
ustu aðildarríki sjóðsins og
eru það enn. Þessi ríki eru
Bandaríkin, Bretland, Frakk-
land, V-Þýzkal., Japan, Belgía,
Holland, Ítalía, Kanada og Sví-
þjóð. Sviss hefur jafnan haft
áheyrnarfulltrúa á áðurnefnd-
um fundum. Sviss lagði fé í
áðurnefndan varasjóð, án þess
þó áð vera aðili að alþjóða-
gj aldeyriss j óðnum.
FRAM að þessu hefur fund-
um „hinna tíu ríku“ verið lítil
athygli veitt, enda þeir nánast
sagt verið formsatriði. Þessi
fundur var því mjög frábrugð-
inn hinum fyrri. Hann fékk til
meðferðar vandamál, sem
reyndist stærra en svo, að
nokkur árangur næðist á fund-
inum.
Fram til þessa árs hefur doil
arinn verið helzti alþjóðlegi
gjaldmiðillinn, samhliða gull-
inu. Gullverðið hefur verið
miðað við dollara, þannig að
únsan hefur kostað 35 dollara.
Óhagstæður greiðslujöfnuður
Bandaríkjanna síðustu árin
hefur raskað stöðu dollarans.
í sumar var svo komið, að
Bandaríkjastjórn varð að gera
annað hvort, að fella dollarann
í verði eða að leggja á inn-
flutningstoll og veita útflutn-
ingsfyrirtækjum skattfríðindi.
Síðari leiðin var valin og kom
öllum að óvörum. Hún hefur
að sjálfsögðu vakið mikla óá-
nægju þeirra. sem við hann
þurfa að búa. Bandaríkjamenn
sýna hins vegar fram á með
gildum rökum, að þeir þurfi
að bæta gjaldeyrisjöfnuð sinn
um 13 billjónir dollara á ári,
ef þeir eigi að geta staðið við
* skuldbindingar sínar og annazt
j svipaða aðstoð við aðrar þjóðir
| og áður. Þeir telja sig eiga
rétt á, að tekið sé tillit til
þessarar örðugu aðstöðu þeirra
sem m.a. stafi af því, að þeir
hafi veitt öðrum þjóðum mikla
aðstoð til viðrejsnar eftir styr.i-
öldina, t.d. Japönum og Vestur-
Þjóðverjum. Yfirleitt eru þess-
ir örðugleikar þeirra viður-
kepndir og sérfræðingar OECD
hafa t.d. reiknað út, að Banda-
- rmammtmm
>***>*»**+>
John Connally spllar djarft.
ríkin þurfi að bæta greiðslu-
jöfnuð sinn um 10 billjónir
dollara.
ÞAÐ hefur verið tillaga
Bandaríkjanna, að hin tiu .ríki
í hópi hinna auðugustu, jöfn-
uðu þennan mun með þvi að
hækka gjaldeyri sinn í verði.
Sagt er, að sérfræðingar al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins hafi
reiknað út, að til þess að ná
því marki, þurfi gjaldmiðill
Japana að hækka um 10—15%,
þýzka markið um 12—14%,
belgíski og hollenzki gjaldmið-
illinn um 8%, kanadíski og
ítalski gjaldmiðillinn um 6%,
franski frankinn um 4% og
sterlingspundið um 3%. Banda-
ríkjastjórn hefur lofað að fella
niður innflutningstollinn, ef
umræddar hækkanir ættu sér
stað.
Umrædd ríki hafa hins
vegar neitað að fallast á þetta.
Þau hafa flest svarað með því
að láta skrá gjaldmiðil sinn
í samræmi við eftirspurn og
hefur hann þannig hækkað
nokkuð í verði, miðað við doll-
ara, en þó miklu minna en
Bandaríkjastjórn telur full-
nægjandi. Hún heldur því fast
við innflutningstollinn.
Á ÁÐURNEFNDUM fundi í
London hélt fjármálaráðherra
Bandaríkjanna. John Connally,
fast við þá kröfu, að hin ríkin
hækkuðu gjaldeyri sinn miðað
við dollar, en hin ríkin gerðu
hins vegar þá kröfu, að Banda-
ríkin lækkuðu dollarann. Á
það vill Bandaríkjastjórn ekki
fallast, því að hún telur það
meginmáli skipta fyrir tiltrú
til dollars, að hann lækki ekki
miðað við gull, þannig, að gull-
únsan verði áfram skráð á 35
dollára. Að öðrum kosti muni
dollarinn geta misst stöðu sina
sem helzti alþjóðlegi gjaldmið-
illinn, eins og hann hefur verið
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Fratnhald á bls. 14.
a»