Tíminn - 22.09.1971, Qupperneq 13
1ÍIÐVIKUDAGUR 22. september 1971
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
■•‘■'W V-ií,-
13
KNATTSPYRNA HÐA HANDKNATTLEIKUR? — Þar sem senn fer a3 líSa
að því, að knattspyrnumenn leggi skóna sína til hvíldar yfir veturinn, og
handknattleiksmenn taki sína fram — því vertíð þeirra hefst i kvöld _
þóttl okkur tilvalið að birta þessa mynd, sem er úr landsleik milli Englend-
Inga og Vestur-Þjóðverja í knattspyrnu. Myndin gæti eins verið úr hörðum
leik í handbolta, en á henni eru þeir Alan Ball og Bobby Charlton að sækja
að marki VesturÞýzkalands, og mætti halda, að Charlton væri rétt búinn
að kasta knettinum í átt að marki.
Reykj avíkurmót-
ið hefst í kvöld
klp-Reykjavík.
í kvöld hefst vertíð handknatt-
leiksmanna, en þá verða fyrstu leik
irnir í meistaraflokki karla í Rvík-
urmótinu leiknir. Á morgun fer svo
fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði
leikur milli FH og Vals, liðanna,
sem harðast börðust um íslands-
meistaratitilinn sl. vetur.
Leikirnir í kvöld hefjast kl.
20.15. Fyrsti leikurinn verður á
rnilli Fram og Ármanns, en strax
að honum loknum leika iR og
Þróttur. Síðasti leikurinn í kvöld
verður svo á milli KR og Víkings,
og ætti það að geta orðið jafnasti
og skemmtilegasti leikurinn. Þó er
aldrei að vita, því leiktíminn er að-
eins 2x20 mín. og á svo skömmum
tíma getur allt gerzt, eins og oft
hefur sýnt sig.
Valur og Fram í úr-
slitum í Gróttumótinu
* ' ■■■'v.v- > •'
Um helgina fór fram hið árlega
Gróttumót í handknattleik
kvenna. Að vísu lauk mótinu ekki,
því að úrslitaleikurinn er eftir, en
hann mun fara fram annað fimmtu-
dagskvöld í íÞróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi. Þá leika til úrslita
Valur og Fram, og þá fer einnig
fram leikur milli einhverja úr-
valsliða á vegum HSÍ.
Á sunouciag'fór einnig fram leik-
ur í karlafiokki/ Þar sigruðu Vík-
ingar, sém. nýkömnir eru úr,.æf-
ingabúðum í Svíþjóð, Gróttu með
38 mörkum gegn 17. í Víkingslið-
inu báru þeir af öðrum, þeir Einar
Magnússon og Guðjón Magnússon.
—sos—
Sérsamböndunum falið að setja sínar eigin reglor fyrir
næsta samb.ráðsfund ÍSÍ, sem tekur þær til athogunar.
úr gildi
Klp-Reykjavík.
Um síðustu helgi fór fram
fundur sambandsráðs íþrótta-
sambands fslands. Var fundur-
inn vel sóttur en í sambands
ráðinu eiga sæti framkvæmda-
stjórn ÍSÍ, formenn sérsam-
bandanna og fulltrúar kjör-
dæmanna. Á fundinum voru
rædd mörg mál og margar sam
þykktir gerðar.
Sú sem mesta athygli vekur
er eftirfarandi ályktun:
„Sambandsráðsfundur ÍSÍ
haldinn 18. september 1971,
samþykkir að fella niður hin-
ar sameiginlegu áhugamanna-
reglur ÍSf (samþ. 4. maí 1961
og 2. apríl 1966 af sambands-
ráði ÍSÍ), sem fram til þessa
hafa gilt fyrir alla aðila ÍSÍ.
í stað þeirra skal hvert sér-
samband ÍSÍ setja sér áhuga-
mannareglur, sem takmarkist
af áhugamannareglum viðkom
andi alþjóðasérsambands og
hafa hliðsjón af því, að íslenzk
ir iþróttamenn séu ávallt hlut
gengir á Olympíuleika.
Skulu sérsamböndin ganga
frá þessum áhugamannareglum
sínum á ársþingum 1971 og
1972, en þar til hinar nýju
áhugamannareglur hvers ein-
staks sérsambands taka gildi,
skulu áhugamannareglur ÍSÍ
gilda.
Sambandsráð skal staðfesta
áhugamannareglur sérsamband
anna“.
Má þar t. d. nefna auglýsing
ar á búninga, en t. d. í Dan-
mörku hafa félögin haft miklar
tekjur með því að hafa auglýs
ingar á búningum leikmanna
sinna og einnig fría búninga
á allt liðið. Margar aðrar hug-
myndir hafa komið fram og
verður þeim vonandi vel tekið
þegar sérsamböndin leggja
þau fyrir sambandsráðið.
Eins og sjá má er þarna gerð
róttæk breyting, sem margir
meðal yngri manna innan
íþróttahreyfingarinnar hafa
barizt fyrir undanfarin ár.
Hafa þeir löngum talað fyrir
daufum eyrum, en nú hafa
þeir fengið sitt í gegn.
Áhugamannareglur okkar
hafa verið svo úreltar, að
þær hafa staðið íþróttunum1 fyr
ir þrifum í mörgum tilfellum.
Meðal nágrannaþjóða okkar
hefur verið brosað að þessari
afturhaldssemi okkar, en þar
hafa reglur, sem enn era hér
í gildi — a.m.k. fram að næsta
sambandsráðsfundi — vecið af-
numdar fyrir f jölda ára
Fróðlegt verður að vita hvern
ig sérsamböndin koma til með
að vinna að þessu máli, en
þeim er flestum stjómað af
ungum mönnum sem hafa á
takteinum margar hugmynd-
ir um tekjuöflun og annað, en
ekki komið þeim í framkvæmd
vegna áhugamannareglanna.
FLÓÐLJÓSIN VÍGÐ
Á FÖSTUDAGSKVÖLD?
Meistarar í 2. deild
Víkingur sigraði Ármánn 1:0 í
2. deildarkeppninni í knattspyrnu
á laugard., en Víkingur var fyrir
Icikinn búinn að sigra í deildinni.
Þessi mynd er frá verðlaunaafhend
ingunni, en það er formaður KSÍ,
Albert Guðmundsson, sem þarna
afhendir Gunnari Gunnarssyni bik-
arinn, en með lionum lét hann falla
nokkur „hugljúf" orð í garð Vík-
inga. (Tímamynd Róbert)
klp-Reykjavík.
Eftir því sem íþróttasíðan hef
ur fregnað er ráðgert að vígja
flóðljósin á Melavellinum n. k.
föstudagskvöld með leik milli
Reykjavíkurúrvals og hinna ný
bökuðu íslandsmeistara frá
Keflavík.
Þessa dagana er unnið að
því að ganga frá uppsétnin|u
og tengja ljósin, en þau setja
mikinn svip á völlinn og um-
hverfi hans.
Mót þetta er með útsláttarfyrir- g
komulagi og urðu úrslit leikjanna _
á laugardag þessi: Fram sigraði
Ármann 16:14 eftir skemmtilegan ®
leik, sem varð að framlengja, því ®
að í leikslok var jafnt 14:14. ■
Víkingur sigraði Njarðvík 8:7. gj
Voru miklar sveiflur í þessum leik.
Víkingur komst í 5:3, Njarðvík
jafnaði og komst yfir 7:5, en 3 8
síðustu mörkin voru Víkings. KR ■
sigraði hið unga lið FH í jöfnum @
leik 11:10, og Valur sigraði Breiða- B
blik, sem vantaði nær allt sitt lið
að fá lánað úr öðrum liðum) H
?6=:.2. ■
A sunnudag var haldið áfram. ■
Þá sigraði Fram Víking mcð yfir- ■
burðum 10:3, og Valur sigraði KR
14:10. Komust Valsstúlkurnar í 9:4,
en þá skoraði ung og efnileg stúlka
úr KR, Emilía Sigurðardóttir, 6 ®
mörk í röð, en Valsstúlkurnar ■
höfðu sigurinn í sínum höndum ■
þratt fyrir það. B
kæra“
— segir formaöur IBV, Stefán Runólfsson. —
Teljum okkur vera í fullum rétti, segir formað-
ur ÍBK, Háfsteinn Guðmundsson.
„Við höfum ekkert talað um að
klp—Reykjavík.
Um fátt var meira rætt í gær
en þá frétt, sem knm frá Vest-
mannaeyjum, um aö Vestmanna-
eyingar ætli að ka-va leikinn
gegn Keflavík, scm fram fór sl.
sunnudag, vegna þess, að Birg-
ir Einarsson, sem skoraði tvö
af mörkum Kcflvíkinga, og var
einn bczti maður liðsins, hafi
verið ólöglegur í þeim leik. —
Hann fékk 2ja leikja keppnis-
bann hjá Aganefnd KSÍ, fyrir
gróft brot í leik ÍBK og Vals,
og töldu Vestmannaeyingar, að
hann væri enn ekki búinn að
taka út þann dóm.
Kcflvíkingar segja svo vera.
Hann hafi ekki leikið með ÍBK
í Bikarkeppni 1. flokks og ekki
leikið með ÍBK gegn Totten-
ham. En það er síðarnefndi leik-
urinn, sem Eyjamenn hengja
hatt sinn á.
Birgir tók ekki þátt í þeim
leik og var ekki skráður á leik-
skýrslur. Og þar sem ÍBK var
annar aðilinn í leiknum telja
flestir það rétt, að Birgir hafi
tekið annan leikinn út þar.
í lögum Aganefndar er hvergi
getið um hvar leikmaðurinn eigi
að taka út dóminn, og þess
vegna geta félögin, sem eiga
unga leikmenn, látið þá taka út
leiki í 2. flokki, 1. fl. og M.fl.,
og er þarna snúður á lögunum,
sem þarf að laga.
í reglum Evrópusambandsins
segir, að tilkynna skuli til þess,
ef leikmaður er dæmdur í
keppnisbann fyrir leik í E/vrópu
keppni. Það segjast Keflvíking-
ar hafa gert.
I viðtali við íþróttasíðuna í
gær sagði Hafsteinn Guðmunds-
son, formaður ÍBK, sem er
mann kunnastur öllu, er varðar
lög og reglur í knattspyrnu, að
þetta ákvæði sé til þess, að Evr-
ópusambandið geti fylgzt með
því, hvort leikmaður, sem er í
keppnisbanni, sé á leikskýrslu
þeirri, sem dómari leiksins send
ir til þess að leik loknum. Oa’
sé þess vegna af og frá að tala
um að kæra leikinn á þessum
forsendum.
Stefán Runólfsson, formaður
ÍBV, sagði í viðtali við íþrótta-
síðuna í gærkvöldi, að það væri
rangt, sem sagt hafi verið í út-
varpinu, að Vestmannaeyingar
ætluðu að kæra leikinn. Þeir
væru aðeins að kynna sér alla
málavexti, og ekkert hefði ver-
ið um það rætt að kæra einn eða
neinn.