Tíminn - 01.10.1971, Blaðsíða 5
eðlis, að sennilegri afleiðing hjá
börnum sé martröð en ánægja.
SEX KONUR HINRIKS
ÁTTUNDA
Á sunnudagskvöldið kl. 21.05
hefst í sjónvarpinu brezkur mynda
flökkur frá BBC um eiginkonur
Hinriks áttunda Englandskonungs.
Sem kunnugt er eignaðist sá góði
maður sex konur, og eru þættirn
ir jafn margir — einn um hverja
eiginkonu.
Þessi myndaflokkur BBC hefur
verið sýndur m. a. í Bandaríkjun
um, og hlotið hrós sem frábærlega
vel gerður og leikinn.
Eiginkonurnar eru teknar eftir
röð, og er Katrín af Aragon á dag
skrá á sunnudaginn, leikin af
Annette Crosbie — en þessi fyrsti
þáttur er sagður einna beztur
þeirra allra. Síðan kemur Anna
Boleyn, þá Jane Seymour, Anna
af Cleves, Katrín Howard og loks
Katrín Parr.
Keith Michell leikur Hinrik átit-
unda, og tókst það svo frábærlega,
að hann hlaut brezku verðlaunin
fyrir bezta leik í karl-aðalhlutverki
í sjónvarpskvikmynd fyrir vikið.
Ekki er að efa, að sjónvarps
éhorfendur hér eiga eftir að
skemmta sér vel við að sjá Hinrik
áttunda og eiginkonurnar hans.
BBC hefur þegar látið gera eins
konar framhald af þessum mynda
flokki, sem fjallar um Elísabetu
fyrstu — en hún var sem kunnugt
er dóttir Hinriks áttunda og Önnu
Boleyn —, og leifcur hin þekkta
leikkona Glenda Jackson aðalhlut
verkið. Það væri vissulega athug
andi fyrir sjónvarpið að sýna okk
ur drottninguna einhvern tíma
síðar í vetur.
AÐRIR
DAGSKRÁRLIÐIR
Annars virðist ýmislegt athyglis
vert vera á dagskrá í næstu viku.
Þar má nefna, að Stundin okk-
ar liefur göngu sína að nýju á
sunnudaginn. Sagt er, að þátturinn
sé með nokkuð öðru sniðj.7 en
áður, og verður forvitnilegt að
sjá í hverju breytingarnar eru
fólgnar.
Á mánudagskvöldið kl. 21.00 er
sýnt danskt leikrit eftir Leif Pet
ersen, sem nefnist Kommúnistinn,
og virðist það athyglisvert hvað
efnisþráð snertir.
Loks skal minnt á það, að á
morgun, laugardag, er hin nýi
spurningaþátur í sjónvarpinu og
hefst hann kl. 20.50.
— EJ.
Katrín af Aragon, Ann Boleyn, Jane Seymour og Anna of Cleves.
Kelth Michell sem Hinrilc VIII., Katrin Howard, Katrin Parr.