Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.10.1971, Blaðsíða 1
 — Föstudagur 8. október 1971 — Nixon boðar „annan þátt“ gegn verðbólgu NTB—Washington, finimtudag. Nixon Bandaríkjaforseti mun flytja ræðu í nótt, þar sem hann Skýrir frá nýjum aðgerðum til að hefta verðbólguna í landinu, eftir að kaupgjalds- og verðlagsstöðvun- in fellur úr gildi 13. nóvember nk. Nýlega sagði íorsetinn, að annar þáttúr aðgerða hans mundi eink- um beinast að því að takmarka laun og verðlag í iðnaðinum. Búizt er við, að þær nýju aö- gerðir, sem forsetinn boðar, muni gilda um óákveðinn tíma, og verða framfylgt með harðri hendi yfir- valdanna. Hvað viðvíkur 10% innflutnings tollinum, sem settur var á í ágúst og sætt hefur harðri gagn- rýni, mun honum ekki verða af- létt fyrr en fenginn er fastur grundvöllur í heimsviðskiptunum og gengi gjaldmiðia heims hefur -verið leiðrétt. Forsetinn mun væntanlega einn ig leggja áherzlu á, að verðlags- vísitalan í september hefur nú í fyrsta sinn í 10 mánuði lækkað. Það stendur í beinu sambandi við verðstöðvunina, að hún er 0,4% iægri en í ágúst. Afram öngþveiti í París NTB—París, fimmtudag. Allt bendir til þess, að verkfall lestarstjóra við neðanjarðarjárn- brautirnar í París muni halda áfram yfir helgina. Stjórn jám- brautanna hcfur lýst sig reiðubúna til að koma á fund með lestar- stjórunum, cn hefur ekki gert þeim nein tilboð. í þá þrjá daga, sem verkfallið hefur staðið, hefur myndazt í Par- ísarborg eitt allsherjar öngþveiti. Dýrir dropar! NTB—London, finuntudag. Heimsins dýrasta vínflaska var seld á uppboði í London í dag fyrir 600 þús. ísl. krónur. Að vísu var þetta stór flaska, á við fimm venjulegar heil- flöskur. Innihaldið var Chateu Mouton Rolhchild frá árinu 1939. Gamla metið átti flaska frá 1846, sem seld var í San Fran- cisco í júní sl. á 430 þúsund. Flaskan, sem seldist í dag, er sennilega hin eina, sem til er sinnar tegundar í heimin- um. Aðeins var upphaflega i tappað á álta slíkar, en þá keypti þekkt fyrirtæki í Lond- on tvær þeirra. Úr annarri flöskunni hafa forstjórar fyrir- tækisins drukkið og geymt hina þar til nú, að þeir sendu hana til Sothebys, þar sem hún var boðin upp. — Hinn nýi eigandi er Paul nokkur Manno frá New York. Bretar senda liðs- auka til Irlands NTB—London, fimmtudag. Bretar hafa ákveðið að senda fljótlega þrjár herdeildir til við- bótar til írlands, til aðstoðar „ör- yggissvcitum" sínum þar. — Þessi fregn var tilkynnt opinberlega í dag, að loknum fundi þeirra Ed- wards Heath forsætisráðherra og starfsbróður hans Brians Faulkner. Svíunum refsað harð- lega fyrir mannran — segir „Rauði sannleikurinn" ■ NTB—Beirut, fimmtudag. Gerð var tilraun til að myrða Jasser Arafat, arabíska skæru- liðaforingjann, ér hann var í heimsókn í Sýrlandi á þriðju- daginn. Arafat slapp ómciddur, en bflstjóri hans lét lífið. Skot- ið var aftan á bílinn. Sýrlenzk yfirvöld hafa handtekið marga menn vegna þessa atburðar. Þetta er í annað sinn, sem Arafat er sýnt banatilræði, hitt skiptið var í Amman í marz 1968. NTB—Prag, finuntudag. „Rauði sannleikuriiui“, málgagn tékkneska kommúnislaflokksins, lét að því liggja í grein í dag, að Svíarnir tveir, sem um miðjan síð asta mánuð reyndu að smygla sex ára stúlku lir landi í Tékkóslóv- akíu, muni fá þunga refsingu. Groinarhöfundurinn, Jiri Hecko, ásakaði um leið sænsku stjórnina um að hafa haldið uppi áróðri gegn Tékkóslóvakíu og fyrir að hafa sýnt af sér ögrauir. Segir hann, að Palme forsætisráðherra Svíþjóðar hafi nýlega átt viðræður við föður stúlkunnar, Jan Porizka. Samkvæmt fréttum tékknesku blaðanna fóru Svíarnir tveir ásamt móður stúlkunnar til Tékkóslóvak- íu og reyndu að ræna baminu. Segja blöðin, að það beri að harma, að vestræn blöð noti ekki rétt orð yfir þetta, sem sé ekkert annað en mannrán. Slíkt sé einnig bannað á Vesturlöndum, og þeir, sem geri sig seka um slíkt þar, fái þunga refsingu. Porizka-hjónin flýðu írá Tékkó- slóvakíu til Svíþjóðar árið 1968, en urðu að skilja dóltur sína eftir. Þau hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá liana til sín á löglegan liátt, en án árangurs. Sovétmennirnir komu til Leníngrað í gær NTB—Moskvu, fimmtudag. Mejrihluti Sovétmanna, seim vís að var burt fná London á dögun um, 70 imanns, komu til Leníngrad með farþegaskipinu Baltíka í dag. Þeiim var fagnað eins og hetjum á hafnarbakkanum og þeir boðnir velkomnir með fjölmörgum ræð um krydduðum nýjum árásum á brezku ríkisstjórnina. Georgij Kusnetsov, æðstur þeirra Sovét- Framhald á bls. 18. Hirohito til Hollands — þrátt fyrir mótmælaaðgerðir þar NTB—Amsterdam, fimmtudag. Hirohito Japanskeisari, sem ver- ið hefur á ferðalagi um möi-g lönd að undanförnu kemur til Am sterdam í Hollandi á morgun, í tveggja daga einkahcimsókn. Mót- mæli hafa verið í Hollandi vegna komu keisarans þangað og hafa ýms samtök fyrrverandi stríðs- fauga í Japan skorað á fólk að flagga í hálfa stöng, Þegar keis- arinn kemur. Samband ungmennafélaga í Hol- landi hefur sent út tilkynningu, þar sem stendur, að Hirohito keis- ari sé tákn Japana í seinni heims- styrjöldinni og í nafni þessa tákns hafi saklaust fólk verið pyntað og myrt. Hvort sem keisarinn persónu- lega er sekur eða ekki, þykir víst, að til átaka muni koma í Amster- dam við komu hans þangað. Hollenzka utanríkisráðuneytið hefur neitað að hafa aðvarað keis- arann og sagt, að það gæti ekki ábyrgzt öryggi hans í heimsókn- inni. Þá var sagt, að keisarinn hefði aflýst heimsókninni, en það hefur verið borið til baka. Hirohito Solsjenytsin og Nóbelsverðlaunin: a misskilning ofan NTB—Stokkhólmi, íimmtudag. Fulllrúar sænsku Akademíunn- ar og Nóbels-stofiiunarinnar skýrðu frá Því í dag, að þeir væru reiðu- búnir að fara til Moskvu til að af- henda Alexander Solsjenytsin bók- meiintaverðlaun Nóbels síðan í fyrra. Fulltrúarnir létu þess getið um leið, að umræður þær, sem farið hefðu fram um aðferðina til að koma Nóbelsorðunni og verðlaun- unum til Solsjenytsins, séu á mis- skilningi byggðar og hafi orsakað nýjan misskilning. Til dæmis þann, að sænska stjórnin eða sendiherr- ann í Moskvu myndu hafa einhver afskipti af málinu. — Það er undir Solsjenytsin komið, hvernig afhendingin fer fram og ef hann vill það þannig, Krag tekur um stjórn- völinn á mánudaginn NTB—Kaupmannaliöfn, fimmtud. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna mun á mánudaginn taka við völd- um í Danmörku, undir forsæti Jens Otto Krag, eftir þriggja ára og átta mánaða stjórnartíð sam- stcypustjórnar liorgaraflokkanna, undir forsæli Ililmars Baunsgaard. Samsetning hinnar nýju stjórn- ar Krags verður tilkynnt seinni hluta laugardagsins, á fundi þing- flokks jafnaðarmanna og lands- stjórnar flokksins. Minnihlutastjórn in verður studd 89 þingfulltrúum jafnaðarmanna og Sósíalska Þjóðar flokksins, en borgaraflokkarnir ráða til samans yfir 88 þingsætum. Sósíalski þjóðarflokkurinn hefur 12 þingsæti, en auk þess munu tveir fulltrúar, frá Færeyjum og Grænlandi, styðja minnihlutastjórn ina. Hinir tveir munu verða hlut- lausir. Jens Otto Krag var forsætisráö herra Danmerkur árin 1962—67, en ~þá beið flokkur hans ósigur í kosningunum. — Stjórn Hilmars Baunsgaard tókst ekki að halda velli í kosningunum, sem fram fóru 21. september, en hefur þó stjórnað landinu síðan, sem em- bættismannastjórn, á meðan beðið var úrslita frá Færeyjum. Nýja stjórnin sezt í sæti sín á þinginu 19. október og mun þá Krag leggja fram starfsáætlun stjórnarinnar. erum við reiðubúnir að fara til Moskvu til að afhenda orðuna og verðlaunin skáldinu í eigin pers- ónu, sögðu fulltrúarnir. Solsjenytsin hefur í bréfi til sænsku Akademíunnar og Nóbels stofnunarinnar látið í Ijós þá ósk, að houm verði afhent verðlaunin í Moskvu, við hentugt tækifæri. Golda gerir kröfur NTB—Jerusalem, fimmtudag. Golda Meir forsætisráðherra fs- raels, sagði í dag, að áætlun Rog- ers utanríkisráðherra Bandaríki- anna, sem stcfnir að opnun Súez- skuröarins, væil ekki til annars fallin en að gefa Egyptum falskar vonir um að hersvcitir þeirra fái leyfi til að fara yfir skurðinn til að sölsa undir sig austurbakkann. Golda Meir lýsti því yfir, að skil yrði fyrir opnun skurðarins væri, að Egyptar sneru ekki aftur aust- ur yfir og skurðurinn yrði opnaður öllum þjóðum sem sigla, líka ís- raelsmönnum. Þá krafðist Meir þess einnig sem skilyrðis, að vopnahléð við skurðinn verði lát- ið gilda án nokkurrar undantekn- ingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.