Tíminn - 10.10.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1971, Blaðsíða 5
arUNNUDAGUR 10. október 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFF8NU Bamakennari spurði dreng, sem var nýkominn í skólann, hvort. hann kynni Faðir vorið. — Nei, svaraði drengurinn. — Það er Ijótt, drengur minn, mælti þá kennarinn. — Þetta vissi ég, Þess vegna lærði ég það ekki, sagði strákur. — Fyrirgefðu. Ef ég hefði vitað, að þú varst í baöi, hefði ég bara komið iun og taláð við DÆMALAUSI w*Þar DENNI Aratugurinn íyou m tyou ein kenndist af stúlkum eins og Marilyn Monroe. 1960—70 voru þær sagðar einkennast af Raqu- el Welchs, hvaða munur, sem innars kann að vera á þessum tveimur gerðum. En nú er kom in enn ný gerð af kynbombum, sem eiga að setja svip sinn á nýbyrjaðan áratug. Það eru stúlkur eins og Joey Ileather- ton, þessi hnáta með úfna hár- ið, totumunninn og döpru aug- un. Kannski ekki ósvipað því sem BB var, þegar hún var upp á sitt bezta. Joey Heatherton er annars bandarísk næturklúbbs- dansmær, sem hefur lagt New York og Las Vegas fyrir hina smáu fætur sína. Auk þess að geta dansað fagurlega, kann hún líka að syngja og segia brandara. Nú vill kvikmynda- framleiðandinn David Merrick fá hana til að leika hlutverk Marylin Monroe í „Enginn er fullkominn“ eins og hún hét, þegar hún var sýnd hér. Hann segir, að Joey sé eins og sköp- uð fyrir það hlutverk. í einka- lífinu á Joey einnig nokkuð sameiginlegt með Marylin. Stærsta ást Marlyn var íþrótta- hetjan Joe Di Maggio, en Joey elskar mestu íþróttahetju Tex- as, Lance Rentzel og það er heppilegt, því hún er nefnilega gift honum. Joey segir sjálf að auðvitað sé hún ánægð yfir að vera líkt við Marilyn Monroe, en ég vil nú heldur vera Joey Heatherton en ný Marilyn. Og hvernig líst ykk- ur svo á? Af ótta við að særa einhverja viðkvæma sál, þorum við ekki að birta meira af myndinni af þessari fallegu dömu, þar sem sú sama dama gleymdi gjör- samlega að klæða sig í fötin, áður en ljósmyndarinn kom. En okkur finnst þetta eiginlega synd mcð viðkvæmnina, því stúlkan, eins og raunar allar kynsystur ' ennar, tekur sig vcl út fatalaus. Jæja, liváð um það. Við birtum að minnsta kosti andlitið á henni Conny, tvítugri flugfreyju, danskri. I-Iún er nú samt fædd og uppalin til ferm- ingar í Perú, en flutti þá til Danmerkur. Hún hefur þó ekki vanrækt suðurlöndin alveg, Því hún fer á karnival í Ríó á hverju ári. Conny hefur ferðazt viða um og talar reiprennandi átta tungumál. Austur í sveitum bjuggu eitt sinn tveir bræður, miklir hag- leiksmenn m. a. bjuggu þeir til grindur til að þurrka á sokkaplögg yfir glóð. Ein var úr hrossarif.jum. Á næsta bæ átti unglings- strákur heima. Þorsteinn að nafni sem var heldur einfaldur en komst stundum hnyttilega að orði. Á milli bæjanna var fjárhús, sem bræðurnir áttu. Á veturna, þegar fé var á gjöf mátti ganga að því vísu hvenær þeir gáfu fénu, og var þá oft notað tækifærið að senda Steina með skilaboð til þeirra. Nú var það eitt sinn, að annar bróðirinn, Ögmundur var að gefa fénu og Steini var sendur til hans. Ögmundur spurði frétta að venju, en sá svo, að brunagat var á öðrum . sokk Steina og segir: — Það er þarna brunagat á sokknum þínum, Steini. Steini svaraði samstundis. — Það er víst af því, að hann hefur ekki verið þurrk- aður á hrossbeinsgrind. Öðru sinni, þegar Steini kom til Ögmundar, hittist svo á að tvær mæðgur höfðu ráðizt á bæinn, Þar sem Steini var. Og Ögmundur spyr. — Voru þetta mæðgur, sem komu til ykkar í vor. — Ja, það veit ég nú ekki, svaraði Steini, en sú yngri er dóttir þeirrar eldri. — ★ — ★ — Mark litli Powell, fjögurra ára, þurfti að fara að heiman með foreldrum sínum, sem voru að fara í sumarleyfi út í sveit. En hvað í ósköpunum átti hann þá að gera við gælu- dýrið sitt, hana Piggy, sem for- eldrarnir harðneituðu að hafa með? Mark vildi ekki skilja Piggy eina eftir og fór þess vegna með hana á lögreglustöð- — ★ ina og bað lögguna að passa hana, meðan hann væri í burtu. Lögreglumennirnir lofuðu aS gera sitt bezta fyrir Piggy, þótt þetta væri mjög óvenjulegt verkefni. Piggy er eða var, nefnilega kálmaðkur! — Jæja, áfram heldur sagan. Lögreglan fóðraði Piggy á blöðum af runn unum umhverfis Iögreglustöð- ina og allt gekk vel. Þangað tfl einn daginn, að í ljós kom, að Piggy var orðin að púpu. Síðast þegar fréttist, beið allt Iög- regluliðið í Ashford, í Eng- landi, en þar gerist sagan, eft- ir því að Mark kæmi heim úr sumarfríinu, svo hann gæti séð, þegar Piggy vefður að fiðrildi- — ★ — ★ — — Við getum lært mikið af börnum, en við getum ekki aetl- azt tilað þau komi fram eins og ábyrg, fullorðin manneskja við hvaða tækifæri, sem er. 7 ára barn getur virzt öruggt á hjóli, leikið að hjóla og allt það. En þess vegna má alls ekki gera ráð fyrir að barn geti dæmt rétt í óvæntum umferð- arerfiðleifcum, sem það kann að lenda í á hjóli sínu. Þetta segir Stina Sandels, frægur austurrískur barnasálfræðing- ur. Hún bendir á, að umferðin sé ógnun við barnið strax um 3 ára aldrinn, er það fær fyrsta Þríhjólð sitt. Þá byrja óhöpp- in. Þá mæða slysin mest á gang- börnum upp að 8 ára aldri, en síðan eru það slys á hjól- andi börnum' upp að 8 ára aldri, mun fleiri dfengir verða fyrir slysum á hjóli í umferðinni en stúlkur. Það getur stafað af tvennu. Drengir eru „kaldari“ og hætta sér meira, og svo eru sennilega færri stúlkur hjólandi í umferðinni. En auðvitað eiga börn að fá að hjóla, en bara ekki í umferðinni. Þau eiga líka að læra umferðarreglur, og hér á íslandi veitti ekki af því, að brýna fyrir börnum á hjóli, að gangstéttr eru efcki fyrir þau, heldur hina gangandi. — ★ — Guðríður húsfreyja var ekki sem hreinlegust talin, sérstak lega var hún oft óhrein um hendumar. Eina sinni var hún að linoða branð. Varð henni þá að orði: — Það hreinsar gróflega vel á manni hendurnar að hnoða brauð. — Nú er ég búinn að eyða hundruðum króna í þessa hug- mynd þína um peningatréð og svo vaxa bara 27 króna seðlar- Hér kem ég með ósköp gott handa þér, Bjössi minn, sagði Guðrún og rétti skeið að syni sínum. — Nú, nú, sagði stráksi. — — Enga tæpitungu. Ég heiti Björn en ekki Bjössi, og ég veit, að þetta er hafragrautur, og ég vil ekki sjá hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.