Tíminn - 10.10.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1971, Blaðsíða 8
J p TÍMINN SUNNXJDAGUR 10. október 1971 Stefnumótunin 1946 Þar sem ræða, um utanríkis- og vamarmiál, sem undirritaður i'luttl á Varðbergsfundl fyrra föstudagskvöld, hefur vakið nokkurt umtal, finnst mér rétt aö rifja upp nokkur at- riði umræddra inála í samræmi við það, sem ég sagði þar. Ég rakti í upphafi, að stefna sú, sem Framsóknarflokkurinn fylgir í varnanmálunum hafi ver- ið mótuð í höfuðdráttum fyrir 25 árum eða á aðalfundi mið- stjómar flokksins í aprílmánuði 1946. Þá stóðu kosningar fyrir dyrum. Varnarmálin voru þá mjög á dagskrá, en Bandarikja- menn höfðu þá enn herlið hér og töldu sig geta haft hér her- lið samkvæmt varnarsamningn- um frá 1951 unz friður hefði ver- ið saminn við Þjóðverja. íslend- ingar túlkuðu ákvæðl samn- ingsins hinsvegar þannig, að herinn ætti að fara strax og vopnaviðskiptum væri lokið. Þessu til viðbótar höfðu Bandarikin farið fram á herstöðvar í Reykjavík, í Kefla- vík og í Hvalfirði til 99 ára. Rík isstjórnin, sem þá var skipuð Sjálfstæðismönnum, Alþýðuflokks mönnum og kommúnistum, hafði ékkert birt opinberlega um þetta og stefndi liún að því, að málið yrði sem minnst rætt í kosnlng- arbaráttunni sökum ágreinings um það innan hennar. Áðurnefndur aðalfundur mið- stjórnar Framsóknarflokksins samþykkti ítarlega tillögu um utanríkismál og var í niðurlagi hennar vildð að öryggismiálum á þessa leið: „Jafnframt lýsir fundurinn yfir þeirri skoðun, að áherzlu beri að leggja á nána sam- vinnu viö þjóðir Engilsaxa og Norðurlandaþjóðirnar, og sér- stakt samstarf við engilsax- nesku þjóðimar um öryggis- mál landsins, án þess að erlcndur lier dvelji í land- inu.“ Ályktun þessi er að því leyti söguleg, að hér mun islenzkur flokkur í fyrsta sinn hafa lát- ið það í ljós, að eðlilegt gæti verið að hafa sarnráð við ná- grannaríkin um varnarmál á frið artímum, en þó ófrávíkjanlega á þeim grundvelli, að ekki væri er- lendur her í landinu. Hinir stjórn málaflokkarnir ályktuðu fyrir kosningar 1946 á þann veg ein- göngu, að þeir væru mótfallnir erlendri hersetu. Ekki herstöð Eftir kosningarnar 1946, voni haldin tvö aukaþing á árinu. Hið fyrra fjallaði um aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum. Sam- kvæmt 43. grein sáttmála Sam- einuðu þjóðanna, hefur Öryggis- ráðið m.a. vahr nl að fyrirskipa þátttökuríkjunum að hafa her- stöðvar. í utanríkisnefnd Al- þingis var algert samkomulag um áð leggja þann skilning í ákvæði 43. greinarinnar, að engar kvaðir um herstöðvar væri hægt að leggja á íslenzka rík- ið, nema að fengnu samþykki þess sjálfs. „íslendingar eru eindregið andvígir herstöðvum í landi sinu og munu beita sér gegn því, að þær verði veittar," segir í nefndarálitinu. Síðara aukaþingið 1946 fjall- aði um Keflavíkursamninginn svonefndan, en hann hét raunar samningur „um brottfellingu her vemdarsamningsins frá 1941 o.fl.“ Samkvæmt honum, hétu Banda- ríkjamenn því að flytja allan her sinn í burtu, en fengu í staðinn að hafa sérstaka bækistöð á Keflavíkurvelli, vegna flugs þeirra í sambandi við ameriska herinn í Þýzkalandi. Bandaríkja stjórn taldi sig þurfa að hafa um 600 manns á Keflavíkur- flugvelli vegna þessarar starf- semi. Samningurinn var upp- segjanlegur eftir 5 ár með lý2 árs fyrirvara. Framsóknarmenn lögðu til, að sú breyting yrði gerð á samn- ingnum, að Keflavíkurvöllur yrði strax alveg undir íslenzkri stjórn, þótt umrædd aðstaða yrði veitt flugher Bandaríkjanna. Sú var líka afstaða þeirra, sem þá kölluðu sig þjóðvarnarmenn. Forsvarsmenn samningsins, lögðu mikla áherzlu á, að þannig væri gengið frá þessu máli, að hér væri ekki um herstöð að ræða. „Of dýru verði keypt“ Á árunum 1947 og 1948 mynd- aðist alvarlegt ástand í alþjóða- málum, sökum yfirgangs Rússa í Austur-Evrópu. Umræður hóf- ust því um stofnun Atlantshafs- bandalagsins. Hinn 5. jan. 1949, kvaddi ameríski sendiherrann í Reykjavík Bjarna Benediktsson, sem þá var utanríkisráðherra, á fund sinn til að kynna honum þessar fyrirætlanir. Bjarni sagði síðar frá því á Alþingi, að hann hafi fyrst spurzt fyrir um tvennt eða það, hvort ísland þyrfti að hervæðast og hvort íslendingar þyrftu að hafa íslenzkan her á friðartímum. Þetta tvennt fannst Bjama mestu máli skipta. Hinn 12. febrúar 1949 skýrði Bjami sendiherranum frá því, að „sú skoðun væri ákaflega rík, bæði hjá fylgismönnum rík- isstjómarinnar og stjórn- inni sjálfri, að það væri of dýru verði keypt að láta her- menn dvelja hér á friðartím- um fyrir það öryggi, sem við slíkt fengist." Skilyrðið í framhaldi af þessu, hófust svo umræður um hugsanlega aðild íslands ^ að Atlantshafs- bandalaginu. Á aðalfundi Fram- sóknarflokksins, sem var hald- inn í febrúar 1949, var sam- þykkt svohljóðandi ályktun um málið: „Framsóknarflokkurinn telur, að fslandi beri að kappkosta góða samvinnu við aUar þjóðir, er þeir eiga skipti við, og þó einkum norrænar þjóðir og eng- ilsaxneskar vegna nábýlis, menn- ingartengsla og líkra stjómar- hátta. Flokkurinn telur, að íslend- ingum beri að sýna fullan sam- hug sérhverjum samtökum þjóða, er stuðla að verrndun friðar og eflingu lýðræðis, en vinna gegn yfirgangi og ofbeldi. Hinsvegar ályktar flokkurinn að lýsa yfir því, að hann telur íslendinga af augljósum ástæð- um eigi geta bundizt í slik sam- tök, nema tryggt sé, að þeir þurfi ekki að hafa hér her né Bjarni Benediktsson Eysteinn Jónsson Emil Jónsson leyfa neinskonar hemaðarlegar bækistöðvar erlendra þjóða i landi sínu né landhelgi, nerna ráðizt hafi verið á landið eða árás á það yfirvofandi. Á þessum grundvelli og að þessu tilskildu telur flokkurinn eðlilegt, að íslendingar hafi samvinnu við önnur lýðræðis- ríki um sameiginleg öryggismál.“ Vesturförin 1949 Það var eitt næsta spor í mál- inu að þrír ráðherrar eða þeir Bjarni Benediktsson, Emil Jóns- son og Eysteinn Jónsson fóru í marzmánuði 1949 til Washing- ton og ræddu þar við Dean Acheson, utanríkisráðherra Banda ríkjanna. f lok viðræðnanna var því lýst yfir af hálfu Bandaríkj anna: „1. Að ef til ófriðar kæmi, mtindu bandalagsþjóðimar óska svipaðrar afstöðu á íslandi og var í síðasta stríði og að það mundi algerlega vera á valdi íslands sjálfs, hvenær sú af- staða yrði látin í té. 2. Að allir aðrir samningsaðil- ar hefðu fullan skilning á sér- stöðu íslands. 3. Að viðurkennt væri, að fs- land hefði engan her og ætlaði AFSTAÐAN TIL HERSETUNNAR ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á fslandi á friðartímum.“ Umæli Ólafs Thors Það var fyrst eftir þetta, að ríkisstjómin, sem var skipuð Framsóknarflokknum, Sjálfstæð- isflokknum og Alþýðuflfokkn- uim, ákvað a'ð beita sér fyrir aðild íslands að Atlants- hafsbandalaginu. í umræðum á Alþingi, lögðu talsmenn þessara flokka sérstaka áherzlu á, að engin kvöð um hersetu fylgdi þátttökunni í Nato. Ólafur Thors orðaði þetta einna ákveðnast, þegar hann sagði: „Hann (þ.e. Atlantshafssátt- málinn) er sáttanáli um það, að engin þjóð skuli nokkm sinni hafa her á íslandi á friðartiim- um. Hann er sáttmáli um það, að aldrei skuli herstöðvar vera á fslandi á friðart£mum.“ Varnarsamningurinn 1951 Eftir að Kóreustyrjöldin hófst 1950, versnuðu mjög allar horf ur í alþjóðamálum og margir óttuðust heimsstyrjöld þá og þegar. í skugga þessarar ófrið arhættu var vamarsamningur- ,inn við Bandaríkin gerður sum- arið 1951. En strax var lögð áherala á, að hérsetan væri ekki ætluð til frambúðar. Til að á- rétta það var það ákvæði sett í samninginn, að hann væri uppsegjanlegur hvenær sem væri með iy2 mánaðar fyrir- vara. Af hálfu þeirra þriggja flokka, sem að samningnum stóðu, hefur jafnan verið lögð áherala á tvennt: í fyrsta lagi væri aðildinni að Nato og vam arsamningurinn tvö aðskilin mál. f öðm lagi væri það á valdi íslendinga einna að ákveða hve lengi dveldi hér vamarlið samkv. samningnum. Fáir munu hafa áréttað þetta oftar en Bjami Benediktsson. T.d. fórast honum svo orð um síðara atriðið, í ræðu, sem hann flutti á ráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins, sem haldinn var I Reykjavlk í júnf 1948: „Varðandi land mitt er það að vísu svo, að við höfum sér- stakan vamarsamning innan At- lantshafsbandalagsins við Banda ríkin, en það fer alveg eftir mati okkar sjálfra á heims- ástandinu, þegar þar að kemur, hversu lengi bandarískt lið dvel ur á fslandi" (Mbl. 25 júní 1968). íslenzk gæzla Fljótlega eftir að vamarsamn ingurinn var gerður 1951, kom sú stefna til sögunnar, að ís- lendingar ættu sjálfir að ann- ast gæzlu varnarstöðvanna, með an þeirra væri talin þörf, svo að hægt væri að losna við hina erlendu hersetu að mestu eða öllu. Þannig fluttu þingmenn úr öllum flokkum tillögur um það á þingunum 1953 og 1954, að íslendingar tækju við gæzlu radarstöðvanna, t.d. Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson, Jón Kjartansson sýslumaður, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal Valdimars son, Páll Þorsteinsson og Gísli Guðmundsson. Á þingunum 1953 —55 flutti Alþýðuflokkurinn til lögu, þar Sem lagt var til, að þegar skyldi hafinn undirbún- ingur þess, að íslendingar tækju í sínar hendur rekstur, viðhald og gæzlu þeirra mannvirkja, sem byggð hefðu verið eða óbyggð væru, á grundvelii vam- arsamningsins og að Alþingi geti ákveðið brottflutning herliðsins með 3 mánaða fyrirvara, þegar íslendingar væru. reiðubúnir til þess að taka fyrrgreind störf í eigin hendur. Þá sagði í tillögu Alþýðufl. að næðist ekki samkomulag á þessum grundvelli, skyldi varn- arsamningnum sagt upp. Ályktunin frá 28. marz 1956 Tillagan, sem Alþýðuflokkur- inn flutti á þinginu 1955, kom til meðferðar í utanríkismála- nefnd í mara 1956. Þar náðist samkomulag um það tnilli full- trúa Framsóknarflokksins og A1 þýðuflokksins að tillagan skyldi orðast á þessa leið: • „Stefna fslands í utanríkis- málum verði hér eftir sem hing- • að til við það miðuð að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir og að íslendingar eigi samstöðu um öryggismál við nágrannaþjóðir sfnar, m.a. með samstarfi í Atlantshafsbanda- laginu. Með hliðsjón af breyttum við- horfum síðan vamarsamningur- inn frá 1951 var gerður og með tilliti til yfirlýsinga um, að eigi skuli vera erlendur her á fs- landi á friðartímum, verði þegar hafin endurskoðun á þeirri skip an, sem þá var tekin upp með það fyrir augum, að fslending- ar annist sjálfir gæzlu og við- hald varnarmannvirkja — þó ekki hernaðarstörf — og að her- inn hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breyt- ingu„ verði málinu fylgt eftir með uppsögn samkv. 7. grein samningsins." Þessi tillaga var samþykkt hinn 28. marz 1956 með atkvæð um Framsóknarmanna, Alþýðu- flokksmanna, Þjóðvamarmanna og kommúnista. Hafinn sé undir- búningur Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkisnefnd lögðu til, að framangreindri tillögu yrði vfs- að frá með rökstuddri dagskrá, sem hófst á þessa leið: „Svo sem fram kemur í sjálf- um varnarsamningnum hefur það ætíð verið tilætlun Alþingis og ríkisstjórnar, að erlent vam- arlið dveldi ekki lengur hér á landi en nauðsynlegt væi’i vegna öryggis landsins, og þar með friðsamra nágranna þess, að endanlegu mati íslenzkra stjórn valda, Alþingi áréttar þennan vilja sinn og lýsir yfir því, að það telur rétt, að hafinn sé nauð synlegur undó'búningur þess, að Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.