Tíminn - 16.10.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1971, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 16. október 1971 TÍMINN 3 Krefst endurgreiðslu vegna oftekinna vaxta OÓ—Reykjavík, föstudag. Einn af viðskiptavinum Mar- * geirs J. Magnússonar, fjármála ■ manns, hefur höfðað mál gegn g honum fyrir Borgardómi Reykja B víkur. Var málið þingfest 7. okt. sl. en í marz kærði sami * viðskiptavinur fjármálamanns- ■ ins hann fyrir Sakadómi fyrir ■ oftekna vexti af lánum. Fyrir B Borgardómi krefst stefnandi B að sér verði, endurgreidd allhá upphæð, sem Margeir hefur 1 tekið í okurvexti. ■ Viðskiptin hófust árið 1963. 1 Þá fékk stefnandi 30 þús. kr. ■ víxillán hjá fjármálamannin- ■ um og sömu upphæð aftur síð- ■ ar á sama ári. í hvorugt skipt- B ið fékk maðurinn tmeira en tæpar 23 þús. kr. í hendur, að 1 því er segir í stefnunni. ■ Síðan skeði það í málinu að ■ lánþeginn fékk árlega víxillán D hjá Margeiri til endurgreiðslu R á láninu og jókst upphæðin jafn og þétt fram til ársins ■ 1968 og var þá orðin samtals ■ 602 þús. kr. Var sá háttur hafð ■ ur á að eldri víxlarnir voru B látnir liggja, en samþykktir nýjir fyrir greiðslu á láninu, en aldrei var um framlengingu ■ að ræða. Krefst stefnandi að fá endurgreiddar tæpar 260 þús. kr. sem oftekna vexti. Samtals hefur lánþeginn samþykkt víxla að upphæð kr. 602.300.00 fyrir skuldinni sem hann stofn- aði til í upphafi og fékk þá í hendur kr. 46.000.00. Segir stefnandi að raunverulegir vext ir séu kr. 94.930.00. FÍ flýgur níu sinnum í viku til útlanda og nær allt innan- landsflugið með Fokker í vetur i AVIÐA Um þessar mundir ganga vetrar áætlanir Flugfélags íslands í gildi. Innanlandsáætlun gekk í gildi um mánaðamótin september /október og millilandaáætlun hefst 1. nóvember. í aðalatriðum eru vetraráætlanir félagsins með svipuðu sniði og síðasta vetur. álíka og í fyrravetur. Til Bret- lands munu þotur félagsins fljúga fjórum sinnum í viku en fimm sinnum til Norðurlanda. I Norður landaflugi verður sú breyting að ein ferðanna, sem í fyrravetur var flogin með Fokker Friendship skrúfuþotu um Færeyjar verður nú flogin með þotu milli Kefla- víkurflugvallar og Kaupmanna- hafnar án viðkomu. Markverðasta breytingin innanlands er sú, að nú er allt inannlandsflugið flogið með Fokker Friendship skrúfuþot Ályktun foreldra og kennarafélags Hlíðaskóla: Öryggi nemenda Hlíða- skólans verði tryggt Ekki er komin fram vörn frá stefnda og hefur hann frest 1 til 21. þ.m. til að leggja hana ■ fram. ■ Um milljón í Pakistansöfnun Framlög, sem borizt hafa B Hjálparstofnun kirkjunnar vegna Pakistan, nálgast nú eina milljón. Stórar upphæðir ■ berast daglega utan af landi ■ og einnig úr Reykjavík og ná- ■ grenni. Má nefna, að Siglfirð- « ingar lögðu leið sína í kirkju ■ s.l. sunnudag í hríðarveðri og B afhentu sóknarprestinum sam- tals nær 100 þúsund krónur til söfnunarinnar. Frá Akur- ■ eyri hafa einnig borizt nær 100 ■ þúsund krónur, frá Vestmanna.B eyjum 50 þúsund og mcira er B væntanlegt. Þá hafa borizt upp hæðir frá mörgum öðrum stöð um og fleiri eru væntanlegar. ■ Haldið verður að sjálfsögðu ■ átfram að veita gjöfum viðtöku ■ og verður biskupsstofa opin í B dag, laugardag, til þess að taka ■við framlögum, sem berast B kunna. Einnig taka prestar við ■ Samlögum. ■ Bískup visiterar ■ Njarðvíkursónir • Biskup íslands vísiterar ■ Innri-Njarðvíkur og Ytri-Njarð ■ víkur-sóknir næstk. sunnudag, ■ 17. október. Verður guðsþjón- B usta í Innri-Njarðvík kl. 10,30 og í Ytri-Njarðvík kl. 14,00. Miðvikudaginn 13. okt. sl. efndi stjórn Foreldra- og kennarfélags Hlíðaskóla til almenns félagsfund ar í Tónabæ, til þess að ræða um byggingarmál skólans og urnferð- ina um Hamrahlið, en mikil óánægja er meðal íbúanna í Hlíð- unum með seinaganginn á bygg- ingu skólans og þróunina í um- ferðamálum hverfisins. Á fundinn hafði sérstaklega ver ið boðið öllum borgarfulltrúpm Reykjavíkur, fræðslustjóra og fræðsluráði og umferðanefnd borg arinnar. Þessir borgarfulltrúar mættu á fundinum: Kristján J. Gunnarsson, Albert Guðmundsson, Birgir fsl. Gunn- arsson, Sigurlaug Bjamadóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir, Sigurjón Pétursson, Kristján Benediktsson og Guðmundur Þórarinsson. Fræðslustjóri Reykjavikur Jónas B. Jónsson og fulltrúi umferðar- nefndar, Guttormur Þormar, sátu einnig fundinn. Húsfyllir var og almenn þátttaka í umræðum, sem stóðu yfir í um það bil þrjár klukkutíma. Á fundinum var eftirfarandi áskorun afhent formanni fræðslu ráðs, Kristjáni J. Gunnarssyni: „Við undirritaðir, foreldrar nem- enda Hlíðaskóla ,skorum á borg- aryfirvöld að ljúka nú þegar við byggingu Hlíðaskóla". Þessa áskor un höfðu rúmlega 260 manns und irritað. Eftirfarandi tillaga var borin upp á fundinum og samþykkt samhljóða: „Fundur í Foreldra- og kenn arafélagi Hlíðaskóla, haldinn i Tónabæ 13. okt. 1971 bendir á eftirfarandi: EJftir umferðarbreytinguna vor ið 1968 óx bifreiðaumferð mjög um Hamrahlfð og enn að rniklum mun, eftir að vinstri beygja var bönnuð á mótum Sléttuvegar og Kringlumýrarbrautar sl. vor. Flest ir nemendur Hlíðaskóla, en þeir eru á aldrinum 6—14 ára, þurfa að fara yfir Hamrahlíð á leið sinni að og frá skólanum. Meg- þungi bifreiðaumferðarinnar um götuna er á þeiim tíma, sem kennsla hefst í skólanum dag hvern, eða um kl. 09.00 og um kl. 13.00. Ætti hin rnikla slysahætta við þessar aðstæður, að vera öllum ljós. Fundurinn skorar á hlutaðeig- andi yfirvöld að gera nú þegar þær ráðstafanir, er dugi til þess, að draga úr hinni miklu bifreiða umferð og tryggja um leið öryggi nemenda skólans". Tómas Einarsson. Þjóðir ráði fiskveiðum á landgrunni sínu Á þingi Sambands ungra jafn- aðarmanna á Norðurlöndum, sem haldið var í Málmey 9.—10. okt. s.l. var samþykkt einróma tillaga frá fulltrúum íslands er fjallaði um mengun sjávarins, vemdun fiskistofna og yfirráð strandríkja yíir landgrunni sínu. Þar segir meðal annars: „Grípa verður til ráðstafana, sem annars vegar koma í veg fyrir ofveiði og sem hins vegar tryggja þessar auðlindir þjóða, sem mjög eru háðar fiskveiðum, gegn rányrkju. Eðlilegt er, að þessar þjóðir hafi sjálfar ákvörðunarréttinn yfir fiskveiðum á landgrunni sinu og beri ábyrgð á verndun uppeldis- stöðva fiskjarins og hagkvæmustu nýtingu fiskistofnanna“. Þing þetta sóttu um 80 fulltrú- ar samtaka ungra jafnaðarmanna frá Norðurlöndunum fimm, auk gesta. Fulltrúar íslands á þing- inu voru Örlygur Geirsson, for- maður S.U.J., Kjartan Jóhanns- son, Árni Hjörleifsson, Matthías Viktorsson og Jón Vilhjálmsson. Var landhelgismálið og sérstaða íslands kynnt ítarlega á þinginu, eði á nefndarfundum og á þing- fundi, þar sem Kjartan Jóhanns- son flutti ræðu um landhelgismál- ið og talaði fyrir tillögu íslend- inganna. Fékk ræða hans mjög góðar undirtektir og var tillagan samþykkt með lófataki. (Fréttatilkynning). um, nema tvær ferðir í viku sem verða flognar með DC-3 flugvél- um. Þá er aukið flug til nokk- urra staða miðað við síðustu vetr aráætlun og ennfremur verða teknar upp flugferðir til Neskaup staðar eins og þá. Millilandaflug Millilandaflug Flugfélags fs- lands verður nú með líku sniði og í fyrravetur. Til Kaupmanna- hafnar verður flogið á mánudög- um, miðvikudögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Brottför frá íslandi er á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum kl. 8,45, á laugardögum kl. 10,00 og á sunnudögum kl. 9,00. Til Osló verður flogið á sunnudögum kl. 9,00 og frá Osló til fslands á laugardögum kl. 17,00. Bretlandsflug verður hagað þannig í vetur, að beint flug verð ur frá fslandi til London á þriðju dögum, brottför kl. 9,30 og til Glasgow á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum, brottför kl. 8,45. Ennfremur flýgur brezka flugfélagið BEA til Lundúna á sunnudögum, brottför kl. 15,05. Til Færeyja verða ferðir alla sunnudaga. Brottför frá Reykja- víkurflugvelli kl. 12,00 á hádegi. Allar flugferðir Flugfélags ís- lands milli landa verða flognar með Boeing 727 þotum, nema ferðir til Færeyja, sem flognar eru með Fokker Friendsíiip skrúfuþotum. Innanlandsflug f aðalatriðum verður ferðum flugvéla Flugfélagsins innanlands hagað sem hér segir: Til Akureyr ar eru morgunferðir alla daga kl. 9,00. Kvöldferðir kl. 18,45 og síð- degisferðir þriðjudaga og föstu- daga kl. 15,00. f sambandi við Akureyrarflug eru daglegar ferð- ir sérleyfisbifreiða frá Akureyri til Dalvíkur og Ólafsfjarðar. — Til Vestmannaeyja verður flogið frá Reykjavík alla daga kl. 9,30 og einnig eru síðdegisferðir á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til fsafjarðar eru ferðir alla virka daga. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laug ardaga er brottför frá Reykjavík kl. 12,00 á hádegi en mánudaga og föstudaga kl. 13,00. f sambandi við áætlunarflug Flugfélagsins rnilli fsafjarðar og Reykjavíkur eru bílferðir ákveðna daga til og frá Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Til Egilsstaða er flogið alla virka daga kl. 15,00. f tengslum við áætlunarflug milli Egilsstaða og Reykjavíkur eru bíl- ferðir ákveðna daga til og frá Seyðisfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvar- firði og Breiðdalsvík. Flug milli Akureyrar og Egilsstaða fram og aftur, er þriðjudaga og föstudaga. Brottför frá Akureyri kl. 16,25 og brottför frá Egilsstöðum kl. 17,40. Einnig er flogið milli þessara staða á miðvikudögum á tímabil- inu frá 6. október til 5. janúar og frá 22. marz til 27. apríl. Til Sauðárkróks er flogið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Kl. 16,00 á mánudögum og föstudög- um, kl. 16,30 á miðvikudögum. f tengslum við áætlunarflug Flug- félagsins milli Sauðárkróks og Framrald á bls. 14. Fyrrv. sjávarútvegs- málaráSherra Noregs um 50 mílurnar f dagblaðinu Romsdals Bud- stikke, sem er stærsta blaðið í Moldu og Romsdal, birtist í fyrra mánuði viðtal við Odd- mund Myklebust, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, um landhelgismál. f viðtalinu segir Myklebust m.a., að Norð menn verði að hefja umræðui strax um, hvað þeir eigi til bragðá að taka í landhelgismál um, eftir að íslendingar hafa ákveðið að færa fiskveiðilög- söguna við ísland út í 50 mílur. Myklebust segir, að 50 mílna fiskveiðilögsaga við ísland þýði, að íslendingar verndi svo mikið af landgrunni sínu, að aðeins „fáein nes“ af land- grunninu verði útundan. Svo smá landgrunnssvæði verði ut- an fiskveiðilögsögunnar við Island, að þau muni ekki skapa neinni þjóð grundvöll til að stunda arðgefandi veiðar. Myklebust segir, að útfærsla fiskv.lögsögunar við ísland muni ekki skaða norska útgerð eins mikið núna og áður hefði ver- ið meðan sfldveiðar við fsland voru mikilvægur þáttur í út- hafsveiðum Norðmanna. Nú eru síldveiðarnar við ísland úr sögunni. Aðrir koma á eftir Það sem snertir Norðmenn mest í þessu sambandi segir Myklebust, fyrrv. sjávarútvegs ráðherra, eru þau líkindi að aðrar þjóðir muni fylgja í kjöl- far íslendinga og færa einnig út sína fiskveiðilögsögu. Við verðum að reikna með því sem vísu, að Kanada komi á eftir og þá verður nær óhjákvæmi- legt fyrir Dani að færa út fisk veiðilögsöguna við Færeyjar og Grænland. Þessi lönd eru eins og fslendingar, háð fisk- veiðum. Komi svo fleiri þjóð- ir á eftir eru norskar úthafs- veiðar úr sögunni. Það mun þýða miklar breytingar á norska fiskiflotanum. Hvað þetta þýðir fyrir norskar fisk- veiðar þegar til lengdar lætur, segist Myklebust ekki vilja segja neitt ákveðið um, þar sem hann segist vilja kanna gögn málsins betur, en auðvit- að verði Norðmenn að sækjast eftir fullum réttindum yfir eigin landgrunni eins og aðrir. Myklebust segir að samt hafi hann þá tilfinningu eða trú, að útfærsla fiskveiðilögsögunn ar muni þjóna hagsmunum Norðmanna þegar íil lengdar lætur. Útfærsla við Noreg í stað mótmæla f leiðara blaðsins Romsdals Budstikke þann 17. sept. segir svo m.a. að úthafsveiðar þýði í raun veiðar á landgrunni ann arra þjóða. Norðmenn geti ekki setið aðgerðarlausir ef fs- lendingar færi fKkveiðilögsögu sína út í 50 sjómflur. Þeir verði að grípa til sams konar ráða til að vernda fiskimiðin á landgrunni Noregs. Segir Framrald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.