Tíminn - 16.10.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1971, Blaðsíða 16
Laugardagur 16. október 1971. Krefst 61 millj. skaðabóta OÓ—Reykjavík, föstudag. Ferðaskrifstofan Sunna krefst 61 millj. kr. skaðabóta af rík- inu og hefur nú stefnt sam- göngumálaráðherra og f jármála ráðherra til að standa skil á þeirri upphæð. Er þetta skaða- bótakrafa sem byggist á því, að árið 1969 afturkallaði sam- göngumálaráðuneytið leyfi ti.l flugrekstrar, sem ferðaskrifstof unni hafði verið veitt. Leyfi þetta var að vísu gefið aftur síðar, en ferðaskrifstof- an telur sig hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna afturköllun- arinnar, þar sem samningar við erlendar ferðaskrifstofur gengu úr gildi, og varð Sunna að hætta öllum flugrekstri. Vonast til að síldin ■ bæri á sér J ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Jú, við fundum eina sæmi- * lega torfu í nótt, sagði Hjálm- ■ ar Vilhjálmsson, fiskifræðing ■ ur þegar við ræddum við hann _ í dag. En Hjálmar er staddur , um þessar mundir í leitarskip ■ inu Hafþóri. Hjálmar sagði, að ■ þeir á Hafþóri hefðu undan- ■ farna daga verið við síldarlcit _ á svæðinu kriiigum Snæfells- nes og suður undir Reykja- nes. ® NV af Hraunhorninu fundu ■ þeir eina fallega torfu, en það ■ var um kl. 6 í morgun, og a sagði Hjálmar, að ekki hefði _ verið hægt að eiga við hana, þar sem hún var yfir hraun- ■ kraga. Eftir að birti hefur lít- ■ ils, sem einskis orðið vart, en ■ þó hefur fundizt smáryk nið- B ur við botn, sem ómögulegt er að segja um hvað er. Hjálmar sagði, að þeir vonuðust til að ■ síldin myndi eitthvað bæra á 1 sér þegar myrkur væri komið ■ á, enda veður orðið sæmilegt ■ og bátarnir eitthvað að tínast B it. ■ fyrstu rjúpurnar? SB—Reykjavík, föstudag. Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn er í dag, og þegar þetta er r.krifað hefur enn ekki frétzt af einni einustu veiddri rjúpu. Frá rjúpnaskyttum á Húsavík er það að segja, að þær fóru margar á stúfana í morgun upp í brekkumar í nágrenninu. Eng inn þeirra hafi veitt rjúpu seinni partinn í dag, svo vitað væri, en þeir sem komnir voru aeim aftur „sögðust þó hafa séð rjúpur á flugi. Itarleg könnun á útleigu FB-íbúða EB-Reykjavík, föstudag. Húsnæðismálastofnun ríkis ins vinnur nú af kappi að því, aS kanna leigumál, hvað við- kemur íbúðum í fjölbýlishús- um Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar, og á fund- um Húsnæðismálastjórnar hefur að undanförnu verið fjallað um þetta efni. Mun nú verið að undirbúa hvaða ráðstafanir eig: að gera til að spyrna á móti þeirri óheilla- þróun, sem er í þessum leigu- málum. Hjá Húsnæðismálastofnuninni hefur að undanförnu verið farið yfir lög stofnunarinnar um leigu íbúða í fjölbýlishúsum Fram- kvæmdanefndar byggingaáætlun- ar. Eins og Tíminn hefur greint frá síðustu daga, er hér um mjög alvarlegt mál að ræða, þar sem tilgreindar íbúðir eru leigðar á okurverði. Eftir helgi mun Húsnæðismála stjórn koma saman til fundar, þar sem itarlega mun verða fjallað um leigumál og er tíðinda að vænta frá þeim fundi. Slátrun langt komin Hluti af íbúðum, sem Framkvæmdanefnd byggingaráætl unar hefur byggt í Breiðholti (Tímamynd G.E.) ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Nú er farið að líða á slátur. tíðina og hefur slátrun víðast hvar gengið vel. Samt hefur slát- urtíðin tafizt á einstaka stöðuni vegna manneklu, og þá aðallega í fláningunni. Þegar við ræddum við nokkra forráðamenn slátur. húsanna í dag, kom í Ijós að við. ast hvar er þungi dilka heldur betri en í fyrra, en hann rar ei.nnig með betra móti þá. Ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri í Borgarnesi, sagði að dilka- þunginn hjá þeim væri reiknað- ur út í tölvu, þegar slátrun væii lokið, en vitað væriað dilkaþung- inn væri heldur betri, en í fyrra. Slátrun hjá kaupfélaginu á Borg- arnesi hefur verið heldur á eftir áætlun vegna imanneklu, en að öðru leyti hefur slátrunin gengið mjög vel. >á hafa imerm komið frá heilbrigðiseftirlitinu í Bret- landi og Bandaríkjunum og fundu þeir ekkert að búnaði sláturhúss- ins. Haukur P. Ólafsson hjá slátur húsi KEA á Akureyri, sagði að þar hefði slátrun gengið þolan- lega. Alls yrði slátrað 35 þús. fjár í þrem sláturhúsum KÉA, á Akureyri, Grenivík og á Dalvík. Dilkar eru þyngri en áður og var meðaldilkaþungi í síðustu viku 15,3 kg. Haukur sagði, að búizt væri við að slátrun hjá KEA myndi ljúka á miðvikudag. ÓK Halldórsson, á Þórshöfn, sagði að slátrun hefði lokið þar í dag, en slátrun hefur gengið ágæt lega þar. Alls var slátrað kring- um 10 þús. fjá á Þórshöfn á þeseu hausti, er það heldur færra en búizt var við, en bændur í nánd við Þórshöfn misstu margt fé, í hretinu í ágúst. Margskonar afsláttur í innan- landsflugi Flugfélags Islands KJ—Reykjavík, föstudag. Forráðamenn Flugfélags ís- iands, telja að aukningin í innan- landsfluginu í ár, verði um þriðj ungur frá því á fyrra ári. E.t.v. eiga hin margskonar afsláttarfar- gjöld sinn þátt í aukningunni, en veittur er unglingaafsláttur, náms mannafsláttur, afsiáttur fyrir aldr að fólk, hópafsláttur og einnig eru í gildi sérstök fjölskyldufar- gjöld. Unglingar á aldrinum 12—18 ára fá 25% afslátt á fargjaldi gegn framvísun nafnskírteinis. Fólk sem er 67 ára og eldra fær sömuleiðis 25% afslátt gegn fram vísun nafnskírteinis, og sömu sögu er að segja um námsfólk sem flýg ur frá heimili sínu og og til skóla- dvalar og til baka. Ferðist fólk saman í hópum 10—15 eða fleiri saman er veittur afsláttur upp í 20%. Fjölskyldufargjöld eru þannig, að t.d. greiðir fjölskyldufaðir fullt fargjald, en aðrir í fjölskyld- unni hálf fargjald. 10 með berkla á Siglufirði — 6 á sjúkrahúsi Smitberinn hefur enn ekki fundizt SB—Reykjavík, föstudag. Tíu manns á Siglufirði hafa reynzt jákvæðir við berklaprófun undafarið, sem ekki hafa verið það áður. Sex tilfelli hafa verið lögð inn á sjúkrahúsið til rann- sóknar. Smitbcrinn hefur ekki fundizt. Héraðslæknirinn á Siglufirði, Sigurður Sigurðsson vildi lítið um málið segja, annað en þetta, en fréttaritari Tímans þar, sagði í dag, að hann vissi ekki til þess, að smitberinn hefði fundizt, en rannsóknin beindist nú einkum að skipverjum á Dagnýju, en þeir hefðu allir reynzt jákvæðir við prófun, en að vísu munu sumir þeirra hafa verið það einnig áð- ur. Dagný hefur vorið á veiðum í alit sumar, en - vor var skipið í viðgerð erlendis, en síðan hafa rnargir menn komið um borð og farið og er nú verið að leita þá uppi til berklprófunar. Var neitað um úttekt úr stofnmi bankabók OÓ—Reykjavík, föstudag. f dag var gerð tilraun til að ná út peningum úr banka úr einni af þeim bankabók- um, sem stolið var frá Krabba- meinsfélaginu í fyrradag. Eins og sagt var frá í Tímanum var stolið möppu af afgreiðslu- borði í Björnsbakaríi, er í vora tékkhefti og bankabækur, sem starfsstúlka Krabbamcinsfé- lagsins gleymdi, en ungur mað ur tók traustataki og hvarf út með. í dag gerði svo ungur mað- ur tilraun til að taka út ttor einni bókinni i banka. Ætlað! hann að fá 29 þtss. kr. Ekki tókst manninum að ná upphæðinni úr þankanum því afgreiðslufólkið sá á bókar- númeri að bókin var stolin og af hverjum. Var honum afhent bankabókin aftur og sagt að ekkert þýddi fyrir hann að ná út peningum úr þessari bók Framrald á bls. 14. AÐALFUNDUR FUF Aðalfundur FUF i Reykjavík vcrður, eins og áður hefur verið auglýst, linldinn í dag, laugardag, 16. október, í Glaumbæ, niðri, og hefst kl. 14. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.