Tíminn - 23.10.1971, Side 4

Tíminn - 23.10.1971, Side 4
£etil Oii AjcHúapft Það liefur væntanlega ekki far- ið fram hjá neinum, að sjónvarps- menn mættu ekki til vinnu á þriðjudaginn, en þann dag féllu sendingar sjónvarpsins niður af þeim sökum. Sjónvarpsmenn hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir benda á léleg kjör miðað við aðra, auk þess sem þeir telja sig ekki hafa verið hafða með í ráðum um samningsgerð. Að sjálfsögðu hafa starfsmenn sjónvarpsins betri aðstöðu en flest ir aðrir til þess að vekja aýnygli á kröfum sínum. þar sem án þeirra er ógerlegt að halda uppi sjón- vaipsútsendingum, og svo til hvert mannsbarn í landinu fylgist að einliverju leyti með sjónvarpi. Og ségja má, að réttlætanlegt sé að grípa í eitt skipti til slíkra aðgerða. Hinsvegar er vonandi, að um end- urtekningu verði ekki að ræða, því það þjónar engum tilgangi öðrum en að hrella þá, sem greiða há afnotagjöld fýrir að horfa á sjónvarpið. LEIKRIT UM LÍTIÐ EFNI. Sjónvarpið sýndi nýtt islenzkt leikrit í vikunni. Uppi á fjalli að kyssast eftir Jón Dan. Þar fjallaði um stúlku, sem er bækl- uð á fótum, og vandamál henn- ar í samskiptum við aðra, og þá einkum karlmenn. Þetta efni er í sjálfu sér ekki stórbrotið, og við bættist, að höf- undur virðist eiga erfitt með að lýsa samskiptum unglinga án þess að samtöl þeirra verði vand- ræðaleg og jafnvel barnaleg. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir þá sem eldri eru að lýsa þeim veruleika ungs fólks, sem þeir þekkja alls ekki af eigin raun. Leikritið varð því á köflum hálf vandaræðalegt. Hins vegar voru nokkrir góð- ir kaflar í leikritinu; t.d. var ill- girni og tillitsleysi við hina bækl- uðu stúlku vel til skila komið. GÓÐUR ÞÁTTUR UM GAMLAR KVIKMYNDIR. Á miðvikudaginn voru í þætt- inum Munir og minjar sýndar ýms- ar gamlar íslenzkar kvikmyndír, sem hafa sögulegt gildi, og var þessi þáttur, sem Árni Björnsson stjórnaði, mjög skemmlilegur. Flestar þessara gömlu kvikmynda, Anne Stallybrass I hlutverki Önnu frá Kleve, I frásögnunum um konur Hinrlks VIII.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.