Tíminn - 23.10.1971, Síða 5

Tíminn - 23.10.1971, Síða 5
eru hreinasta gersemi, svo sem myndin frá konungskomunni og fró kröfugöngunni 1942, sem var éinna skemmtilegust myndanna. Árni lét í ljósi þá ósk í þætt- inum ,aÖ þeir er ættu í fórum sín um gamlar -kvikmyndir, kæmu þeim á framfæri við ÞjóSminja- hafnið og er það tilhlökkunar- efni, ef fleiri slíkir kvikmynda- þættir verða í sjónvarpsdag- skránni. DANSLEIKUR 1 SJÓNVARPSSAL. Það er ekki svo vitlaus liug- mynd aö hafa dansleik í sjón- varpssal eins og tilraun var gerð með á sunnudag. Þessi fyrsti dans- leikur í sjónvarpssal virtist þó all misheppnaður. Ég trúi ekki að fólk sé svona grafalvarlegt, er það dansar gömlu dansana eins og danspörin voru í sjónvarpssal á sunnudagskvöld. ÞÆTTIR UM HANDRITIN. Sjónvarpið er að hefja sýningu á nokkrum þáttum um íslenzku handritin. Fyrsti þátturinn fjallar um hina miklu gersemi Konungs- bók Eddukvæða, og verður í leið- inni fjallað um íslenzk handrit almennt. í þættinum koma fram Jónas Kristjánsson, Jón Samson- arson og Stefán Karlsson. Þáttur- inn er á sunnudag kl. 20.25. AÐRIR DAGSKRÁRLIÐIR. Af öðrum dagskrárliðum í næstu viku, sem athyglisverðir kunna að reynast, má nefna eftirfarandi: ★ Á sunnudaginn kl. 20.30 leik- ur hljómsveitin Tilvera fyrir áheyr endur í sjónvarpssal. ★ SíÖar sama kvöld, eða kl. 22.15, er sjónvarpsþáttur frá BBC og nefnist hann í skugga dauðans. Þar er rætt við fólk, sem veit daga sína eða sinna nánustu talda. ★ Á þriðjudaginn kl. 21.25 er þátturinn Sjónarhorn, og verður þar fjallað um læknaskortinn í strjálbýlinu, sem m.a. hefur ver- ið mjög fjallað um í Tímanum að undanförnu. / ★ Á miðvikudaginn kl. 21.25 vei'öur sýnd hin fræga mynd Eis- ensteins Herskipið Potekim. Þessa mynd gerði rússneski snillingur- inn árið 1925 og er hún byggð á atburðum, sem áttu sér stað 1905 þegar uppreisn var gerð meðal sjóliða í Svartahafsflotanum. AKB. Nú eða aldrel.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.