Tíminn - 03.11.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.11.1971, Blaðsíða 1
** * *.*-*******#«• Viðræður í London og Bonn KJ-Reykjavík, þriðjudag. Á morgun hefjast í London viðræður um landhelgismálið milli fulltrúa íslands og Bret- lands, og á mánudaginn fara fram viðræður við fulltrúa vestur-þýzku stjórnarinnar, um sama efni. Tímanum barst í dag frétta- tilkynning frá utanríkisráðu- neytinu, um hverjir skipuðu viðræðunefndina af íslands hálfu í Vestur-Þýzkalandi, og eru það sömu menn og eiga við ræður við Breta á morgun, nema hvað Niels P. Sigurðsson sendiherra tekur þátt í við- ræðunum í London. Fréttatilkynningin er svo- hljóðandi: „Viðræður milli fulltrúa rík- isstjórna íslands og Vestur- Þýzkalands hefjast síðdegis mánudaginn 8. nóvember. ís- lenzka sendinefndin yer^pr þannig skipuð: Hans G. Andersen, sendi- herra, formaður; Árni Tryggva son, sendiherra; Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri; Jónas Árnason, alþingismaður; Már Elísson, fiskimálastjóri; Þórar inn Þórarinsson, alþingismað- ur.“ 1.^-——----------——-------—-.i Verða keyptir Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra um samningaviðræður flugfélaganna: Bjartsýnn á að samein- ing flugfélaganna takist / TK—Reykjavík, þriðjudag. I og IJannibal Valdimarsson, flug I um samvinnu og helzt sameiningu Tíminn átti tal við Halldór E. málaráðherra, hafa átt við full- íslenzku flugfélaganna. Halldór Sigurðsson, fjármálaráðherra, um trúa flugfélaganna, Loftleiða og sagði, að á þeim fundi, sem hald þær samningaviðræður, sem hann | Flugfélags íslands, að undanförnu I inn hefði verið á mánudagsmorg Flugfreyjubúningar Flugfélags íslands og Loftleiða eru ærið ólíkir, og það verður sjálfsagt eitt af því, sem semja þarf um, hvort búningarnir eigi að vera eins éða mcð tvennu móti. Flugfreyjan til vinstri er hjá Flugfélaginu, en sú til liægri hjá Loftleiðum. Kannski eiga þær eftir að fljúga sam- an í eins búningi. un, hefði það komið í ljós, að flugfélögin hafa frá því fyrri fund urinn var haldinn með ráðherrum um málið yrir rúmum hálfum mán !uði, unnið skipulega að málunum og greinilega af fyllstu einlægni og heillyndi. Ekkert hefði komið fram á fundinum í gær, sem vald ið hefði vonbrigðum og hefðu þeir Hannibal fyllstu ástæðu til að trúa því a& af sameiningu flug félaganna gæti orðið. — Við telj- um það mikið gæfuspor, ef bað gæti tekizt og ótvírætt til mikils þjóðarhags, sagði fjármálaráð- herra. Þessum viðræðum verður nú haldið áfram af fullum krafti. Halldór E. Sigurðsson, fjármála ráðherra, sagði að ásamt þeim Hannibal Valdimarssyni, flugmála ráðherra, hefðu mætt fulltrúar frá báðum flugfélögunum í gær- morgun og hefði fundurinn hafizt kl. 10. Meðal fulltrúa Loftleiða var Kristján Guðlaugsson, stjórnarfor maður félagsins, og af Flugfélags ins hálfu mætti meðal annarra Örn Johnson, forstjóri félagsins. Áður höfðu beir Hannibal haft fund með fulltr. félaganna fyrir rúmum hálfum mánuði. Hefði þá verið ákveðið að flugfélögin hæfu strax skipulegar viðræður um samvinnu og sameiningu. Á fund inum í gær, sagði Halldór, hefði komið greinilega í ljós, að félögin hafa unnið af fyllstu einlægni og heillyndi að þessum viðræðum og Framhald á bls. 14 6 skuttogarar til Austfjarða? ÞÓ-Reykjavík, þriðjudag. Mikill áhugi er á skuttogara kaupum á Austurlandi um þessar mundir, og er vitað um aðila á 6 stöðum, sem unnið hafa að slík um kaupum undanfarið. Það eru aðilar á Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði, sem unnið hafa að þessum kaupum. Reyðfirð ingar og Eskfirðingar hafa unnið sameiginlega að þessu máli, og eru Kaupfélag Héraðsbúa og Hrað- frystihús Eskifjarðar þegar búin Framhald á bls. 14 Einar Ágústsson utanríkisráðherra á fundi í gær: Endanleg ákvörðun í varnar- málunum verður tekin af Alþingi TK—Reykjavík, þriðjudag. Á mjög fjölmennum fundi Sam taka um vestræna samvinnu og Varðbergs á Hótel Sögu í kvöld flutti Einar Ágústsson, utanríkis- ráðherra, erindi um utanríkismál og skýrði stefnu ríkisstjórnarinn ar. Síðan svaraði ráðherrann mikl um fjölda fyrirspurna fundar- manna, er nær eingöngu snerust um varnarmálin og þá endurskoð- un á varnarsamningnuin við Bandaríkin, sem fyrirhuguð er. í því sambandi lagði utanríkisráð- hcrra áherzlu á það, að engin ákvörðun yrði tekin um brottflutn Þingsáiyktunartillagan um menningarsáttmála Norðurlanda samþ. i gær á Alþingi: Á AÐ EFLA MJÖG MENNINGAR- SAMSTARF NORÐURLANDA — sagSi Eysteinn Jónsson um sáttmálann EB—Reykjavík, þriðjudag. — Norrænt samstarf er orðið æði víðtækt, en í ýmsum grein- um þó nokkuð losaralegra en vera setti og mismunandi öflugt eftir því, um hvaða málefnasvið er að ræða. Þessi nýi mcnningarsátt- máli á að hæta úr í þessu efni á sviði menningarmála, og á að efla mjiig menningarsnmstarf þessara landa frá því, sem það hefur ver ið, sagði Eysteiim Jónsson á fundi í Sameinuðu þingi í dag, er hann skýrði frá áliti utanríkismála- nefndar þess efnis, að nefndin legði einróma til að þingsályktun artillagan um samning milli I)an- Framrald á bls. 14. ing varnarliðsins frá Keflavíkur- flugvelli fyrr en ítarleg könnun hcfði farið fram á þessum málum og hann hefði rætt við Bandaríkja stjórn og stjórnir aðildarríkja Atlanlshafsbandalagsins. Þá er nið urstöður þeirrar könnunar lægju fyrir, og fyrr ekki, myndi verða tekin ákvörðun um það, hvort varnarliðið skyldi hverfa úr landi eða ekki, og málið yrði lagt fyrir Alþingi og ckkert aðhafzt í því án samráðs og samþykkis Alþing is. Endanleg ákvörðun þessa máls er í höndum Alþingis, sagði utan ríkisráðherra. Mjög margir fundarmanna beindu fyrirspurnum til ráðherr- ans og kenndi þar margra grasa. Verða hér ekki raktar einstakar spurningar né svör við þeim. Að- spurður sagði ráðherrann m.a., '* hann teldi mjög hugsanlegan mögu leika á því, að íslendingar gætu tekið við mörgum störfum, sem heyrðu til þess eftirlits, sem f . -i færi í Keflavíkurstöðinni. Það hefði einu sinni verið talið óhugs- andi, að islendingar gætu tekið að sér flugumferðarstjórn á Keflavík urflugvelli. Þeir gerðu það nú .og stæðu sig vel. í annan stað hefði verið sagt, að óhugsandi væri að Íslendingar gætu staðið 'yrir fram kvæmdum fyrir herinn á Kefla- víkurflugvelli. Þeir hefðu nú sýnt að þeir eru fullkomlega færir m það og enginn kvartaði. Gæti ekki eins verið um ýmislegt annað. Hins vegar gæti hann ekki svarað þessu fyrr en hann hefði lokið ítarlegri könnun þessa máls og myndi þá svara spurningum um þessi atriði ítarlegar. Einar sagði, að sú endurskoðun, sem nú ætti að fara fram á varnarsamningnum, væri byggð á þeirri trú, að hér þyrfti ekki að vera her og það væri hægt að uppfylla upphaf- legar skuldbindingar íslendinga gagnvart NATO án þess að hér væri eriendur her. Eiþar sagði, að hann liti á þá tillögu, sem Sjólfstæðismenn hafa flutt um skipun sérstakrar nefnd Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.