Tíminn - 03.11.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGL'R 3. nóvember 1971
TÍMINN
9
Otgatantft: FRAMSÓKNARFLOKKUKINN
rnunlcvaemdaatjöri: Krtotján BenediktMon rtltstjórar Þorarlnn
Þórarinaion (áb), JAn Helgaaon, IndritH O Þorstemsson og
Ifenae Karisaon Augltalngastjóri: Stelngrimnt Oislason Rlt
•tjónuirskritstofttr > Edduhúslnu. slmar 18300 - i%3oe Skru
stofor Benkutrsstl 7. — AfgreiOsluslm) 12323 Auglýsingasiml:
10023. AOrar skrifstofui stmi 18300 Askrtftargjald kr 193.00
é ménuOI tmuinlands 1 lausaaöhi tr 12,00 etnt - Prentsm
Edda bf.
Varnarmálin
Á fundi um varnarmál, sem haldinn var í Keflavík
s.l. sunnudag, sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra,
að vamarmálin væru vandmeðfarin mál og fullur skiln-
ingur alira aðila í ríkisstjóminni væri á því, að enginn
óeðlilegur hraði yrði við hafður í vinnubrögðum. Það
hefði frá upphafi verið ásetningur ríkisstjómarinnar að
nota fyrstu 6—8 mánuðina til að framkvæma skoðun á
þessum málum öllum, og það gæti engum þótt óeðlilegt,
þar sem Framsóknarflokkurinn hefði verið utan ríkis-
stjómar í 13 Sr og vinnubrögð fyrrverandi stjórnar hefðu
ekki verið þannig, að Framsóknarflokknum hefðu verið
gefnar mildar upplýsingar, því að samráð við Fram-
sóknarflokkkm á þessu tímabili um vamarmálin hefðu
engin verið
Utanríkisráðherra sagði, að ef 6 mánuðir dygðu ekki
til fullrar kónnunar málsins, yrði tekinn til þess meiri
tími. Því næst sagði ráðherrann:
„Þegar óg tel mig vera orðinn nægilega kunnan þess-
um málum til þess að geta rætt þau við samstarfsþjóðir
okkar í NATO, þá munu þær samningaviðræður byrja.
i*ær samningaviðræður verða á mínum vegum, á minni
ábyrgð. Og ég mun einn annast þær fyrir ríkisstjórnar-
innar hönd".
Ráðherrann sagði það einlæga von sína, að ríkísstjórn-
inni tækist að halda þannig á þessum viðkvæmu öryggis-
málum, að allir gætu vel við unað. Það þætti engum, sem
hann hefði talað við erlendis, óeðlileg sú ósk og sú von
íslenzku ríkisstjórnarinnar, að eftir 20 ára óbreytta fram-
kvæmd vamarsamningsins frá 1951, væri komin ástæða
til þess að endurskoða hann. Ráðherrann sagðist fullyrða,
að fyrrverandi ríkisstjórn hefði enga slíka endurskoðun
haft uppi og sá áhugi, sem í þeim röðum virtist nú kom-
inn á endurskoðun varnarmálanna væri nýr. Utanríkis-
ráðherrann sagði, að alls staðar, þar sem hann hefði
verið spurður um ástæðurnar fyrir ákvörðun íslenzku
ríkisstjómarinnar í þessu máli, hefði hann gefið sama
svarið. Ástæðumar væru þjóðernisleg tilfinning íslend-
inga fyrir því, að við ættum ekki að þurfa að sæta þvi
einir þjóða, að hér væri um aldur og ævi erlent herlið.
Við hefðum fyrir okkur dæmi um það frá nágrannaþjóð-
um okkar, að þær eru ekki áfjáðar í að taka við því vam-
arliði, sem hugsanlega þyrfti að fara héðan. Bæði Danir
og Norðmenn hefðu látið í Ijós ákveðna ósk um að til
þess þyrfti ekki að koma. Við skildum það, og eins og
við skildum afstöðu þeirra, þá myndu þeir einnig skilja
þessa afstöðu okkar. Kvaðst utanríkisráðherra vona, að
sú skoðun yrði almennt ofan á hjá erlendum vinaþjóðum,
að þessi ósk íslendinga um endurskoðun varnarsamníhgs-
ms væri ekki aðeins eðlileg ósk friðelskandi þjóðar, held-
ur einnig sjálfsögð réttlætisráðstöfun.
Ráðherrann sagði, að sér væri auðvitað alveg ljóst,
að af þeirri ákvörðun, að ísland yrði áfram í NATO,
leiddu ýmsar skuldbindingal, sem þyrfti að uppfylla.
Nú yrðu þessar skuldbindingar kannaðar og reynt að
meta. hverjar af þeim væru mikilvægar vegna öryggis
okkar og þeirra þjóða, sem við vildum hafa samstöðu
rae*. Hvort sem varnarliðið væri á Keflavíkurflugvelli
eða ekki, þá þyrfti að viðhalda Keflavíkurflugvelli og
starfrækja mannvirki þar. ísland ætlaði áfram að vera
aðíli að NATO, þótt þéssar breytingar ættu sér stað. Af
veru landsins í NATO leiddu auðvitað margvísleg störf,
sem einhverjir þýritu að sinna. — TK
Ronald Steel ræðir við Walter Lippmann. — 1. hluti:
BREYTT AFSTAOA TIL KÍNA ER
OKKUR MIKILL OG OOÐUR GREIÐI
Walter Lippmann er efa-
lítia áhrifamcsti blaðamað-
ur samtíðarinnar. Hann hef-
ur leiðbeint þremur kynslóð
um Bandaríkjanna um
myrkviðu stjórnmálanna,
bœði alþjóðamála og innan-
landsmála. Þessi heimspek-
ingur í blaðamannastétt er
orðinn 82 ára, en heldur sig
enn við efnið og er að
semja bók, sem m.a. fjallar
um erfiðleikana við að
stjórna á byltingaöld.
Ronald Steel rithöfundur
er að rita ævisögu Lipp-
inanns og heldur fyrirlestur
um hann við Yale-háskóla
(Tvær nýjustu bækur Steels
eru i,Pax Americana“ og
„Imperialists and Other
Heros“.) Steel ræddi fyrir
nokkru við Lippmann á
heimili hans í Maine. —
1 viðtalinu er ekki minnzt
á fyrirhugaða för Nixons til
Moskvu, enda var ekki búið
að tilkynna um hana þegar
það fór fram.
— Hvert er álit yðar á til-
raun Nixons til samskipta við
Kínverja og {yrirhugaðri för
hans til Peking?
TTr. Viðleitnin tii.nað koma
á tengslum við Kínverja leiddi
til þessa heimboðs og er það
mjög sögulegur atburður. Þetta
eru einhver n..stu umskipti,
sem sögur greina frá, þar sem
voldugasta ríki á jörðu annars
vegar og fjölmennasta ríkið
hins vegar kúvenda gersam-
lega í afstöðu sinni hvort til
annars.
Afleiðingar þessarra um-
skipta verða afar lengi að
koma fram og ómogulegt er að
segja fyrir um þær að svo
stöddu. En breytingin úr heimi
tVeggja í heim fjögurra stór-
velda — Kína, Sovétríkjanna,
Bandarikjanna og Japan — er
gífurlega mikil, og eftir hana
verður allt annað uppi á ten-
ingnum en áður var.
Förin til Kina ein — viljinn
til að þiggja heimboðið — er
í sjálfu sér viðurkenning á
gífuriegri og örlagaríkri
skyssu, sem Bandaríkjamönn-
um varð á við upphaf kalda
stríðsins. Þá hurfum við frá
hinni fornu kenningu Banda-
ríkjamanna, að ríkisstjórnin,
sem við viðurkennum, — hvort
okkur líkar hún betur eða verr
— sé ríkjandi ríkisstjórn í
landinu. Afleiðingar þessarar
skyssu eru ólýsanlega miklar,
vegna þess, að þegar við
ákváðum að líta á Alþýðulýð-
veldið Kína sem óvinaríki, gáf-
um við fjölmörg loforð og tók-
um á okkur margskonar skuld-
bindingar til þess að fylgja
frdm þeirri ákvörðun. Þar á
meðal má minna á afstöðuna
til Formósu og ýmiskonar
samninga og skuldbindingar,
sem við stráðum víðs vegar
við austanvert Kyrrahaf.
Við tókum þessar skuldbinci
ingar á okkur í góðri trú o.g
þeim verður ekki varpað fyrir
róða áhyggjulaust, jafnvel þó
að við viðurkennum, að for-
Walter Lippmann
senda þeirra hafi verið skyssa.
, Sennilega tekur heilan manns-
aldur að bæta fyrir brótið og
lagfæra afleiðÁngarp^- af svo
gífurlegri skyssu. Að mínu viti
er þó betra að hafa gert skyss-
una og viðurkenna hana og
leiðrétta, en að halda fast við
hana. Stórveldi getur bætt
fyrir þessa skyssu án þess að
þurfa óhjákvæmilega að auð-
mýkja sig, og í góðri trú svona
yfirleitt. Viljinn til að viður-
kenna skyssuna og haga,sér i
samræmi við þ„ð — taka
ákvarðanir með gát og hljóð-
lega, breyta stefnunni hægt og
hægt í sæmilegu samráði og
með hófsamlegum aðvörunum
til allra viðkomandi aðila í
tæka tið — er í sjálfu sér ekki
annað en eðli og umfang al-
þjóða stjórnmála.
— Furðar yður á, að Nixon,
sem er hvað kunnastur sem
andstæðingur kommúnista,
skuli hafa horfið svo gersam-
lega og snögglega frá úreltri
stefnu?
— Nixon er sá eini af þeim
stjórnmálamönnum, sem kost-
ur er á, sem gat framkvæmt
þessa kúvendingu. Hann gerði
það meira að segja I samræmi
við elztu og traustustu hefðir
brezk-bandarískra stjórnmála.
Minnumst þess, að það voru
brezku íhaldsmennirnir en
ekki Frjálslyndir, sem leystu
fjöldann úr þrældómi í Bret-
landi á nítjándu öld. Þegar ég
var í æsku að læra stafrófið
í stjórnmálunum var sú kenn-
ing uppi, að íhaldsmennirmr
ættu að framkvæma frjáls-
lyndið, en Frjálslyndir að fram
kvæma íhaldssemina Þetta n '
að vísu ákaflega leikrænt þeg-
ar Nixon á í hlut, einmitt
vegna þess, hve hann var ikaf
ur og tillitslaus andstæðingui
kommúnista, en atburðarásin
er engu að síður í fullu -,am
ræmi við rétta og eðlilega
stjórnmálaframvindu.
— Hvaða áhrif hefur petta
á afstöðu okkar til Japana og
hlutverk þeirra í Asíu?
— Ég hygg að þetta geri
Japönum erfiðara en áður að
hagræða hlutunum og hagnýta
sér ástandið, einmitt af þeirri
ástæðu, að nú verða fjórir að-
ilar að taflinu, en ekki tveir
eins og áður. Þá standa þeir
einir í heimi margra velda, og
ég held að þeir hafi gott af
því, og við höfum gott af því
að hafa viðurkennt skyssur
okkar.
— Chou En-lai ræddi fyrir
skömmu um hættuna, sem
Kína stafaði af Japönum, og
Bandaríkjamenn tóku þeim um
mælum af nokkurri samúð.
Þetta gæti bent til, að við vær-
um að nálgast að nýju þau
viðhorf, sem ríktu fyrir heims-
styrjöldina síðari, þegar Banda
ríkjamenn og Kínverjar tengd
ust vináttuböndum gegn hinu
öfluga Japan.
— Ég tel að Bandaríkja-
menn beri undir niðri allmik-
inn hlýhug til Kínverja. Við-
horf okkar til Kínverja hafa
ávallt borið allmikinn keim af
afstöðu hiris vonsvikna biðils.
Bandaríkjamenn höfðu „larf-
rækt. trúboðsstöðyíirÁjf, Kína og
ásturidað.það, serií*~J>eir töldu
Kínverjum fyrir beztu. Svo var
þeim sparkað burt ög' þeir
reiddust. En Bandaríkjamenn
hafa ávallt haft mikla samúð
með Kínverjum.
— Það vár eftirtektarvert,
að hinni snöggu kúvendingu
var undantekningarlítið vel
tekið af öllum almenningi.
Þetta gæti bent til, að rikis-
stjórnín hefði orðið á eftir al-
menningi í stefnumörkun
sinni á þessu sviði.
— Þetta er að mínu viti hár-
rétt. Gamli krossfara-andi and-
kommúnista krafðist þess, að
allt, sem frá Kínverjum kom,
væri fyrirfram dæmt óalandi
og óferjandi, en hann var fyrir
alllöngu liðinn undir lok.
Stefnuhvörfunum var ekki and
mælt að ráði í heyranda hljóði
vegna þess, að þau fóru fram
undir forustu staðfasts og við-
urkennds andkommúnista eins
og Nixons. Þarna var engu að
andmæla. Ég tel þetta mjög
svo jákvætt og læt mig engu
varða, þó að Nixon hafi ætlað
sér að ná endurkjöri. Ég tel
ekki á neinn hátt óeðlilegt, að
hann vilji ná kosningu að hýju.
Stefnuhvörfin voru mikill og
góður greiði og eru eitt af því,
sem halda mun uppi minn-
ingu þessarrar ríkistjórnar i
framtíðinni.
— Þér gerið þá ráð fyrir
hópi velda — Bandaríkjunum,
Rússlandi, Kína, Japan og ef
til vill endurmótaðri Evrópu
— sem vegi hvert gegn öðru og
myndi ekki bandalög. Er þetta
vænlegt eða framkvæmanlegt?
— Ég tel alveg ómögulegt að
koma á heimsst.iórn. Mig grun-
ar jafnvel, að við værum 1 and-
stöðu við og gerðum by'Mngu
gegn heimsstjórn, ef hún vœri
til. Næst heimsstjórn kemur
ákveðin forusta. Eitthvert veidi
Pramhald á bls 12.
J