Tíminn - 03.11.1971, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGra 3. nóvember 1971
ÍÞRÓTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Handbolti í kvðld
Fram~'i-KR og ÍR — Víkingur mætast í 1. deild
í kvöld fara fram tveir leik
ir í 1. deildar keppninni í hand-
knattleik karla í Laugardalshöll
inni. Fyrri leikurinn verSur á
milli ÍR og Vikings en sá síðari
milli KR og Fram. Báðir þessir
leikir ættu að geta orðið nokkuð
skemmtilegir, en okkar spá er
að ÍR sigri i sinum leik og Fram
f sinum — þó getur orðið mjótt á
mununum í fyrri leiknum.
Fram hefur ætið átt í vandræð
um með KR, sama hversu góðu
liði. Fram teflir fram, og sama
hversu góðu eða lélegu liði KR
teflir fram. Nægir í því sam-
bandi að benda á leikinn í nýaf-
stöðnu Reykjavíkurmóti, þar sem
Fram sigraði naumlega.
Fyrri leikurinn í kvöld hefst
kl. 20.15 og sá síðari strax að
honum loknum.
MERKTIR í BAK OG FYRIR
Félögin sem leika í 1. deild
inni í handknattleik karla eru
nú í óðaönn að verða sér úti
um auglýsingar á búninga og
hafa nú flest þeirra gert samn
inga eða eru í þann veginn að
gera þá.
Valsmenn eru þegar tilbúnir
með sína auglýsingu, en hún er
frá ölgerðinni Agli Skalla-
grímssyni, eins og flestir vita,
sem hafa séð liðið leika að
undanfömu.
KR-ingar eru einnig búnir
að verða sér úti um auglýsingu.
Hún er frá Skoda, og fær liðið
frá verksmiðjunni í Tékkó-
slóvakíu bæði búninga, töskur,
sokka og skó. Á vegum Skoda
I Tékkóslóvakíu eru mörg af
beztu liðum Tékka t d. í
körfuknattleik, handknattlerk
og knattspymu. En Skodaliðin
era í 1. deild í öllum. þessum
greinum. KR-ingar „vígja“ nýju
búningana í kvöld, en þá leika
þeir við Fram í 1. deildinni.
fþróttasíðan hefur fregnað
að þrjú lið í 1. deild verði
með auglýsingu frá Loftleiðum,
ÍR, Fram og Vikingur. En ekki
fékkst þetta staðfest. Þá höf
um við einnig fregnað að FH-
ingair verði með auglýsingu
frá Coca Cola og Haukamir
frá Sælgætisgerðinni Nóa.
—klp.—
■•.r..irnf|0~|||||rín rr *
Ásgeir Elíasson, knattspyrnumaður úr Fram, leikur með ÍR í hand-
knattleik, og það gerir hann í kvöld er ÍR-ingar mæta Víkingum
í Laugardalshöllinni.
,EUFA-svipan smelfur*
Yfirlýsing frá/ stjórn KSÍ
Stjóm Knattspymusambands
íslands harmar þau skrif, sem
birt hafa verið í Tímanum,
Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu
vegna samninga, sem gerðir
hafa verið við Knattspyrnusam
bönd Hollands og Belgíu um
leiki þessara þjóða gegn ísl.
landsliðinu í knattspyrnu í
Heimsmeistarakeppninni á
næstu tveimur árum, þ.e. við
Belgíu 18. og 22. maí 1972 og
við Holland 22. og 29. ágúst
1973. Af hálfu K.S.Í. vann for-
naður knattspyrnusambandsins,
Albert Guðmundsson, að samn
ingagerðinni. Eftir að hafa
kynnt sér samningana lýsir
stjórn K.S.Í. því yfir, að hvergi
hefur formaður farið út fyrir
þær takmarkanir í sambandi
við samninga þessa, er sani-
þykkiar voru af stjóm K.S.Í,
áður en hann fór til fundar um
þá í Briissel í s. 1. mánuði.
Þvert ó móti eru samningarnir
mun hagkvæmari, en gert var
ráð fyrir og því mikill ávinn
ingur fyrir K.S.Í. Ber for-
manni vissulega þakkir fyrir
þann þátt, sem hann hefur átt
í þessum samningum um leið
og stjórn knattspymusambands
ins lýsir sig samþykka þeim
í öllum atriðum.
Stjórn Knattspyrnusambands
fslands hefur á undanförnum
árum kappkostað að vinna að
því að landsleikir væru háðir “
hér á landi til að mæta hinum ■
miklá áhuga fólks fyrjr knatt- ■
.. spyrnuíþróttinni.og ,mun stjóín B
in halda áfram þessari stefnu (
þannig, að landsleikir hér á
landi verði jafnan í svipuðum B
eða sama mæli og á undan- ■
fömum áram. ■
Þótt samningar hafi verið B
gerðir í þessu sérstaka tilfelli
um að leika erlendis við þess *
ar tvær þjóðir, er það trú okk- ■
ar, að við höfum með því unn- ■
ið að eflingu og uppbyggingu B
knattspyrnuíþróttarinnár á ís B
landi á næstu árum.
■
Stjórn K.S.f. ■
Hnefahögg í andlit almennings ;
Yfirlýsing sú, sem stjórn
Knattspyrnusambands íslands
hefur látið frá sér fara vegna
samninga um iandsleiki ís-
lands á erlendri grund, er nán
ast hnefahögg í andlit almenn
ings, fólksins, sem sýnt hcfur
knattspyrnuíþróttinni stuðning
með því að sækja leiki og fylgj
ast með knattspyrnumönnum
okkar í leik og starfi á undan-
förnum árum.
Það er vissulega hryggilegt,
að þeir menn, sem valizt hafa
til starfa í stjórn Knattspyrnu
sambands fslands, skuli mis-
skilja hlutverk sitt jafn herfi-
lega og raun ber vitni. Knatt-
spyrna á íslandj verður aldrei
byggð upp með því að selja
hana úr landi á jafn ósvífinn
hátt og nú hefur verið gert.
Skiptir engu máli, þótt hundr-
uð þúsunda króna séu í boði.
Mennirnir, sem standa að slík-
um samningi, hafa misst sjónar
á þeirri staðreynd, að knatt-
spyrnan, eins og aðrar íþróttir
í landinu, er byggð upp af
fólkinu, fyrir fólkið, og stend-
ur og fellur með því.
Engin rök eru færð fyrir
því í yfirlýsingu stjórnar Knatt
spyrnusambands fslands, hvers
vegna samið er um að leika
ytra þá leiki, sem við höfum
rétt á að leika á heimavelli,
nema hvað gefið er í skyn, að
um mjög hagkvæma samninga
fjárhagslega sé að ræða. Vel
má vera, að Knattspyrnusam-
band íslands hagnist fjárhags-
lega á þessum samningum í
bili, en hafa mennirnir, sem
ráða ferðinni í stjórn Knatt-
spyrnusambands íslands, gert
sér grein fyrir afleiðingunum?
Gera þeir sér grein fyrir, að
fólkið, sem hingað til hefur
sýnt knattspyrnunni tryggð,
mun snúa við henni bakinu
og hætta að horfa á knatt-
spyrnu? Hver er ávinningur-
inn þá?
fslenzk knattspyrna stendur
á tímamótum. Hún hefur verið
í miklum öldudal á þessu ári.
Áhorfendum að landsleikjum
hefur fækkað mjög, enda hef-
ur verið boðið upp á heldur
léleg lið, þar sem áhugamenn
frá Englandi og Frakklandi
cru annars vegar. Margir fögn-
uðu því, þcgar stjórn Knatt-
spyrnusambands fslands dró
sig upp úr meðalmennskunni
og ákvað þátttöku íslands í
HM. Með því var ljóst, að fs-
land hefði möguleika á að
lcika gegn sterkum knatt-
spyrnuþjóðum, eins og koinið
hefur á daginn. En svo kemur
reiðarslagið: Ákveðið að leika
flesta, ef ekki alla landslciki
íslands í keppninni erlendis.
Margir töldu, að hér væri um
að ræða enn eitt frumhlaupifS
af hálfu formanns Knattspvrnu
sambands fslands, en nú er
upplýst, að hann hefur góða og
trausta jábræður í stjórn með
sér, menn, sem virðast ekki
vita hverjar skyldur þeirra era
gagnvart knattspyrnuíþrótt-
inni.
Þeir hafa engu gleymt og
ekkert lært. Til hamingju með
„afrekið“. — klp.
Mörg iið dæmd í fésektir
og frá keppni fyrir
ólæti á völlum þeirra
í Evrópukeppninni
í knattspyrnu
í kvöld verða leiknir síðari leik
irnir í 16 liða úrslitum í Evrópu
keppninni í knattspyrnu - þ.e.a.s.
keppni deildarmeistara, bikarmeist
ara og „UEFA-keppninni“. Má
búast við að milljónir manna fylg
ist með leikjunum, sem fram fara
í flestum löndum Evrópu.
Knattspymusamband Evrópu
(UEFA) lét svipu sína sm-ella á
nokkrum liðum, sem taka þátt
í þessum mótum, á fundi sínum
fyrir helgina. Þar var t. d. gríska
liðið Panionio gert brottrækt úr
Evrópukeppni fyrir dónalega fram
komu leikmanna liðsins í leikn
um gegn Ferencvaros frá Ung-
verjalandi, í fyrri leik liðanna í
„UEFA-keppninni“. Einstaka leik
menn fengu einnig þunga dóma
eins og t. d. fyrirliði liðsins, Hait
as, en hann fær ekki í framtíð
inni að vera fyrirliði liðs á leik-
velli.
önnur lið sem fengu dóm voru
þessi:
Marseille frá Frakklandi, fékk
þunga tésekt og fær ekki að nota
heimavöll sinn í næsta leik í
„UEFA-keppninni“ vegna þess að
áhorfendur köstuðu flöskum og
steinum inn á leikvanginn í leikn
um gegn Ajax. Annað franskt lið,
St. Etienne var dæmt í 5000 sviss
neskra fránka sekt fyrir svipuð
læti á áhorfendapöllunum í leikn
um gegn FC Köln. Real Madrid
fékk sams konar dóm fyrir ólæti
í áhorfendum í leiknum gegn
PSV Eindhoven. frska liðið Shel-
bourne fékk 3000 fr. sekt fyrir
að áhorfendur að leik liðsins við
Vasas, köstuðu drasli inn á leik
vanginn. Og einnig fékk Borassia
Mönchengladbach frá Vestur-
Þýzkalandi sekt fyrir „ölboxa-
leikinn, við Inter frá Ítalíu, og
ber að leika þann leik upp aftur.
Einn af leikmönnum Inter, Mario
Corso, var dæmdur frá keppni í
næstu Evrópuleikjum, fyrir fram-
kom'’ sína í bessum sama leik.
Spámaður okkar að þessu sinni
heitir Snorri Ásgeirsson, og er
aðstoðarmaður í Prentsmiðjunni
Eddu. Hann fylgist vel með í
íþróttunum, sér nær alla leiki í
handknattleik og knattspyrnu og
er sérlega minnisgóður á Þ'á.
Við fáuim hann oft til aðstoðar
hér á íþróttasíðunni, þegar okk
ur vantar úrslit úr einhverjum
leikjum, sem fram hafa farið,
og skiptir það engu máli hvort
léikurinn hafi farið fram í fyrra ;
eða árið þar áður — Snorri man
úrslit hans.
Spá Snorra á getraunaseðli nr.
34 er þessi:
Mkto & u&m®& 1B|
GMssa « Nott’oa Roitót H
feeaSíp *« SÍJááeisfíil 7
í Sfete *=■ Grysial SPaíaea X
y
í&eects — leicesier m
iLive'rpðal — áisesal s f
ÍS& «a Sí®& Tlíái ’
feeastle* Srafi'pioii í
löitscÉaa «■ Ssgítea
WJL&i t-íSMe %
' feí Saai Ehsíl TStá, L "1
í HuS SSeíKÍeii
Snorri Asgeirsson
Best hótað
George Best hefur síðan morð
hótunin var gerð við hami í New
castle, verið stanzlaust undi.r lög-
regluvernd. Morðhótunin við hann
hefur tvívegis verið endurtekin
síðan fyrir leikinn við Newsastle
og eru forráðamenn liðs hans,
Manchester United, og stuðnings-
menn liðsins alveg orðnir á nál
um af þeim sökum.
George, sem er frá Balfast á
Norður-írlandi, er ásamt fjöl-
skyldu sinni, sem þar býr enn,
mótmælendatrúar. Af þeim sök
um hefur Manchester Utd. ekki
enn tekið ákvörðun um hvort
hann fær að fara til Norður-ír-
lands til að leika gegn Spáni þann
10. nóv. n.k.
Frank O'Farrell, framkvæm'da-
stjóri Manchester Utd. sagði s.l.
mánudag, að Best væri mjög
áhyggjufullur vegna hótananna,
og Best segir sjálfur að hann geti
ekki hvflzt eins og þarn þurfti af
beim sökum
/