Tíminn - 03.11.1971, Qupperneq 14
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 3. nóvember 1971
GufSmundur G. Hagalín flytur
næsta fyrirlestur sinn í 1. kennslu
stofu Háskóla íslands á fimmtu-
daginn kl. 18,15» og nefnir hann
fyrirlesturinn „BlysiS sem aldrei
má slokkna“. — Að fyrsta fyrir-
lestri Hagalíns var miög góð að-
sókn, eins og frá var skýrt í
blaðinu.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Skólavörðustig 12
Sími 18783
Sex togarar
Framhald af bls. 1.
að umdirrita samning við skipa-
smíðastöð á Spáni, um smíði tog-
ara, sem þessir aðilar kaupa í
félagi.
Það vekur svo sem ekki mikla
athygli, að Austfirðingar hafi
áhuga á skuttogarakaupum, en
sem kunnugt er, þá voru Austfirð
ingar fyrstir til að eignast skuttog
ara, er Barði kom til Neskaupstað
ar og Hólmatindur til Eskifjarðar.
Báðir' xþessir togarar hafa reynzt
mjög vel, og hafa aflað betur en
nokkur þorði að vona í upphafi.
Varnarmál
Framhald af bls. 1
ar til að fara með varnarmálin
senn vantraust á sig. Lögleg rík
isstjóm hefði falið sér einum
að hafa ó hendi samninga við
NATO og Bandaríkin um þessi
mál og með þá samninga ætlaði
hann einn að fara. Ef meirihluti
Alþingis treysti honum hins veg
ar ekki til þess og sámþykkti
tillögu Sjálfstæðismanna, hlyti
hann að verða að hlíta því og
segja af sér.
Einar sagðist vel geta skilið það,
að eindregnir Nato-sinnar væru ó-
rólegir vegna þess, hvernig nú-
Sumarbústaðaland
í nágrenni Reykjavíkur til sölu.
Uppl. í síma 83427. Hagkvæmt verð.
ÍMinningarathöfn um eiginkonu mína, dóttur okkar og móður,
Jensínu Fanneyju Karlsdóttur,
sem lézt í Svíþjóð 23. október s.l., fer fram í Dómkirkjunn! i
Reykjavik föstudaginn 5. nóvember kl. 14.
Hilmar Sigurðsson, Karl Kr, Júlíusson
Hulda Pálsdóttir, Ragnheiður Gissurardóttlr,
Karl Ó. Jónsson, Hulda Gissurardóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vln-
áttu við anjilát og jarðarför
Haralds Guðmundssonur,
f. v. sendiherra.
Margrét Brandsdóttir og börn.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmm
Hjartktabr eiginmaður minn og fósturfaðir okkar,
Guðmundur Jón Guðmundsson
frá Hesteyri, Þrastarg-ötu 7b,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 5. nóvember
kl. 3 e.h.
Soffía G. Vagnsdóttir og fósturbörn,
''‘‘‘tí'isfiffliŒíiaiiwiwmBnammmmmmKmmmmmmmmmmmmmmKmw
Jarðarför
Árna Tómassonar,
Bræðratungu,
verður gerð frá Stokkseyrarkirkju, fimmtudaginn 4. nóv. kl. 2.
Magnea Einarsdóttir,
Bróðir okkar,
Ari Jónsson
frá Stöpum,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 3. nóvember
kl. 10,30 f.h.
Júlíus Jónsson,
Slgríður J. Thorlacíus.
Innilegar þakkir til allra er auðsýndu okkur samúð við andlát og
útför sonar míns og fóstursonar,
Odds Freys Ásbergs Níelssonar,
Ólafía Sigurðardóttlr,
Ólafur bórðarson, Hlíðarenda, Ölfusl.
verandi ríkisstjórn væri saman-
sett og að yfirlýst væri að ágrein
ingur væri milli stjórnarflokkanna
um afstöðuna til Nato. Hitt sagð
ist ráðherrann eiga eifiðara með
að skilja, hvers vegna menn
gerðu sumir þennan ógnarmun á
því, hvort hann talaði við tvo
menn í stað fjögurra fulltrúa sam
starfsflokkanna í ríkisstjón um
þessi mál. Þá sagði ráðherrann
að menn gætu alveg treyst þvi,
að ísland yrði áfram í Nato með
an Framsóknarmenn færu með
þessi mál.
Menningarsáttmáli
Framhald af bls. 1.
merkur, Finnlands, íslands, Nor
egs og Svíþjóðar um samslarf á
sviði menningarmála, yrði sam-
þykkt. Sameinað þing samþykkti
tillöguna einróma og afgreiddi
þar með til ríkisstjórnarinnar sem
ályklun Alþingis.
' Menningarsáltmálinn er m.a.
um að samræma stefnu landanna
í kennslu- og rannsóknarmálum
og um að koma upp, cftir því sem
um semst, sameiginlegum stofnun
um í þessum greinum. Eru þá
einkum hafðar í huga stofnanir
til þess að leysa sérstök verkefni,
sem erfitt er fyrir þjúðirnar að
leysa hverja út af fyrir sig, í þess
um tveimur málaflokkum væntan-
lega, kennslu- og rannsóknarmál-
um. Tækju slíkar stofnanir ekki
sízt til erfiðra og kostnaðarsamra
rannsókna og sérnáms af svipuðu
tagi. Þá er einnig gert ráð fyrir,
samkvæmt tillögunni, eflingu sam
starfs í almennum menningarefn-
um.
Eysteinn Jónsson sagði, að í sín
um augum væri það merkasta ný
mælið við þennan sáttmála, að nú
væri ætlunin að efla stórlega sam
eiginlegt framkvæmdaafl í menn-
ingarsamstarfi Norðurlanda. Þá
ætti að koma upp sameiginlegum
menningarfjárlögum fyrir Norð-
urlönd og í þau ætti að raða sam-
eiginlegum verkefnum og ákveða
fjárframlag til þeirra. Þessi
fjárlög yrðu getfð af
ráðherranefnd Norðui’landanna
með aðstoð nýrrar sameiginlegrar
skrifstofu menningarmála, sem
koma ætti upp samkvæmt sátt-
málanum og í samráði við Norður
landaráð og þá einkum meiftiing-
armálanefnd Norðurlandaráðs fyr-
ir þess hönd. Fjárveiting frá ein-
stökum ríkjum til hinna sameigin-
legu menningarfjárlaga ætti að
ákvarðast með samkomulagi í ráð
herranefndinni eða samningum í
nefndinni. Fjárhagsskuldbindingar
yrðu því ákvarðaðar jafnóðum með
samningum og kæmi að sjálfsögðu
til kasta þjóðþinganna hvers um
sig, þegar ráðherrar þeir, sem
sæju um Norðurlandasamstarfið,
væru tilbúnir að gera tillögu af
sinni hálfu og hpfðu ráðgazt við
Norðurlandaráð, éinkum menning
armálanefnd þess.
Gudjón Styiikíbsson
hmstaréttarlögmaduk
AUSTUASTAMTI í SlMI M3J4
Dieselvélar
Fyrirliggjandi nokkrar not-
aðar en góðar dieselvélar,
t.d. Leyland 400, Leyland
375, Perkins P4/203, BMC
3,4 ltr., BMC 2,2 ltr. (Aust-
in Gibsy), BMC 1,5 ltr.,
Mercedes Benz. — Sími
25652 og 17642.
— Ég geri mér miklar vonir
um, að þessir starfshættir allir
eigi eftir að verða að góðu liði
og efla mjög skynsamlegt sam-
starf Norðurlanda í menningarmál
um í víðtækustu merkingu þess
orðs, sagði Eysteinn Jónsson. •—
Ég tel þýðingarmikið fyrir íslend-
inga að þetta samstarf eflist, t.d.
að það geti verið til mikilla hags
bóta fyrir okkur, að ýmsar sam-
eiginlegar rannsóknar- og kennslu
stofnanir komist á fót. Það er afar
þýðingarmikið, að við gerum okk-
ur glögga grein fyrir því, að
hverju við viljum stefna í þessu
efni, hvaða verkefni við viljum,
að verði leyst sameiginlega á
vegum Norðurlandanna. Ég vil
beina því til menntamálaráðhcrra
og ríkisstjórnarinnar, að hafa for
göngu í Því, að það mál verði allt
rækilega skoðað, hvaða starfræksla
það er í þessum greinum, sem við
viljum, að verði komið á á vegum
Norðurlandanna, því að það er á-
reiðanl.., að ef við höfum fastan
vilja í því, þá getum við haft
áhrif í því efni, og þetta verði
gert nú við þau tímamót, sem
óneitanlega verða í menningar-
samstarfi Norðurlanda með þess-
um sáttmála, sagði Eysteinn Jóns
son að lolcum.
Menntamálaráðherra, Magnús
Toríi Ólafsson, tók undir þessi
orð Eystpins og var tillagan síðan
afgreidd til ríkisstjórnarinnar sem
ályktun Alþingis.
Flugfélögin
Framhald af bls. 1.
hefði málum verulega þokað áleið
is. Ekkert hefði komið fram á
fundinum í iær, sem valdið hefði
vonbrigðum, og allt hefði það ver
ið jákvætt. Sagði Halldór, að
það hefði glatt þá ráðrerrana
mjög, hve viðhorf aðila hefðu
verið jákvæð óg teldu þeir sig
hafa ástæðu til að vera bjart-
sýna um að sameining gæti tek
izt og óhætt að binda við það
góðar vonir. Við erum þeirrar
skoðunar,- að það væri mikið gæfu
spor fyrir flugfélögin og íslenzku
þjóðina einnig, ef þessi sameining
gæti átt sér stað, því að það er ótví
rætt til mikils þjóðarhags og ger
ir félögunum kleift að búa sig
betur í stakk til þeirrar sam-
keppni sem óhjákvæmilega mun
fara harðnandi við erlend flug-
félög. Það hefur komið fram á
fundunum, að vilji er til að hraða
sameiningu sem mest, ef’af henni
getur á annað borð orðið.
Þingfundir
Framhald af bls. 16.
um tillöguna og tóku til máls um
hana Jóhann Ilafstein (S), er
mælti fyrir tillögunni, Magnús
Kjartansson, iðnaðarráðherra g
Geir Hallgrímsson (S).
Tíminn mun á morgun gera nán
ari grein fyrir sumum þessara um
ræðna.
Fræðsla
Framhald af bls. 2
formaður nefndarinnar, en aðrir
nefndarmenn eru Sigurvin Einars-
son fyrrv. alþingismaður, skipaður
af ráðuneytinu án tilnefnh.jar,
Helgi Scljan, alþingismaður, til-
nefndur af Alþýðubandalaginu,
Ingvar Gíslason, alþingismað r, til
nefndur af Framsóknarflokknum,
Kári Arnórsson, skólastjóri, til-
nefndur af Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna, Kristján J. Gunn
arsson, skólastjóri, tilnefndur af
Siálfstæðisfiokknum og Sigurþór
Halldórsson, skólastjóri, tilnefnd-
ur af Alþýðuflokknum.
(Menntamálaráðuneytið,
1. nóvember 1971).
WÓÐLEIKHÚSIÐ
HÖFUÐSMAÐURINN
FRÁ KÖPENICK
sýning í kvöld kl. 20.
AULT I GARÐINUM
sýning fimmtudag kl. 20.
HÖFUÐSMAÐURINN
FRÁ KÖPENICK
Sýning föstudag kl. 20
Aðgöngumiðasalan opin frá kL
13,15 tii 20. Simi 1-1200.
Hjálp í kvöld kl. 20,30. 4. sýn
ing. Rauð kort gilda.
Ivristnihald, fimmtudag.
107. sýning.
Plóguriim, föstudag. Fáar
sýningar eftir.
Hitabylgja, sunnudag. Allra
síðasta sýning.
Máfurinn, sunnudag. Fáar
sýningar eftir.
Aögöngumiðasalan í Iðnó er
opin frá kl. 14. Sími 13191,
Sprengjugabb
Framhald af bls. 2
á Akureyrarvelli töldu, að maður
inn, sem hringdi hefði verið mjög
ölvaður, alla vega var hann mjög
drafandi í málrómnum.
Ekkert hefur komið fram, sem
bendir til, hverjir hafi staðið á
bak við þetta gabb, en allt mun
verða gert til þess, að finna þá
seku. i
Á víðavangi
Fi..mhald af bls. 3.
stöðvun hafi nú verið fram-
lengd, er það fyrst og fremst til
að fá aukið svigrúm til að leita
farsælla leiða til að leysa hinn
raunverulega vanda, sem við
er að fást og ekki verður hjá
komizt að takast á við. Forsæt-
isráðherra sagðist ekki Iiafa
yfir að ráða neinu algildu þjóð
ráði til að stöðva verðbólguna.
Þar þyrftu margar samverk-
andi ráðstafanir að koma til, ef
hamla ætti gegn vexti hennar.
Stjórnarflokkarnir ætluðu sér
að reyna eftir fremsta megni
að halda verðbólgunni eins
ínikið niðri og kostur væri.
Meira lofuðu þeir ekki, enda
væri verðbólga nú alls staðar
í kringum okkur. f þjóðfélag-
inu ríkti nú þensluástand og
það væri blekking ein að segja
fólki að unnt væri að halda
verðlagi cndalaust í nákvæm-
lega sama horfi og það hefur
nú verið.
En það verður að takast á
við vandann. Verðstöðvun Ieys
ir hann ekki, heldur skýtur
honum á frest. Við erum orðn-
ir fangar í því mikla niður-
greiðslukerfi, sem verðstöðv-
uninni fylgir og í það kerfi
hljótum við að sökkva æ
dýpra og dýpra að öðru
óbreyttu, en það er misskiln-
ingur að með yfirlýsingum um
endurskoðun niðurgreiðslu-
kerfisins felist einhveriar duld
ar áætlanir um hagræðingu á
vísitöjukerfinu. En út úr
niðurgreiðslukerfinu verður
ekik komizt í einu stnkki nema
setja allt úr böndum. Út úr
því verður a'ö fikra sig í áföng-
um en markvisst. Við það ætti
ríkissttórnin með fyrirheiti um
endurskoðun niðurgrciðslukerf
isins. — TK