Tíminn - 13.11.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.11.1971, Blaðsíða 2
2 TIMINN LAUGARDAGUR 13. nóvember 1971 MH SAFNAR FYRIR PAKISTAN SJ—Reykjavík, föstudag. Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð halda hljómleika í Tónabæ á þriðjudagskvöld kl. 9. Aðgangur er öllum heimill, en einkum er búizt við að nemend- ur framhaldsskólanna sæki tón- leikana. Ágóðanum verður varið til styrktar flóttafólki frá Pakist- an. Fjölbreytt tónlist verður flutt á hljómleikunum, sígild verk, þjóðlög, djass, popp og allt þar á milli. Þeir, sem fram koma á tón- leikunum, eru kór Menntaskól- ns við Hamrahlíð, sem Þorgerð- ur Ingólfsdóttir stjórnar. Kórinn fór á söngmót í Wales í sumar við góðan orðstír. Nú hafa orðið talsverð mannaskipti í honum, þar sem einn árangur kvaddi skólann í sumar og annar kom í hans stað í haust. Einnig mun fólk úr skólanum flytja frum- samda tónlist og hljómsveitin Rifsberja leika. Nemendur skólans efna til þessa tónleikahalds m.a. til að vekja athygli á því að fleira sé til í þeirra lífi en skólinn, námið og ólæti fyrir utan skemmti- staði. (Myndin er af söngfólkinu á æfingu. — Tímamynd G.E.). FRAMKVÆMDAAÆT LUN FYRIR REYKJANESSVÆÐI EB—Reykjavík, föstudag. Lögð hefur verið fyidr»Samein- að þing, tillaga til þingsályktunar um að ríkisstjórninni verði falið að láta gera áætlun um opinberar framkvæmdir fyrir Reykjanes- svæði sunnan Hafnarfjarðar. Sam- kvæmt tillögunni á þetta verk að vera unnið í samráði við sveitar-, Skaftason (F), Oddur Ólafsson -stjórnir á svæðinu, og byggt m.a. (S), Gils Guðmundsson (AB), Jón á þeim athugunum, sem unnið hef- Ármann Héðinsson (A), Stefán ur verið að á vegum Samtaka sveit' Gunnlaugsson (A), Geir Gunnars- arfélaga í Reykjancsumdæmi um«on (AB) og Ólafur G. Einarsson framtíðaþróun þess svæðis, 'c'1 ° Flutningsmenn þessarar tillögu, Matthías Á Mathiesen (S), Jón A MALÞINGI Súpergrúppan náttúr- lega og bara Sjónvarpið sinnir áhugamálum ýmissa, og verður varla undan því kvartað að það ræki þjónustuhlut- verk sitt illa við hina ýmsu áhuga- hópa í þjóðfélaginu. Eitt er það lið sem fær stundum inni, og nýtur ef- laust mBciila vinsælda, sem sagt popp-snillingarnir okkar, hvort sem framtönnin í þeim er með skarð eða ekki. Fyrir nokkru komu þrír eða fjórir slíkir í sjónvarpið, en nú bar svo við að þeim var ætlað að tala, en ekki að þeyta gitara. Um- ræðuefnið var um hvort þessi spil- aði með hinum, og hvort hinn spilaði með þessum, og kannski var talað um hljómplötu, sem þessi var á en hinn ekki. Þannig streymdu upplýs- ingarnar út meðal þeirra tugþúsunda, sem horfa á sjónvarp á hverju kvöldi, og fullorðið fólk, jafnt og börn og unglingar hlustuðu agndofa é víðtækar yfirlýsingar um múslk- prump, sem höfðu á sér ámóta þungavigtarsvip og neyðin í Pakist- an eða friðarverðlaun handa Willy Brandt. Það leyndi sér etoki að þama vor komin hin nýja menningarvið- leitni, sem ber að styðja við bakið á af fremsta megni. Það ber ekki svo mikið á þvi í sjónvarpi, að önnur menningarverðmæti en popp- ið, skipi meira rúm. Framundan er nú mikil bókaútgáfa t.d., en enn stendur hið fræga bókabann, þótt reynt sé að hrækja í brestinn með smávægilegu innstkoti í blönduðum þætti, þar sem poppið getur komizt í öndvegi hvaða dag sem er, vilji einhver sólglerauguð súpergrúppan ljá máis á þvi að ræða um það, hvort hún hafi spilað í Njarðvík- unum eða á Hvolsvelli síðasta laug- ardag. Þannig er sjónvarpið orðið barn síns tíma. Bækur hafa verið slkrifaðar í þúsund ár á islandi, og þess vegna þarf að beita þær einu útilokunartilskipuninni, sem sjón- varpið hefur samþykkt. En til að landsmenn fái að kynnast því' að enn eru skrifaðar bækur, eru fengnir þættir af erlendum rithöfundum, sem sýna göngulag þeirra, buxnasídd, peysusnið og hvemig þeir hnerra. Það er mikil huggun að við skulum vita dæmi þess að bækur eru skrif- aðar í útlöndum. Auðvitað hlaut að koma að því, að poppið í sjónvarpinu yrði að við- ræðuþætti, þvf þar sem gítarinn þrýtur tekur við hið talaða orð. Og súpergrúppurnar búa yfir orðaforða, sem sjónvarpið telur sjálfsagt að bæti spönn við tunguna. Þegar eitthvað er sjálfsagt, þá segja popp- menn ,,náttúrlega”, og þegar einhver spælingur hleypur í þá, hrista þeir sig og segja „bara”, og, þar sem viðtöl um svo einhæft efr>! og hljóm- sveitir og plötur þarfnast ekki mikils orðaforða, verður samtalið Lítið ann- að en „náttúrlega” og „bara”. íslenzkar bótomenntir í þúsund ár jafnast náttúrlega baTa ekki á við þessi ósköp. Sva rthöfði. (S), segja m.a. í greinargerð. „Á Suðurnesjum hefur atvinma verið næg og lífskjör góð og batn- andi. Byggð þar er nú að lang- mestu leyti í þéttbýli, sem þó dreifist um mestallt svæðið. Þetta þéttbýli hefur vaxið tiltölulega ört. Vegna legu sinnar að fiskimiðum og nálægðar við höfuðborgarsvæð- ið eru skilyrði þar hin ákjósan- legustu fyrir frekari uppbyggingu fjölbreytts athafnalífs. Athuganir hafa nú þegar farið fram á stöðu sveitarfélaganna í heild með tilliti til þess, hver þróun íbúafjölda og atvinnulífs sé nú fyrirsjáanleg. Hins vegar er ljóst, að öll stefnu- mörkun um framtíðarþróunina hlýt ur að vinnast í samráði við ríkis- valdið. Má þar nefna, að þróun íbúafjölda er mjög háð flutningum fólks á milli landshluta og þar með þeirri almennu þróun atvinnulífs og framkvæmda, sem þar á sér stað. Þá er augljóst, að opinberar framkvæmdir og opinber þjón- usta á svæðinu sjálfu hafa ærin áhrif á búsetuvilja fólks, og stuðla á sinn hátt að því að móta atvinnu- lífið í hverju byggðarlagi. í því sambandi er rétt að benda á þau áhrif, sem staðsetning opimberra stofnana, sem veita sérfræðiþjón- ustu af ýmsu tagi, hlýtur að hafa. Þeir þættir, sem nauðsynlegt er að ríkisvaldið verði stefnumótandi um í samráði við sveitarfélögin, eru m.a.: samgöngumál, þ.e. vega- og hafnamál ásamt fjarskipta- þjónustu, heilbrigðisstofnanir g læknaþjónusta, skólamál og orku- veitur, þ.e. rafm^gns- og heita- veitur. Aðrar greimar framkvæmda og opinberrar þjónustu, svo sem gatna- og holræsagerð og vatns- veitur, eru með öllu í verkahring sveitarstjórnanna sjálfra. Á hinn bóginn er hér um svo mikilvægar greinar framkvæmda að ræða, að eðlilegt er, að áætlunargerð af Því tagi, sem hér um ræðir, nái einnig til þeirra, enda getur samvimna á milli sveitarfélaga um slíkar fram kvæmdir oft verið æskileg.*1 Kanaríeyjaferðir FÍ hefjast á ný 16. desember Kanaríeyjaferðir Flugfélags ís- lands hefjast á ný hinn 16. desem- ber n.k. og síðan verða ferðir til þessarra vinsælu eyja á tveggja vikna fresti fram á vor. Flugfélag- ið hefir nú tryggt gestum sínum í þessum ferðum gistirými í ný- byggðum ferðamannaíbúðum og íbúðarhúsum (raðhúsum) auk þeirra gististaða, sem vinsælastir reymdust í ferðunum s.l. vetur. Síðastliðinn vetur efndi Flug- félag Islands til níu ferða til Kan- aríeyja og voru þær mjög vel heppnaðar. Samtals tóku 750 ís- lendingar þátt í þessum ferðum, sem hófust um áramót. Nú hefir Flugfélag íslands gefið út litprent aðan bækling um Kanaríeyjaferð- imar, sem á þessum vetri verða alls tíu. Það er dvalarstöðum lýst, svo og ferðatilhögun og verði ferð- anna. Dvalarstaðir í Kanaríeyja- ferðum Flugfélagsins verða í vet- ur sem hér segir: í höfuðborginni Las Palmas, Hotel Cristina, Hotel Tigaday, E1 Muro og Pujol. Tveir síðarnefndu staðimir era ferða- mannaíbúðir, en hinir glæsileg hótel. Á suðurenda eyjarinnar Gran Canaria, á Playa del Inglés verða dvalarstaðir Aparthotel (nýtt hótel, sem liggur steinsnar frá Las Olas, þar sem margir íslending ar dvöldu s.l. vetur) og Los Porc- hes, litlir „bungalowar" nýbyggð- ir, þar sem hver íbúð er tvö her- bergi, setustofa, eldhús og bað. Allmikið’ er nú þegar bókað í Kanaríeyjaferðir Fiugfélagsins, en farmiðar eru-seldir. og allar upp- lýsingar veittar hjá ferðaskrifstof- um og hjá afgreiðslum Flugfélags TÍZKUSÝNING MÚDELSAM- TAKA Á SÖGU Módelsamtökin halda sína ár- legu tízkusýningu að Hótel Sögu, súlnasal, n.k. sunnudagskvöld 14. nóvember kl. 21.00. Mjög er vand- að til þessarar sýningar. Sérstak- ur hárgreiðslumeistari frá Salon VEH annast hárgreiðslu stúlkn- anna. Snyrtisérfræðingur snyrtir og skreytingu annast skreytinga- vöraverzlun H. Þ. í Miðbæ. Sýnd verður vetrartízkan 1971—1972 frá fjölda fyrirtækja og verzlana. Húsið opnar kl. 19.00 fyrir matar- gesti og dansað til kl. 01.00. Um þessar mundir eiga Model- samtökin 5 ára afmæli og hefur starfgsemi þéirra aukizt gífurléga frá upphafi. Meðlimir voru 10 í byrjun en hafa meira en tvöfald- azt. Verið er að senda út til viðskipta vina endumýjað myndaspjald af meðlimunum. Yfirlýsing í tilefni ályktunar stjórnar SUF, sem birtist í Tímanum s.l. sunnu- dag, tekur stjórn FUF í Hafnar- firði fram, að ekkert það hefur komið fram, sem gefur tilefni til vantrausts á Jón Skaftason, eða að honum megi ekki treysta til að halda stjórnarsamning ríkisstjórn- arinnar. Þá sér stjórnin ástæðu til að harma hina fljótfærnislegu og van- hugsuðu ályktun stjórnar SUF. Stjórn FUF í Hafnarfirði. íslands og umboðsmönnum Þess. Kynningnrbæklingurinn „Kanarí- eyjar-Sólarfrí í skammdeginu" ligg ur einnig fyrir á þessum stöðum. í sambandi við Kanaríeyjaferð- irnar veitir Flugfélagið farþegum utan Reykjavíkur helmings afslátt af flugfargjöldum til og frá Reykjavík. ÞJÚDLEG JÚLAKQRT FB—Reykjavík. föstudag. Nú fer að styttast til jóla, og flestir eru í þann veginn að byrja að hugsa um jólakortin, a.mi. handa vinum og kunningjum er- lendis. íslenzka fyrirtækið Sólar- filma hefur undanfarim ár sent á markað mörg ný jólakort fyrir hver jól. Er kortaútgáfa fyrirtæk- isins orðin mjög umfangsmikil. Sólarfilma gefur út geysilegan fjölda af kortum með litmyndum bæði frá Reykjavík, og víða utan af landi. Þá hefur fyrirtækið gert mikið að því, að fá íslenzka lista- menn til þess að skreyta kortin, og eru myndir eftir Þórdísi Tryggvadóttur, Selmu P. Jóns- dóttur, Eggert Guðmundsson og Barböru Árnason á kortunum, svo nokkuð sé nefnt. Einnig selur fyr- irtækið innflutt kort í ýmsum gerðum. Myndin sem hér er með, er af einu kortanna. Á bakhlið þess seg- ir, bæði á íslenzku og ensku, að á kortið sé ritaður gamall húsgang- ur, íslenzkur. — Það á að gefa börnum brauð, að bíta í á jólunum. Kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, — væna flís af feitum sauð, sem fjalla gekk á hólunum, — nú er hún gamla grýla dauð, gafst hún upp á ról- unum. Kortið er myndskreytt í samræmi við þennan gamla hús- gang. leiðrétting Skýrt var frá því í blaðinu fyrir ‘uttu, að n'-mendur gagnfræða- skólans í Kópavogi hefðu fært Hjálparstofnun kirkjunnar 50 þús. kr. að gjöf til Pakistansöfnunar- innar. í fréttinni var sagt að þetta væri það mesta, sem einn skóli hefði lagt til • söfnunarinnar. Þetta er ekki rétt því stuttu áður, gáfu nemendur Reykholtsskóla í Borg- arfirði 80 þús. kr. í Pakistansöfn- unina. Þ. Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.