Tíminn - 13.11.1971, Blaðsíða 16
Nýtt fiskileitartæki frá Simrad
Fíat bílar
frá Póllandi
KJ—Reykjavík, föstudag. ■
í dag var undirritað í Reykja B
vík samkomulag um viðskipti
milli íslands og 'Póllands. Með
al vöruflokka, sem Pólverjar H
lögðu sérstaka áherzlu á, er ■
sala á togurum, dráttarbraut- ■
um og bifreiðum. Bifreiðarnar B
sem hér um raeðir eru pólskir
Fiat bílar, og verður umboðs-
maður þeirra hér Þ. Jónsson ■
& Co, en umboð fyrir ítalska ■
Fíatinn er Davíð Sigurðsson. ■
Fréttatilkynning um við- H
skiptasamkomulagið frá við- _
skiptaráðuneytinu fer hér á eft
ir:
„Dagana 9.—12. nóvember ■
fóru fram viðræður í Reykja- ■
vík um viðskipti fslands og Pól B
lands. Um viðskipti landanna _
er í gildi 5 ára samningur er
gildir til ársloka 1974, en ár- H
lega fara fram viðræður um ■
framkvæmd samningsins og ■
framtiðarhorfur í viðskiptum B
landanna.
Gengið var frá samkomulagi
um niðurstöður viðræðnanna,
þar sem bent er á þau við- H
skipti, sem hvort landið um ■
sig telur hafa mesta þýðingu ■
fyrir hagstæða þróun viðskipt- D
anna. Af hálfu Pólverja var sér
stök áherzla lögð á sölu togara,
dráttarbrauta og bifreiða, en af ■
hálfu íslands á aukna sölu salt ■
síldar, og opnun pólsks mark- ■
aðar fyrir íslenzkar ' iðnaðar- B
vörur svo sem niðursuðuvörur,
ullarvörur og kísilgúr.
Áðurnefnt samkomu lag var ■
undirritað í dag af formönn- ■
um viðskiptanefndanna, E. B
Mlynarz, skrifstofustjóra í B
pólska utanríkisviðskiptaráðu-
neytinu og Þórhalli Ásgeirs-
syni, ráðuneytisstjóra. H
f íslenzku nefndinni voru ■
auk formanns, Björn Tryggva- B
son, aðstoðarbankastjóri, Val- B
geir Ársælsson. deildarstjóri,
Haukur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, Agnar Tryggva- ■
son, framkvæmdastjóri Búvöru ■
deildar S.Í.S., Björn Halldórs- H
son. framkvæmdastjóri Sölu- D
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
Gunnar Flóvenz, framkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar, ■
Císli Einarsson, framkvæmda- ■
stjori frá Verzlunarráði íslands ■
og Pétur Pétursson, fram- H
kvæmdastjóri frá Félagi ís- ■
lenzkra iðnrekenda. ■
Reykjavík, 12. nóv. 1971. B
Viðskiptaráðuneytið “
Miðstjórnarfund-;
ur SUF í dag ;
Aðalfundur miðstjórnar SUF B
hefst í Glaumbæ í dag, laugar-
dag, kl. 14.
Á dagskrá fundarins í dag er H
skýrsla stjórnarinnar og al- ■
mennar umræður auk þess sem ■
nefndir verða skipaðar. B
Fundurinn í dag stendur til
kl. 18, en kl. 18.30 hefst kvöld-
verðarboð í Glaumbæ. H
Fyrir hádegi á morgun, ■
Símnudag, verða nefndarstörf, ■
en eftir hádegi, kl. 13.30, hefst B
fundur að nýju með ávarpi
Einars Ágústssonar, utanríkis- "
ráðherra. Því næst verða um- H
ræður og afgreiðsla mála. ■
TOLVA LEIÐBEINÍR
SKIPSTJÓRANUM
VIÐKÖSTOGVEIÐAR
Á þessari mynd sézt undir bátinn og nótina i köstun, hvíti flekkurinn inni
í nótinni táknar torfuna.
Svona lítur myndin út á myndskerminum. Hringurinn táknar nótina og er
báturinn í enda hennar. í miSri nótinni sézt torfan og stefna hennar,
ÞÓ—Reykjavík, föstudag.
Allt frá því að Simrad fyrir-
tækið norska kom með sitt fyrsta
fiskileitartæki á markaðinn árið
1954 liefur það glímt við að finna
upp nýjar gerðir af fiskileitar-
tækjum. T.d. kom Simrad með
fyrsta sjálflei.tarann á markaðinn
árið 1959 og árið 1964 kom á
markaðinn leitartæki, sem bar
nafnið Sonar SB 2, en þetta leit-
artæki hefur íslenzki flotinn not-
að í ríkara mæli en nokkuð ann-
að fiskileitartæki, og rcyndar má
segja, að íslendingar eigi sinn
þátt í því, hversu vel hefur geng-
ið hjá Simrad, því þeir hafa yf-
irleitt verið fyrstir að uppgötva
möguleika hvers tækis til notk-
unar við veiðar vi® breytileg skil-
yrði.
í þrjú ár, eða síðan 1968, hefur
Simrad verið að glíma við nýja
gerð af sónar með fjölgeislakerfi
og tölvu, sem ynni úr upplýsingum
frá sónarnum og einnig siglinga-
tækjum. Nú hefur þetta verkefni
verið leyst þannig, að tækið er
orðið nothæft og kemur innan
skaimms á markað.
í dag kynnti umboðsmaður Sim-
rad á íslandi, Friðrik Jónsson,
þetta nýja tæki, fyrir blaðamönn-
um. Tæki þetta nefnist „sonar
data-bildskjerm“, sem mætti þýða
á íslenzku sónar tölvu-myndsjá.
■ ■■■■!■■■■■■■
Á að mismuna landsmönn-
um í greiðslu vegaskatts?
EB—Reykjavík, föstudag.
— Ég vil taka það fram, að strax
eftir að núverandi ríkisstjórn
komst til valda, þá var það eitt
af mínum fyrstu verkum, að ræða
við samgönguráðherra um þetta
vegagjald og reyna að beita þeim
áhrifum, sem ég hefi innan ríkis-
stjórnarinnar og í stjórnarflokk-
unum til þess að það verði fellt
niður sem fyrst, sagði Jón Skafta-
son (F) á fundi í Sameinuðu þingi
í gær, er Þar urðu talsverðar um-
ræður um vegagjaldið á Reykja-
nessbraut eins og Tíminn skýrði
frá í gær. Jón skýrði ennfremur
svo frá, að liann hefði reynt að fá
forsætisráðhcrra, utanríkisráðherra
og fjármálaráðherra til að hjálpa
sér í þessu máli og taldi sig gcta
frá þv> skýrt, að hann hefði fengið
frekar góðar undirtektir hjá þeim
í sambandi við þá málaleitan.
Jón Skaftason minnti á í ræðu
sinni, að byrjað hefði verið að
leggja Reykjanessbraut í nóvem-
ber 1960. En þá hefði staðið svo
á, að öllum hefði verið augljóst,
að til þess að íslendingar gætu
notið þess hagræðis, sem bundið
væri við flugstarfsemi á alþjóða-
flugleiðum, þá yrði að gera amnað
tveggja, að byggja nýjan flugvöll
í námunda við Reykjavík ellegar að
leggja betri veg suður til Kefla-
víkurflugvallar frá Rcykjavík. Það
síðara hefði orðið ofan á, að á-
kveðið hefði verið að endurbyggja
Reykjanessbrautina. Jón Skaftason
kvaðst fyllilega draga í efa, að ef
þessi brýna þörf fyrir góðar sam-
göngur við Keflavíkurflugvöll
hefði ekki kornið upp og orðið
öllum augljós á þessum tíma, að
Reykjanessbraular. — Ég tel, að I — Nú er talað um, að til álita
reynslan gefi mér heimild til þess komi að fella þetta vegagjald nið-
að segja þetta, sagði Jón, og hann ur í sumar, þegar svipaðir áfangar
sagði ennfremur: | Framhald á bls. 14
Togbátar yfirtaka
línumið Norð-
fjarðarbáta
ÞÓ—Reykjavík, fimmtudag.
Mikillar óánægju gætir nú
mcðal sjómanna á línubátum
í Neskaupstað. Ástæðan er sú,
að nú um mánaðarmótin var
togbátunum hleypt alveg inn
að fjögurra mílna fiskveiði-
mörkunum út af Norðfirði og á
svæðinu þar í kring. Þetta
svæði, sem togbátunum var
hleypt á, er aðalveiðisvæði
línubáta frá Neskaupstað á
haustin, en nú er svo komið, að
línubátar geta með engu móti
lagt línu sína á þessu svæði,
vegna ágengni togbáta.
Línubátar frá Neskaupstað
verða því að sækja miklu
lengra út en ella, ef þeir eiga
að fá að vera í friði með línu
sína. Talið er, að á milli 30—
40 togbátar hafi verið á þess-
um miðum undanfarið, og eru
þeir upp í 300 tonn að stærð.
Þykir sjómönnum það furðu
legt, að stórir togbátar fái að
veiða alveg uppi við landið, en
smábátar, sem róa með línu,
þurfi að sækja langt út, ef þeir
eiga að fá að vera í friði með
veiðarfæri sín.
Þessa sömu sögu er að segja
víðar að af landinu, þar sem
hólf hafa verið opnuð fyrir tog
báta, eins og t.d. á vissum stöð
um fyrir Norðurlandi.
Það er einkum koli, sem tog
bátarnir sækjast eftir, og eftir
því, sem Benedikt Guttorms-
son, fréttaritari Tímans í Nes-
kaupstað, sagði blaðinu í dag,
mun afli togbátanna hafa ver-
ið ágætur undanfarið, og koma
margir þeirra til Neskaupstað-
ar til að sækja ís, olíu og aðrar
vistir, enda hafa þeir margir
farið í söluferð beint af miðun
KEFLAVÍK
Framsóknarfélag Keflavíkur heldur aðalfund sinn sunnudag-
inn, 14. nóvember, kl. 3 síðdegis, í Aðalveri í Keflavík. Dagskrá:
Venjuleg aðalfundastörf. Félagar mætið stundvíslega.
Friðrik, sagði við kynningu á
þessu sónar tæki, að það hefði
lengi verið draumur fiskimanns-
ins, að geta séð það, sem væri
að gerast undir haffletinum, þeg-
ar veiðarfærið er að vinna. Þetta
nýja tæki uppfyllti þennan draum.
Sónartækið er fjórir meginhlutar:
1. Sónar, 2. Siglingatækjasam-
stæða, 3. Tölva, 4. Mímdskenm-
ur.
Sónarinn sýnir fiskitorfuna,
fjarlægðina til hennar og stefn-
una á hana. Það má segja, að hér
sé um nýja tegund sónars að ræða,
f jölgeislasónar. Leitarspegillinn er
settur saman af 11x11 nikkelplöt-
um, og hann sendir út 10 geisla
samtímis, gamli sónarinn SB 2
sendir aðeins út einn geisla í
einu. Hver geisli er 6x6 gráður,
og þessir 10 geislar ná því sam-
tímis yfir 60x6 gráður og geisla-
samstæðuna er hægt að senda út,
hvort heldur lóðrétt eða lárétt, þvi
leitarspeglinum er hægt að snúa
um 90 gráður og allt þar á milli.
Senditíðnin er 38 kílórið, og drag-
vídd geislanna er 500 metrar, það
er að segja á þeirri vegalengd
ná þeir smæstu torfunum.
Siglingatækjasamstæðan byggist
á einskonar fjórátta skriðmæli og
gýróáttavita. Skriðmælirinn er
bergmálsmælir og þannig gerður,
að hann sendir í fjórar áttir í
einu: beint fram, á þakborða og
stjómborða, og beint aftur. Sendi-
tíðnin er 300 kflórið. Hreyfingar
skipsins, áfram, afturábak eða til
hliðar eru mældar þannig, að sent
er að ákveðnu marki, til dæonis
hafsbotninuim, en hann er hægt
að nota, sem viðmiðun niður á
200 metra dýpi, eða miðað er við
eitthvað í sjónum svo sem átu-
bletti eða loftbólur.
Sendingar frá þessum bergmáls-
mæli umreiknast í tölvunni, og
hreyfingar skipsins koma fram í
myndfletinum á skerminum. Ná-
kvæmnin í stöðumyndinni er það
mikil, að hugsanleg skekkja eftir
5—10 mínútur er ekki nema sem
svarar skipslengdinni.
Tölvan vinnur úr upplýsingum
frá sónarnum og siglingatækja
samstæðunni. Tölvan hefur 16 orða
minnisheila. Hún getur gefið skip-
anir til baka til sónarsins. Merk-
in til og frá tölvunni eru ýmist
tölugildi eða hliðstæðugildi. Són-
ar geislarnir 10 koma inn í tölv-
una eftir fjölrás. Það er einnig
hægt að lesa tölvunni fyrir ákveð-
ið verkefni, og til þess fylgir hrað-
lesari fyrir gatastrimil.
Myndskermirinn er katóðugeisla
rör og rafmagnsgeislinn færist frá
einum punkti til annars á skerm-
inum. Milli tölvunnar og skerm-
isins liggur upplýsingarás, sem
flytur punkta og línur, sem tölv-
an geymir í minnisheila sínum, á
skerminn.
Upplýsingar eru sendar til mynd
skermisins 30 sinnum á sekúndu
og með þessari tíðni kemur fram
skýr og samfeld mynd á skerm-
inum.
Friðrik sagði, að torfa kæmi
fram sem safn af deplum eða
punktum, og myndin sýnir einnig
útlínur fiskitorfunnar og þykkasta
hluta torfunnar. Kemur sá hluti
fram sem ’.ítill hringur í punkta-
safninu.
Á þessu sónartæki eru þrjú
notkunarstig. Þá sér tölvan um
að geislar sónarsins hvíli stöðugt
á markinu og fylgi því eftir sjálf-
Framhald á bls. 14