Tíminn - 21.11.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.11.1971, Blaðsíða 3
KIRKJUNNAR J?IJN!VUI)A€UR 21. nóvember 1971 TIMINN SAMVIIVNUTRYGGINGAR UMBOÐ UM LAND ALLT ARMOLA 3 ■ SlMl HEYBRUNAR ERU ALLTÍÐIR OG ÞYKIR OKKUR ÞVl ASTÆ.ÐA TIL AÐ VEKJA ATHYGLI Á MJÖG HAGKVÆMUM HEY- TRYGGINGUM, SEM VIÐ HÖFUM OTBÚIÐ. TRYGGINGAR ÞESSAR NÁ M. A. TIL SJÁLFÍKVEIKJU. HAFIÐ SAMBAND VIÐ NÆSTA KAUPFÉLAG EÐA UMBOÐSMANN OG GANGIÐ FRA FULLNÆGJANDI BRUNATRYGGINGU A HEYBIRGÐUM YÐAR. — PÓSTSENDUM — AÐEINS VANDAÐIR OFNAR %OFNASMIÐJAN EINHOLTI 10 — SlMI 21220 TJUFFENGIRiEFTIRRÉTTIRj ^Romm- búðingur cTWöndlu- búðingur Gluggirm þinn Sumar húsfreyjur hafa lag á því, að láta glugga húss síns brosa til vegfarandans, bæði dag og nótt í skammdeginu. Þar eru listræn, litfögur glugga tjöld. Þar eru blóm í öllu sínu margbreytilega skrúði. Þar eru lampar á kvöldin, sem fara svo vel, skína svo fagurlega og minna á kvöld- eða morgun- roða, minna á jólin, þótt enn sé aðeins haust, ljós í myrkrinu. Fátt skreytir borgina frem- ur slíkum gluggum, sem ættu svo sannarlega skilið að nafni hið foma faguryrði „ljóri“, það er Ijósopið, Ijósaugað. En það er fleira en hús, sem hefur ljóra, hafa lampa, sem skína, ef þeir eru tendraðir. Um þá lampa var sagt, ef gleymist að kveikja: „Ef ljósið í þér er myrkur, hve mikið verður þá myrkrið?" Ljós augna þinna og bros er lampi þinnar sálar og augun eða brosið Ijóri þinn. Hvernig gætum \úð þessa glugga, sem gefur andlitinu mesta fegurð og umhverfinu birtu eða skugga? Tendrum við þar ljós gleði og þakklætis? Sá eða sú, sem gengur um með grettur, súr á svip, óá- nægður, nöldrandi og leiður, hefur áreiðanlega gleymt að bveikja í glugganum sinum. Þar eru engin blóm, sem brosa, engin Ijós, sem skína út á veginn og prýða borgina. Slíkt fólk er naumast sómi sinn ar stéttar og varpar ekki heiðri, þafð er birtu, yfir veg sinn né brautir annarra. Það eru til Ijóssálir og skuggasálir. í nærveru ljóssál- ar líður öllum vel. Meira að segja þjáðir og sjúkir, sorg- mæddir og uppgefnir finna þar eitthvað af þeirri hvild, þeim friði, sem felst í orðum Meist- arans, sem sagði: Komið til mín. En allt, sem hann sagði og allt, sem við vitum með vissu um hann, sýnir einmitt feg- ursta gluggann, bjartasta ljór- ann sem mannkyn hefur notið á vegferð sinni, þótt margir aðrir eigi bjarta braut. Enda hefur hann eignazt nafnið: Ljós heimsins. En ekki ætti þá heldur að gleymast, að hann segir við sína lærisveina: „Þér eruð ljós heimsins", Og sú rödd hljómar enn í dag. Og getur annað hlut- verk æðra í þessari veröld? Varla. Þess vegna megum við aldrei verða myrkursálir, jafnvel þótt allt væri gjört af einhverri myrkursál til að slökkva ljósin í glugganum mínum eða þín- um. Þeir menn, sem hafa átt björtustu gluggana á þessari öld, hafa raunar verið myrtir flestir og þannig reynt að slökkva þeirra ljós og loka þeirra gluggum. En sem betur fer. hefur engill dauðans tendrað þeim enn þá skærara ljós um leið og síðasta andvarpið dó af föl- um vÖrum. Þannig var það, með ljós heimsins á krossin- um forðum, og þannig virðist Guðs hönd hafa tilskikkað um hinztu örlög sannra ljóssála. Dauðinn slekkur ekki í þeirra glugga. En vel skyldi munað fylgj- endum Krists, að dapurt andlit er skuggi vegarins. Skuggar frá myrkursálum mannlífsins skapa dimmuna yfir brautum mannkyns. Þar eru einnig dæm in frá þessari öld okkar, öld skelfinga og styrjalda, degin- um ljósari. Og ekki þarf að benda á þá, sem hæst hafa hóað og mest höfðu völd til að slökkva ljósin í borgum og gluggum mann- kyns. Við þekkjum því miður flest einhverjar vesælar myrk- ursálif, sálir, sem í öfund eða illgirni keppast við að slökkva eða breiða fyrir ljósin í gleði- gluggum eða heiðursljósum annarra, hvort sem það eru frægir stjórnmálamenn eða fá- vísir aumingjar. En ekki skal um það sakast. Ljós heimsins sagði um þetta ógæfusama fólk: „Faðir, fyrir- gef þeim, því að þ/ir vita ekki hvað þeir gjöra“. Og hann reyndi og reynir bæði lífs og annars heims að tendra ljós í gluggum þessa ógæfufólks á vegi myrkurs og grimmdar. En um það er fræg- ust sagan um ljósið í auðn- inni við Damaskus forðum, þar sem ljósið var tendrað í myrk- ursál Páls, og varð af eitt skærasta ljós í glugga mann- lífsins, svo bjart hið innra að augu mannsins sjálfs blinduð- ust í bili fyrir ljóma hins ósýni lega heims. Ljósið frá orðum og augum Páls postula sannar, að birtan úr glugganum getur orðið mörgum vegfaranda leiðarljós um leið og það gerir borgina alla betri og fegri. Ljós kristn- innar í glugga mannkyns gæti verið bjart og skært. Það er stórt orð að vera kristin manneskja. Og í auð- mýkt verðum við að játa að flest eigum við ósköp lítil ljós. En eitt lítið ljós, sem logar skært, getur kveikt af sér þús- undir annarra ljósa. Og svo megum við heldur ekki gleyma stóra Ijósinu í glugga heimsins, Kristi sjálf- um, ljósinu á vegi veraldar. Þótt okkar ljós væru eins og núllin í stóru tölunum, sem tölvur nútímans skila á renn ingum sínum í hendur af- greiðslustúlkunnar. Þá gætu þau fengið sitt gildi frá ein- um. Hvert um sig eru þau ekki neitt, en komi einn fyrir fram- an þau, þá geta þau orðið Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.