Tíminn - 21.11.1971, Síða 9

Tíminn - 21.11.1971, Síða 9
SUNNIÍDAGUR 21. nóvember 1971 ____________TIMINN_______________________________________________________________9 — — Otgefandl: FRAMSðKNARFLOKKURiNN rramkvæmdastjóri: Kxlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Jón Helgason. tndriOi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjórt: Stelngrtmur Gíslason Rit etjómarskröstofur I Edduhúslnn. simai 18300 — 18306 Skrii- stotur Bankasfræti 7 — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasiml: 19523. AOrai skrifstofur siml 18300 Áskriftargjald kr 195.00 á mánuði tnnanlands. 1 lausasðlu kr 12,00 eint - Prentsm Edda hf Ný efnahagsstefna Á annan áratug hefur stefna handahófsins verið ráð- andi í íslenzku atvinnu- og efnahagslífi. Þrátt fyrir upp- grip og hagstætt útflutningsverðlag má kalla síðasta ára- tug tímabil hinna glötuðu tækifæra. Hinn mikli fengur, sem þjóðin dró sér, nýttist ekki, svo sem eðlilegt hefði verið, til traustrar uppbyggingar fyrir framtíðina og framleiðni varð mjög lítil 1 íslenzkum atvinnurekstri á þessii timabili, þegar undan eru skilin uppgrip á sjávar. afla. í umræðum, sem urðu á Alþingi, er Framsóknarmenn fluttu frumvarp sitt um Atvinnumálastofnun, játaði þá- verandi fjármálaráðherra það, að lífvænleg og þjóðhags- lega mikilvæg fyrirtæki hefðu farið á höfuðið vegna skipulagsleysis, handahófs og skilningsleysis í bankakerf- inu. Þau hefðu ekki fengið eðlilega rekstrarfjárfyrir- greiðslu, þegar þeim hafði verið komið upp. Núverandi ríkisstjóm hefur boðað nýja efnahags- stefnu og að skipulagshyggja og safnstarf við samtök atvinnulífsins muni taka við af handahófinu. Það, sem mikilvægast er þjóðinni í heild og hverri atvinnugrein, það, sem mun skila mestum arði fyrir þjóðarheildina og það, sem býr í haginn fyrir framtíðina og bætir félags- lega stöðu fólksins í landinu, á í framtíðinni að sitja f fyrirrúmi. Það er aukin framleiðni í atvinnurekstrinum, sem er alger forsenda bættra kjara launþega, og þess vegna mun þessi stjóm beita sér fyrir því að fylgt verði öflugri framleiðnistefnu í öllum atvinnurekstri. RMsstjómin hefur nú stigið fyrsta skrefið í átt til þessarar stefnubreytingar í efnahagsmálum með flutn- ingi frumvarpsins um Framkvæmdastofnun ríkisins. Sú stofnun á að verða tæki ríkisstjórnarinnar til að tryggja þessa mikilvægu stefnubreytingu. En þessi stofnun á síður en svo að drepa framtak einstaklinga og félaga í dróma, eins og Mbl. vill nú halda fram, og þessi stofnun mun ekki beita neinum hafta- eða skömmtunaraðferðum. Hún mun þvert á móti hvetja einstaklinga og félög í at. vinnurekstri til að takast á við mikilvægustu verkefnin og aðstoða þau til að feta þær brautir, sem leiða munu til mestrar framleiðniaukningar. Þessi stofnun mun í því skyni einmitt hafa náið samstarf við aðila atvinnulífsins um það, hvað sé unnt að gera til að búa í haginn fyrir hverja atvinnugrein. Ennfremur á þessi stofnun að stuðla að þróun byggða og atvinnulífs í hverjum landshluta í samvinnu við lands- hlutasamtök. Það er höfuðatriði, að þessi stofnun á að framfylgja byggðastefnu' og í frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar er framkvæmd hennar tryggð með sérstökum tengsl- um við landshlutasamtök sveitarfélaganna, en einnig mun verða tekið upp samstarf við landshlutasamtök aðila atvinnulífsins. Þessi nýja efnahagsstefna er því grundvölluð á skipu- lagshyggju og samstarfi við aðila atvinnulífsins og mark- miðið er traustara atvinnulíf, aukin framleiðni, og upp- bygging byggðanna landið um kring. í málefnasamningi stjórnarflokkanna er því ennfremur lýst yfir, að ríkis- stjórnin muni vinna að því að auka sjálfsforræði byggðar- laga, og mun sú stefna verða aðlöguð starfsemi Fram. kvæmdastofnunar ríkisins og stefnt að því að ríkisstofn- unum verði valinn staður úti um land meir en gert hefur verið. Þannig mun skipulagshyggja og byggðastefna taka við af því handahófi, sem ríkt hefur í íslenzkum efna- hags- og atvinnumálum. — TK ERLENT YFIRLIT i ;as*!«s.K Sadat hefur unnið sér mikið traust á skömmum tíma ) Áhættusamt fyrir ísraelsmenn að hafna samningum við hann AF ÞEIM stjómmálamönn- um, sem hafa komið við sögu á þessu ári hafa fáir vakið á sér meiri athygli eða getið sér betra orð en Sadat Egypta- landsforseti. Þegar hann kom til valda eftir fráfall Nassers á síðastliðnu ári, mátti hann heita tiltölulega óþekktur og mjög var dregið í efa, að hann myndi rísa undir þeim vanda, sym var lagður á herðar hans. Ýmsir spáðu því, að hann yrði aðeins leikbrúða í hönd- um annarra harðskeyttari og gáfaðri manna og ekki myndi líða langur tími þangað til hon um yrði skákað til hliðar. Aðr- ir töldu hann ógætinn og of- stækisfullan og myndi það verða honum til falls. í því sambandi var m.a. vitnað til •þess, að þegar hann og Nasser voru að skipuleggja bylting- una á sínum tíma, var það Sad- at, sem virtist óþolinmóðara og ógætnari. / Á HINUM stutta valdaferli hefur Sadat tekizt að afsanna flestar þær spár, sem voru al- gengastar við valdatöku hans. Hann hefur ýtt til hliðar nær öllum þeim mönnum, sem þóttu líklegastir til nð stjórna honum og steypa honum af stóli, þegar tími þeirra sjálfra væri kominn. Það reyndist rétt, að þeir myndu reyna að gera hann valdalítinn og hrekja hann frá völdum, en honum bárust fréttir af sam- særi þeirra í tæka tíð og skarst í leikinn með miklum skörungs skap. Það þykir sýna, að hann bresti hvorki áræði né skjót- ræði, þegar það á við. Flestir höfuðkeppinautar hans sitja nú bak við loku og slá. Sadat virðist nú hafa engu ótraust- ari aðstöðu inn á við en Nasser hafði á sínum tíma. Meðal almennings virðist hann njóta mikillar hylli, en reynsl- an hefur hins vegar sýnt, að slík hylli getur reynzt fallvölt í lömdum Araba. ÚT Á VIÐ hefur Sadat unn- ið sér meira álit en hægt var að búazt við, að honum myndi takast að afla sér á jafn skömmum tíma. Hann hefur sýnt f verki, að hann vill reyna til þrautar, hvort hægt er er að ná friðsamlegri lausn í deil- unni við ísraelsmenn. Þess vegna hefur hann framlengt vopnhléð í ótiltekinn tíma. Hann hefur hius vegar sagt, að takist ekki að þoka málum neitt í samkomulagsátt á þessu ári, geti næsta ár orðið uggvæn legt. Afstaða hans til sáttatil- raunanna um opnum Suez- skurðar hefur orðið miklu já- kvæðari en afstaða fsraels- stjórnar. Vafalítið væri Jarr- ing, sáttamaður Sameinuðu þjóðanna búinn að ná samkomu lagi um opnun Suezskurðarins, ef ísraelsstjórn hefði tekið til- lögum hans eins vel og Sadat hefur gert. SADAT Sennilega má telja samkomu lagi um opnun Suezskurðarins, riki Egyptalands, Libyu, Sýr- lands og Sudan mesti árangur- inn af starfi Sadats á sviði ut- anríkismála. Komist þessi rík- ismyndun til fulls í fram kvæmd, verður staða Araba miklu sterkari eftir en áður. ísraelsmönnum er það vafalít- ið ljóst, að staða þeirra verð- ur mun veikari, ef þessi ríkis- hugmynd kemst í framkvæmd. ÞÓTT staða Sadats virðist af ýmsum ástæðum vera traust, eins og sakir standa, er ekki víst, að svo verði til lengdar. Almenningur biður óþreyju- fullur eftir því, að einhver ár- angur náist í deilunni við fs- raelsmenn. Það er næsta skilj- anlegt. Þess vegna getur staða Sadats fljótlega veikzt, ef hon- um tekst ekki að sýna neinn árangur af þeirri sáttastefnu, sem hann hefur fylgt síðan hann kom til valda. Hann get ur þá þurft að velja milli þess að missa tiltrú heima fyrir og vera sviptur völdum eða þess að hefjast handa um nýjar hernaðaraðgerðir gegn ísrael. ísraelsmenn telja að þeim stafi ekki mikil hætta af hem- aðaraðgerðum af hálfu Egypta að sinni, a.m.k. treysta þeir á, að þeir geti sigrað í nýju itríði. Hins vegar játa þeir, að hem- aðarstyrkur Araba fari vax- andi og óvíst geti orðið um úr- slit í styrjöld eftir nokkur miss eri, ef sama þróun helzt og nú er. Því gæti það orðið ísraels- mönnum hættulegt síðarmeir, ef Sadat yrði steypt bráðlega úr stóli vegna þess, að hann næði litlum árangri, og við völdum tæki herskárri og ósátt fúsari leiðtogar en hann. Þess vegna er það álit margra kunn- ugra, að ísraelsmenn hafi tæki- færi til að semja meðan maður eins og Sadat fer með völdin, en óvíst sé, að það tækifæri gefist síðar, ef Sadat missir völdin. Af hálfu Araba er því nú haldið fram í vaxandi mæli, að ósáttfýsi ísraelsmanna stafi af því, að þeir treysti á aðstoð Bandaríkianna. Þess vegna þurfi Bandaríkjastjóm að leggja fastar að þeim. Vafa- Framhald á bls. 14 ______________ ±------------*

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.