Tíminn - 21.11.1971, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 21. nóvember 1971
TÍMINN
n
skal hér reynt að koma á það
einhverju tölulegu mati.
Við athugun á gróðurfars-
breytingu á mýri, sem gerð var
á Hjarðarfelli í Miklaholts-
hreppi, kom fram, að uppskera
á hektara hafði aukizt við upp-
þurrkunina úr 9.4 heyhestum í
29.5 heyhesta eða árlega um
20 heyhesta af hektara sex
árum eftir þurrkun. Sé gert
ráð fyrir, að svipuð uppskeru-
aukning hafi orðið á þeim 60
til 70 þúsund hekturum. sem
fraimræstir hafa verið um allt
land, er um að ræða afrakst-
ursaukningu fyrir úthaga, sem
nemur 1.2—1.4 milljónum hey-
hesta. Á þessu landi hefur orð-
ið sú gróðurfarsbreyting til
batnaðar, að meira er orðið
um grastegundir, sem nýtast
betur en hálfgrös mýrarinnar.
— í tilrauninni á Hjarðarfelli
var breytingin frá 5% hlut-
deild grasa í gróðrinum í 30%
hlutdeild grasa eftir 6 ára
þurrkun. Sé þrátt fyrir gróður-
farsbreytinguna aðeins reikn
að með 40% nýtingu gróðurs-
ins, hefur þurrkunin aukið nýt
anlega fóðurframleiðslu mýr-
anna um ca. 500 þúsund hey-
hesta. — Mætti nú geta sér
þess til að nokkur fóðuraukn-
ing hafi orðið vegna uppþurrk
unar af skurðum vegagerðar-
innar, vegna áveitu og annarr-
ar engjaræktunar svo og sand-
græðsiu. Er erfitt að meta hver
fóðuraukning hefur orðið af
þessari ræktun, en hér skal
áætlað, að hún nemi árlega 200
þúsund hestum. Séu þessar töl
ur nú lagðar við þá grundvall-
artölu fóðurs, sem talin var
falla til árlega af óræktuðu
gróðurlendi, er sum 2.9 millj-
ónir nýtilegs gróðurs að ræða
(2.2+0.7=2.9) eða fóður fyrir
fjárstofninn í fimm og hálfan
mánuð. Vantar þá um 0.5 millj
ónir heyhesta upp á beitarfóðr
ið, og svarar það til þess, að
allur fjárstofninfl1 gángi um
hálfsmánaðartíma að hausti og
hálfan mánuð að vori á rækt-
uðu landi eða alls einn mánuð
(0.65 X 800.000 = 520 þúsund
heyhestar).
Útreikningar þessir, sem að
sumu leyti eru byggðir á lík-
um einum, sýna þá hvernig
landið getur borið 800 þúsund
fjár. En vitanlega verður enn
að slá ótal varnagla fyrir því,
að ályktanir þessar haldi. Enda
þótt ýriisu kunni að skakka, er
augljóst, að meira en helming-
ur fóðurs fyrir fjárstofninn er
raunverulega fenginn af rækt-
uðu landi og afréttarbeitin er
að verða æ minni liður í fóð-
urframleiðslunni.
Ræktunarviðhorfið
Séu þessir útreikningar eitt-
hvað nærri réttu lagi, sem hér
að framan hefur verið vikið að,
er augljóst, að ekki er unnt
að fæða þjóðina nema að litlu
leyti með afurðum fengnum af
óræktuðu landi. Því er nauð-
synlegt að gera aukið átak í
ræktunarmálum sem viðbrögð
við þeim beitarskorti, sem virð
ist æ yfirvofandi aukinni tölu
búsmala. Nauðsynlegt er að
auka framleiðslu fóðurs fyrir
aukinni bústofn fyrir kjötþarf-
ir hinnar vaxandi þjóðar.
Stærð lands er nú um 90.
OOOhektarar. Með því hefur
heildartöðufengur aukizt frá
aldamótum úr 500.000 hest-
um í 3.5 milljónir hesta,
en útheysmagnið er nú
aðeins 2 til 300.000 hestar. Alls
er árleg heyframleiðsla því um
3.8 milljónir heyhesta. Til þess
að færa líkur að, hvé sameigin
leg beitar- og heyuppskera,
sem kemur árlega að notum
við fæðuframleiðslu landsins,
sé mikil, skal hér enn reiknað
með 7 heyhestum á kind fyrir
800.000 fjár eða 5.600.000 hey-
hestum að viðbættum um 45
heyhestum á kú fyrir 50 þús.
kýr, eða 2.250.000 heyhest-
um, sem alls eru árlega
7.850.000 heyhestar.
Standa þá 42 heyhestar að
baki einstaklingum. í þessum
útreikningum var reiknað með
175 þús. íbúum. Að svo
stöddu bætast árlega við 4000
(6000 á síðasta ári) hektarar
nýræktar. Er eðlilegt, að gerð-
ar séu áætlanir um, hver rækt-
un þurii að vera á komandi
árum. Sé lagt til grundvallar, að
bak við hvem íbúa þurfi á
næstu árum einnig að standa
42 heyhestar, og sé reiknað
með því, að hin óræktaða út-
jörð sé fullnýtt, þarf árlegt
fóðurmagn að hafa aukizt um
8 milljónir heyhesta árið 2000,
er þjóðin verður orðin 376.000
íbúar og þyrfti þá að vera orð-
in um 16 milljónir heyhesta.
Mestan hluta þessa fóðurs þari
þá að afla á ræktuðu landi.
Svarar þetta til að rækta þurii
rúma 5000 hektara lands á ári
næstu 34 ár. Auk þess þari að
rækta 2000 ha lands árlega til
þess að vega upp á móti þeirri
gróðureyðingu, sem verður
vegna uppblásturs, eða árlega
um 7000 ha alls. Þess vegna
þarf á komandi árum eins og
hingað til að leggja aukna
áherzlu á riýræktun. En rækt-
un er ekki einskorðuð við
aukningu flatamnáls gróður-
lendis. Unnt er að auka upp-
skeruna með ýmsu móti. í
fyrsta lagi má bæta að mun
uppskeru þess gróðurlendis,
sem völ er á að nýta til beit-
ar, með áburðargjöf á valllendi
og mólendi, og þá ekki sízt
með því að ræsa fram allar hin
ar fjölmörgu mýrar. Með fram
ræsingu einni saman má stór-
auka uppskeru mýrarinnar,
eins og fyrr er getið, þar sem
hálfgrasagróðurinn víkur fyr-
ir uppskerumeiri og næringr-
ríkari heilgrösum. Þannig má
auka fóður með því að bæta
afkastagetu hins gróna lands.
Val lands til uppgræðslu
Stefna í landgræðslumálum
hlýtur að vera tvíþætt Annars
vegar vemdun hins gróna
lands og hins vegar nýtt land-
nám. Vemdun hins gróna
lands byggist á skipulögðum
átökum og notkun nýrrar
tækni á helztu uppblásturs-
svæðunum. Við endurgræðslu
lands þari að taka tillit til þess
að velja þau svæði, sem eru
auðveldust til uppgræðslu og
liggja bezt við allri nýtingu.
Mælingar hafa sýnt, að hinir
rúmu 20.000 km2 gróins lands
liggja að mestu undir 400 m
hæð, en lítill hluti þess er
milli 400 og 700 m hæðar. Verð
ur að álykta, að mikill hluti
þess lands sé að einhverju
leyti ræktanlegur. Um auðnim
ar er hins vegar það að segja,
að af þeim 22.000 km2, sem
liggja undir 400 m, em hraun
og jöklar aðeins 2500 km2, en
19.500 km2 eru grjót og sand-
ar. Ekki mun vera langt frá
sanni. að áætla að um 10.000
km2 séu ræktanlegir af þess-
um láglendisauðnum. Þá má
spyrja, hvað sé ræktanlegt af
þeim auðnum, sem liggja milli
400 og 700 m hæðar. Til þess
að leita svara við þeirri spurn-
ingu verður helzt að byggja á
uppgræðslutilraunum þeim,
sem framkvæmdar hafa verið
á vegum Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Á undanföm
um ámm hafa 'farið fram all-
víðtækar athuganir á því,
hvaða grastegundir hentuðu
bezt til uppgræðslu á þeim
auðnum, hver sé áburðarþörf
þeirra og hvaða uppskem þær
gefí f mismunandi hæð. Þessar
tilraunir hafa sýnt að ekki er
ýkja mikill munur á uppskem
af nýgræddum mel, hvort held
ur sem hann er á láglendi eða
í 700 m hæð. Innan þeirra
hæðarmarka hefur túnvingull
getið tæpa 40 hesta af hektara.
Þegar hærra dregur í landið,
fer uppskeran hins vegar að
minnka að mun, enda nálgast
þá hin náttúrlegu gróðurmörk
fyrir graslendi. Þessar gróður-
athuganir haf» ailar verið gerð
var á sarnbærilegu landi, þ.e.
uppblásnum melum eða út-
þvegnum jökulaurum. Benda
uppgræðslutilraunimar ein-
dregið til þess, að unnt sé að
hylja þessa mela einhverjum
gróðri. Þessir melar em um
19.000 km2 að flatarmáli og
það er ekki ofætlað, að hægt
sé að nýta helming þess lands
til beitar. Þannig munu vera
til 20.000 km2 af auðnum und-
ir 700 m hæð, sem unnt væri
að klæða gróðri og auk þess
um 20.000 km2 af grónu landi,
sem unnt er að fá aukna upp-
skem af með ræktun. Laus-
lega áætlað em því tiltækir 40.
000 km2 af landi, sem em
huldir og má hylja gróðri. Er
það svipað land að flatarmáli
og hér kann að hafa verið við
landnám. Ekki er hægt að ætla
að með þvi fáist jafn gott land
eins og þeir 20.000 km2 gró-
ins lands vora, sem tapazt hafa
á síðastliðnum þúsund é áram, -
Nýgræðan verður seint eins
frjósöm, þar sem hún er byggð
á þynnri og lakari jarðvegi, og
þar að auki þarf hún mun
meira viðhald en gamalgróið
land. Ekki er endilcga nauð-
synlegt að rækta upp land á
sömu svæðum og þeim, sem
eyðzt hafa af uppblæstri. Er
td. unnt að hefja uppgræðslu
á einhverjum láglendissandin-
um í stað fjalllendisgróðurs,
sem upp er blásinn. Er ekki
fráleitt að hugsa sér að hinir
víðáttumiklu sunnlenzku jök-
uhturar verði á komandi tim-
um græddir upp og huldir gras
gróðri. Frá ræktunarsjónar-
imiði er það tiltölulega auðvelt
verk.
Hagkvæm afnot ræktaðs
lands
Hér að framan hefur verið
reynt að sýna fram á, hverjar
séu framtíðarhorfur í ræktun-
armálum, hvemig okkur fs-
lendingiun megi takast í kom-
andi framtíð að bæta og auka
við hið gróna land. Nauðsyn-
legt er að kanna hvernig er
háttað vaxtarkjörum í einstök-
um byggðarlögum, svo unnt sé
að skipuleggja ræktun og velja
þær tegundir, sem við eiga í
hverju tilfelli, hvar helzt skuli
græða sand eða planta skógi, og
hver arður framleiðslunnar á
hverjum stað.
Á það hefur verið minnzt,
að vegna allra aðstæðna sé fs-
land fyrst og fremst gott gras-
ræktarland. Það hlýtur því
lengst af að verða viðfangsefni
íslenzks landbúnaðar að breyta
þessu grasi í aðrar afurðir,
sem mönnum megi að gagni
koma. Verður því að leita
svars við þeim spurningum,
hvemig gróðurlendið verði
Framhald á bls. 14
VETRARORLO F
FJÖLBREYTT FERÐAVAL j
SÓL, SJÓR OG SNJÓR, EÐA
HEILLANDI STÓRBORGIR
Douglas konungur 8. er kominn til valda á fluglcRRnni
Tnilli íslands og Norðurlanda. SUNNA hefur tryggt 5000
farþegum á þessari leið tækifæri til að ferðast með þess-
ari nýju þotu Loftleiða, sem býður upp i öll nýtizku
þægindi, sem aðeins nútima stórþotur geta boðið farþeg-
um sinum. Okkur er ánægja að geta boðið farþegum okk-
ar að gista saU Dougiasar 8 á l&xusferð Þeirra um lofts-
ins vegu á leið þelrra tU fundar við þau ævintýri og þá
skemmtun, sem hið fjölbreytta úrval vetrarorlofsfcrða
SUNNU býður upp á.
Og siðast en ekki sízt, það er ótrúlega ódýrt að fara f
þessari konungsfylgd með Sunnu tU vetrarorlofsins.
☆
Brottför vikulega til allra staöa:
■ ■■ Kanaríeyjar, verö frá kr. 17.890,00
Mallorca, verð frá kr. 17.600,00
Costa del Sol, verð frá kr. 16.800,00
Skíðaferðir til Austurríkis, verð kr. 16.200,00
Skiðaferðir í ítölsku Alpana, verð frá kr. 16,500,00
Kaupmannahafnarferðir, verð frá kr. 14.900,00
Egyptaland, verð frá kr. 25.700,00
Ceylon, verð frá kr. 44.850,00
Túnis, verð frá kr. 23.800,00
Róm, verð frá kr. 21.000,00.
☆
FioglS með hlnnl ný|u DC8 þotu LeftlelSa tN Kaupnumn-
hafnar og þaSan áfram tll éfengastaða me8 Super Cera-
veile þotu frí Sterllng Alrways.
☆
Vegna lækkaSra hópfargielda og elnttaklegra hagstaeðw
samninga Sunnu um framhaldsflug, gefst fólki nú faeri á
ódýrarl og betri vetraroHofsferúum. Notlð þvi takifærið,
fáiS vetraráaettun Sunnu og pantið tnemma meðan úr
nógu er að vei|a.