Tíminn - 28.11.1971, Síða 5
'í
I.
IUNNUDAGUR 28. nóvember 1971
TÍMINN
5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
Svo var þa3 prólessorinn við
utan sem sagði:
— Díana, ég er óánægður
með yður, og neyðist til að
reka yður.
— Láttu eklfi svona elskan
mín. Við giítum okkur í síðusíu
viku, svaraði Díana.
Maður kom inn í skotfæra-
verzlun.
— Hvað get ég gert fyrir
yður? spurði afgreiðslumaður-
mn
— Ég er að hugsa um að
kasspa skammbyssu.
— Eruð þér að hugsa um
nokkra sérstaka? — Nú verður þú að fara að
— Já, konuna mina. taka við.
— Fyrir þremur árum fór
maðurinn minn til Brasilíu og
nú skrifar hann og biður mig
að koma til sín með börnin
okkar tvö. Og þau, sem eru
orðin fimm!
Maður nokkur var ákærður
fyijir að hafa stolið hjóli, sem
stóð upp við kirkjugarðsvegg
inn. Maðurinn þrætti fyrir, að
hafa framið - glæp, þar sem
hann hafði talið víst, að eig-
andi hjólsins væri dáinn.
— Við skulum lifa núna,
eins og þetta sé okkar síðasta
kvöld, hvíslaði hann hásum
rómi.
— Já, hvíslaði hún. — En
hvað svo, ef við lifum það af?
I
— Þjónn. Hafið þið villiönd
í dag?
— Því miður, en ég get látið
yður Hafa tamda önd, sem þér
getið æst upp.
Gömul kona fór til læknisins
vegna Nomarskots í bakinu.
Læknirinn skrifaði lyfseðil, en
óvart á hægðalyf. Skömmu síð
ar hitti hann konuna á förn
um vegi, og spurði, hvort Norn
arskotið hefði batnað.
— Ja, skotið hljóp af, en
nomin er þarna ennþá, svaraði
sú gamla.
I
DEMNI
DÆMALAUSI
Ég vil ekki, að þið lítið svo
á, sem ég sé vanþakklátur,
óþarflcga grunscmdafullur eða
illviljaður en ef ég finn aftur
frosk í skírnarfontinum þá ...
Þið kannizt án efa við þetta
brosmilda karlmannsandlit í
hópi þriggja laglegra kvenna.
Þetta er hann Tony Curtis í
stuttu leyfi heima í Bandaríkj
unum, eftir að hafa Jekið þátt
í kvikmyndagerð í Evrópu. Með
honum á myndinni eru tvær
dætur hans, Kelly 15 ára og
Jamie 12 ára, dætur fyrstu
konunnar hans, Janet Leigh.
Eiginkonan um þessar mundir
er orðin mikil vinkona telpn-
anna, og einmitt þess vegna
þykir Tony jafn vænt um hana
eins og raun ber vitni.
- ★ — ★ —
Blaðamenn ku sjaldnast
þurfa að segja sérlega mikið,
þegar þeir hitta fyrir hinn
himsfræga boxara Cassius
Clay, eða Muhammed Ali, eins
og hann nefnir sig. Jafnvel ó-
sigurinn fyrir Joe Frazier hef-
ur ekki getað lokað munni
meistárans fyrrverandi. Þeg-
ar hann kom til Lima í Peru,
sagði hann m.a.: — Það er ekki
mikið varið í þá hvítu. Ég
hata þá ekki, en ég vil bara
'ekki umgangast þá. Við hvað
er ég hræddastur? Að minnsta
kosti ekki Joe Frazier. Ég ótt-
ast skattayfirvöldin meira en
nokkuð annað. Og það mun
ekki vera að ástæðulausu, því
af þeim næstum 30 milljónum
dollara, sem Cassius Clay hef-
ur grætt í hnefaleikahringnum
hefur hann orðið að greiða um
24 milljónir í skattá, og
allt annað hefur verið dregið
frá þessum 30 milljónum er
hans hlutur ekki orðinn nema
um 2.5 milljónir dollara pg
af þeirri upphæð þurfti hann
að greiða fyrrverandi eigin-
konu töluvert.
— ★ — ★ —
Leikfangasmiðir þurfa stöð-
ugt að vera að finna upp eitt
hvað nýtt til þess að gera börn
nútímans ánægð, sem hafa úr
svo óendanlega miklu að
velja. Það nýjasta nýja er kaf
bátur fyrir tvo, sem fyrirtæki
eitt í Bandaríkjunum hefur
framleitt. Kafbáturinn er úr
plasti, og framleiddur hjá
Perry Submarine, Kafbáturinn
getur flutt tvo menn niður á
50 metra dýpi og siglt þar um
í tvo og hálfan tíma samfleytt
með 6 km hraða á klukku-
stund, en báturinn er knúinn
áfram af 41/? hestafla vél.
Þetla -tórkostlega leikfang hef
ur verið sýnt við strendur Flór
ída, og hefur hlotið nafnið Há-
karlaveiðimaðurinn.
í Paris hefur verið sett á
laggirnar stofnun, þar sem
menn geta komið og kvartað
yfir hávaða, ólykt, hættulegum
gangstéttum og öllu öðru, sem
þeim finnst miður fara í stór-
borginni. í stofnun þessari
starfa níu svokallaðir „örygg-
isverðir" og hafa þeir heimild
til þess að kalla sér til aðstoð-
ar lögreglu, borgarverkfræð-
inga, efnafræðinga og aðra sér-
fræðinga á launum hjá borgar
yfirvöldum. Þessir öryggisverð
ir hafa einnig leyfi til þess
gripa inn í, öryggi borgaranna
er að þeirra dómi á ein-
hvern hátt stefnt í voða og
það meira að segja inni á
einkaheimilum. Til þess að að-
stoða þessa menn hefur lög-
reglan komið á fót innan sinna
vébanda eftirlitsdeild sem m.
a. rannsakar skorsteina, hitun
artæki og öll þau tæki, sem
gefa frá sér reyk, gas eða
aðra eimyrju. Þessi deild heyr
ir undir glæpadeildina, og hef
ur yfir að ráða efnarannsóknar
stofum og tilheyrandi tækjuim.
Þar starfa tíu verkfræðingar,
12 tæknifræðingar og átta aðr
ir starfsmenn, sem í framtíð
inni munu rannsaka með jöfnu
millibili iðnfyrirtæki og rekst
ur þeirra í borginni og ná-
gre'nni. Þá hafa verið settar
strangari reglur um hávaða frá
vélknúnum tækjum en hing-
að til hafa gilt í borginni. Sér-
hver ökumaður, sem ekur um
á óþarflega hávaðasömu öku-
tæki getur nú átt á hættu, að
númerin veíði af því tekin, og
í staðinn verði sett á tækið
miði, sem heimilar eingöngu,
að því verði komið til næsta
viðgerðarverkstæðis, og aðeins
að viðgerð lokinni fær hann
númerið afhent að nýju.
— ★ —★ —
Karli Bretaprins hefur borizt
ósk um að hann taki að sér
heldur óvenjulegt starf.
Spotswood marskálkur hefur
farið þess á leit við prinsinn,
að hann verði eins konar ráð-
gjafi í giftingarmálum fyrir
unga sjóliða, sem hafa átt í
erfiðleikum með að taka ákvörð
un um hver skuli verða þeirra
útvalda. Það er skoðun Spots-
woods marskálks, að Karl prins
sé sérstaklega mikill mann-
þekkjari, þrátt fyrir það að
hann er ekki nema 23 ára,
og því hafi hann mikla mögu
leika á að geta orðið sjóliðun
um að liði á þessu sviði. Sjálf
ur hefur prinsinn ekki valið
lífsförunaut sinn, svo vitað sé,
en margt hefur vérið um þær
líklegu sagt og skrifað. En
tíminn er nógur enn, prinsinj'
er ekki það gamall, að hann
•★ — ★ —
Menn hafa furðað sig á því,
að Jackie On issis hefur látið
fyrir berast á eyjunni Skorpi
os í þrjá mánuði samfleytt.
Engum hafði nefnilega dottið
í hug, að hún hefði eirð í sér
til þess að vera á sömu eyj
unni svo lengi í einu, ekki sízt,
þar sem fátt er um skemmtan
ir á Skorpios. Svo kom í Ijós,
hvað hafði verið Jackie til
skemmtunar. Það var systir
hennar Lee og maður hennar
Stanislaus Radziwill. Þau hafa
verið í heimsókn hjá Jackic, og
þegar kveðjustundin nálgaðist
var haldið partý fyrir þau, og
í því tóku ekki aðrir þátt en
systurnar tvær og menn þeirra.
Það var byrjað cldsnemma um
morgun og haldið áfram til
dagrenningar næsta dag. Jack
ie, sem reyndar var ljósmynd
ari að atvinnu, endur fyrir
löngu, hefur gert veizlu þessa
ógleymanlega með myn'cfum,
sem hún tók. Þessi mynd er af
Ari Onassis, sem hefur stokk
ið fram af altarinu á bústað
þeirra, og liggur nú afvclta á
jörðinni — heldur óskemmti-
leg mynd.
I