Tíminn - 28.11.1971, Side 7
•.3UNNUDAGUR 28. nóvember 1971
TIMINN
-i-—'—-.,.• ... r.
Eossar og ástríður. Á frum-
málinu Puss & Kram.
Leikstjóri: Jonas Cornell
Handrit: Jonas Cornell
Sænsk frá 1968
Sýningarstaður: Stjörnubíó.
Jonas Cornell tekur hér til
meðferðar fólk, sam er dæmi
gert fyrir velferðarþjóðfélag.
Max (Sven Bertil Taube) vinn
ur í fyrirtæki föðurs síns og
Eva (Agneta Ekmanner) kona
hans, er ljósmyndafyrirsæta.
Inn í ofur hvei-sdagslega ver
öld þeirra keonur draumamaður
inn John (Hákon Serner).
Það er af ósettu ráði að hann
ber útlent nafn, hann minnist
oftlega á æsku sína í Buenos
Aires, en er það nokkuð nema
óskhyggja ein, og hljómur
nafnsins honum tákn þess
sem er framandi og eftirsókn
arvert? Hann segir ævisogu
sína, en verður stöðugt að leið
leiðrétta sig „en við ferðuðumst
mikið“. Hann lætur hvérjum
degi nægja sína þjóningu og
bjargast alltaf einhvern veg-
inn. Jolin er furðulega samsett
persóna, hann er klaufalegur,
stígur í dúkinn og dettur þegar
hann kynnir sig fyrir Evu í
fyrsta sinn. Frekur og ósiðað
ur, borðar græðgislega og hrifs
ar til sin matinn, morgunverð
urinn í rúminu. Hann er brjóst
umkennanlegur í hegðun sinni.
þegar unga stúlkan hendir hon
um út í upphafi myndarinnar.
Frekur og tillitslaus, segir við
Evu „ef það á aS ákveða hve-
nær ég fer aftur, fer ég bara
strax“. Hann heldur fyrir hjón
unum vöku með hávaðasömum
ástaleikjum með „Kickan“
(Lena Granhagen). Röddin og
fasið er allt í samræmi við
þetta. Það er enginn venjuleg
ur snákur sem kemst inn í
þessa velíferðarparadís.
Þau eru ekkert sérstaklega
hamingjusöm saman, Eva finn
\ ur ást og öryggi í faðm-
lögum ljósmyndarans sem
gegnir mikilvægu hlutverki
í myndinni eins og allar auka
persónur. Þau slá öllu saman
upp í grín þegar Max kem-
ur að þeim, og hann tekur
myndir af þeim sem eiga að
sanna svart á hvítu gleði og
hamingju hinna nýgiftu hjóna.
dr 1 I * V
-
7t. i
A myndinni sjá Sven Bex-til Taube og Agneta Ekmanner
sem leika hjónin í Puss & Kram cflir Jonas Cornell sem
sýnd er í Stjörnubíói.
Bak við hálfkæi’ing og gaman-
semina leynist alvarlegur und
irtönn, sem nær yfirhöndinni
að lokum.
Leikur þeirra minnir sterk
lega á leikina í „þjóninum“ eft
ir Joseph Losey. Þar eins og
hér kemur æ betur í ljós hinn
grímubúni tilgangur.
Það virðist frekar vera Eva
sem ekki getur verið án John
en lætur Max bara dvöl hans
viðgangast eða getur hann ekki
frekar án hans verið? John hef
ur meiri lífsþrótt, hann er ekki
veiklaður af meðbyr eins og
þau.
Það vekur athygli, að Max
samþykkir algerlega 'tillögu
konu sinnar um örþrifaráðið til
að missa John ekki. Þá hefur
hann í örvæntingargalsa dans
að einskonar dauðadans ham-
ingju sinnar við ljósmyndar-
ann sem er skotin í Evu og
hefur allan tímann fylgzt með
þeim. Myndunum, sem áttu að
vera tákn hamingju þeirra
stillh’ hann í gluggann og bíður
þolinmóður eftir konu sinni og
vini. Cornell tekst afarvel upp,
liann sýnir okkur fólk sem þekk
ir ekki skort. Eva tryllist gjör
samlega þegar hún uppgötvar
að Max hefur gleymt sígarett
unum. Þau vilja bæði gjatnan
leika miskunnsama Samverjann
og verða hvorugt þess vör að
nærvera Johns er orðin þeim
nauðsynleg, kannski sem and
stæða við allt þetta öryggi, sem
þau búa við, þarna er rnaður
sem lifir eins og fuglar him-
insins, hann blygðast sín ekk
ert fyrir að vinna ekki, þiggja
peninga fyrir bíó o. fl. frá
þeim. Hann er sníkjuplantan
sem að lokum drepur niður
tréð sem hún styðst við.
Cornell gerir hér sérstæða
og þokkafulla mynd, fulla af
gamansemi og krakkalegum
uppátækjum sem draga hvergi
þó úr boðskapnum sem hann
flytur okkur. Leikurinn er al-
veg til sóma og tónlistin mjög
góð.
Þetta er ein þeirra sænsku
kvikmynda, sem borið hafa
hróður Svíþjóðar út fyrir landa
mærin.
Jonas Cornell hefur gert
„Corridoren" 1970 og hlotið
sérstaklega góða dóma fyrir þá
mynd. En Puss & Kram er
frumraun hans og óvenjugóð
sem slik.
/ P- L-
RAFGEYMAR
VETURl^N
NOTIÐ ADEINS
ÞAD
BEZTA
VEUUM fSLEHZKT(H)íSUHZKAK MUB
|