Tíminn - 28.11.1971, Qupperneq 14
14
TIMINN
SUNNUDAGUR 28. nóvember 1971
"GÓÐA VE/ZLU GERA SKAL"
A
/ HOTEL \
V LOFTLÉIOIfí'
Daglega þurfa einhverjir að efna til afmælishófa,
fermingarveizlna, brúðkaupa, samkvæma átthagafélaga
eða annarra mannfagnaða. Þá vaknar spurningin:
HVAR Á VEIZLAN AÐ VERA?
Ef ekki er unnt að halda hana í heimahúsum, þá er
svarið við spurningunni auðvelt:
Hótel Loftleiðir.
Þar eru salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi.
ALLAR UPPLÝSINGAR ERU GEFNAR í SÍMA 22322.
Jón Sigurðsson
Framhald af bls. 16.
að baki Jóns, að því að koma
honum frá stjórn á þennan
hátt. Töldú þeir Pétur og Er-
lingur, að Jón hefði ekki átt
svona aðfarir skildar, þar sem
hann hefur helgað verkalýðs
hreyfingunni starfskra'fta sína
í fjölda árá. Jafnframt fannst
þeim ótrúlegt, að Sigfús Bjarna
son skyldi vera þátttakandi í
slíkum verknaði, því Jón hef
ur gengið undir honum í ára-
raðir. Jón og Sigfús eru flokks
bræður í Alþýðuflokknum.
Pétur Ólafsson sagði, að á
þessu sæist hve valdafíknin er
mikil, og með þessu hafi Pét
ur Sigurðsson séð sér leik á
borði, til að ná tökum á félag
inu,
Stuttu eftir fyrsta fund
þeirra Péturs S. og Péturs Ól-
afssonar, kallar Pétur Sigurðs
son Pétur Ólafsson aftur á
sinn fund. Á_ þeim fundi til-
kynnti Pétur Ólafsson, að málin
stæða þannig, að sú breyting,
sem hann hefði talað um í fé-
laginu, þjónaði ekki þeim til-
gangi, sem starfandi sjómenn
teldu æskilegt og væri sízt
til að upphefja félagið úr
þeirri lægð, sem það væri kom
ið i, sízt með því að beita for
mann þess, Jón Sigurðsson
þeim bolabrögðum, sem þeir
væru búnir að ákveða. Jafn
framt þessu sagði Pétur Ólafs
són, að samstarfsgrundvöllur
væri til umræðu, ef hann, Pét
ur Sigurðsson, gengi að eftir
farandi kröfum: f fyrsta lagi
að hann, Pétur Sigurðsson færi
út úr stjórninni, en hann gæti
starfað að málefnum sjómanna
utan stjórnar. Nr. 2. að Sigfús
Bjarnason og Óli Barðdal færu
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
Þorvaldur Ansnes,
Reynimel 48,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. þ. m. kl. 3.
Sólveig Bjarnadóttir Ansnes,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Eiginkona mín og móðir mín,
Bjarnfríður Helga Ásmundsdóttir,
lézt í sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 26. nóv.
Halldór Jónsson,
Helena Halldórsdóttir.
Við þökkum innilega öllum þeim mörgu, er hafa sýnt okkur
hlýja samúð og einlæga vináttu við andlát og útför eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
Sigtryggs Jónssonar,
fyrrv. hreppstjóra frá tjrappsstöðum.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir,
Jón Sigtryggsson, Halldóra Jónsdóttir,
Sigurbjörn Sigtryggsson, Ragnheiður Viggósdóttir,
Margrét Sigtryggsdóttir, Eggert Hjartarson.
og barnabörn.
út úr stjórninni. Nr. 3, að einn
starfsmaður skrifstofunnar færi
út úr stjórninni, en Hilmar
Jónsson yrði kjörinn í hans
stað.
Pétur S. brást hinn versti
við þessu og sagði, að það-væri
einkennilegt, að þegar hann
væri nýbúinn að bjóða Pétri
Ó. starf hjá félaginu setti
hann það sem skilyrði, að hann
færi út úr stjórninni. Þá
benti Pétur Ó. Pétri S. á það,
að sjómenn litu hann horn-
auga, fyrir það, sem hann hefði
verið þátttakandi í, með því
að rýra kjör sjómanna með
lögum. Það væri einkennilegt,
ef hann léti sér detta í hug,
að sjómenn létu sér það vel
líka, að hann gæti klappað á
öxlina á þeim með annarri
hendi og gefið þeim utan und
ir með hinni, og að menn gerðu
sér það að góðu, að hann kæmi
til þeirra aftur og léti þá fá
nokkur prósent til baka.
— Engum getur dulizt áhuga
leysi þeirra, sem eru á A-
listanum í núverandi stjómar
kjöri, þar sem frambjóðendur
A-listans hafa alþingismann,
verzlunanmann og tollþjón á
lista sínum, sem eiga að semja
um kaup og kjör undirmanna
á far- og fiskiskipaflotanum.
— Starfandi sjómenn treysta
því, að eldri sjómenn, sem
komnir eru í land og eiga at-
kvæðisrétt í Sjómannafélaginu,
láti ekki blekkjast af fagurgala
þessara manna, við að veiða
atkvæði.
Lin Piao
Framhald af bis. 1
séu sannfærðir um, að Lin Piao
varnarmálaráðherra, sem var út-
’nefndur arftaki Mao Tse-tungs,
sé látinn. Hins vegar er talið vafa
samt að hann hafi verið í kín-
versku flugvélinni, sem hrapaði
yfir Mongólíu í september.
Hugsanlegt er að Lin Piao hafi
dáið eðlilegum dauðdaga, en hann
hefur þjáðst af berklum og beið
auk þess alvarlegt heilsutjon í
stríðinu við Japani, en — segir í
völdum veikinda eða flugslyss, er
það almennt álit sérfræðinga í
málefnum Kínverja, að Peking-
stjórnin hafi ekki viljáð hreiða
,út frásagnir um daúða hans ef
hann kynni að vera enn á lífi.
Gengi yensins
Framhald af bls. 1
1 hve mikil gengisbreytingin á yen-
inu yrði. Sá síðarnefndi fer til
Rómar í næstu viku til þátttöku
í/ ráðstefnu auðugustu iðnaðar-
landa um alþjóðlegu gjaldeyris-
kreppuna.
Á blaðamannafundi í morgun
neitaði Mizuta fjármálaráðherra
að úttala sig um hve hátt gengi
yensins yrði.
Japanskir fjármálasérfræðingar
telja að Mizuta hafi fengið umboð
til að samþykkja 12 til 15 pró-
sent gengishækkun — með því
skilyrði að japanska gengisbreyt-
ingin verði liður í alþjóðlegri
gengisleiðréttingu og háð því
hvaða aðgerðir aðrar iðnaðarþjóð-
ir eru fúsar að gera. Opinberir að
ilar í Japan sögðu fyrr í vikunni,
að meiri gengishækkun en 15%
kæmi tæpast til greina. Japanir
hafa fyrst og fremst hug á, að
10% innflutingsgjaldið, er Nixon
Bandaríkjaforseti kom á í ágúst í
sumar, verði afnumið — en sú
ráðstöfun varð þungt áfall fyrir
útflutningi Japana til Bandaríkj-
anna.
I
líijllþ v,
MÓDLEIKHÚSIÐ
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
Sýning í dag kl. 15.
Tvær sýningar eftir.
ALLT í GARÐINUM
Sýning i kvöld kl. 20.
HÖFUÐSMAÐURINN
FRÁ KÖPENICK
sýning þriðjudag -kl. 20.
Sýning miðvikudag kl. 20
ALLT í GARÐINUM
Sýning fimmtudag kl. 20
Aðgöngumiðasalan opin frá kl.
13,15 tU 20. Sími 1-12" 1.
Hjálp í kvöld kl. 20.30.
Máfurinn þriðjudag kl. 20.30.
allra síðasta sýning,
Plógur og stjörnur miðvi/kud.
Kristnihald undir jökli 113.
sýning fimmtudag kl. 20.30.
Aðgöngumion'r-’-m í Iðnð er
opin frá kl. 2. Sími 13191.
Fóðurbiöndun
Framhald af bls. 1
um, erlendum fóðui'þlöndum, en
lagt alla áherzlu á að byggja
upp innlendan kjarnfóðuriðnað og
hyggst með þessum framkvæmd
um nú, styrkja þá uppbyggingu,
en félagið telur íslenzkan kjara 1
fóðuriðnað nauðsynlegan til ör-
yggis landbúnaðinum.
Mjólkurfélag Reykjavíkur er
samvinnufélag bænda í nágranna
sveitum Rvikur, sunnan Skarðs-
heiðar og vestan Hellisheiðar. Fé
lagið starfar í 12 deildu/m með
590 félagsmönnum og hefir starf
að síðan 1917, átt stóran og mik
inn þátt í uppbyggingu landbúnað
ar á þessu svæði, í þá rúma hálfa
öld, sem félagið hefir starfað.
Stjórnarformaður Mjólkurfélags
Reykjavíkur, er Ólafur Andrésson,
bóndi, Sogni í Kjós, en aðrir
stjórnarmenn eru: Sigsteinn Páls
son, Blikastöðum, Erlendur Magn
ússon, Kálfatjörn. Sigurður Sig
urðsson, Lambhaga og Jón Guð
mundsson, Reykjum. Framkvæmda
stjóri er Leifur Guðmundsson.
KflFH
Æm
FLOTTAMAÐURINN
(Maclio callahan)
Hörkuspennandi og viðburðarík ný bandarísk
mynd í litum og Panavision, með „flóttamannin-
um“ vinsæla DAVID JANSEN í aðalhlutverki,
ásamt <
JEAN SEBERG
LEE J. COBB
fslenzkur texti
Bön.rui® jnnan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.