Tíminn - 28.11.1971, Blaðsíða 16
)
ÞÓ—Reykjavík, laugardag.
Frostið virðist hafa valdið
því að fólk hafði frekar hægt
um sig í nótt. Ekki var lögregl
unni kunnugt um nein innbrot
í nótt, en aftur á móti var
hringt til hennar klukkan að
ganga tvö, og tilkynnt að
stúlka væri að brjóta rúður í
anddyri Landsspítalans. Þegar
lögreglan kom á vettvang var
stúlkan búin að brjóta 4 rúð
ur í anddyri Landsspítalans.
Stuttu seinna var svo tilkynnt
að búið væri að brjóta 3 rúð
ur í rannsóknarstofu Háskólans
og virðist allt benda til, að
stúlkan hafi haft þar viðkomu
áður en hún lét skap sitt bitna
á rúðum Landsspítalans.
Stúlka þessi er 19 ára gömul
og þetta er ekki í fyrsta skipti,
Sem hún er tekin fyrir rúðu-
brot, en hún virðist hafa ein-
hverja nautn af því að brjóta
rúður, í hvert skipti, sem hún
bragðar áfengi.
Stærsta og
dýrasta bókin
á markaðnum
Kortasaga Islands frá önd-
verðu til loka 16. aldar, eftir
Harald Sigurðsson bókavörð
er komin út hjá Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins. Er þetta stærsta og
dýrasta bókin sem kemur út í
ár, og kostar 4.500 krónur. Nán
ari frásögn um bókina verður
að bíða fram yfir helgi.
Stálu tómum fiöskum
SJ—Reykjavík, laugardag.
Einhvern tíma eftir miðjan
mánuð var brotizt inn í Litlu
kaffistofuna í Svínahrauni
skammt fyrir ofan Sandskeið.
Talsverðu af varningi var stol-
ið og 15 kössui_ a tómum flösk
um. Þetta er í annað sinn sem
brotizt er in:. í kaffistofuna á
stuttum tíma.
Ef einhverjir hafa orðið var-
ir við menn á ferðinni með
i óvenju marga ölkassa eru þeir
beðnir að láta rannsóknarlög-
regluna í Reykjavík eða lög-
regluna á Selfossi vita.
Kaffi og bazar hjá
Skátafélagi
Kópavogs
f dag, sunnudaginn 28. nóv.
kl. 2,30 e.h., efnir Skátafélag
Kópavogs til basars og kaffi-
sölu í Félagsheimili Kópa-
vogs. Er basarinn haldinn til
fjáröfiunar vegna húsakaupa
félagsins að Borgarholtsbraut 7.
Verður margt góðra muna,
kaffi og kökur á boðstólum og
jólasveinar selja lukkupoka.
Ný kvíkmynd um íslenzk-
an hraðfrystiiönað
Coldwater dreifir myndinni um öll Bandaríkin
ÞÓ—Reykjavík, föstudag.
Um nokkurt skeið hefur
Bandarikjamaðurinn William
Keith unnið að töku kvikmynd-
ar fyrir dótturfyrirtæki Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
Coldwater Seafood Corpor-
ation. Kvikmynd þessi fjallar
að mestu um fiskinn og með-
ferð hans, allt frá því hann er
veiddur, þangað til hann er
kominn á matborðið lijá banda-
rískum neytendum. Auk þess
eru fléttaðir inn í myndina
stuttir kaflar úr íslcnzku þjóð-
lífi.
í dag bauð stjórn Coldwatcr
blaðamönnum að sjá þessa
mynd. Er auðséð á myndinni,
að ekkert hefur verið til spar-
að að gera hana sem bezt úr
garði. Eflaust á þessi mynd
eftir að vekja athygli alls stað-
ar, þar sem hún verður sýnd.
Myndin hefst á því, að sýndir
eru kaflar frá ýmsum stöðum á
landinu, en síðan er farið í sjó-
ferð með einum Vestfjarða-
bátanna, sýr.t hvernig fiskur-
inn er verkaður, bæði hér á
landi of ~'í 1 verKsnþðju ' Cold-
waters J pandaríkjunum.)
Öllum,^ sem sáu myndina,
kom saman , að mynd þessi
væri mjög vel ú^ garði ,gerð
og væri hún jafn góð land-
kynningarfnynd se'm auglýs-
inga. íynd fyrir Coldwater.
Á eftir sýningu myndarinn-
ar, tók sjórnarformaður Cold-
water, Éinar Sigurðsson, til
máls. Sagði hann, að þetta
væri í annað skipti, sem Cold-
water léti gera kvikmynd um
íslenzkan hraðfrystiiðnað.
Fyrri myndin var tekin 1960.
Þá tilkynnti Einar, að stjórn
Coldwaters hefði ákveðið að
færa 3 stofnunum á íslandi
myndina að gjöf, og væru það
s j ávarútvegsráðuneytið,
Fræðslumyndastofnun ríkisins
og Sjónvarpið, sem liefðu orð-
ið fyrir valinu. Afhenti hann
síðan forráðamönnum þessara
stofnana sitt eintakið hverj-
um. Fyrir hönd sjávarútvegs-
ráðuneytisins tók Jón Arnalds
á móti myndinni, en þeir Emil
Björnsson og Benedikt Grön-
dál ' tbku við'eintökum sjón-
varps og Fræðslumyndastofn-
unar.
í lok ávarps síns sagði Ein-
ar, að þessari mynd yrði dreift
til þeirra 50 umboðsmanna,
sem Coldwater hefur víðs veg-
ar í Bandaríkjunum og yrði
myndin sýnd hvenær, sem
tækifæri gefst. Sagði Einar, að
hann vonaðist til, að þessi
mynd ætti eftir að gera þjóð.
inni, sem og hraðfrystiiðnaðin
um mikið gagn.
HÁRSKERARÍ
STRÍÐI VIÐ LÚSINA
A-listamenn hafa
bolað Jóni Sigurðs-
syni úr stjórn SR
ÞÓ—Reyk laugardag.
Þeir, sem skipa A-listann
í núverandi stjórnarkjöri
til Sjómannafélags Reykjavík.-
ur, hafa bolað Jóni Sigurðssyni
út úr stjórn félagsins á sví-
virðilegan hátt og forsprakkarn
ir fyrir því eru Pétur Sigurðs
son og Sigfús Bjarnason. —
Þetta ásamt fleira kom í ís,
er við hringdum í Pétur H.
Ólafsson og spurðum hann,
hver væri ástæðan fyrir þv>
að Jón Sigurðsson hefði dreg
ið sig til baka sem formaður
Sjómannafélagsins.
Pétur Ólafsson sagði að for
saga þessa máls væri sú, að
Pétur Sigurðsson hefði hringt
til sín og beðið sig að koma
til fundar við sig á skrifstofu
D.A.S. og yrði Óli Barðdal við-
staddur þar. Þegar Pétur kom
á skrifstofuna, spurði nafni
hans hann að því hvort hann
vildi ekki taka sæti í stjórn
Sjómannafélagsins, þar sem
Óli Barðdal hætti. Sögðu þeir
Pétur S. og Óli að Óli myndi
leggja fram tillögu um stjórn
ariista á fundi og jafnframt
tillögu um aldurstakmark for
manns félagsins, sem verið hef
ur Jón Sigurðsson í fjölda ára.
Pétur Ólafsson spurði þá,
hvort þeir ætluðu að koma
Jóni út úr stjórninni með
bolabrögðum og bætti því við,
að Jón hefði verið eini maður
inn, sem hefði sýnt vilja til að
gera eitthvað fyrir sjómenn í
stjórn félagsins. Þó viti hnjn^ (
ekki, hvernig skrifstofa félags
ins sé rekin gagnvart sjómönn
um, en Jóni kennt um allt, sem
afvega fer.
í framhaldi af þessu sagði
Pétur Ólafsson við þá Óla
og Pétur, að hann væri ckki
tilbúinn að svara svonalöguðu
og myndi hann fyrst ræða við
félaga sinn í samninganefnd-
inni, Erling Guðmundsson. Þeir
Pétur og Erlingur urðu síðan
ásáttir um, að taka ekki þátt
í stjórn með mönnum, sem
voru búnir að ákveða að vinna
Framhald á bls. 14
SJ—Reykjavík, laugardag.
Eitt er það, sem gerir hársker
um í Reykjavík gramt í geði um
þessar mundir, nefnilega lús í
hári ungra viðskiptavina af sterk
ara kyninu. Hárskerar segjast ekki
hafa orðið varir við lús áratugum
saman fyrr en nú eftir að bítla-
öldin rann upp og þá einkanlega
á síðari hluta þessa árs.
Rakari einn sagði blaðinu að
hann liefði aldrei orðið var við
lús í hári fyrr en seinni hluta
þessa árs, en hann vissi til að
starfsbræður sínir hefðu orðið
hennar varir eitthvað fyrr.
Hárskerar segja flesta þeirra
ungu manna og pilta, sem fylgja
síðu hártízkunni, ekki hirða um
að þvo sér um höfuðið. Margir
vilji helzt livorki þvo hárið né
greiða. En einhver kynni þá að
spyrja: Koma þeir þá yfirleitt
á rakarastofur? Jú, þeir koma til
að láta taka aðeins af hárinu og
einn og einn til að láta þvo sér
um hárið. f þessum tilfellum
finnst lúsin. „Sítt hár, sem er
haft óþvegið og vanhirt, er hrein
gróðrarstía fyrir lús og önnur
óþrif,“ sagði hárskeri við okkur
í dag.
Hætt er við, að sóðaskapur sé
orðinn alvarlegt vandamál meðal
ungra manna hérlendis. Um það
ber vitni’saga, sem okkur hefur
borizt af því, þegar norskur hár-
skurSarmeistari var að kenna ís-
lenzkum hárskerum nýjustu bítla
klippingar í Iðnskólanum um síð
ustu helgi. Fjórir ungir piltar
voru fengnir til ap vera „tilrauna
dýr“ og láta þanh norska klippa
sig. Var þeim sagt að koma með
þvegið hárið, hvað þeir og gerðu.
En ekki sást högg á vatni. Það
þurfti að þvo hár þeirra allra
aftur, áður en farið var að klippa
þá og illa gekk að ná óhreinind
unum af höfði sumra þeirra.
Þegar hárskerar verða varir við
lús sótthreinsa þeir'öll áhöld og
klæði, sem viðkomandi hefur kom
izt í snertingu við. En þeir eru
eðlilega hræddir við þennan sjúk
dóm og vilja því vinna að út-
rýtmingu hans. Hárskerarnir sögð
ust ekki verða þess varir, að stúlk
ur og ungar konur þrifu hár sitt
iUa.
Guðmundur G. Hagalín
ÚR HAMRAFIRÐI
TIL HIMINFJALLA
Fundur um Framkvæmdastofnun ríkisins og
önnur þingmál í veitingahúsinu Lækjarteig 2
Á almennum fundi Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur n.k.
fimmtudag hafa framsögu um
Frrmk'’æmdastofnunina og
öni.ur þingmál ríkisstjórnar-
innar alþingismennirnir Stein-
>mur Hermannsson og Þórar-
inn Þórarinsson. Fundurinn
verður í Framsóknarhúsinu
við Fríkirkjuveg og hefst kl.
2P "0.
Þóarinn Steingrímur
Almenna bókafélagið hefur sent
frá sér nýja bók eftir Guðmund
Gíslason I-Iagalín. Nefnist hún Úr
'Hamrafirði til Himinfjalla og hefur
að geyma safn af smásögum, sem
allar mega teljast nýjar af nálinni.
Þessi bók sannar það, sem oft
er haft á orði, að engum sé Haga-
lín líkur. Þó að fimmtíu ár séu lið-
in siðan fyrsta bók hans kom út,
er það síður en svo, að þar kenni
þreytu eöa stöðnunar. Það er t. d.
meira en vafasamt, hvort liin ein-
stæða Uímnigáfa og skopskyn Ilaga-
líns hafi notið sín jafnkostulega í
nokkurri einni af fyrri bókum hans.
Ilver gleymir hjúskaparsögu hins
vestfirzka skútuskipstjóra, sem kem
ur úr veiðiför í þann mund, sem
verið er að jarðsetja einn starfs-
bróður hans og útgerðarmann og
fer daginn eftir útförina í sam-
hryggðarheitnsókn til ekkjunnar, en
er ekki fyrr setztu- en ástir takast
með þeim og þau trúlofast. Þá er
æðiskopleg saga bóndans austur á
landi, sem gerzt hefur kaupfélags-
stjóri og síðan ötull kosningastnali
fyrir Flobkinn, enda „iðlkað poka.
hlaup á kaupfélagsskemmtunum",
en kemst í valdatíð Flokksins á
stjórnarskrifstofu í Reykjavik, og
lendir þá brátt pviðbúinn f hörmu-
legustu ástarævihtýrum. Þó verður
sennilega sagan af Jerimíasi úr
kötlum ógleymanlegust af þeim öll-
um, og tvímælalaust er lanigt síðan,
aö jafnátakanlega hlægileg frásögn
hefur borizt íslenzkum lesendum í
hendur. Aðrar sögur eru alvarlegra
efnis,, eins og t. d. Hér verður hann
ekki krossfestur. Það er vestfrizk
saga frá fornum tíma og fjallar um
grimmd og líknarlund, en verður í
meðferð Hagalíns bæði áhrifamikil
og frábærilega fögur „helgisaga".
Úr Hamrafirði til Himinfjalla er
165 bls. í stóru broti. Bókin er
prentuð og bundin í Isafoldarprent-
smiðju. Torfi Jónsson teiknaði
kápu.