Tíminn - 29.04.1972, Blaðsíða 2
2
TÍMlNN
Laugardagur 29. apríl 1972'
lÍllÍlll Í
■ 11
Orsakir vandans
Enn heldur Mbl. áfram aö
kenna núverandi rlkisstjórn
um allar orsakir þeirra verö-
hækkana, sem oröiö hafa aö
undanförnu. Auövitaö hafa
þeir kjarasaniningar, sem
geröir voru I desember, áhrif
á þær veröhækkanir og sums
staöar beinar verkanir, eins
og t.d. þegar um er aö ræöa út-
selda vinnu eöa þjónustu, sem
grundvallast á mannakaupi.
Þaö, sem þyngst vegur, eru
hins vegar þær kostnaöar-
hækkanir, sem hlóöust upp hjá
atvinnurekstrinum og hann
fékk I engu bættar meö hækk-
un verölags meöan verö-
stöövunin stóö yfir, eöa hátt á
annaö ár, er margvlslegar
kostnaöarhækkanir féllu á at-
vinnureksturinn. Þessum
vanda var slegiö á frest fram
yfir kosningar af viöreisnar-
fiokkunum. Þaö er viö þann
vanda, sem rikisstjórnin glim-
ir fyrst og fremst nú. Hann
bætist viö þá staöreynd, aö
óhugsandi var aö semja um
minni kauphækkanir til handa
láglaunafólki en gert var I des.
— þannig haföi fyrrverandi
rikisstjórn ieikiö launþega,
þrátt fyrir hiö mikla góöæri á
árinu 1970.
Viðreisnarsiglingin
En þessum herrum ferst aö
taka sér i munn stór orö um
efnahagsstjórnina þaö sem af
er þessu kjörtlmabili, eöa hitt
þó heldur. Viö skulum aöeins
iita á frammistööu þeirra og
efnahagsstjórn á sföasta kjör-
timabili. Sú saga er i stuttu
máii þessi:
Júli 1967. Kosningar af-
staönar. Fyrir kosningar var
allt sagt I bezta lagi. Nú segir
Gylfi: Miklir erfiöleikar, en
gengislækkun ekki rétta leiö-
in.
Nóv. 1967. Gengi krónunnar
lækkaö. Talin rétta leiöin, og
talin sérstaklega ,,vel undir-
búin”.
Des. 1967. Fjárlagaaf-
greiösla. Gefiö fyrirheit um
250 millj. kr. lækkun tolla.
Jan. 1968. Sett upp uppbóta-
kerfi upp á 320 millj. kr. i kjöl-
far hinnar ,,vel undirbúnu”
gengislækkunar.
Feb. 1968. Tollalækkunin,
250 milljónir, varö aöeins 150
millj.
Marz 1968. Hækkaö verö á
áfengi og tóbaki vegna rlkis-
sjóös. Sparnaöarfyrirheit.
M.a. átti aö spara 200 þús. i
risnu hjá rlkisstjórninni. Þeg-
ar reikningurinn kom reyndist
risna aldrei hærri en þetta ár.
Frestaö aö greiöa framlög
rikissjóös til mestu nauö-
synjaframkvæmda.
Aprll 1968. Skattar hækkaöir
um 190 milijónir til vegasjóös.
Mal og júni 1968. Slldveiöi-
flotinn stopp. Gefinn út óút-
fylltur vixill á rikissjóö til aö
koma flotanum i gang.
Júli og ágúst 1968. Frysti-
húsin aö stöövast. Rikissjóöur
hefur greiöslu styrkja til hús-
anna.
September 1968. 20% inn-
flutningstollur settur á — 600
milljónir kr.
Nóv. 1968. Ný gengislækkun,
hin fjóröa I rööinni, aöeins 11
mánuöir frá hinni fyrri. Kosn-
ingavixiarnir frá 1967 voru
fallnir. Viö tóku gengis-
lækkanir, álögur, krepputlma-
bil og atvinnuleysi.
Þannig var upphaf siöasta
kjörtlmabils stjórnar þeirra,
sem þykjast þess umkomnir
aö deila á efnahagsstjórn nú-
verandi rikisstjórnar, sem
þeir kalla „aöför rikis-
stjórnarinnar aö Reykvlking-
um”!! — TK
Við skulum i dag byrja á þvi að
birta stutt bréf, sem Landfara
barst austan af Vopnafirði:
„Sæll, Landfari, og gleðilegt
sumar.
Við tslendingar eigum liklega
heimsmet i þvi, hvað við höfum
marga fri- og helgidaga á ári, og
svo er alltaf verið að stytta vinnu-
timann hina dagana, vinnuvik-
una, og lengja sumarleyfin.
Fridagar og helgidagar, tveir eða
þrir i hverri viku og fjórir þegar
bezt lætur. Ég óttast, aö við
íslendingar höfum ekki efni á
þessu, og sennilega höfum við
ekki gott af þvi heldur.
Viö eigum svo margt ógert, en
vonandi tekst núverandi rikis-
stjórn að sigrast á þeim örðug-
leikum, sem fram undan eru, en
þvi miður eru þeir margir, ekki
sizt efnalega. Þingmenn okkar,
sextiu aö tölu, hafa sinar 54 þús.
kr. á mánuði, sennilega heföi
mátt fækka þingmönnum um
tuttugu. Við tslendingar erum svo
fáir.
Ég er ofurlitið hissa á þvi, að
borgarstjórinn i Reykjavik skuli
geta annað hvoru tveggja,
borgarstjórninni og þingmennsk-
unni. Hvilikt þrek, sem sá maður
hlýtur að hafa.
Jæja, ég kveð þig landfari, og
kannski fer þetta i rusla körfuna.
Einar Runólfsson”.
Góð áminning
Og hér er annaö bréfkorn um
mál, sem rætt var hér i þættinum
fyrir skömmu:
„Landfari góður.
Föstudaginn 14. april var i þætti
þinum birt varnaöarorö frá
Sauöfjárverndinni. Ekki veit ég,
hvaöa stofnun þaö er, nema ef
vera skyldi deild úr Dýravernd-
inni. Þetta var þörf áminning og
orð i tima töluö. Þó vildi ég bæta
eilitlu við, til þess að vekja
athygli á þvi, hve margir bændur
eiga i vök að verjast gagnvart
hinum skotglööu sportmönnum,
sem ekki hika við að koma jafnvel
inn á tún okkar, bænda og skjóta
þar fugla innan um lambféð i
algeru leyfisleysi. Þetta er þvi
margfalt afbrot.
Eins mætti það heyra undir
sauðfjárvernd að banna hinum
skotóðu mönnum að flæmast um
haga og afréttarlönd siðsumars,
myrðandi fugla og styggjandi
sauðfél. Ég held, að slik styggð af
manna völdum á heiðum uppi hin
siðari ár eigi verulegan þátt i þvi,
hve sauðfé rennur snemma niður
á haustin frá góðum afrétta-
gróðri. Þetta hefur aukizt mjög.
siðan menn fóru að fara um heið-
?r og afrétt á bilum. Banna ætti
allt fugladráp og skothrið á af-
rétti, að minnsta kosti þangað til
fjallferðum er lokið á haustin.
G.Ó.
Ljóð frá ungu skáldi
Og loks er hér bréf frá ungri
skólastúlku, sem er aö þreyta þá
miklu raun, sem landspróf kall-
ast, á þessu vori. Landfari vonar,
að henni gangi vel, og rökstyður
bréfiö likur til þess”.
„Kæri Landfgri.
Ég vildi byrja á þvi að þakka
ykkur fyrir allt gott á liðnum ár-
um. Timinn hefur verið keyptur
heima hjá mér siðan ég maneftir
mér (ég er 16 ára). Ég þakka þó
sérstaklega fyrir spegil Timans,
hann er sérstaklega góður, og
ekki hefur blaðið versnað siðan
það fór að koma út offsetprentað.
Jæja þá er bezt að snúa sér strax
að efninu. Ég les alltaf ljóðin, sem
þið birtið i Sunnudagsblaöinu, og
langar mig að senda ykkur hérna
eitt ljóð, sem skólabróðir minp,að
nafni Gunnar Bóasson, samdi og
hefur hann samið mörg fleiri
ásamt öðrum skólabræörum min-
um. Hér kemur ljóðið:
VIETNAM
Djöfull leikur drápshlutverk
og dansar á rauðum glóöum.
Bandi er brugðiö fyrir kverk,
og barnið kyrkt með hljóðum.
Um morðin enginn maður veit,
og enginn hefur kjaftað enn.
En hermenn komu meö hryðju-
sveit,
svo hundruðum saman féllu
menn.
Hvers vegna haga menn sér
svona,
að hengja, drepa og pina menn.
En viö skulum bara biða og vona,
að breytist hugsun manna senn.
Ég vel þetta kvæði úr hópi
margra annarra, og vona ég að
ykkur liki það.
Virðingarfyllst
Asdis Sigurðardóttir
3. bekk Landsprófs.
Túngötu 5, Húsavik.
Og þar meö lýkur Landfari
bréfabirtingu i dag.
MINNINGARSJÓÐUR
VIGDÍSAR KETILSDÓTTUR
0G
ÓLAFS ÁSBJARNARSONAR
Ákveðið hefur verið, að sjóðurinn veiti
styrk 2 læknum til framhaldsnáms, kr.
500.000.00 hvorum, sem greiðist á næstu 4
árum kr. 125.000.00 árlega.
Umsóknir ásamt upplýsingum um hvaða
sérgrein væri að ræða og aðrar upplýs-
ingar sendist formanni sjóðsins, Ásbirni
Ólafssyni, Borgartúni 33 fyrir lok júni-
mánaðar 1972.
MEINATÆKNAR
Staða meinatæknis við Sjúkrahúsið á
Selfossi er laus til umsóknar. Staðan
veitist frá 1. júli n.k. Upplýsingar um
starfið gefur ráðsmaður sjúkrahússins i
sima 99-1299, heimasimi 99-1545.
Sjúkrahússtjórn.
Starfsmenn
sumarbúða
Ungmennafélag íslands efnir til nám-
skeiðs fyrir starfsmenn sumarbúða og
sumarbúðastjóra. Námskeiðið fer fram að
Leirárskóla i Borgarfirði dagana 26. 27. og
28. mai, ef næg þátttaka fæst.
Umsóknum þarf að skila á skrifstofu
UMFÍ að Klapparstig 16, simi 12546, fyrir
15. mai.
Ungmennafélag íslands.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS
Aukatónleikar i Háskólabiói
fimmtudaginn 4.mai kl. 21. Stjórnandi
Ragnar Björnsson.
Flutt verður:
Stabat Mater eftir Dvorak.
Flytjendur: Guðrún Á. Simonar, Svala
Nielsen, Magnús Jónsson, Jón Sigur-
björnsson, óratóriukórinn og Karlakór
Reykjavikur.
Aðgöngumiðar seldir i Bókabúð Lárusar
Blöndal, Skólavörðustig 2 og i Bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur-
stræti 18.
AUGLÝSING
Með auglýsingu hinn 28. marz s.l. tilkynnti
fjármálaráðuneytið nýtt skipulag á
starfsháttum og viðtalstimum starfs-
manna fjármálaráðuneytisins. í
framhaldi af henni vill ráðuneytið minna
á, að þess er óskað, að aðilar, sem erindi
eiga á skrifstofur ráðuneytisins ákveði
simleiðis viðtalstima og beini simtölum á
sérstakan simaviðtalstima þannig:
Viðtalstimar mánudaga-föstudaga kl.
8.45—11.00 f.h. miðvikudaga kl.
17.00—19.00 e.h.
Simaviðtalstimar mánudaga-föstudaga
kl. 11.00—12.00 f.h., miðvikudaga kl.
16.00—17.00 e.h.
Utan simaviðtalstima mun simamiðstöð
sjá um að koma simaboðum til starfs-
manna og þeir þá hringja aftur til hlutað-
eigandi, þegar færi gefst og um brýn
erindi er að ræða. Simamiðstöð mun enn-
fremur aðstoða við að skipa viðtölum
starfsmanna á viðtalstima.
Fjármálaráðuneytið, 27. april 1972.