Tíminn - 29.04.1972, Qupperneq 7
Laugardagur 29. april 1972
TÍMINN
7
ÚtgcfandL Frawí6ktta rfloR-kurfnn
:: : : : :Framkv*indaatÍ6ri;: lírlStfsn BCrMídikisSútl;: RitSÚöraí'l iÞórarirth:
:::::: Þárarinsson : :!:áb)> Andtés ::Ktl*t{ánSSOrt,:: Jón: Hcigaíörty : :ltldriði :::::
G. Þorsteinsson og Tómas Karisson, Auglýsingastióri: Steirt- :
grímur Oíslason. RllsfiórnarskrilfstÞtur i íddtl'búSÍrtU/ sftnat
183ÖO — 18306. skriístofur Bapkastræti 7. — Afgrctósiusfmi
1Í313/ Auglýsíngasimi 19523, A&rar skr|fstofpr simj T8308,
Áskriftargíald kr. 128,60 á mánu&r itmanlands. í laUsasóiu
kr, 16.00 álntakið. — Ðlaóaprertt h.f. lOfítsá)
Þorvaldur gagnrýnir Geir
ERLENT YFIRLIT
Vinnur Muskie á því
að draga sig í hlé?
Wallace sakar Humphrey og McGovern um málahnupl
Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að
hörð átök eiga sér nú stað i innsta hring Sjálf-
stæðisflokksins, og skiptast menn þar i hópa
eftir þvi, hvort þeir vilja veita Geir Hallgrims-
syni eða Gunnari Thoroddsen stuðning til að
taka við forustunni. Meðal þeirra fáu þing-
manna flokksins, sem ekki hafa enn látið uppi
álit sitt i þessari deilu, er Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, enda er hann framkvæmdastjóri
þingflokksins. Þó má vel ráða af grein, sem
Þorvaldur birti i Mbl. i fyrradag, hvar hann
stendur i þessari deilu. Grein Þorvaldar fjallar
um fasteignaskattana, og er hún látin lita út
sem ádeila á rikisstjórnina. Þegar nánar er að-
gætt, verður þó ljóst, að hún er fyrst og fremst
ádeila á Geir Hallgrimsson.
í grein Þorvaldar er sérstök áherzla lögð á,
hve ranglátt sé að leggja háa fasteignaskatta á
ibúðarhúsnæði. Þetta sé ranglátt gagnvart
gömlu fólki, sem hafi með dugnaði eignazt eig-
in ibúð og verði i ellinni að greiða háa skatta af
þessari eign sinni. Þá sé þetta ekki siður rang-
látt gagnvart ungu fólki, sem leggi hart að sér
til þess að eignast eigin ibúð.
Þetta er hverju orði sannara hjá Þorvaldi.
En hvað gerir flokksbróðir hans, borgarstjór-
inn i Reykjavik? Á einum mesta ofþenslutima
sem hér hefur verið, tvöfaldar hann framlög
borgaranna til framkvæmda i þvi augnamiði
að geta réttlætt 50% hækkun fasteignaskatts.
Fulltrúar minnihlutaflokkanna i borgarstjórn
beittu sér sérstaklega fyrir þvi, að þessi hækk-
un fasteignaskattsins yrði ekki látin ná til ibúð-
arhúsnæðis. Geir Hallgrimsson skeytti þvi
engu. Hann beitti Albert Guðmundsson ofriki
til þess að koma þessari hækkun fram, i þeirri
von að geta kennt rikisstjórninni um hana.
Bersýnilegt er, að Þorvaldi Garðari geðjast
ekki að slikum vinnubrögðum. Hann er ekki
einn um það. Fátt mun verða reykviskum ibúð-
areigendum meiri áminning um, að það er
kominn timi til að skipta um forustu i borgar-
málum. Þeir hafa ekkert að gera með borgar-
stjóra, sem setur landsmálabaráttuna og
stjórnarandstöðuna ofar hagsmunum borgar-
búa.
Á Alþingi i fyrra fluttu tveir þingmenn
Framsóknarflokksins frumvarp um þá breyt-
ingu á lögum um orlof húsmæðra, að rikið
hækkaði framlag sitt til orlofsins úr 10 kr. i 100
kr. fyrir hverja húsmóður i landinu. í nýju
frumvarpi um orlof húsmæðra, sem félags-
málaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi, er þessi
tillaga tekin upp, og framlagið til orlofs hús-
mæðra þannig stóraukið. Væntanlega gengur
þetta frumvarp fram, og ætti þvi að vera hægt
að stórauka þessa merku starfsemi strax á
þessu ári.
SVO FOR, eins og spáð hafði
verið, að Edmund S. Muskie,
öldungadeildarþingmaður frá
Maine, tapaði i báðum próf-
kjörunum, sem fóru fram
siðastl. þriðjudag, eða fyrir
Humphrey i Pennsylvania og
McGovern i Massachusetts.
Muskie hefur nú dregið þá
ályktun af þessum ósigrum
sinum, að hann hefur dregið
sig i hlé og hætt þátttöku i
prófkjörunum, en hins vegar
lýst yfir þvi, að hann sé áfram
reiðubúinn að vera i framboði,
ef flokksþingið æskir þess.
Áður en Muskie hafði birt
þessa yfirlýsingu, höfðu
margir blaðamenn haldið þvi
fram, að Muskie ætti ekki
orðið aðra leið eftir, ef hann
ætti að ná útnefningu á flokks-
þinginu, en að draga sig i hlé
og biða þess, að ekki næðist
samkomulag um þá
Humphrey og McGovern, og
þvi yrði leitað til hans, þar
sem fylgismenn beggja gætu
bezt sætt sig við hann sem
frambjóðanda að þeim
frágengnum. Enn benda lika
skoðanakannanir til þess, að
Muskie sé það forsetaefni
demókrata, sem liklegast sé
til að sameina flokkinn og ná
beztum árangri i lokaglimunni
við Nixon.
1 ýmsum ameriskum
blöðum er bent á, að ósigrar
Muskies i prófkjörunum séu
þess eðlis, að þeir þurfi ekki að
spilla fyrir honum i sjálfum
forsetakosningunum. Höfuð-
orsök þeirra se', að hann ætlaði
sér of mikið, þ.e. að taka þátt i
þeim öllum, eða i 23 rikjum
alls. Til þess að heyja slika
baráttu, hafði hann hvorki
tima né peninga. Keppinautar
hans ákváðu hins vegar að
einbeita sér að aðeins fáum
prófkjörum, og hefur sú
hernaðaraðferð gefizt þeim
betur. Þeir studdust lika
meira við ákveðna hópa og
klikur i flokknum, en Muskie
hafði engan slikan kjarna að
styðjast við, þvi að hann lagði
áherzlu á að sameina flokkinn
og fá sem mesta breidd i fylgi
hans. Þetta er ekki heppileg
leið i prófkjörum, en getur
hins vegar gefizt vel i sjálfum
aðalkosningunum.
ÚRSLITIN á þriðjudaginn
urðu mikill sigur fyrir þá
MacGovern og Humphrey og
þá einkum fyrir þann siðar-
nefnda. McGovern vann
glæsilegan sigur I
Massachusetts, enda var
hann þar næstum einn um
hituna, þvi að á lokastiginu
lagði Muskie, sem var eini
keppinautur hans þar, aðal-
á'erzlu á að halda hlut sinum i
Pennsylvania. Það styrkti svo
McGovern, að hann hafði
stuðning Kennedyættarinnar.
Edward Kennedy lýsti sig að
visu hlutlausan, en ekkja
Roberts Kennedy lýsti yfir
stuðningi við McGovern, og
Kathleen dóttir hennar mætti
á kosningafundum með
honum. Vafalaust hefur
McGovern munað drjúgt um
þetta.
I Pennsylvania þurfti
Humphrey ekki aðeins að
Muskle
keppa við Muskie, sem beitti
sér aðallega þar, heldur einnig
við Wallace, og á lokastiginu
McGovern, sem taldi sig
orðinn svo öruggan i
Massachusetts, að hann gæti
einnig sinnt Pennsylvania. Þá
studdi flokksvélin Muskie.
Samt hlaut Humphrey 36%
atkvæðanna, en þeir Muskie
og Wallace 21% hvor, en
McGovern nokkru minna.
Sigur Humphreys byggðist
mjög á þvi, að hann naut fylgis
verkalýðssamtakanna og
svertingja, og naut hann þar
gamals og nýs stuðnings sins
við þessa aðila. Vafalaust á
það eftir að reynast
Humphrey áfram mikill
styrkur, að verkalýðssam-
tökin standa með honum, eða
álika fast og menntamenn og
skólafólk fylgir McGovern.
En báða skortir þá verulegt
fylgi hjá millistéttunum, þar
sem Wallace nær mestu af
fylgi sinu.
EFTIR úrslitin á þriðjudag-
inn mun aðalbaráttan i próf-
kjörunum verða milli þeirra
Humphreys og McGovern, en
Wallace mun viða gera þeim
skráveifur og jafnvel bera
sigur úr býtum. Þeir munu þó
ekki taka það nærri sér, þvi að
vitað er, að hann mun ekki
koma til greina á
flokksþinginu.
Þeir Humphrey og
McGovern munu næst leiða
saman hesta sina i Ohio og
Indiana, en þar fara prófkjör
fram næsta þriðjudag. Þá fara
einnig fram prófkjör i
Alabama og Columbiahéraði,
þar sem Washington er. Mest
athygli beindist að prófkjörinu
i Ohio, sem er eitt af stærstu
rikjunum.
Liklegar horfur eru nú þær,
að þeir Humphrey og
McGovern verði einnig
fylgissterkastir þegar á
flokksþingið kemur, eða
nánara sagt, að þeir hafi flesta
fulltrúa að baki sér. En sá
böggull mun fylgja skammrifi
hjá báðum, að hvorugur þykir
liklegur til að sigra Nixon.
Vinstri armur demokrata mun
veita Humphrey litinn
stuðning, eða jafnvel snúast
gegn honum. McGovern mun
hins vegar ganga illa að fá
fylgi hægri armsins og einnig
óháðra kjósenda, en það eru
þeir, sem ráða úrslitum.
Wallace notar nú oft vigorð i
sambandi við McGovern, sem
ýmsir telja að hitti i mark, en
það er á þá leið, að McGovern
sé það forsetaefna demókrata,
sem auðveldast yrði fyrir
Nixon að sigra. Vegna
framangreindra astæðna spá
ýmsir þvi, að hvorki
Humphrey né McGovern nái
útnefningu á flokksþinginu,
heldur berist böndin þar að
þriðja manni, og eru nú helzt
tilnefndir þeir Muskie og
Kennedy. En margir óttast þó,
að slysið sem Kennedy lenti i
fyrir fáum árum, verði honum
mikill fjötur um fót, og liða
þurfilengri timi frá þvi, ef hann
eigi að reynast sigursæll i
forsetakosningum. Hingað til
hefur Kennedy gert sér þetta
ljóst.
ÞÓTT einkennilegt megi
virðast, hafa striðsatburðirnir
i Vietnam ekki enn sett veru-
legan svip á kosningabar-
áttuna i Bandarikjunum.
Ástæðan er sú, að forsetaefni
demokrata virðast alveg eins
reikna með þvi, að Nixon verði
búinn að ná samkomulagi i
Vietnam fyrir forsetakosning-
arnar, og það geti orðið vatn á
myllu hans. Þeir hafa þvi
næstum eingöngu einbeitt sér
að innanlandsmálum, og þá
fyrst og fremst skattamálum
og verðlags- og kjaramálum.
Wallace getur þvi með veru-
legum rétti sagt, að þeir
Humphrey og McGovern séu
búnir að stela stefnunni sinni,
en hann hefur siðustu dagana
einkum deilt á McGovern
fyrir málahnup K Þvi verður
ekki heldur neitað, að mál-
flutningur Wallace og sigur
hans i Flórida hefur sett
mikinn svip á kosningabar-
áttuna siðan. Þar hóf Wallace
sóknina gegn hinum háu
sköttum, sem almenningur
yrði að bera, meðan auðmenn
og auðhringar fengju alls
konar skattaundanþágur.
Wallace hét þvi að rétta hlut
hins óbreytta borgara og
afnema sérréttindi auðmanna
og auðhringa, sem réðu alltof
miklu um vinnubrögð
stjórnarinnar og þingsins i
Washington. Humphrey og
McGovern hafa greinilega
orðið þess varir, að þessi mál-
flutningur Wallace hefur
fallið i góðan jarðveg, og þvi
hafa þeir reynt að þvo hendur
sinar og bergmálað sum vig-
orð hans. Ekki sizt hefur
McGovern gert þetta og orðið
betur ágengt, þvi að viður-
kennt er, að hann hafi verið
valdameiri I Washington en
Humphrey og Muskie.
Þ.Þ.
Þ.Þ.