Tíminn - 29.04.1972, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Laugardagur 29. apríl 1972
Laugardagur 29. april 1972
TÍMINN
9
Þ.M. SKRIFAR
Frá
Steingrímsfirði
Sé hugsað tvo óratugi fram i
timann, finnst vafalaust mörg-
um, að þangað sé langt að lita og
að margt muni fært á afrekaskrá
þeirra ókomnu ára, sem á milli
liggja. En ef um sama veg er
skyggnzt að baki, litur myndin
öðruvisi út. Hin horfnu ár virðast
oft svo nærri, að undrun vekur,
þegar þau eru talin. Og afreka-
skráin — já, hjá sumum hafa þau
gufað upp ellegar sokkiö, að þvi
er virðist litbrigðalaust, jafnvel
þótt fótmáhn hafi flækzt um
furðulegustu stiga.
Mér finnst, að naumlega geti
verið liöið á þriðja áratug siðan
Karl Loftsson, ljóshærður
greindarpiltur, sonur Helgu Jóns-
dóttur og Lofts Bjarnasonar, sat á
skólabekk, nemandi minn norður
á Hólmavik. En þetta er þó veru-
leiki, og ekki dagdraumur, að
hann er staddur hér i höfuðborg-
inni, þrjátiu og fimm ára gamall
maður, oddviti Hólmavikur-
hreppps og forsvarsmaöur byggð-
ar sinnar á þingi sveitarstjórnar-
manna, sem háð er hér i höfuð-
borginni þessa dagana.
Karl rekur verzlun á Hólmavik,
er kvæntur Valdisi Ragnars-
dóttur og eiga þau saman þrjár
dætur.
Ég tók við oddvitastörfum af
Hans Sigurðssyni, sem lézt
snemma á þessum vetri.
Frá okkur þar heima eru flest-
ar fréttir góðar hvað snertir at-
vinnuhætti og afkomu manna.
Veðrátta hefur verið með ein-
dæmum góð, bæði til sjávar og
sveita. Suðlægir, hlýir vindar
hafa leikið um byggðina flesta
daga og varla hægt að segja, að
hafátt hafi látið á sér bæra.
Sjö rækjubátar ganga frá
Hólmavik, og er afli þeirra unn-
inn hjá frystihúsi Kaupfélags
Steingrimsfjarðar. Þar vinna að
jafnaði 40—50 manns á vertiðinni,
og er þá til skila haldið öllu þvi
vinnuafli, sem þorþíð og nágrenni
þess hefur upp á að bjóöa.
Tvær rækjupillunarvélar af
danskri gerð eru i frystihúsinu, og
vinna þær stöðugt sex sólarhringa
vikunnar. Veiðileyfi hafa bát-
arnir til samans 30 tonn á viku.
Meira er ekki hægt að taka á
móti.
t þorpinu eru nú heimilisfastar
312 sálir, miðað við ibúaskrá 1.
des. 1971, en siðan hafa flutzt i
hreppinn um tuttugu manns, sem
ennþá hafa ekki fengið skráð lög-
heimili.
Síðastliðið haust fóru nokkrir
bátar á handfæri um tima og öfl-
uðu ágætlega, en mannafli er ekki
fyrir hendi til þess að halda út
fleiri bátum en þeim, sem stunda
rækjuveiðar.
Nýlega heyrði maður það i
fréttum, að i ráði sé að hleypa
rækjuveiðiflota Isfirðinga á miðin
austan við Horn. Hér mun vera
um að ræða 54 báta, sem þá
veiddu á sömu slóðum og bátarnir
frá Steingrimsfirði.
Hætt er viö.að þessi ráðstöfun
Karl Loftsson.
mundi þýða ofveiði, og um leið
eyðileggingu þessara miða, sem
aftur mundi hafa i för með sér
ennþá frekari fólksfækkun á
Ströndum, þvi að lifsafkoma
þeirra, sem við sjávarsiðuna búa,
byggist að mestu á þessum at-
vinnuvegi. Þetta yrði þvi aðeins
stundarhagur Isfirðinga, keyptur
svo dýru verði, að tæpast verður
þvi trúað, að þvilik firra verði lát-
in koma til framkvæmda.
Aflaverðmæti upp úr Stein-
grimsfirði nam frá þvi um miðjan
ágúst i sumar, fram til janúar-
ioka i vetur, lauslega áætlað 10
milljónum króna, og er hér átt við
óverkað hráefni.
Um landbúnaðinn i Steingrims-
firði er það að segja, að árin 1969
og 1970 voru fremur erfið vegna
kalskemmda á ræktaðri jörð. En
á siðastliðnu sumri var heyfengur
i góðu meðallagi og nýting heyj-
anna ágæt. Annars valda óþurrk-
ar Strandamönnum ekkijafnþung-
um búsifjum og mörgum öðrum
búandi mönnum, sökum þess hve
votheysverkun er hjá þeim mikil
og fullkomin.
Sumarhagar fyrir sauðfé eru
m jög góðir i dölunum inn af Stein-
grimsfirði og i umhverfi hans,
enda fallþungi dilka mikill. Á síð-
asta hausti var slátrað i slátur-
húsi kaupfélagsins á Hólmavik
niu þúsund fjár, og var meðalvikt
dilkskrokkanna 17 1/2 kg.
A flestum bæjum er margt tvi-
lembt, sums staöar allt upp i 80%
ánna. Einn bóndi lagði t.d. inn á
fimmta hundrað dilka og fékk i
meðalvikt 18 kg.
Jú, þvi verður ekki neitað, að
þrátt fyrir þessi hagstæðu
skilyrði frá náttúrunnar hendi,
hefur byggðin viða dregizt saman
og annars staðar lagzt i eyði.
Þessi brottflutningur fólksins
hefur i för með sér aukna erfið-
leika fyrir þá, sem eftir sitja.
Framkvæmdir verða seinunnari
og viðhorf löggjafans til aukinna
fjárframlaga og uppbyggingar
neikvæðara.
Eyðijarðir eru að visu flestar
nytjaðar að einhverju leyti af ná-
grönnum viðast hvar, en það er
þó allt annar svipur yfir þeim við-
brögðum, en ef þær væru
myndarlega setnar af góðbænd-
um.
Um skeið leit svo út sem Selár-
dalur mundi allur fara i eyði og
ekkert fólk hafa þar lengur bú-
setu. En svo fór þó ekki. Bræður
tveir, einhleypir menn, Jóhann og
Tómas, synir Rósmundar, sem
lengi bjó á Gilstöðum, hafa gott
sauðfjárbú á Geirmundarstöðum.
Astæður fyrir brottflutningi
fólksins? Sjálfsagt eru þær marg-
ar. Hjá einum þetta og öðrum
hitt.
1 norðurhluta sýslunnar eru oft
snjóþungir vetur, svo að sam-
göngur eru erfiðar langtimum
saman. Nútiminn höfðar til fé-
lagshyggjii fólksins, sérstaklega
þeirra, sem ungir eru. Þá hefur
einnig rafvæðing dregizt i nyrstu
byggðunum, svo að annað
tveggja verður fólkið að una
gömlum háttum ellegar starf-
rækja dýrar vélar til orkufram-
leiðslu.
Námsaðstaðan i dreifbýlinu er
mjög erfið. Unglingar, sem lokið
hafa skyldunámi, eiga þann kost
einan að sækja skóla i önnur hér-
uö, vilji þeir njóta framhalds-
menntunar. Mörgum heimilum er
fjárhagslega ofvaxið að koma
unglingum til náms á þennan
hátt, og kjósa þvi þann kost,
fremur en gefa allt á bátinn, að
flytjast burt og setja sig niður
nærri einhverri menntastofnun.
Nú i hálft annað ár hefur
læknisþjónusta verið góð i
Hólmavikurhéraði og hún þvi
ekki spilað undir heimanflutning
manna. Hvernig þau mál ráðast i
framtiðinni, er svo önnur saga, og
ekki að fullu sögð.
Hólmavikurlæknishérað hefur
þegar fengið leyfi fyrir byggingu
nýs'læknisbústi á Hólmavik, og
er ákveðið að hefja þær fram-
kvæmdir á þessu ári, takist að fá
ötulan og hæfan byggingameist-
ara til að standa fyrir verkinu.
Ekkert mun til þess sparað, að
bygging þessi verði vönduð og
hagkvæm, þannig að sá læknir,
sem veita vill héraðinu þjónustu
sina, hafi eins fullkomna starfs-
aðstöðu og aðbúð alla, sem mögu-
legt er að skapa á þessum stað.
Okkur er ljóst, að eitt af stærstu
hagsmunamálum byggðarinnar
og skilyrði þess, að hún standi
áfram og þróist á eðlilegan hátt,
er það, að fólkið eigi kost fullkom-
innar heilsugæzlu.
A fundi sveitarstjórnarmanna i
Strandasýslu, sem haldinn var á
Hólmavik 22. okt. 1971 var sam-
þykkt tillaga um heilbrigðismál
þess efnis, að heilsugæzlustöð
verði staðsett á Hólmavik, sem
þjóni jafnframt Hólmavikurhér-
aði, Djúpuvikurlæknishéraði og
Reykhólalæknishéraði.
Á það var bent, að verði bætt
akvegasamband um Austur-
Barðastrandarsýslu, og snjóbill
hafður að vetri, til ferðalaga um
fjallvegi milli Barðastrandar-
sýslu og Strandasýslu, þá er
vegalengdin af vegamótum i
Geiradal um Tröllatunguheiði til
Hólmavikur 40 km, en um Kolla-
búðaheiði frá Kollabúðum 30 km.
Barðstrendingum yrði þessi skip-
an mála þvi hagkvæm jafnt sem
Strandamönnum.
Ibúar Strandasýslu hafa haft
læknisþjónustu innan sýslunnar
siðastliðin 80—100 ár, og yrði þvi
aö kalla sem til baka væri gengið,
ef heilsugæzlustöð verður ekki
staðsettá Hólmavik i framtiðinni,
og öll heilbrigðisþjónusta aukin i
samræmi við kröfur timans.
Annað höfuðviðfangsefni yfir-
standandi tima er að fá skólamál-
um héraðsins skipaö, að viö
megi una, og að fólk þurfi þeirra
orsaka vegna ekki að hörfa frá
staðfestu i byggð sinni.
A fundi fræðsluráðs Stranda-
sýslu, sem haldinn var á Hólma-
vik 29. febrúar s.l. og á voru
mættir, auk fræðsluráðsmanna,
oddvitar, skólastjórar og skóla-
nefndarformenn sýslunnar, voru
samþykktar mjög ákveðnar og
einhuga tillögur i þessum málum,
þar sem meðal annars var gert
ráð fyrir/að komið yrði upp mið-
skóla gagnfræðastigs á Hólma-
vik, sem gæti tekið við nem-
endum á þvi stigi úr þeim hrepp-
um sýslunnar, sem þess óska.
1 Hólmavikurhr. eru ymsar
framkvæmdir fyrirhugaðar. Lýst
hefur verið eftir heimilisfeðrum,
sem koma vildu sér upp húsnæði
á vegum Byggingasjóðs verka-
manna, og hafa þegar borizt tiu
umsóknir, flestar frá ungu fólki,
sem setjast vill að heima.
Þá hefur hreppurinn fest kaup á
jörðinni Viðidalsá, sem á dögum
hjónanna Þorsteinsinu Brynjólfs-
dóttur og Páls Gislasonar, var
eitt af bezt setnu myndarbýlum i
Strandasýslu.
Frá Hólmavik.
1 flestum ám, sem falla að ósi i
Steingrimsfjörð er talsverð veiði,
lax og silungur.Selá er vatnsmest
þeirra. 1 hana gekk áður mikil
bleikja og á seinni árum hefur
orðið vart við dálitið af laxi.
Ég hef á það minnzt, að heil-
brigðis- og menntamál — hvernig
þau ráðast — geti valdið straum-
hvörfum i framtið byggðarinnar
við vestanverðan Húnaflóa. Hún
er ekki sterk fyrir þessa stundina,
en að hún leggist i eyði, verður að
teljast hæpið að sé hagkvæm þró-
un fyrir þjóðfélagsheildina. —
Það fólk, sem ennþá byggir þess-
ar sveitir, skilar framleiðsluverð-
mæti hátt á annað hundrað
milljóna króna árlega i þjóðar-
búið, og er vafasamt, aö á ýmsum
þeim stöðum, sem betur kallast i
sveit settir og meiri fyrirgreiðslu
njóti, skipi hver einstaklingur
betur rúm sitt á þjóðarskútunni.
— Svartsýnn?
— Ja, hvers vegna ætti ég að
vera svartsýnn?
Sagan sýnir þaö, að þótt harð-
æri liðinna alda hafi orðið mörg-
um Islendingum að aldurtila, hef-
ur alltaf verið lifvænt á ströndinni
vestan Húnaflóans. Og hver vill
nú, á timum velmegunar, standa
að þvi, að þessi byggð leggist i
eyði?
Sveitarstjórnir og þeir, sem
fara með sameiginleg mál fólks-
ins heima i héraði, vilja samhuga
að þvi vinna, að byggðin þróist og
ungt fólk hafi möguleika til að
setjast þar að og standa föstum
fótum til jafns við aðra þegna
þjóðarinnar á fjölbýlli stöðum.
Þvi verður ekki að óreyndu trú-
að, aö yfirstjórn þjóðfélagsins
noti vaid sitt til aö draga úr fram-
kvæmdaþreki og athafnavilja
fólksins, með þvi aö synja um
nauðsynlega fyrirgreiðslu og
leggi þannig dauða hönd yfir
byggð, sem frá nátturunnar hendi
býður upp á mikla möguleika, að
fólk geti lifað farsælu menningar-
lifi.
Þ.M.
Þjóðleikhúsið:
SJÁLF5TÆTT FÓLK "
Þættir úr lífi Bjarts i Sumarhúsum
Fært i leikform af höfundi
og Baldvini Halldórssyni
Leikstjórn: Baldvin Halldórsson
HALLDÓR LAXNESS
Leiktjöld: Snorri Sveinn
Ólafur i Yztadal segir á einum
stað: „Bakteria er þó alltaf
bakteria, það hélt ég hver maður
gæti sagt sér sjálfur”. 1 sömu
ræðu kemst hann lika svo að orði:
„Fóður er alltaf fóður, en það er
engu að siöur munur á fóðri og
fóðri...”. Nú vildi ég leyfa mér að
heimfæra þetta upp á það andlega
fóður, sem leikhúsin i höfuðborg-
inni hafa gefið okkur i svo rikum
mæli á liðnum leikárum. Mjög er
sú andlega fæða misjöfn að gæö-
um. Sjálfstætt fólk veröur senni-
lega alltaf talið stórbrotið skáld-
verk, en þaö er ekki þar með sagt,
aö úr innviðum þess sé kleift að
gera gott, stilhreint og ramm-
byggilegt leikhúsverk.
Halldór Laxness er svo óvið-
jafnanlegur afreksmaður i skáld-
sagnagerð, að vel væri verjandi
að likja list hans við hvitagaldur
eöa fjölkynngi. Þar sem sumt af
þvi, sem hann gerir virðist næst-
um þvi vera mannlegum mætti
Friðriksson
ofvaxið, dettur manní helzt i hug,
að hér sé ekki venjulegur
mennskur maður að verki, heldur
mikill særingamaður, sem kynni
ef til vill að vera niðji Kólumkilla
hins irska. Margt er likt með
skyldum, Irum og Islendingum.
Þótt Halldór Laxness og Baldvin
Halldórsson hafi leitt persónur
skáldsögunnar fram á sjónarsviö,
er það freklega ofsagt eins og
stendur i leikskránni, að þeim
hafi þar með tekizt að færa hana i
frambærilegt leikform eða bún-
ing, sem sómir sér vel á leiksviöi.
Það tjóar ekki að skáka i þvi
skjóli, að okkur vanti hér viti til
varnaðar og nægir þá að nefna
Islandsklukkuna, Kristnihald
undir Jökli, Svartfugl og Atóm-
stöðina. (Segja má þó að það hafi
ekki verið alls kostar óverjandi
að flytja Islandsklukkuna á frum-
býlingsárum Þjóðleikhússins).
Engin tilraun er gerð til að
ljá sýningunni samhegni, stig-
anda, samfellda rás atburöa né
sniða henni þann þrönga stakk,
sem sjónleikjum hæfir, hvað þá
bóli á viðleitni til að loka, þó ekki
væri nema til hálfs, flóðgáttum
eða veita glitrandi flaumi
gullvægra setninga skáldsögunn-
ar i svo þröngan farveg, aö allt
það, sem sjónleik er til óþurftar
eða trafala flæði yfir bakkana.
Nú væri fróðlegt að vita, hvort
„leiðandi” leikhúsmenn og
helztu forkólfar islenzkrar leik-
menningar hyggist gera „bylt-
ingu” og skapa nýja og frumlega
liststefnu meö þvi aö láta skáld-
sagnahöfunda eða aðra sviðhæf-
ingarmenn endursegja islenzkar
skáldsögur og umsemja fyrir
leiksvið. Haldi Ha lldór Laxness
eöa aðrir skáldsagnahöfundar
áfram að tröllriða islenzkum leik-
húsum mun hér með timanum
ekki aðeins skapazt „háþróuö”
listgrein, heldur munu einnig hér-
lend leikhús fara aö þjóna öðru
hlutverki en þeim var upphaflega
ætlað. Væri jafnvel ekki ráð að
leggja leikhús niður i núverandi
mynd, en koma á stofn stórvirk-
um sviðhæfingarverum i þeirra
stab. Mér er spurn hvort leikhús-
menn okkar hafi ekki samvizku-
bit að halda svona grimmt fram
hjá Þaliu okkar blessaöri.
Enda þótt fjölmargir kaflar
skáldsögunnar hafi verið rétti-
lega felldir niður, hefði mátt
ganga enn lengra i þeim sökum
og draga efnið rækilégar saman
heldur en raun er á. Það mun
vera flestum ef ekki öllum mönn-
um ofviða að semja sjónleik upp
úr Sjálfstæðu fólki svo nokkur
mynd verði á, og eru þá ekki fjöl-
hæfustu snillingar undanskildir.
Hitt er svo annað mál, að sitthvað
hefði máttfæra til betri vegar eöa
lagfæra i þessari ankannalegu
„.leikgerð”, ef sviðhæfingar-
mennirnir hefðu búiö yfir meiri
glöggskyggni, útsjónarsemi og
næmleika. Nú ætla ég að gerast
svo bíræfinn að benda á nokkrar
breytingar, sem hefðu að mínu
viti orðið til ótviræðra bóta. Bezt
heföi verið að láta sýninguna
byrja á brúðkaupi Bjarts og Rósu
og sleppa alveg fyrsta atriðinu,
enda kemur það nægilega glöggt i
ljós i brúðkaupsveizlunni, að
Bjartur ætli að fara að hefja sjálf-
stæðan búskap að Sumarhúsum.
Þriðja og fjóröa atriði hefði mátt
gera að einu atriði án teljandi fyr-
irhafnar. Áttunda atriðiö eða
heimkoma Bjarts eftir sögufræga
eftinleit hans hefði lika mátt
missa sig, þar sem það nýtur sin
engan veginn á leiksviði. Bjartur
skýrir nægilega frá þeim voveif-
legu atburðum, sem gerðust að
Sumarhúsum á meðan hann var
aíheiman, i næsta atriði á eftir,
þegar hann biður hreppstjóra-
maddömuna á Útirauðsmýri
ásjár. Tiunda atriðið, þegar
Guðný ráðskona blæs lifi i Ástu
Sóllilju, hefði ennfremur mátt
niður falla, þar sem þessi stúlku-
kind kemur mjög áþreifanlega
við sögu, þegar fram i sækir.
Tólfta atriðið, eða likmenn öðru
nafni, svo og tuttugasta og fyrsta
atriðið, eða stóra systir aö húsa-
baki, öðru nafni, eru lika óþörf,
vegna þess að þau hafa engin
áhrif á gang mála né framvindu
sýningarinnar. Hefði ekki lfka
verið leikstjórnarlega farsælla að
draga saman i eitt atriði mestallt
spjall bænda um skepnur og veö-
ur, stjórnmál og skáldskap, fyrir-
brigöi náttúrunnar og fleira?
Slikar breytingar heföu áreiö-
anlega stytt manni myrkursetuna
löngu. Sannieikurinn er sá, að
Halldór Laxness ogBaldvin Hall-
dórsson hafa hvorugir r.ógu næmt
auga fyrir þvi, hvaða kaflar
skáldsögunnar eru leikvænlegir
og hverjir eru það ekki. Hrifandi
frásögn, dýrleg lýsing og jafnvel
fjörugustu samræður i skáldsögu
geta glatað seiðmagni, lit og lifi
við það hnjask eða rót sem fylgir
jafnan flutningi listforma á milli.
Sviðhæfing er þviekki á allra færi
og æskilegast væri, aö höfundur-
inn sjálfur kæmi þar hvergi
nærri, vegna þess aö málið er
honum ekki aðeins of skylt heldur
vill það lika stundum brenna við,
að slikum manni þyki helzti vænt
um eigin orð og persónur og eru
þá ekki vönkuðustu afkvæmin
undanskilin. Væri ekki nær aö
reyna að gera fyrir sjónvarp
framhaldsmyndaflokk úr skáld-
verkum Halldórs Laxness og ann-
arra islenzkra rithöfunda i stað
þess að vera að þessu vonlausa
brölti? Spyr sá, sem veit.- Tækist
slikt vel væri ef til vill mögulegt
að koma sllkri framleiðslu á
heimsmarkað bæði höfundunum
og allri islenzku þjóðinni til auk-
innar viðurkenningar og veg-
semdar.
Róbert Arnfinnsson hefur oft
áður átt glæstari leikstundir held-
ur en nú i hlutverki Bjarts. Það er
engu likara en, að persónusköpun
hans sé ekki enn fullkomlega lok-
ið. Mismæli henda hann oftar en
góðu hófi gegnir um jafnhlut-
gengan og gáfaöan leikara sem
Róbert I rauninni er, en vonandi
stendur þetta allt til bóta, þegar
sýningum fjölgar. Margt af þvi,
sem miöur fer, má eflaust rekja
til of naums æfingartima. Róbert
tekst bezt upp þegar Rauðsmýr
armaddaman og hann gera upp
sakir sinar, svo og lokaatriði sýn-
ingarinnar.
Þótt ofsagt sérað Þóra Friðriks-
dóttir geri hlutverki sinu tæmandi
skil, þá stendur samt allhressi-
legur gustur af öllum leik hennar
og látbragði. Um Val Gislason er
það að segja, að hann fer á svo
fágætum kostum, að hann á
athygli manns og aðdáun óskipta,
þá átuttu stund, sem hann hefur
sviðsfjalir undir fótum sér. Nina
Sveinsdóttir (Hallbera) og Briet
Héðinsdóttir (Asta Sóllilja - full-
orðin) eru metfé , hvor á sina
öruggu og næstum óskeikulu visu.
Sú síöarnefnda á sínn stóra híut í
ágæti lokaatriðisins, og sannast
það hér sem oftar, að litil hlut-
verk geta ekki síður en stór veitt
QJIÖC^IÖ®
GAGNRÝNI
leikendum tækifæri til glæsilegra
tilþrifa.
Rúrik Haraldsson bregöur upp
bráðlifandi mynd og broslegri af
Jóni hreppsstjóra og bætir um
leið ekki svo litlu við persónu-
gerðasafn sitt, sem var þó allálit-
legt að vöxtum fyrir.Túlkun Guð-
rúnar Alfreðsdóttur (Rósu),
Hildu Klöru Þórisdóttur (Asta
Sóllilja 13 ára) Jóns Laxdals
(kennarinn) og Sigurðar Skúla-
sonar I hlutverki ókunnugs manns
einkennist af einlægni,látleysifen
misrikri innlifun, sem komin er
undir þroska og reynslu hvers og
eins.
Þótt leiktjöld Snorra Sveins
Friörikssonar beri talsverðu list-
fengi og vandvirkni gott vitni, þá
eru þrengslin i baöstofunni i
Sumarhúsum slik, að leikendur
eru iðulega dæmdir til kyrrstöðu
eða þrásetu og gerir það þeim
vitanlega æði erfitt um vik og úti-
lokar m.a. blæbrigði og leikbrögð,
sem mætti auðveldlegar beita á
viðari vettvangi.
Að lokum langar mig að ráð-
leggja lesendum minum að lesa
Sjálfstætt fólk, hvort heldur þeir
hafa þegar gert það áður eða eigi.
Sú perla er ósvikin.
Afrek er afrek. Afmæli er
afmæli.
Halldór Þorstcinsson.
Frá sýningu i Þjóðleikhúsinu á Sjálfstæðu fólki.