Tíminn - 19.01.1973, Síða 3

Tíminn - 19.01.1973, Síða 3
Föstudagur 19. janúar 1973 TÍMINN 3 Gluggaskrcytingarnar i óðali gefa salnum skemmtilegan svip, og út svnið að sunnan er ekki amalegt — Austurvöllur, Dömkirkjan og al- þingishúsið. (Timamynd Gunnar) Odýrari matur og breytt umhverfi — í veitingahúsinu Óðaii við Austurvöli KJ—Reykjavík. Veitingahúsið óðal hefur breytt nokkuð um svip innan dyra, og jafnframt hefur matseðli staðar- ins verið breytt, og verðið iækkað, sem er ekki algengt nú á dögum. Haukur Hjaltason veitinga- maður sagði Timanum, að þeim hefði tekizt að lækka matinn með þvi að fækka starfsfölki i eldhúsi og gera matargerðina auðveld- ari, en eftir sem áður eru réttirnir Mánudaginn 22. jan. n.k. heldur Knútur Bruun 11. bókauppboð sitt i Átthagasal Hótel Sögu og hefst það kl. 17.00. A uppboðinu verða seld 100 númer svo sem venja er, og verða bækurnar til sýnis i skrifstofu fyrirtækisins að Grettisgötu 8, laugardaginn 20. janúar milli kl. 14.00 og 18.00 i Átthagasal Hótel Sögu mánudag- inn 22. jan. milli kl. 10.00 og 16.00. Meðal bóka, sem seldar verða á ljúffengir og fjölbreyttir. 1 veitingasalnum eru nú vegg- skreytingar og lampar úr tannhjólum allskonar og keðjum. Lovisa Christiansen á heiðurinn af skipulagningu breytinganna, og hún málaði jafnframt glugga- skreytingar, sem koma i stað gluggatjalda. Við innganginn i salinn blasa við gestum tvær vinámur, er hafa að geyma „Óðalsmjöð”, sem uppboðinu má nefna: Af ljóða- bókum: Sira Jón Hjaltalin, Tiða- visur yfir árin 1779-1834, Kaup- mannahöfn 1836, með kápu. Af timaritum: Skemtileg Vina- Gleði, Leirárgörðum 1797. Af ferðabókum má nefna Lord Dufferin, Letters from High Latitudes, London 1857 (1. útg.), og Nicolai Mohr. Forsög til en Is- landsk Naturhistorie, Kiöben- havn 1786 (hér eru allar 7 framreiddur er með mat i ölkrús- um, likt á enskum „pöbb”. 1 hádeginu býður Óðal gestum sinum ætið upp á einn ódýran kjötrétt, og kostar hann 225 krón- ur auk þjónustugjalds. ódýr fisk- réttur i hádeginu kostar 195 krón- ur auk þjónustugjalds. Sem dæmi um verð á sérréttum má svo nefna lambahryggssneiðar i rauðvinssósu á 375 krónur og nautasteik óðals á 575 krónur, myndirnar). Af fornritaútgáfum: Sagan af Njáli Þórgeirssyni ok sonum hans, Kaupmannahöfn 1772, og Hervarar saga og Heid- reks kongs, Hafniæ 1785. Auk ofangreindra flokka verða á uppboðinu allmörg leikrit, staða- og héraðarit, ævisögur og minningar, svo og ættfræðirit og æviskrár. Þetta er fjórða bókauppboð fyrirtækisins á þessum vetri, en ráðgert er að næsta bókauppboð fari fram i febrúarmánuði. sem var áður eitt hundrað krón- um dýrari. Nýr riddari t grein um veiðifélagsmál á vatnasvæði Langár i Mýrasýslu hér i blaðinu núna i vikunni vegur Einar Jóhannesson, bóndi á Jarð- langsstöðum, ótt og titt á báðar hendur, og verða forustumenn veiðimála (veiðimálanefnd og veiðimálastjóri) sérstaklega fyr- ir höggum hans og einnig undir- ritaður. Allur er þessi hamagang- ur Einars vegna þess að ákvæði laga um lax- og silungsveiði frá 1970 íalla ekki i kramið hjá höf- undi hinnar löngu ritsmiðar. Er þvi hernaður Einars Jóhannessonar einskonar barátta við vindmyllur. Þó örlar á skimu i öllu moldviðrinu hjá honum, þeg- ar hann i lok greinarinnar talar til þingmanna. Verð ég að óska blaðinu til hamingju með þennan nýja vind- mylluriddara. 12/1 ’73, Einar Hanncsson. Bókauppboð á mánudaginn Nú blómstra úreltu bifreiðarnar: Ford '30 kominn í framleiðslu aftur undir nafninu „Classic" Jack Faircloth i West Palm Beach i Florida var stoltur af bilnum sinujm sem var af gerðinni Ford 1930 A-módel, opUrh, fjögurra manna bill. Reyndar var billin iöngu orðinn úreltur. Billin bauð ekki upp á ncin þægindi, var illa ryðgaður, og flest öryggistæki úr lagi, og þar af leiðandi þurfti alltaf að vera að gera við hann, og von- laust virtist að halda ryðinu i skefjum. Þá var það, sem sonur Jacks, Joel að nafni, byrjaði að gera við bil föður sins með glassfíber og polysterefnum. Jóel hafði yfrið nóg af þessum efnum, þar sem hann var skemmtibáta- spiiður. Hann gerði stöðugt við bil ,f<iðunsinp ip^hjálp þessara efna og gaf þetta mjog’g'óðan árangur. Ekki leið á löngu, þar til annar maður, sem átti bifreið frá þriðja áratugnum, kom tii Joel og bað um hjálp. Svona gekk þetta koil af kolli. Joel gerði ckkert annað en að betrumbæta þessa gömlu bila með gerviefnum, sem aldrei ryðguðu. En hvers vegna ekki að fram- leiða nýja bifreið i þessum gamla stil? Þessi hugsun sótti meir og meir á Joel, og að lokum ákvað hann að hætta alveg sem báta- smiður, og ásamt föður sinum stofnaði hann fyrirtækið „Classic Industry” og um þessar mundir framleiða þeir þrjá bila á viku. Pantanir ná langt fram i timann, enda eru biladellumenn i Banda- rikjunum sjúkir i svona bila. Jack og Joel hafa ekki leyfi til að kalla bilana Ford, og þess vegna kalla þeir sina bila „Classic”. Ford nafnið er samt sem áður komið á bilana, þvi eigendurnir skrúfa yfirleitt Ford- merkið framan á bilana. Reyndar er það svo, að Þjóöverjar segja, er þeir sjá bilinn: „Þetta hlýtur að vera gamall Mercedes.” Danir og aðrir Norðurlandabúar segja strax að hér sé á ferðinni Ford, gerð A. en bað var samskonar bill, sem þau Bonnie og Clyde notuðu við flest bankaránin kringum 1930. Argerð 1972 af „Callic” vegur ekki mikið meira en Opel Rekord, en undir vélarhlifinni gefur að lita 200 hestafla Ford-vél. Lengd bifreiðarinnar er 4.10 m og breiddin 1.66 m. Það tekur bilinn aðeins átta sekúndur að ná 100 km hraða frá þvi tekið er af stað (Ford A árgerð 1930 þurfti 43 sekúndur) og hámarkshraðinn er 165 km. „Classis” er afgreiddur sem tveggja eða fjögurra sæta, og verðið i Florida er i kringum 650 þúsundir islenzkar krónur. -Þó. Argerð 1972 af „Classic” (Ford A) —sem nú er I framleiöslu. Gallar núverandi vísitölukerfis 1 ritstjórnargrein Þjóðviljans I gær er rætt um vísitölumálið og hugsanlegar breytingar á þvi, en eins og kunnugter, hefur rikisstjórnin óskað eftir ákveðnum breytingum á visitölunni, sem kjararáðstefnu ASt fjallaði m.a. um i siðustu viku. Æ fleiri gera sér Ijóst, að meinlegir gallar eru á visi- tölukerfinu, og eykst þeirri skoðun nú fylgi, að breyta þurfi þessu kerfi og sniða af verstu agnúana. Um galla núverandi visi- tölukerfis segir leiðara- höfundur Þjóðviljans m.a.: „Það má nefna sem dæmi, að þegar strætisvagnafargjöld hækka I Reykjavik, hefur það áhrif á visitöluna — ekki bara i Reykjavik, heldur kemur sú hækkun hreinlega til góða i kaupgreiðsluvisitölunni um . allt land. Það dæmi má enn nefna, að hækkun áfengis og tóbaks, svipuð þeirri, sem nú var gerð nýlega, um 300-400 milljónir króna, vegur það sama i visitölunni og hækkun söluskatts, sem gæfi rikissjóði þrisvar sinnum hærri upphæð i tekjur, en söluskatturinn væri að sjálfsögðu miklu við- tækari skattheimta. Það má og nefna, að núverandi við- miðunargrundvöllur skapar mikil vandamál, þegar visi- tölustöðvun er ákveðin eins og hér á landi siðustu misseri.” Þá vitnar Þjóðviljinn I grein, sem Sigurjón Péturs- son, varaformaður Trésmiða- félagsins, hefur ritað um visitölumklið, en þar segir Sigurjón m.a.: Verður að vera krafa verkalýðshreyfingarinnar að breyta vfsitölukerfinu „Eins og visitalan er reiknuð nú, er hún einn helzti hemillinn á launa jöfnuði. Hækkun á launum láglauna- fólks, sem undantekningar- litiö vinnur við framleiðsluat- vinnuvegina, er vegna gagn- verkana visitölunnar á ör- skömmum tima búin að tryggja hálaunafólki tvisvar eða þrisvar sinnum meiri kauphækkun en lágtaunafólkið fékk...Það, að visitalan skuli vega alla þætti meðal- neyzlunnar jafnt, er höfuðgalli hennar. Aö benzin skuli vega jafnþungt i hlutfalli við neyzlu og mjólk, er I sjálfu sér hróp- legt misræmi. Að brennivfn skuli á sama hátt vega jafn- þungt og neyzlufiskur, er frá- leitt. Fyrir þá fjölskyldu, sem notar Iaun sin til brýnustu lifs- framfærslu, er físitalan þvi ranglát, af þvi að hún vegur ekkert þyngra nauðsyn- legustu neyzluvörur en miður nauðsynlegar vörur. t sjálfu sér er visitölukerfið svo frá- leitt að uppbyggingu, að það verður að vera krafa verka- iýðshreyfingarinnar að breyta þvi. Að halda dauðahaldi i svona visitölukerfi og telja röskun þess til höfuöglæpa, þjónar örugglega ekki hags- munum verkafólks. Það Aferður að vera krafa verka- lýðshreyfingarinnar, aö visi- talan tryggi, betur en hún gerir nú, hag þeirra, sem aöeins hafa fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, og það verður einnig að vera krafa verka- lýðshreyfingarinnar.að enginn fái verðhækkanir margfald- lega bættar, þvi að það eykur aðeins á ójöfnuð i þjóð- félaginu. Þess vegna á verka- lýðshreyfingin að beita sér fyrir breytingum á visitölu- kerfinu.” -TK.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.