Tíminn - 19.01.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.01.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 19. janúar 1973 Þorsteinssonl GKIU) MÚI.I.KR, cfta „Bomber”, eíns og hann er kallaöur i V-Pý/.kalandi. Tekst honum aö koma knettinum i netiö hjá Ajax? Ajax og Bayern AAíinchen mætast í Evrópukeppni meistaraliða — Gerd A/luller og Johan Cruyff verða í sviðsljósinu, þegar beztu félagslið heims mætast í 8-liða úrslitunum iö frá Vestur-Þý/.kalandi, Bay- ern Munehcn, sem á sex fasta landsliösmcnn i v-þý/ka lands- liöinu, sem er núverandi Kvrópumeistari landsliöa. Meö Bayern leika t.d. Beekenbaucr, var kosinn knattspyrnumaður Kvrópu 1972, og Gerd Miiller, sem fékk gullskóinn fyrir aö vera markhæsti leikmaöur Kvrópu 1972. Meö Ajax lcikur he/ti knattspyrnumaöur heims, Jolian C'ruyff. sem er hreinn galdramaöur meö knöttinn. Ajax er talið bc/ta félagslið lieinis i dag. Liðið sigraði Kvrópukeppni meistaraliða 1971 og 1972; 1971 vann liöiö Pana- thinaikos i úrslitaleik á Wemb- ley 2:0. 1972 vann liðið Inter Mil- an i úrslitaieik i Rotterdam 2:0, liöiö lék einnig til úrslita 1909, en þá tapaöi þaö fyrir A.C. Milan i Madrid 1:4. Bayern Munchen hefur veriö bezta félagsliö Vestur-Þý/ka- lands undanfarin ár, og hefur lélagiö einu sinni sigrað Kvrópukeppni bikarmeistara, þaö var áriö 19(17, en þá sigraði liöiö úrslitaleik gegn Rangers 1:0 i Nurmberg. Eftirtalin lið leika saman i Evrópukeppnunum þremur — leikir liðanna eiga að fara fram 7. til 21. marz n.k. Kvrópukeppni meistaraliöa: Ajax—Bayern Miínchen Dynamo Kiev—Real Madrid Juventus—Ujpest Dozsa Spartak Trnava—Derby Kvrópukeppni bikarhafa: Hibernian—Hajduk Split Schalke 04—Sparta Prag Leeds—Rapid Búkarest Spartak Moskva—A.C. Milan UKFA-bikarkeppnin: Liverpool—Dynamo Dresden Tottenham—Vitoria Setubal Kaiser- slautern—Mönchengladbach OFK Belgrad— T wente Entschede Tvö bc/tu félagslið heimsins i knattspyrnu hafa drcgizt saman i S-liöa úrslitum i Kvrópukeppni ineistaraliöa. Þaö eru Ajax Amsterdam, Kvrópumeistarar tvö undanfarin ái; og stjörnulið- JOHAN CRUYFF fær erfitt hlut- verk, þegar hann leikur gegn Bayern, nefnilega að reyna að komast fram hjá Beckenbauer og Co. VIGGÓSIGURÐSSONSÝNDI STJÖRNULEIK GEGN ÍR - hann skoraði fjögur mörk í röð í síðari hálfleik, og var hann maðurinn á bak við góðan sigur Víkingsliðsins,sem sigraði ÍR 21:18 Viggó Sigurðsson, ungur og efnilegur handknattleiksmaður úr Víking, var maðurinn á bak viö góöan sigur liös sins gegn ÍR f 1. dcild íslandsmótsins i handknatt- leik. Viggó skoraði fjögur mörk i röö fyrir lið sitt i siðari hálflcik — miirk sem réöu úrslitum ieiksins. Ilvaöeftir annaö brauzt hann lag- lega i gegnum iR-vörnina og skoraöi. Þá vakti athylgi mark- var/la Kiriks Þorsteinssonar, hins kunna knattspyrnumanns en hann varöi oft meistaralega skot af linu og úr hraöupphlaupum. Meö þessum sigri, er Vikingsliöiö komiö i annaö sæti i 1. deildar- keppninni. Vikingur og 1R stilltu upp sinu sterkasta strax i byrjun leiksins á miðvikudagskvöldið. Það var greinil., að leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir liðin. Eftirtaldir leikmenn byrjuðu inn á : íR:Geir Thorsteinsson, Ólafur Tómasson, Þórarinn Tyrfingsson, Gunnlaug- ur Hjálmarsson, Vilhjálmur Sigurgeirsson, Jóhannes Gunn- arsson, og Brynjólfur Markússon. Vikingur: Rósmundur Jónsson, Guðjón Magnússon, Jón Sigurðs- son, Einar Magnússon, Sigfús Guðmundsson, Páll Björgvinsson og Stefán Halldórsson. Brynjólfur skoraði fyrsta mark leiksins á 2. min., en Stefán Halldórsson jafnaði fyrir Viking 1:1 rétt á eftir. Þegar 10 min. voru liðnar af leiknum, var staðan orð- in 4:4. Þá skoruðu þeir Þórarinn og Gunnlaugur fyrir IR, og breyttu stöðunni i 6:4. Viggó Sigurðsson skoraði næsta mark leiksins og minnkaði muninn i 6:5. Um miðjan hálfleikinn skeði at- vik, sem greinilega fór i skapið á IR-liðinu. Það var i sókn, og Brynjólfur var með knöttinn, þegar hann var sleginn úr hönd- unum á honum og ekkert dæmt. Vikingsliðið brunaði upp völlinn og skoraöi 6:6. IR-ingar mót- mæltu og það, sem fór með IR-lið- ið, var að leikmenn liðsins voru að mótmæla allan leikinn, nokkuð sem fer i taugarnar á dómurum. IR-liðið fékk dómarana á móti sér, og var það ekki til að lifga upp andann i liðinu. Staðan i hálfleik var 11:10 fyrir Viking og leikurinn hélzt jafn i byrjun siðari hálfleiksins. Þá máttisjá tölur eins og 11:11, 12:12 og 13:13, en þá reyndu IR-ingar ótimabært skot, og Vikingur komst yfir 16:13. 1R minnkaði muninn i 16:15, og á þeim tima lætur Brynjólfur verja frá sér úr hraðupphlaupi. Viggó Sigurðsson skoraði 17:15, þá skoraði Vilhjálmur fyrir 1R og Viggó svaraði með góðu gegnumbroti, 18:16, var það fjórða mark Viggós i röð. Eirikur lét líka að sér kveða, hann varði tvisvar skot af linu, frá IR-ingunum, Jóhannesi og Ólafi og Vikingur jók forskotið, Einar Magnússon skoraði, 19:16, úr vitakasti. Á 26. min. skoraði Sigfús Guð- mundsson, 20:16, af linu, en áður hafði knötturinn lent tvisvar i þverslá IR-marksins — fyrst átti Guðjón skot i slá, knötturinn h'rökk til Stefáns, sem einnig skaut i slá og þaðan til Sigfúsar, sem skoraði. Atvik þetta lifgaði heldur betur upp á áhorfendur, sem fylltu Laugardalshöllina, og þegar IR-liðið fór að leika maður á mann, risu áhorfendur upp úr sætum sinum, þvi að spenningur- inn var geysilegur. IR-liðinu tókst ekki að brúa bilið, leiknum lauk með sigri Vikings 21:18. Þó að leikurinn væri spennandi, þá léku bæði liðin undir getu. Þau hafa oft leikið betri handknatt- leik. Viggó Sigurðsson var maður leiksins. Hann dreif upp Vikings- liðið, og fjögur gullfalleg mörk hans i siðari hálfleik, réðu úrslit- um leiksins. Viggó fer fram með hverjum leik, þar er á ferðinni leikmaður, sem tekur sénsa og kemur á óvart með skemmtileg gegnumbrot, sem oft á tiðum virðast vonlaus. Þá átti Eirikur Þorsteinsson, sem lék sinn fyrsta leik i marki Vikings, mjög góðan leik. IR-liðið lék sinn slakasta leik i Isl.mótinu. Leikm. liðsins létu lélega dómara leiksins hafa áhrif á sig, — nokkuð sem ekki á að henda eins leikreynda menn og i IR-liðinu. Nöldur út af dómara borgar sig aldrei, það verður bara til þess, að leikmenn verða svekktir, og bitnar það mest á Kirikur Þorsteinsson sýndi mjög góöan leik i marki Víkings gegn ÍR. Hér á myndinni sést hann verja skot frá Jóhannesi Gunnarssyni i siðari hálfleik. Rétt áður varði hann skot úr svipaðri aöstööu frá Ólafi Tómassyni. (Timamynd Róbert) Víðavangshlaup á vegum UMSK hefst um helgina Nú á næstunni munu félög inn- an UMSK gangast fyrir opnum viöavangshlaupum . Eru þessi viöavangshlaup sett á laggirnar fyrir frjálsiþróttafólk sem æfir á veturna, en hingaö til hafa litil verkefni veriö fyrir frjálsíþrótta- fólk. Vegleg verðlaun verða veitt sigurvegurum i flokkum karla og kvenna — farandgripir sem keppt veröur um árlega. Hlaupin verða þrjú og hefst það fyrsta um helg- ina, svo kallað Kópavogsklaup, siðan kfinur Bessastaöahlaup og Alafosshlaup. KÓPAVOGSHLAUP verður haldið á vegum Frjálsiþrótta- deildar Breiðabliks sunnudaginn 21. jan. kl. 14.00. Keppendur verða að mæta við Vallargerðis- völl kl. 13.00. BESSASTAÐAHLAUP verður haldið á vegum Stjörnunnar og Umf. Bessastaðahrepps og Álfta- nesi. Hefst það sunnudaginn 11. feb. kl. 14.30 við Bessastaðaveg. ALAFOSSHLAUP verður haldið á vegum' Aftureldingar i Mosfellssveit 11. marz kl. 14.00. Hlaupið hefst við vegamót Úlfar- fellsvegar og Vesturlandsvegar. öll þessi hlaup verða opin og ætluð fólki eldra en 14 ára. Karlar hlaupa um 5 km. en konur um 2 km.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.