Tíminn - 19.01.1973, Side 11

Tíminn - 19.01.1973, Side 11
10 TÍMINN Föstudagur 19. janúar 1973 Föstudagur 19. janúar 1973 TÍMINN 11 Mario Puzo, „faðir" Guðföðurins segir frá Mcst lesna bók i heiminum um þcssar mundir er án efa ,,Guft- faftirinn” cftir Mario Fuz.o. Kvik- myndin um sama efni er þcgar orftin ein frægasta mynd, sem sýnd hefur verið, en þegar hafa vcrift skrifuft öll ósköp um hana. I þcssari grcin er ætlunin aö kynnasl manninum á hak viö þetta allt saman, höfundi bókar- innar, rithöfundinum Mario Puzo. Ilann segir sjálfur frá og fær hér meft oröift: —Égskrifaði Guðfööurinn til að eignast peninga. Ég hef skrifað 3. bækur, en Guðfaöirinn er ekki eins góð og hinar tvær. Fyrsta bók min,,The dark Arena” fékk eingöngu jákvæða gagnrýni. Sagt var, að þarna væri á ferðinni rithöfundur, sem vert væri að fylgjast með. Auðvitað hélt ég, að ég yrði rikur og l'rægur. Ég hafði um 340 þús. (isl) krónur upp úr henni i allt. önnur bókin, ,,The fortunate Pilgrim’,’ var gefin út tiu árum siðar, árið 1965.og tekjurnar af henni voru um 300 þúsund, En hún lékk aldeilis stórkostlega góða gagnrýni i mörgum blöðum og var jafnvel likt við sigillr verk. Ég spurði útgefanda minn, Atheneum, hvort ég gæti fengið greitt fyrirfram, þvi ég ætlaði að byrja á nýrri bók, sem ætti að verða mjög merkileg. Ég var rekinn á dyr, en einn forstjóranna sagði, að ef svolitið meira hefði um Mafiuna i „The Fortunate Pilgrim" hefði hún áreiðanlega orðið mér drjúg tekjulind. Ég var 45 ára og orðinn þreyttur á að vera listamaður. Auk þess skuldaði ég vinum minum, tryggingafélögum, bönkum og hinum og þessum samtals hált á aðra milljón króna. Þá sagði ég viö ritstjóra mina: — Allt i lagi, ég skyldi skrifa fyrir ykkur bók um Mafiuna, ef þið vilduð láta mig hafa peninga tii að ég gæti byrjað. Þeir voru harðir og sögðu: — Enga peninga, fyrr en við erum búniraðsjá lOOsiður. Ég skrifaði 10 siður og var rekinn aftur á dyr. Það er varla hægt að lýsa, hvaða áhrif svona meðhöndlun getur haft á rithöfund. En þetta varpaði einnig ljósi á nokkuð annað. Ég hafði verið svo barna- legur að halda. að útgefendur kærðu sig um.list. Það gera beir sem sé ekki. Þeir hugsa bara um að græða peninga. Ég hafði aldrei verið i vafa um að geta skrifað metsölubók hvenær sem væri. Stéttarbræður minir, fjölskyldan, börnin min og lánardrottnar sannfærðu mig um, að nú væri stundin komin til þess. Eða gera ekkert. Ég var reiðubúinn og háfði skrifað úrdrátt, en enginn vildi sjá þaö. Mánuðirnir liðu,og ég lifði á þvi aö skrifa smásögur og alls kyns rusl fyrir blöð og tima- rit. Helzt vildi ég gleyma öllu um skáldsögur — nema ef til vill sem dægrastyttingu i ellinni. Dag nokkurn kom einn vinur minn, sem einnig skrifaði. Að loknu samtali okkar gaf ég honum bók mina „The fortunate Pilgrim”. Nokkrum vikum siðar kom hann aftur og fannst ég þá vera mikill rithöfundur. Ég bauð honum i mikinn hádegisverð. Yfir matnum sagði ég honum nokkrar gamansögur um Mafiuna og nefndi,að ég væri búinn að skrifa úrdrátt úr Mafiu- sögu. Hann varð óður og upp- vægur og kom á fundi minum og ritstjórum útgáfufyrirtækisins G.P. Putnam og synir. Þeir sátu og hlustuðu á Mafiu-tal mitt i klukkustund og sögðu mér svo að hefjast handa. Ég fékk tæp 400 þúsund greidd fyrirfram og þá var ég hálf- naður... Það lá við að mér fyndusl þessir útgefendur mann- legir. Þegar ég hafði peningana undir höndum, datt mér auðvitað ekki i hug að setjast niöur og skrifa. Sem betur fór átti ég ekki að fá alla greiðsluna fyrren bókin væri búin, annars heföi hún aldrei orðið til. Sannleikurinn er sá, að innst inni langaði mig aldrei til að skrifa Guðföðurinn. Mig langaði til að skrifa aðra sögu. Allir starfsbræður minir sögðu mér að ljúka þessu af i hvelli; þeir þóttust vissir um,að bókin myndi gera mig vellauðugan. Að lokum sagði ég mig frá öllum störfum og byrjaði. Verkið tók þrjú ár. Meðfram skrifaði ég smásögur fyrir hina og þessa og eina barnabók. Hún fékk veglegar móttökur. Mér l'annst ég skyndilega vera mikill maður og tók að skrifa fjölda rit- dóma og greina. A þessum þremur árum skrifaði ég meira en ég hafði gert öll árin á undan. Ég skammast min fyrir að viðurkenna,að ég skrifaði Guð- föðurinn eingöngu á grundvelli bóka og blaöaskrifa um Mafiuna. Ég hef aldrei hitt raunveru- legan stórglæpamann. En þeir urðu allir yl'ir sig hrifnir af bókinni. Heyrt hef ég á mörgum stöðum, að Mafian hefði viljað borga mér 100 milljónir lyrir að skrifa Guðföðurinn sem auglýsingu fyrir hana. Ég er ekki mikill maður i heimi bók- menntanna, en þó hef ég heyrt nokkra rithöfunda lýsa þvi yfir, að ég hljóti að vera Mafiu-maður, þvi svona bók væri ekki hægt að skrifa upp úr skrifum annarra. Allir þessir gullhamrar eru mér fjársjóður. Ég neyddist til að ljúka við Guðföðurinn i júli 1968, þvi ég varð að fá þau 125 þúsund.sem ég átti eftir að fá greidd fyrir hana, ef ég átti að geta farið með konu mina og börn til Evrópu. Konan min hafði ekki séð fjölskyldu sina i 20 ár og ég var búinn að lofa henni þessu, svo ég afhenti hand- ritið. Aður en ég fór til Evrópu, bað ég útgefandann að sýna engum þetta; það yrði að ganga betur frá þvi fyrst. Við höfðum þaö gott i Evrópu og nutum lifsins. Skrifstofur America Express greiddu mér 45 þúsund króna ávisanir, ef ég sýndi kreditkortið mitt. Ég notaði mér skrifstofur þeirra i London, Cannes, Nice, Wiesbaden og á fleiri stöðum. Ég og börnin fórum i stóru spilavitin á Miðjarðarhafsströndinni,og ef aðeins eitt okkar hefði verið heppiö, hefði ég getað greitt ávisanirnar, sem American Express sendi i flugpósti til Bandarikjanna. En við töpuðum öll og ég hafði brugðizt verr en nokkru sinni. Þegar við loksins komum heim, skuldaði ég fyrirtækinu, sem hafði gefið út kreditkortið mitt, um 300 þúsund krónur. Ég var ekki hræddur. El' þetta yrði slæmt gæti ég alltaf selt húsið. Eða farið i fangelsi. Ég fór til New York til að hitta umboðsmann minn, Candida Donadio. Ég vonaði.að hún gæti fundið upp á einhverju svo ég slyppi við vandræði. Það,sem hún hafði að segja, var, að útgefandi minn hefði nýverið neitað 37 milljón króna tilboði i réttinn til að gefa Guðfaðirinn út i vasa- brotsformi. Þó að ég hefði gefið ströng fyrirmæli um,að ekki mætti sýna neinum bókina, var ég ekki i þeirri aðstöðu, að ég gæti rifið mig yfir þvi. Ég hringdi i Bill Targ hjá Putnam og hann sagðist vera að biða eftir 40 milljóna til- boði, þvi 37 milljónir væri metið fram að þessu og réttast væri að slá það. Hann spurði, hvort ég vildi tala við manninn, sem stjórnaði samningaumræðunum. Nei. Ég kvaðst hafa óskorað traust á manni, sem gæti neitað 37 milljóna tilboði. Siðdegis sama dag, þegar Bill Targ var að borða, var hringt til hans. Til- boðinu hafði verið tekið. Aftur fór ég og sagði af mér öllum smástörfunum og sagði vinum minirgóöu fréttirnar. Við fengum okkur i nokkur glös.og svo ákvað ég að fara heim til Long Island. Meðan ég beiö eftir bilnum minum, hringdi ég til bróður mins og sagði honum frá. Þessi bróðir minn átti 10% af Guðföðurnum, vegna þess að hann hafði stutt mig alla mina æfi. Það var hann, sem lét mig hafa peninga að lokum til að ég gæti lokið bókinni. Þegar hann hafði lofað að lána mér peningana,tók ég leigubil til hans til að sækja þá. Sjálfur ók hann aidrei i leigubil. Þó að bróðir minn se sú manngerð, sem alltaf er heima, þegar ég þarf á peningum að halda, var hann ekki við i þetta sinn, þegar ég var með peninga handa honum. Umferðin var óvenju erfið og það tók mig meira en tvær klukkustundir að komast heim til min. Þegar ég kom inn, sat konan min við sjónvarpið, börnin voru úti að leika sér. Ég gekk til hennar, kyssti hana á vangann og sagði: — Elskan, við þurfum ekki framar að velta peningunum fyrir okkur. Ég var að selja bókina mina fyrir 40 milljónir. Hún brosti og hélt áfram að horfa íi sjónvarpiö. Ég fór niður i vinnuherbergi mitt og hringdi til systkina minna. I hverri italskri fjölskyldu er svartur sauður, sem allir eru Jæja, þetta var hamingjusam- legur endir, en ekkert þeirra trúði mér raunverulega, svo ég hringdi til Bill Targ og bað hann um tiu milljónir fyrirfram. Ég borgaði skuldir minar, Candidu umboðs- laun hennar, bróður minum 10 prósentin hans, og þremur mánuðum siðar vantaði mig aftur peninga. 'CÚtgefendurnir urðu furðu lostnir. Hvað hafði ég gert við risastóru ávisunina þeirra? Ég stóðst ekki freistinguna að segja við þá eins og ég haföi sagt við fjölskyldu mina i fjölda ára: — Peningar endast ekki að eilifu. Ég gæti þá orðiö svarti sauðurinn hjá forlaginu.ef ekki annað. Fram til þessa hefur Guð- faðirinn fært mér 100 milljónir i aðra hönd, en ég er enn ekki orðinn rikur maður. Hluti peninganna hefur farið i sjóði handa börn- unum, umboðsmenn minir urðu að fá sinn skammt. lögfræöingar sinn. og svo þurfti að greiða skatt. Hinar upprunalegu 100 milljónir hafa ekki orðið að nema 50 i höndunum á mér. En áður en ég gerði mér þá staðreynd ljósa, átti ég dýrðar- daga; á meðan ég eyddi pen- ingunum næstum jafnóöum og ég fékk þá. Það eina.sem ég hugsaði um, var að mér fannst það óeðli- leg tilfinning að vera skuldlaus. Ég skuldaði ekki einn eyri. Mér þótti mjög vænt um pen- ingana, en mér likaði illa að vera frægur. Það var skelfilega erfitt að vera alltaf að fara i veizlur, þvi ég hef aldrei getað talað við fleiri en tvær, þrjár manneskjur i einu. Þá er mér illa við að láta taka við mig viötöl og af góðum og gildum ástæðum að láta mynda mig. Nú hafði ég gert hlut, sem siðar kom i Ijós, að voru algjör mistök. Skömmu áður en Guðfaðirinn var fullgerður, seldi ég vasabrots- réttinn af „The Fortuna Pilgrim” fyrir 150 þúsund á borðið og af- salaði mér frekari réttindum til þessi,sem hún kynni að gefa af sér. En til að gera langa sögu stutta: Guðfaðirinn varð met- sölubók númer eitt i Banda- rikjunum; hún var i efsta sæti lista New York Times i 67 vikur. Hún varð efst i Englandi, Frakk- landi, Þýzkalandi og fleiri Iönd- um. Hún hefur verið þýdd á 17 eða 20 tungumál; ég er hættur að fylgjast með þvi. Mér er sagt, að þetta sé sú bók, sem selzt heíur hraðast og bezt af öllum bókum frá upphafi vega — eða muni að minnsta kosti verða það, þegar kvikmyndaútgáfan af henni kemur út. Hins vegar á maður ekki að trúa öllu.sem út- gefendur manns segja manni. Allt i lagi. Þetta er frami. Og ég ler að hugsa um einn dag, þegar ég var að vinna að bókinni. Dóttir min bað mig að aka sér til vin- konu sinnar, sonur minn þurfti að komast á knattspyrnuvöllinn og konan min sendi mig til að kaupa i matinn. Ég sprakk af gremju og hrópaði: — Vitið þið þarna, að ég er að vinna að bók sem á eftir að færa okkur hundruð þúsunda af dollurum. Þau störðu forviða á mig og skellihlógu svo öll. (ÞýttSB) vissir um,að muni aldrei geta séð fyrir sér og verði að fá hjálp, þó enginn álíti hann verri mann fyrir. Ég var fjölskyldusauðurinn og ég ætlaði bara að segja þeim, að ég ætlaði mér að yfirgefa þá stöðu. Þegar öllum hringingum var lokið og ég fór upp, var konan min háttuð og sofnuð og börnin sömu- leiðis svo ekkert annað var fyrir mig að gera. Ég svaf eins og steinn. Þegar ég vaknaði um morguninn, komu þau öll að rúminu minu og konan spurði: — Hvaö var þetta.sem þú varst að segja i gærkvöldi? Fyrst núna var hún að skilja málið.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.