Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.03.1973, Blaðsíða 15
Miövikudagur 14. marz 1973 TÍMINN 15 0 íþróttir þar sem aö keppendur komust ekki til keppni i Stefánsmótinu i Skálafelli vegna ófærðar, og var mót þetta haldið sem sárabætur. Aldrei hefur verið eins margt fólk við Skiðaskálann i Hveradöl- um og þennan sunnudag og voru biðraðir allan daginn með um 100 manns til að komast i lyftuna. Stjórn Skiöafélags Reykjavikur var ennfremur með gönguæfing- ar fyrir skiðamenn, i brautinni sást meðal annars Guðjón Höskuldsson, Haukur Snorrason, Haraldur Pálsson, Jónas Ásgeirs- son, Skarphéðinn Guðmundsson, Agúst Björnsson, Viðar Pálsson, Guðmundur Sveinsson o.fl. Göngubrautin var mjög skemmtileg, i stórum bogum i dalnum fyrir neðan Skiöaskál- ann. Vegna þrengsla i Skiða- skálanum varð mótsstjóri að slita mótinu fyrir utan Skiðaskálann og afhenti um leið verðlaun fyrir unglingamótið. 0 Nefnd háskóla á Akureyri. Hefur nefnd- inni verið falið að ljúka störfum fyrir árslok. Þetta kom fram i svörum Magnúsar T. Olafssonar, menntamálaráðherra, við fyrir- spurn frá Lárusi Jónssyni (S) um hugsanlega staðsetningu Tækni- háskóla íslands á Akureyri. Gisli Guðmundsson (F) lagði áherzlu á nauðsyn þess, að full- trúar Norðlendinga yrðu skipaðir i nefndina, þegar fjallað yrði um staðsetningu Tækniháskólans. Taldi ráðherra, að nefndin myndi vafalaust hafa náið samstarf við hvern þann fulltrúa, sem bæjar- stjórn Akureyrar vildi tilnefna, um þetta atriði. —EJ. Alþingi skrár. Siðan bárust ráðuneytinu þrjár umsóknir frá hitaveitunni um hækkun — sú siðasta i febrúar s.l. Hagrannsóknardeild var falið að meta umsóknir þessar, og komst hún að þeirri niðurstöðu, aö 20% hækkun fullnægði kröfum Alþjóðabankans um 7% arðgjöf af rekstri, eins og áður segir. Féllst gjaldskrárnefnd á þá hækkun i gærmorgun. Ætti þvi ekkert nú að standa i vegi fyrir áframhaldandi viðræðum Hitaveitu Reykjavikur við Hafnarfjarðarbæ, að sögn ráðherra. Steingrimur Hermannsson (F), kvaðst efast um réttmæti þeirrar stefnu, að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu fælu Reykjavik að annast hitaveitu fyrir sig. A Seltjarnarnesi hefði verið borað eftir heitu vatni, og væri ljóst, að þar væri vatn að fá með sizt lak- ari kjörum en Reykjavik býður. Athuga bæri mjög möguleikana á heitu vatni á Alftanesi. Virtist sér heppilegast, að Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðahreppur og Alftanesið sameinuðust um hita- veitu, sem veitt yrði frá Alftanesi og fengi til þess verulega fyrir- greiðslu frá rikinu. Geir Hallgrímsson (S) fullyrti, að dráttur þessa máls af hálfu rikisstjórnarinnar hefði dregið framkvæmdir i nágrannabæjum Reykjavikur um eitt ár, og væri tapið á þeim drætti um 100 milljónir króna. Stefán Gunnlaugsson (A) lagði áherzlu á, að nágrannasveitar- félög Reykjavíkur fengju hita- veitu sem fyrst, þvi um 100% dýr- ara væri aö hita með olfu en heita vatninu. Magnús Kjartansson mótmælti yfirlýsingu Geirs Hallgrimsson- ar, og sagði að ekki hefði verið um drátt af hálfu rikisstjórnar- innar að ræða, sem sæist bezt af þvi, að siðasta umsókn Hitaveitu Reykjavikur um hækkun heföi borizt fyrir hálfum mánuði, og væri nú þegar afgreidd. Ef um drátt væri að ræða, þá væri hann sök hitaveitunnar. Geir itrekaöi fyrri ummæli og taldi, að tengslum við Alþjóða- bankann, einnig vegna hugsan- legra lána i Sigölduvirkjun, væri stefnt i hættu. Jón A. Héðinsson (A) lagði áherzlu á nauðsyn þess, aö sveitarfélögin fengju lánsfé til hitaveituframkvæmda. — EJ. Ráðstefna í Osló um landhelgismál: Réttur og skylda strandríkja að verja auðlindir hafsins Um s.l. helgi var haidin I Osló ráðstefna um samstarf tslands, Noregs, Færeyja og Grænlands um sameiginlegar aögeröir tii verndar fiskistofnum f Norö-aust- ur-Atlantshafi, aö forgöngu isienzks námsfólks I Noregi. Rannsókn á jafnrétti þegnanna lýkur í ór Rannsókn þeirri á jafnrétti þegnanna i fslenzku þjóöfélagi, sein Alþingi samþykkti áriö 1971 aö fela rfkisstjórninni, veröur væntanlega lokið næsta haust. Þetta kom fram i svari félags- málaráðherra, Hannibals Valdi- marssonar, við fyrirspurn frá Svövu Jakobsdóttur (AB) á Al- þingi i gær. Þessi könnun fer fram á vegum námsbrautar i almenn- um þjóðfélagsfræðum við Há- skóla tslands og er unnin af Guð- rúnu Sigriði Vilhjálmsdóttur und- ir yfirstjórn lektora við náms- brautina. —EJ. Aurbleyta á vegum STJAS-Vorsabæ. Mikil aurbleyta er á vegum hér austan fjalls og veður hvarvetna á klaka. Eru vegir mjög vondir yfirferöar, hoi- óttir og ofaniburður vægast sagt af skornum skammti. Til dæmis má taka veginn upp Rangárvelli, Gaulverjarbæjar- veg og veginn niður með Þjórsá. En viða mun svipað ástatt á Suðurlandi. Búið að skera á vira 30 brezkra togara Klp-Reykjavík. t fyrrakvöld klippti varöskipiö Þór á annan togvir brezka togarans Irvana FD 141, þar sem hann var aö veið- um 34 milur innan fiskveiöitak- markanna úti af Selvogi. Þetta var 33. klipping fslenzku varðskipanna frá útfærslu fisk- veiöitakmarkanna, og jafnframt 30. brezki togarinn, sem varpan er klippt aftan úr. bíða nema f einn til tvo sólar- hringa i Faxaflóahöfnum og Grindavik. Sumum þykir það að sjálfsögðu nógu löng bið, en aðrir segja, að þetta sé ekkert, þegar miðaö sé við þann mikla fjölda báta, sem stundi veiðarna-r.Hefur flutningsstyrkurinn áreiðanlega haft sitt að segja í þessu, enda sigla bátarnir mikið austur og norður fyrir land með aflann. Flutningsstyrkurinn nú, er 70 aurar á kg af loðnu, sem siglt er með frá Faxaflóa til Siglufjarðar, 60aurar á kg., sem siglt er með til Vopnafjaröar og 40 aurar á kg., sem siglt er meö til Seyðisfjarðar. Ráöstefnuna sóttu fiskifræðing- ar, stjórnmálamenn og fulltrúar útgeröarmanna og sjómanna i Norður-Noregi og Grséhlandi auk fulltrúa þeirra samtaka, sem stofnuö hafa verið I Osló og Kaup- mannahöfn af hálfu fsl. stúdenta til styrktar málstað Islands i landhelgismálinu. Nánartil tekiö, þá stóöu aö þessari ráðstefnu eftirgreindir aðilar: „Aksjon kyst Norge”, nýstofn- uð samtök fiskimanna i Norður- Noregi, sem krefjast tafarlausrar og skilyrðislausrar útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar; Samstarfsnefnd um verndun auð- æfa hafsins, sem skipuð er full- trúum úr samtökum ungra jafnaöarmanna, ungra Vinstri- flokksmanna, norska Ungmenna- sambandsins, Byggðasambands- ins, Ungra kommúnista, æsku- lýðssambands Sósialiska þjóðar- flokksins og landssambands Miö- flokksins; Sænsku samtökin til stuðnings viö Island og loks sam- starfsnefnd sú, sem grænlenzkir, færeyskir og Islenzkir stúdentar i Kaupmannahöfn hafa myndað til verndar fiskistofnunum i Norður- Atlantshafi. Af hálfu tslands sóttu þessa ráöstefnu Ingvar Hallgrimsson fiskifræöingur, og Stefán Jóns- son, sem fór i staö Lúðviks Jósepssonar sjávarútvegsráö- herra, sem ekki gat þegið boöið. Meðal annarra þátttakenda I ráö- stefnunni voru Willy Wold, stór- þingsmaöur og miöstjórnarmaö- ur Miöflokksins I Norður-Noregi, Dr. Ernst Föyn, prófessor i haf- fræði við óslóarháskóla, Karen Joensen, lögþingsmaöur og Kjartan Hoydal, fiskifræðingur frá Færeyjum, og Jónas Kristian- sen úr stjórn „Knapp”, græn- lenzka fiski- og veiöimanna- félagsins og Rune Lanestrand, ritari Norrænafélagsins í Stokk- hólmi og formaður sænsku sam- takanna til stuðnings við málstaö Islands f landhelgismálinu, en hann er þingmaður Miöflokksins sænska. Á ráðstefnunni var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóöa: Fulltrúar fiskveiðisamtaka, haffræöinga og stjórnmálasam- takai Noregi, Grænlandi, Sviþjóö, Færeyjum og á Islandi saman- komnir á ráðstefnu I ósló dagana 10. og 11. marz lýsa yfir eftirfar- andi: I samþykkt Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 18. desember 1972 er kveöið á um það grundvallaratriði, að strandrikj- um beri yfirráðaréttur yfir náttúruauöæfum hafsins jafnt yf- ir landgrunni sinu sem i sjálfu grunninu. Auk þess fordæmir þessi samþykkt allar aögeröir, sem miða aö þvi aö hindra strandrikin i aö ná þessum rétti sinum. Af viðurkenndum skýrslum og yfirlysingum haffræöinga er ljóst, aö fiskistofnar i Noröur-At- lantshafinu eru ofveiddir og af- komu fiskimanna við Norður-At- lantshaf þar með stefnt i voða. Norður-Atlantshafiö hefur mikla þýðingu sem matarbúr heims, og þjóöunum, sem við þaö búa.ber bæöi réttur og skylda til að verja auölindir hafsins og það búsetu- form, er þær kjósa við strendur þess. I þvi skyni ber aö gera eftir- farandi ráðstafanir: 1. Yfirvöld i Noregi, á Færeyjum og Grænlandi veröa að færa út fiskveiöilögsögu sina á sama hátt og Islendingar. 2. Grænlendingar, Islendingar, Færeyingar og Norðmenn verða aö taka upp samstarf um skyn- samlega nýtingu fiskistofnanna frá vistpólitisku sjónarmiði. 3. Yfirvöldum þessara landa ber aö gera ráöstafanir til þess aö geta samið sin i milli um gagn- kvæman rétt til nýtingar fiski- miöanna. Leggja ber áherslu á,að tekiö skal tillit til hagsmuna fiski- mannanna fremur en skamm- sýnna gróöasjónarmiða út- geröarfélaga. Vakin er athygli á þvi, að Grænlendingar og Færeyingar geta þá fyrst tekið raunhæfan þátt I ofangreindu samstarfi, er þeir hafa fengiö þá réttarstöðu, sem nauðsynleg er til þess að geta samið á eigin spýtur um málefni sin. Sem fyrr greinir var þessi til- laga samþykkt einróma á ráö- stefnunni, en þar kom einnig fram mjög eindreginn vilji til aö stuðla að þvi, að tekið yrði sér- stakt tillit til hagsmuna sænskra og finnskra fiskimanna, þannig aö þeir verði ekki útilokaöir frá fiskimiðum, sem þeir hafa róið á öldum saman, en kunna aö veröa innan norsku fiskveiöilögsögunn- ar þegar hún verður færö út. Af hálfu Norðmannanna, sem tóku til máls á ráöstefnunni, kom þaö skýrt fram, að áhyggjur út- geröarmanna og sjómannasam- taka I Suður-Noregi, þeirra, sem gera út og sækja á fjarlæg mið, vegna útfærslu landhelgi viö Norður-Atlantshaf, væru óraun- hæfar vegna þess, aö sá afli, sem útlendir togarar taka nú undan Noregsströndum á svæðinu milli 12 og 50 sjómilna væri miklu meiri en það fiskimagn, sem Norömenn sækja á landgrunn annarra þjóða. Framsóknarfélögin i Kópavogi halda almennan fund i Félags- heimilinu (neðri sal) fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 20.30 siðdegis stundvislega — Umræðuefni: Efnahags- og utanrikisstefna rikisstjórnarinnar Framsögumenn: Hannes Jónsson, blaðafulltrúi Steingrimur Hermannsson, alþm. Allir velkomnir á fundinn Stjórnir félaganna. Félagsmólaskólinn Stjórnmálanámskeið FÉLAGSMALASKÓLI Framsóknarflokksins gengst fyrir nám- skeiði um eins mánaðar skeið um ýmsa þætti islenzkra stjórn- mála. Námskeiðið er öllum opið. Fundir verða haldnir tvisvar i viku, á miövikudögum kl. 20,30 og laugardögum kl. 14.00. Fundastaður verður Hringbraut 30, 3. hæð. Miðvikudagur 14. marz Framsóknarflokkurinn. — Hlutverk hans i islenzkum stjórnmál- um. Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. Rangæingar - Spilakeppni Annaö spilakvöld I þriggja kvölda keppni Framsóknarfélagsins veröur i Hvoli sunnudagskvöldiö 18. marz n.k. og hefst kl. 21.00: Heildarverölaun: Spánarferö fyrir tvo. Góð kvöldverðlaun. Stjórnin. Aðalfundur miðstjórnar framsóknarflokksins 1973 hefst að Hótel Esju föstudaginn 27. april og stendur í þrjá daga. Þeir aðalmenn, sem ekki geta mætberu beðnir að tilkynna það til flokksskrifstofunnar í Reykjavík, og til viðkomandi vara- manna sinna. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í Reykjavík Tómas Karlsson verður til viðtals að skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hringbraut 30, laugardaginn 17. marz milli kl. 10 og 12. V_____________________________________J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.