Tíminn - 15.03.1973, Síða 7

Tíminn - 15.03.1973, Síða 7
Fimmtudagur 15. marz. 1973 TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsbiabs Tlmans). Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur f Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Aðrar skrifstofur: simi 18300. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands, i lausasöiu 18 kr. eintakið. Biaðaprent h.f. - Árangursrík barátta við náttúruöflin Fyrir skömmu gerði Húseigendafélag Vest- mannaeyja ályktun, þar sem gagnrýnt var harðlega, að eytt væri milljónum króna i varnargarða og dælin^u vatns til að reyna að hefta hraunrennslið 1 Heimaey. Taldi Hús- eigendafélagið, að nær væri að hætta slikri „tilraunastarfsemi” og greiða húseigendum i Vestmannaeyjum út sin nús á þvi verði, sem þau voru áður en gosið hófst. Vonandi er rödd Húseingendafélagsins i Vestmannaeyjum aðeins hjáróma röad, sem talar ekki fyrir þorra Vestmannaeyinga. Hér er einnig á ferðinni gagnrýni, sem gengur þvert gegn fenginni reynslu. Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að hamla gegn þvi,að hraunið renni yfir Vestmannaeyjakaupstað og loki höfninni, hafa einmitt borio undragóðan árangur. Þorleifur Einarsson, jarðfræðingur, hefur lýst þvi yfir, að ef kæling hraunsins hefði ekki átt sér stað, væru nú pegar komnir margir tugir húsa undir hraun i austurhluta bæjarins. Hann telur, að kostnaður við kælinguna sé um hálf milljón króna á dag, en það samsvarar einu húsi á nokkrum dögum. Þarf þvi ekki enn að draga i efa, að hér er ekki um verðmæta- sóun að ræða heldur hið gagnstæða. Þetta er i fyrsta skipti i veraldarsögunni, sem hraunkæfing hefur heppnazt i svo rikum mæli og i Heimaey nú. Þorleifur Einarsson er ekki i vafa um það, að hraunið væri nú þegar komið yfir eða fyrir hafnargarðinn og inn i Vestmannaeyjahöfn, lifæð framtiðarbyggðar i Eyium, ef ekki hefði verið hafizt hancfa við að dæla á hraunið. Telur hann liklegt.að hafnar- mynnið væri nú þegar lokað.og þá hefði gamla vatnsleiðslan gefið sig þar, encfa mun hún illa varin. Spurningin nú er þvi ekki um það að hætta að eyða fjármunum 1 dælukerfið, eins og Hús- eigendafélagið lagði málið fyrir, heldur um það, hvernig megi auka þessa starfsemi þannig að sem tryggilegast verði staðið að þvi að verja höfn og oyggð 1 Vestmannaeyjum. Er nú til athugunar að útvega dælur frá Hollandi, en þar er nóg til af slikum tækjum og mikií reynsla i notkun þeirra, þótt þar sé við Ægi að etja en ekki Surt. Réttlætismál Á siðast fundi borgarstjórnar flutti Alfreð Þorsteinsson tillögu þess efnis, að samin verði reglugerðum lóðaútnlutanir i Reykjavik. Jafn- framt gerði hann það að tillögu sinni, að við lóðaúthlutanir verði tekið tillit til Reykvik- inga, sem þurft hafa að flytjast úr borginni um stundarsakir t.d. vegna núsnæðisleysis, lóða- skorts.atvinnu eða afsvipuðum ástæðum. Hér er um réttlætismál að ræða. Litið sem ekkert tillit hefur verið tekið til aðstæðna þessa fólks, þegar það hefur sótt um lóðir i Reykjavik, enaa þótt vitað sé, að það hefur neyðzt til að flytja úr borginni af fyrrgreindum ástæðum. Alfreð benti á, að það væri ekki einhlit lausn að semja reglugerð um lóðaúthlutanir, heldur yrði Reykjavikurborg að sjá svo um, að jafnan væru fyrir hendi lóðir til úthlutunar. TK Felix Kessler, The Guardian: Velmegun Ungverja eykst Sá böggulí fylgir þó skammrifi, að tekjumunur veldur óánægju / Ungverjar á skemmtisiglingu. UNGVERJUM vegnar vel og velgengni þeirra veldur vanda. Kunnur ritstjóri þar i landi sagöi: „Þegar feröa- menn frá Sovétrikjunum koma hingaö undrast þeir, hve lifskjör okkar eru góö i samanburöi viö þaö, sem gerist hjá þeim. Sumir þeirra bera upp óþægilegar spurníngar þegar heim kemur.” Bætt sambúö austur- veldanna og vesturveldanna gefur bæöi Sovétrikjunum og fylgirikjum þeirra tækifæri til ýmiss konar endurmats I stjórn- og efnahagsmálum. Þetta endurmat er nátengt horfunum á auknum viö- skiptum milli austurveldanna og vesturveldanna. Orkuskorturinn 1 heiminum er táknrænn 1 þessu sambandi. Oliuþörf eykst aö mun i Bandarikjunum og hvarvetna um hinn vestræna heim og oliuveröiö hækkar aö sama skapi, en Sovétmenn selja hráoliu til flestra rikja i Austur-Evrópu. Ætli þeir aö fullnægja aukinni þörf (og oliunotkun Ungverja veröur sennilega oröin tvöfalt meiri en nú áriö 1980) gæti svo fariö, aö valdhafarnir i Moskvu veröi aö fara á mis viö notkun girnilegra markaöa, sem viö blasa I vestri. VESTRÆNN rýnandi lét svo um mælt „Sovétmenn eru áfram um aö auka viöskipti aöildarrikjanna viö Comecon hugsjónalega séö. En þeim er eigi aö siöur ljóst, aö arövæn- legra er aö selja vestrænu rikjunum oliu gegn höröum gjaldeyri eöa nýjungum I tækni, en aö halda áfram aö tapa á sölu til aöildarrfkja Comecon gegn annars flokks vélum.” Sovétmenn hafa látiö I þetta sklna. Ungversk yfirvöld viöurkenna, aö Rússar hafi hvatt þá til oliukaupa frá Arabarikjunum i sambandi viö aukin viöskipti viö rikin fyrir botni Miöjaröarhafsins. 1 fyrra kvörtuöu valdhafar Ungverja undan „erfiö- leikum”, sem Rússar yllu meö þvi aö draga viö sig loforö um oliusölu framvegis. Þessi - ágreiningur var leystur i des- ember í vetur aö loknum fimm daga viöræöum þeirra Brezh- nevs og Kadars, sem veriö hefur leiötogi Ungverja sföan aö Rússar brutu byltinguna á bak aftur áriö 1956. Kunnur hagfræöingur sagöi þó, aö tryggingarnar sem mest heföi veriö sótzt eftir, heföu ekki fengizt. „Þeir halda áfram aö selja okkur hráefni”, sagöi hann, en bætti svo viö: „En vitaskuld telja Rússar ekki réttlætanlega hverja þá aukn- ingu, sem viö teljum eölilega þörf á”. ÝMSAR blikur eru á lofti. Geta Sovétmenn til dæmis aukiö viöskipti sin viö vestræn riki á kostnaö aöildarrtkjanna aö Comecon án þess aö glata stjórnmálatrausti I Austur- Evrópu? Eða skyldu Austur- Evrópurikin taka aö huga aö fleiru en auknum viöskipta- möguleikum I vestrænum rikjum? Ungverjaland er betur á vegi statt efnahags- lega en önnur Austur-Evrópu- riki, en innanlands veröur vart nokkurra erfiöleika. Lifs- kjör almennings fara batnandi en vinstrisinnaöir stúdentar og fleiri gagnrýna „fégræög- ina”, sem hvarvetna gæti. „Hver geta viöbrögö verka- mannanna oröiö viö þeirri staöreynd, aö luxuslifnaöur blasir viöa viö þeim? Stundum verða þeir jafnvel aö þola hroka af hálfu hinna nýriku”, skrifar hagfræöingur nokkur. Atvinnulif landsins tók aö breytast til muna fyrir fimm árum þegar hiö nýja „efna- hagskerfi” var innleitt. Aöur var öllu atvinnulifinu stjórnaö samkvæmt áætlun aö ofan, en þá voru stofnuö fjölmörg stór samvinnufélög, sem höföu sjálfsstjórn og stefndu aö auknum aröi. Hjá þeim fyrir- tækjum vinnur þriðjungur af vinnandi mönnum i landinu, en þeir eru fimm milljónir, og sumir gegna tveimur störfum og jafnvel þremur. MARGIR iönverkamenn dragast aftur úr og þaö veldur spennu og óánægju. Rfkis- stjórnin samþykkti fyrir skömmu verulega hækkun skatta á fyrirtækjum og skipaöi jafnframt fyrir um 8% kauphækkun iönverkamanna og byggingarverkamanna. Blaö kommúnistaflokksins lét þess getiö aö félagar i flokkn- um meira aö segja heföu „gripiö tækifæriö til aö bæta efnahag sinn” og ungverskt samfélag virtist” sýkt af efnishyggju og borgaralegri eigingirni.” Samvinnufélögunum er veitt frelsi til utanrikisvið- skipta, en þau eru Ungverjum þaö mikilvæg, aö frá þeim eru runnir tveir fimmtu þjóðar- teknanna. Ýmiss konar þjón- usta og margs konar matvara er enn seld landsmönnum undir heildsöluveröi, en æ fleiri neyzluvörur lúta þó verði markaöarins en ekki áætlun aö ofan. STJÓRNHÆFNI, dugnaöur og framleiöniaukning hafa notiö forgangs vegna nýskipunarinnar i efnahags- lifinu. Miöstöö stjórnunar og þróunar I Ungverjalandi þjálfar framkvæmdastjóra og Gyula Berci forstjóri þeirrar stofnunar hefur látiö hafa eftir sér: „Góöur framkvæmda- stjóri getur aukiö 50% viö efl- ingu fyrirtækis sins. Unnt er jafnvel aö breyta slæmu fyrir- tæki I gott fyrirtæki ef þrir æöstu ráöamenn þess eru starfi sinu vaxnir”. Góöur framkvæmdastjóri i Ungverjalandi getur fengiö uppbætur, sem nema allt aö þremur fjóröu af grunn- launum hans. Verkamenn viö samvinnufélögin bera ekki svo mikiö úr býtum, en þeim er eigi aö siöur umbunaö þegar ársreksturinn gefur góöan arö. Hungarotex er eitt af stærstu útflutningsfyrir- tækjum landsins. Ariö 1972 flutti þaö út vefnaöarvöru fyrir jafngildi 800 milljóna dollara og inn náttúrlegan þráö og gerviþráö fyrir 100 millj. dollara. Georgi Gomori framkvæmdastjóri viöur- kennir aö þaö hafi veriö „hag- stætt ár”. Verkamenn þessa fyrirtækis fá nú I marz greidd- an arö, sem nemur aö meöal- tali fimmtungi af árslaunum þeirra. GOMORI framkvæmda- stjóri segir Hungarotex eiga „100 viöskiptavini hvarvetna um heim allt frá Kuwait til Japan”, og hann leggur bráöum af staö í sex vikna feröalag til Astraliu. Honum og fleiri forustumönnum i viö- skiptalifi Ungverja viröist blæða I augun sá hagur sem bæöi Pólverjar og Júgoslavar hafa af viðskiptum viö Banda- ríkjamenn vegna þess, aö þeir njóta þar „beztu kjara”, en Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.