Tíminn - 15.03.1973, Page 8

Tíminn - 15.03.1973, Page 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 15. marz. 1973 Fimmtudagur 15. marz. 1973 TÍMINN 9 jinnr""^ * Svartan öskumökkinn legur öftru hvoru yfir Vestmannaeyjakaupstaft, og bætir stöftugt vift öskulagift i bænum. heillaöi okkur) meö viökomu á Etnu, Niragongo, Karthala og Piton de la Fournaise. Undir- búningsferðir eru meðtaldar. Eldfjallafræðin er lýjandi, eins og við stundum hana. Stundum hreinn þrældómur. Það er leitazt við að finna eftir hvaða reglum eldgos fara, hvað lögmál ráða eldfjöllunum, jarðeldunum, þessu mikilvæga fyrirbrigði jarðar- innar (eins og tunglsins. Mars og vafalaust sérhverrar plánetu með nægilega heitum kjarna). Til þess að geta það, er nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að mæla og skrásetja, samhliða og án afláts, svo að unnt sér að bera saman og fá samhengi i sem mest magn mælanlegra atriða: hitastig gass, hitastig hraunstraums, sem er breytilegt eftir dýpt, efnasam- setningu, segulsvið, afl, titring ofl. Þetta krefst flókins og við- kvæms tækjabúnaðar og alltaf er hann þungur i burði. Unnið hefur veriðað gerð tækjabúnaðar þessa árum saman hjá Kjarnorku- stofnuninni og Rannsóknar- stofnuninni (C.n.r.s.) Er það svo mikið verk, að þegar leiðangurs- menn yfirgefa vinnustofu og land og takast á hendur ferð, oft langa og stranga i átt til eldgigsins, eru þeir fremur i þörf fyrir hvild en meira erfiði. Þeirra biður likamleg þreyta og taugaspenna. Þeir ganga eftir viðsjálli jörð, bera á bakinu eða á höndum sér, þung visindatæki: dýptarmæla magnara segulbönd ljósavél, benzín, rafstrengi, hljóðbylgjumæla, segulmæla, jarðskjálftamæla. Þetta er þó aðeins forsmekkurinn að meira erfiði, uppsetningu tækjanna heitri jörð, þar sem jarðvegurinn stekir skósólana, þar sem gasið étur sundur fötin, til allrar hamingju fljótar en húðina, þar sem hitinn frá glóandi hrauninu verður fljótt óbærilegur, þrátt fyrir einangraða samfestinga. I gígnum á Erta ’Ale, sem er á heitasta stað jarðar, Danakil-lægðinni, bætist svo sólarhitinn við. Vöövarnir eru stæltir, en þessi þrældómur dregur smám saman allan mátt úr þeim. Taugarnar verða brátt spenntar. Augljósar hættur, eins og öskufall, hraún- flóð, allt að tólf metra breiðar eldgirðingar, eru of augljósar til þess að geta verið hættulegar i venjulegum skilningi. Kyrrt vatnið er hættulegra en rennandi vatn i klettum. Og á eldfjöllum er nóg af kyrrum vötnum. Lausir klettaveggir, steinar, sem brotna eins og gler undir fótunum, kol- sýringsblettir, eiturgufur. í þessu fjandsamlega umhverfi verður að gera mælingar eins lengi og eins stöðugt og framast erhægt. Og nákvæmnin verður að vera í fyrirrúmi. Visindalegar rannsóknir útheimta nákvæmni, en . þessi óhjákvæmilega nákvæmni við þvilfkar að- stæður, er lika lýjandi. Stundum kemur það fyrir, að eftir viku eru leiðangursmenn svo að þrotum komnir á likama og sál, að þeir uppfylla ekki lengur lágmarks- kröfur um öryggi og visindalega nákvæmni. Árlegar eldfjalla rannsóknaferðir flokksins mega þvi ekki verða of margar, einkum ef hann er góður, þ .e. fram- kvæmir eins og vera ber söfnun nothæfra sýnishorna. Mér þótt þvi miður, að við skyldum þurfa, nýkomnir frá Eþiópiu, að hendast af stað á ný til Islands. island. Guð veit þó hve vænt mér þykir um það. Og það ekki eingöngu vegna eldstöðvanna. is- land er eins og Afar á hinum risa- stóra eldf jallahrygg, sem hlykkjast 60.000 km leið eftir hafsbotninum. Það er á mótum hinna tveggja steinhellna sem felldar eru hvor að annari og mynda fljótandi mósaik, jarð- skorpuna svonefndu. A islandi, eins og i Afar er allt á iöi i sam- skeytunum af hræringum og elds- umbrotum. Ýtist austurhellan lengra og lengra austur við þetta, en vesturhellan lengra og lengra i vestur. Evrópa fjarlægist þvi Ameriku og i botni sprungunnar myndast nýr hafsbotn. Víst var það þó freistandi að fara og kanna þetta i fagurri birtu heimskauts- baugsins með islenzkum eld- fjallafræðingum, viðfelldnum og innilegum, og fá jafnvel augum litið á ný norðurljósin, meira að segja fyrir þann, sem nýlega hafði virt fyrir sér þúsund loga, sem stigu upp i blámann með þöglu hraunflóðinu frá Erta ’Ale. Vitneskju mina um gosið i Helgafelli fékk ég hjá Sigurði og hinum islenzku starfsbræðrum hans. Gosið hófst kl. 1.55 GMT 23. jan. 1973 á 63. gr. 26’ n. br. og 20 gr.16’ v. 1. í 1600 m langri sprungu frá NNA til SSV i austurhlið eld- fjallsins á Heimaey. 1 hinum sama Vestmannaeyjaklasa hófst, fáeinum sjómílum sunnar, fyrir tiu árum hið gullfallega eldgos, sem fæddi af sér eyjuna Surtsey. Þar eð sprungan nær út i sjó beggja vegna Heimaeyjar, hefur gosið i Helgafelli einkenni bæði neðansjávargoss og ofansjávar- goss. Allir þekkja ofansjávargos, þvi að sýnt hefur verið i fjölmörg- um kvikmyndum, hvernig eldurinn rennur og eldsúlur bera við himin i náttmyrkrinu, hraun- sprengingar, gasútstreymi. Neðansjávargosin eru gerólik, næstum hið gagnstæða. Þar leysast þögulir kraftar úr læðingi, hraðinn og hæðin margfaldast fyrir ofan yfirborð sjávar fyrir tilstilli gasefna, ömurleg, svört öskuhulan, gegndreypt i vatninu, svört tjöld, þar sem myndast hvitir gufustrókar, sem þéttast. Svört askan, vikur og hraun falla og hlaðast upp á Heimaey, jafnframt þvi sem hraunið rennur fram i sjó og hótar að loka höfninni. Er eitthvað hægt að gera til að hamla á móti þessari hægfara eyðingu? Ég hef enn ekki farið og skoðað og get þvi ekki myndað mér ákveðna skoöun, en ég sé ekki hvernig hægt er að varna þvi að allt grafist undir ösku og gjalli, nema þá með þvi að ryðja þessu burt, jafnóðum, eftir þvi sem hægt er. Hvað hraunstrauminn varðar, er einasta örugga ráðið það, sem ég hafði án árangurs lagt til að Framhald á bls. 13 Hinn frægi eldfjallafræðingur ræðir um nýorðið gos íslenzka eldfjallsins ÍSIÍíIÍI; Aft næturlagi sjást eldtungurnar úr gignum hvaft bezt, og húsin sem næst gfgnum stóftu sýnast litil i samanburfti vift eldfjallift. flytja okkur frá Sel de Dallol- sléttunni upp i giginn á Erta’ Ale, þar sem við ætluðum að dvelja i heila viku, tólf saman (sex visindamenn, fimm aðstoðar- menn og ungur kven-doktor) við mælingar á hraunkvikunni og á gasuppstreymi frá basaltkviku eldfjallsins, sem heillar mig mest allra eldfjalla. Ég vonaði, að Helgafell hætti á meðan og hálfs mánaðar leyfið, sem mig hefur dreymt um árum saman yrði ekki að engu gert. Fyrsta simtalið eftir að ég hafði stigið út úr Boeing 707 þotunni var þvi miður beiðni um að ég flýtti mér að safna gosefnum og hraðaði mér til Vestmannaeyja. Ég segi þvi miður, vegna þess að á siðasta ári hefur flokkurinn farið átta eldfjallarannsóknar- ferðir i röð frá Erta ’Ale til Erta ’Ale (ég sagði við ykkur: það Haroun Tazieff VIÐ vorum i þaiin veginn aft stiga um horft I C47-flugvélina, scm hcrstjórnin i Eþiópíu liaffti sent til Djibouti til þcss aft flytja okkur inn i hjarta Danakil-lægöarinnar I Afar, cr mcr báustu skilaboft uin gosift i Ilclgafclli gamla og bciftni um aft fara þangaft, ásamt sam- starfsmönnum minum. Ekki tjóafti þó aft hika: annars vegar löngu ákvcftinn lciftangur á eitt- hvert mcrkasta cldfjall vcraldar, Erta Alc, scin vift vorum I aftcins 200 kilómetra fjarlægft frá, hins vegar cldgos langt í burtu, aft visu einstakt i sinni röft aft okkar áliti, scm starfsbræftur okkar islcnzkir, mcft vin minn, Sigurft Þórarinsson i fararbroddi, inyndu rannsaka af allri þcirri hæfni og þeim áhuga, sem slikt fyrirbriigfti úthciintir. C47-vélin flutti okkur þvi til stóru þyrlunnar, sem skyldi Arnór Sigurjónsson: Um gengismdl og verð gildi íslenzkra peninga NÚ ER margt rætt um gengismál meðal okkar Islendinga, og er fyrirsjáanlegt, að svo veröur enn um sinn. Þessi mál hafa oröið okkur ærið aðsóknarhörö. Til marks um það er, aö stjórnin okk- ar haföi, er hún hóf störf sin, þaö eftirtektarveröast að segja um efnahagserfiðleika þjóðarinnar, aö þá hygðist hún ekki leysa með gengisfellingu. En nú hefur hún fellt gengið þrisvar á tima, sem ekki nemur ári, og auðvitaö alltaf gegn vilja sinum og af óhjá- kvæmilegum ástæðum. Ég segi þetta ekki að gamni minu og ekki heldur til ádeilu á núsitjandi stjórn, heldur er þetta mér aðeins vitnisburður um það, hve erfitt þetta mál er, jafnvel fyrir ágæta stjórn. Þessir erfiðleikar eru heldur ekki alveg nýir i sögu okkar. Allar þær stjórnir, sem farið hafa með mál okkar siöan ófriönum mikla lauk 1945, hafa átt við þessa sömu erfiöleika að glima. Þær hafa að visu ekki fellt gengið svona ört, ekki nema einu sinni jafn oft á jafnstuttum tima, en þær hafa fellt það á miklu stórfelldari hátt hverju sinni. Ég skal nú gera stutt yfirlit yfir þessar gengisfellingar, frá þvi er striöinu mikla lauk, og forðast aö nefna það, hverjir að hverri gengisfellingu stóðu. Þaö skiptir heldur ekki neinu, þvi aö stefnan hefur allan tlmann verið hin sama, og aðsóknarharka gengisfellinganna svipuö. Fyrstu gengisfellingarnar á þessum tima voru geröar I september og október 1949. Þær reyndust ekki nægilega róttækar, svo að bæta þurfti um 20. marz 1950. Þessar gengisfellingar voru til samans um 60% miöað viö Bandarlkjadal, sem þá hélt óbreyttu gengi móts við gullverð. Kostaði Bandarikjadalur 6.50 isl. krónur I ágústlok 1949, en 16.32 isl kr. eftir 20 marz. Eftir þetta hélt isienzka krónan gengi sinu óbreyttu móts við Bandarikjadal i nærri 10 ár. En 22. febrúar 1960 var hún felld um rúmlega 57% og afturrúmu ári slöar 4. ágúst 1961 um 11.63%. Kostaði Bandarikja- dalurinn þar á eftir 43.00 islenzk- ar krónur. Eftir þetta var Islenzk- um peningum haldið óbreyttum við gengisskráningu I 6 ár, en svo voru þeir felldir 24. nóvember 1967 og aftur 11. nóvember 1968, samtals i bæöi skiptin um rúm- lega 50%, (50,5%), og eftir það kostaöi hver Bandarikjadalur 88.00 Islenzkar krónur. Miöað vift Bandarikjadal eru þær þrjár gengisfellingar, sem siðast hafa verið 'geröar á is- lenzku krónuna mesta smáræði, allar til samans rúmlega 12%, og veröur þetta ekki nákvæmar sagt, þvi að tekinn hefur verið nýr háttur um gengisskráninguna að hafa hana ekki fasta heldur dállt- iö breytilega eöa fljótandi, eins og kallað er að lærftum útlendum hætti. En þetta segir ekki allan sannleikann, þvi að Bandarikja- menn hafa tekið það upp eftir okkur íslendingum að fella dalinn sinn og eins og viö, gert það tvis- var — gegn vilja sinum og af óhjá- kvæmilegum ástæðum. Þetta hef- ur aö visu verið á finlegri hátt en upphaflega var hjá okkur, aöeins um 7-10% I hvert sinn, þar sem viö höföum þann myndarskap á að fella okkar gengi um 50-60% i hvert sinn, þar til nú sfðast. Þegar rætt er um gengi Is- lenzkra peninga, gætir oft mis- skilnings, sem getur ruglað hug- myndir og hugsun manna um peningamál og hagstjórnarmál. Menn gera ekki mun á gengi pen- inganna og verðgildi þeirra. En þetta er sitt hvað, og á þessu tvennu hefur oft veriö geysilegur munur i fjárhagsmálum okkar is- lendinga, eftir að við tókum upp fast gengi, og einnig við það „fljótandi gengi”, er við teljum okkur hafa nú. „Gengi” peninga okkarhefur á undanförnum árum verið það sérstaka verðgildi á peningum okkar, sem stjórnvöld okkar, þ.e. bankar og rlkisstjórn, hafa ábyrgzt gagnvart öðrum þjóöum, en þaö hefur oft veriö allt annað verðgildi peninga okkar en við höfum búiö við sjálfir. Þetta fann ég mjög greinilega árið 1967, er ég fór til Englands til tveggja ára dvalar þar. Ég byrjafti þá dvöl með þvl að kaupa dálltift af enskum pundum fyrir 120 islenzk- ar krónur hvert i bönkum I Reykjavlk. Vegna þess að ég haföi unnift nokkur ár i Hagstofu tslands, var með það auöreiknaö hvers virði þessar 120 krónur, sem þá voru samkvæmt gengis- skráningunni eitt pund enskt, voru að verðgildi 1 Englandi suð- ur viö Ermarsund, þar sem ég avaldist. Mér reiknaðist þetta svo, aö þær væru eins og 250 krón- ur heima á tslandi, ef meðaltal var tekiö af verði húsa (og húsa- leigu-) fatnaöi og matvælum og öðru þvi, sem verðgildi okkar peninga er af reiknaö. Þessa naut ég fyrst I staö I Englandi, eins og þeir, sem þá skruppu skyndiferö- ir til London eða Glasgow til að gera kaup sin i búðunum þar, en umfram alla aöra þeir, sem gerðu stór heildsölukaup I Englandi. Hins vegar fengu þeir, sem seldu fisk og aðra islenzka framleiðslu- vöru til Englands ekki nema 120 krónur Islenzkar fyrir hvert pund, þegar þeim var greitt fyrir sína vöru, þvi að þeim var skylt aö skila pundum slnum til bankanna I Reykjavlk, sem greiddu þeim pundin með skráðu gengi is- lenzkrar krónu. Þannig varö verögildi hinnar gengisskráöu is- lenzku krónu tvöfalt meira á Eng- landi en heima á tslandi, þ.e. það verögildi hennar, sem tslending- ar bjuggu við heima hjá sér og var hið raunverulega verðgildi hennar. Eftir gengisfellinguna haustiö 1968, þegar tekiö var að skrá pundiö rúmlega 220 Isl. krón- ur, varö verögildi krónunnar, fyrst i stað nærri þvi að vera hið sama 1 Englandi og heima á ts- landi, en þó reiknaðist mér það heldur meira á Englandi, ef nokk- ur munur var. Ég dvaldi öðru sinni I Englandi veturinn 1970-1971. Ég gerði eng- ar athuganir á þvl þá, hver væri munurinn á gengisskráningu og verðgildi islenzkra peninga, en ég kom heim úr þeirri dvöl minni rétt áðuren stjórnin, sem nú situr hér aö völdum, var mynduö. Vegna þessa athugunarleysis, vil ég ekkert fullyrða um þann mun á gengisskráningu og verögildi is- lenzkrar krónu þá, en þaö er trú min aö gengið hafi þá verift milli 30 og 35% hærra en verðgildi krónunnar hér heima innanlands. Augljóst var hins vegar, aö þessi munur hlaut aö vaxa, ef þeirri verðstöövun, sem fyrri stjórn hafði haldið uppi, yrfti létt, og einnig, ef kaupgjald yrði hækkað hér á landi meira en erlendis fyrir jafnmikla vinnu. Mér þótti þaö þvi ekki lofa miklu um langa framtið nýju stjórnarinnar, er hún lofaði þvl einu I gengismálun- um, að lækka ekki gengiö og engu um að hækka verðgildi pening- anna, heldur stefndi jafnvel að þvi með ýmsum aögerðum að lækka það verðgildi (þó að aðrar aögeröir hennar stefndu aö þvl aö auka það.) Nú mun e.t.v. einhver spyrja, hvaö sakar það og hverja sakar þaö, að verðgildi peninga okkar sé minna en skráð gengi þeirra i skiptum okkar viö erlendar þjóö- ir. Frá minu sjónarmiði hefur það sakaö okkur á tvennan hátt, eins og við höfum haldiö á þeim mál- um. Fyrst hefur þaö verið til tjóns fyrir innlenda framleiöslu I sam- keppni hennar við erlenda fram- leiðslu bæöi hér á landi og erlend- is — og þó einkum erlendis —■ að nota peninga, sem eru gildis- minni til hvers konar greiðslu en þeir peningar, sem aðrir nota. Svo aö nefnt sé glöggt dæmi kom þetta skarplega fram á sjávarút- vegi okkar fyrir haustiö 1967, er útgerðarmenn og sjómenn fengu aöeins 120 islenzkar krónur fyrir hvert enskt pund er þeim var greittfyrirseldan fisk I Englandi, og þessar 120 krónur voru ekki hálfvirði þess, sem þær giltu i Englandi samkvæmt sinu skráða gengi, ef þær voru notaöar til framleiðslu útgeröarinnar hér. 1 annan staö hefur sú regla, sem við höfum fylgt I peningamálum okkar, aö láta verögildi peninga okkar minnka jafnt og stööugt innanlands 6-10 ár án gengis- breytingar þeirra, en fella svo gengið stórlega með „einu penna- striki”, ruglað allar hugmyndir okkar jafnt um gildi peninganna og arðsemi atvinnuveganna. Það hefur aftur leitt til þess, að hvorki einstaklingar eða þjóðin i heild hefur getað gert áætlanir um at- vinnuvegi sina og arðsemi þeirra svo að hald hafi verið i nema til mjög stutts tima. Ef óhjákvæmi- legteraölækka verðgildi peninga okkar stöðugt ár frá ári, er okkur þrátt fyrir allt hollast að lækka gengiö nokkurn veginn jafnframt. Þær gengisfellingar, sem skyn- samlegast hafa verið geröar, er gengisfellingin 1961, er gengiö var fellt sem næst þvi, sem peningar okkar höfðu rýrnað innan lands siöan gengisfellingin 1960 var gerö, og gengisfellingin nú fyrir jólin, sem var til þess aö mæta aö mestu þeirri verðrýrnun, sem orðið hafði á peningum okkar inn- an lands frá þvi er nýja stjórnin tók viö af gömlu stjórninni, til þess aö ósamræmiö milli verö- gildis peninganna innan lands og erlendis (þ.e. skráða gengisins) yrði ekki öllu meira en hjá þeirri gömlu. Vissulega var dálltiö gaman aö þvi, hve sú gamla varö æf I viöbrögöum slnum gegn þessu. Gengisfellingarnar 1949 er við gengum I slóð Breta, og gengis- fellingarnar tvær á árinu sem leið og nú nýlega, er við höfum fariö I slóð Bandaríkjanna þykir ekki rétt að ræða hér, þvi aö þar er á ýmislegt aö lita, sem ekki er ástæða til að blanda I þetta mál. Meiri ástæöa er til að ræöa ann- aö, þar sem nokkurs misskilnings virðist stundum gæta I umræöum manna. Menn ræöa oft um verð- breytingar ýmislegs verömætis, eins og peningar okkar séu mæli- kvarði á þær verðbreytingar, þó aö það séu þeir vitanlega ekki, þar sem gildi þeirra er alltaf aö breytast, rýrna. Þetta er þá vitanlega af misskilningi rætt. Hitt er þó meiri og verri misskiln- ingur þegar um peninga okkar er rætt eins og þeir séu raunveruleg verðmæti. Það eru þeir alls ekki, heldur aöeins ávisanir á verö- mæti. Þetta eru myndablöö með prentuðum tölum til hagræöis fyrir þá, er afhenda ávlsanirnar að þurfa ekki að skrifa þær. Sá er mestur munur á ávisunum, sem við gefum út sem einstakl. og pen- ingunum að bak við þær ávísan- ir, sem við gefum út sem einstak- lingar, stöndum við einir og þvl falla þær alveg úr gildi, ef viö eig- um ekki fyrir þeim, en bak viö peninga okkar á að vera ábyrgö þjóöarinnar allrar tryggð með vinnu hennar að fornu og nýju, að Framhald á bls: 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.