Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 4

Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 28. marz 1973 Hvernig sefur þú? Sefurðu á maganum? Ef svo er, þá ertu fullur af minnimáttar- kennd og sálarflækjum, og lík- lega finnur þú til óöryggis i vinnunni. Þetta segir franski visindamaðurinn Pierre Daveux. Rannsóknir hans hafa fært okkur frekari upplýsingar um svefninn og ýmsa hætti mannanna. Fólk sem hringar sig saman i sv'efninum, likt og kettir, er einmana og þarfnast verndar. Fólk, sem sefur á bak- inu er venjulega stolt og hefur sterkan persónuleika, og er til- búið til þess að verja hagsmuni sina gagnvart hverju sem er, og hverjum sem er. Þeir sem vefja koddann sinn örmum þarfnast meiri athygli frá aðstandendum Martröð markvarðarins 0-1, 0-2, 0-3, 0-4, 0-5, 0-6, 0-7. Knattspyrnuvertiðin fer senn i hönd, og við skulum vona, að það eigi ekki eftir að fara svona fyrir mörgum markverðinum, eins og þeim, sem hér sést á myndinni. Hann varð að losa sig við sjö bolta úr netinu. Vonandi hefur þessi markvörður ekki verið hjá einhverju stórliða heimsins, sem greiðir mönnum sinum kaup, þvi að þá er hann viss með að hafa misst ær legan spón úr aski sinum, þvi enginn hækkar kaupið hjá markverði, sem stendur sig svona illa. Allir vildu gefa Tveir hljómlistarmenn stóðu úti á einni af götum Oslóborgar og skemmtu vegfarendum með hljóðfæraleik sinum. Flestum þótti gaman að hlusta á þá, og áður en langt leið voru margir búnir að leggja svolitið fé að mörkum, og hatturinn farinn að þyngjast. Þá kom meira að segja litli Geir. Mamma hans hafði verið að enda við að gefa honum smápening, og hann hafði hugsað sér að kaupa sér fyrir hann sælgæti. En tónlistin heillaði hann svo, að hann hætti við sælgætiskaupin, og lét þess i staö peninginn sinn i hatt mann- anna. Það er svo önnur saga, að stundu siðar komu lögreglu- þjónar, og báðu mennina tafar- laust að tefja ekki lengur á þess- um stað, þvi þaö ku vera and- stætt lögum, að skemmta fólki með hljóðfæraleik á götum úti. sinum, og þeir sem hafa breitt upp yfir höfuð eru svartsýnis- menn. Ef þú sefur á hægri hlið- inni erut búinn mikilli sköp- unargáfu, og sofir þú á vinstri hliðinni liður þér vel i vinnunni, en hefur sennilega náö þar eins langt og þú munt eiga eftir að ná. Handtaskan er þægileg til margra hluta Handtöskuþjófnaðir eru mjög algengir, og með þvi að stela handtöskum fá smáþjófar oft töluverða peninga. Glæpamenn, sem setja markiö hærrra nota hins vegar töskur sem beitu. Sem dæmi um það má nefna ævintýri slátrara eins i Yorks hire. Hann fann handtösku á gólfinu i búðinni sinni dag nokkurn. Hann tók töskuna þegar til handargangs og stakk henni inn i peningaskápinn sinn, og ætlaði að geyma hana þar þangað til rétti eigandinn gæfi sig fram. Um kvöldið, þegar kaupmaðurinn var að loka búð- inni kom kona og var mjör óró- leg og vildi endilega fá töskuna, sem hún sagðist eiga. Kaup- maðurinn hafði það að föstum sið, að opna aldrei búðina aftur, eftir að hann var búinn að loka, en nú fannst honum, hann endi- lega þurfa að gera það. Af- leiðingarnar voru ekki góðar. Tveir grimumenn komu skyndi- lega i ljós, börðu kaupmanninn og tóku alla peningana, sem i búðinni voru. Kona nokkur i Lundúnum týndi töskunni sinni i West End búð. Hún tilkynnti verzlunarstjóranum þetta, ög fór svo vonlitil um, að eiga eftir að sjá töskuna aftur. Tveimur dögum siöar var hringt til henn- ar úr verzluninni, og henni tjáð, að taskan hefði fundizt. Var þess óskað, að hún kæmi og sækti töskuna. Þegar hún kom i búðina fullyrti verzlunarstjór- inn, að hann hefði ekki hringt til hennar, og ekki vissi hann held- ur til þess, að taskan væri fund- in. Hann hringdi siðan til lög- reglunnar, en heimili konunnar hafði þegar fengið heimsókn þjófsins. Hann hafði fundið heimilisfang konunnar i töskunn og sömuleiðis lykla að húsi hennar. Hjá skozku lögreglunni er bunki af skýrslum, sem allar fjalla um velklædda konu, sem hefur hvað eftir annað leikið þann leik, að fara að hágráta á almannafæri og hljóða hátt upp og segjast hafa tapað töskunni sinni, eftir að hún hafi farið út og fengið sér að borða og eitt eða tvö glös með matnum. Það hefur aldrei brugðizt, að eim hver góðhjörtuð sál, sem hefur verið stödd á sama veitingahúsi hefur boðizt til þess að borga fyrir hana reikningin. Mundu að segja Wilson, aö ég hafi komiö, þvi ég vii alls ekki að liann haidi að ég sé farinn að vanrækja hann. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.