Tíminn - 06.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1973, Blaðsíða 3
/ Föstudagur (!. apríl. 1 !)7‘.5 TÍMINN Fært að Skeiðará í sumar Sala á happdrættisskuldabréfum að upphæð 130 milljónir hefst á þriðjudag. Vegagerðinni miðar vel áfram KJ-Reykjavík. — Á þriðju- daginn í næstu viku hefst sala á happdrætttisskulda- bréfum rikissjóðs B flokki, að upphæð 130 milljónir króna, en fénu verður varið til vegagerðar á Skeiðarár- sandi. Er þetta í annað sinn, sem Skeiðararsands- skuldabréf eru boðin út. í fyrra skiptið var um að ræða 100 milljónir króna, og seldust bréfin þá upp á viku. Seðlabankinn boðaði til blaða- mannafundar i gær, þar sem Svanbjörn Frimannsson seöla- bankastjóri skýrði frá þessu nýja happdrættisláni, en Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri og Helgi Hallgrimsson deildarverk- fræðingur skýrðu frá fram- kvæmdum á sandinum. 130 milljónir Happdrættisskuldabréfin eru eitt þúsund . krónur að upphæð hvert bréf og til tiu ára. Engir vextir eru greiddir af bréfunum, en þau eru verðbætt með visitölu framfærslukostnaðar, og verða endurgreidd eftir 10 ár. Árlega er dregið um'344 vinninga i þessu happdrættisláni, og er vinnings- upphæðin samtals 9.1 milljón. Tveir vinningar eru á eina milljón, 2 á hálfa milljón, 30 á hundrað þúsund og 310 á tiu þúsund. Dregið verður i fyrsta Þeir eru engin smásmið stálbitarnir, sem fara i brýrnar á Skeiðarársandi, enda fara alls 1600 tonn af járni i brýrnar. Myndin var tekin af einum bitanum austur á Skeiðarársandi á dögunum, og má marka stærðina af fólkinu, sem er yzt til vinstri á myndinni. F’jærst skagar Lómagnúpur til himins. (Timamynd E.V.) A blaðamannafundinum i gær: F.v. Stefán Þórarinsson aðalféhirðir Seðlabankans, Sveinbjörn Frímannsson seðlabankastjóri, Sigurður Jóhannsson vegamálastjóri, Björn Matthfasson hagfræðing- ur, Helgi Hallgrimsson deildarverkfræðingur og Sveinbjörn Hafliðason lögfræöingur (Tfmamynd Róbert) skipti i þessu happdrættisláni 30. júni n.k. Þess má geta, að á sið- asta ári gáfu eldri happdrættis- skuldabréfin af sér 17% vexti vegna visitöluhækkunar, þannig að hvert þúsund króna bréf, sem selt var i fyrra, er nú 1.170 króna virði. I fyrra seldust 61.3% bréfanna i Reykjavik, en það samsvarar þvi, að þrir af hverjum fjórum Reykvikingum hefðu keypt eitt bréf. t Austurlandskjördæm i seldist 6.7% bréfanna, enn það samsvarar þvi, að 3 af hverjum fimm ibúum kjördæmisins hefðu keypt bréf. Siðari hluta sumars, eða i haust, er ráðgert að bjóða út 100 milljónir til viðbótar. Að Skeiðará i sumar Rétt ár er nú liðið frá þvi fram- kvæmdir við vegagerð yfir Skeiðarársand hófust, og hafa þær gengið vel. Eru horfur á, að vegurinn verði umferðarhæfur um mitt sumar 1974, en á næsta sumri verður hægt að komast að Skeiðará að vestan, og þá er stuttur en erfiður kafli eftir, svo komizt verði austur i öræfi. Framhald á bls. 19 Kratar lýsa krötum i skugga Tryggingastofn- unarinnar virðast kratar farn- ir að stunda nokkra sjálfs- gagnrýni. í Alþýðublaðinu sl. laugar- dag er Neytendasanitökunum þannig lýst af ritstjórnarfull- trúa Alþýðublaðsins: ,,Neytendasamtökin i dag eru eins fjarri neytandanum og skugginn sólinni. Þetta eru samtök fárra manna, sem þiggja laun fyrir að sitja I stjórn eða „vinna" ýmis verk fyrir þessi samtök. Þella er hópur. sem kominn er á jötuna og þiggur styrki frá riki og bæ, innheimtir félagsgjöld en sinnir ekki vandaináium neytandans fremur en hann va’i i ekki til". Þetta er lýsing á ýmsum góðuni Alþýðuflokksmönnum, sem sá flokkur lielui hainpað einna mest á undanförnum ár- um og formaður þessara sam- taka um nokkurt áraliil er og liefur verið óltar Yngvason, lögfræðingur, en hann hafði áður iinnið sér það til frægðar m.a. að vera framkvæmda- stjóri Alþýðublaðsins. I stjórn N ey ten d a sa m ta k a n n a lia f a verið ýmsir hel/.tu forystu- nienn Alþýðuflokksins og um skeið gegndi einn þeirra fram- kva'in dastjórastarfi Neytendasamtakanna og for- mennskii i Félagi ungra jnfnaöarntanna samtimis!! Auðvitað er lýsing Alþýðu- blaðsritsljórans á Ncylenda- saintökunum ekki alls kostar rétt og ber þvl að taka hana fremur sem vott um þá sjálfs- gagnrýni, sem Alþýðuflokkur- inn stundar um þessar mund- ir. Nema þá að henni sé ætlaður sá tilgangur að knýja fram enn eina yíirlýsingu l'rá (iylfa um. að það sé flokkurinn og enginn nema flokkurinn, sem ræður hlaðinu? Það sem slyður þá kenn- ingu, er vissulega dæmið um skrif Alþýðublaðsins um skýrsluna lra‘gu um Trygginga stofn un ina. A1 þýðu - hlaðið taldi það merkilegast i skýrslunni, að hurðin á Tryggingastofnuninni væri of þung og birti inynd af bákninu til frekari áherzlu. Hið kratíska ndlarauga Þessi hurð hefur þó reynzt ákaflega létt og liðug fyrir þá tegund af Alþýðuflokksmönn- um, sem Alþýðublaðsritstjór- inn lýsir i sambandi við út- tcktina á Neytendasamtökun- um. Iiurðin hefur hins vegar reynzt mönnum af öðru sauöa- luisi æði þung. Tryggingastofn unin hefur verið rekin sem sérstök deild i Alþýðuflokkn- um i marga áratugi og þar liafa engir komizt i feitar áhrifastöður nema þeir liafi slundaö „neytendasamtaka- starfsemi” innan Alþýðu- flokksins ákveðinn tima og hlotið blessun loppkratanna. Þetta á að sjálfsögðu ekki við um þá með bláa hlóðið, scm taka störf þar skv. ættar- og blóðböndum. Þar er um hinn arfborna rétt að ræða. En vegna þess að nú þyngist hurðin á Tryggingastofnuninni og vegna þess að allir sjá, hve - Neytendasa m tök kratanna eru aum, þar sem „ihaldskell- ingarnar” i Húsmæðrafélagi Reykjavikur hafa skotiö þeim ref fyrir rass i túlkunum á landbúnaðarstefnu Gylfa, er tillaga Alþýðublaðsins þessi: Það þarf að koma upp ríkis- stofnun um neytcndavernd. Það verður gert, þegar við komunist aftur i stjórn með ihaldinu. Þangað verða svo auðvitað aðeins ráönir menn með reynslu, þ.e. þeir i Neytendasamtökunum og svo náttúrulega þeir, sem verða reknir frá Tryggingastofnun- inni. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.