Tíminn - 27.04.1973, Page 19

Tíminn - 27.04.1973, Page 19
Föstudagur 27. apríl 1973. Bermúda markshraða, sem er 35 km. alls staðar. Kýr hænsni, hundar og kettir eru hvar vetna á ferli. Allir búa i litlum einbýlishúsum með griðarstórum trjágörðum i kring. Vanti eigendur húsanna aura i vasann, setjast þeir upp hjá ætt- ingjum og leigja húsið ferða- mönnum fyriroffjár. Ef einhvern langar til að kaupa sér hús á Bermúda, má geta þess að meðalverð á húsi með einu svefn- herbergi og stofu er 50 þúsund dollarar eða tæpar fimm milljónir. Okkur þótti alveg nóg um verðlagið á öllum hlutum þarna og vorum þó búin að vera bæði i Hawaii og Tókió, sem okkur var i hvort skiptið sagt, að væru dýrustu staðir i heimi. bað er áreiðanlega dýrara að lifa á Bermúda, en þó er þarna engin fátækt, langt þvi frá. Areiðanléga geta ekki margar þjóðir af þess- ari stærð og 56 þúsund ibúa, ef þær eru þá til, státað af tveggja rása sjónvarpskerfi i litum og 5 rása útvarpi, ásamt 6 blöðum. Að visu er aðeins eitt þeirra dagblað, en maður getur lika gengiö þar inn á ritstjórnarskrifstofur og beðið hversdagslega um að fá að sjá eintak siðan 3. ágúst 1784 og hvert einasta siðan, ef maður kærir sig um. Sem smádæmi um verðlagið á algengustu hlutum, vil ég nefna, að kókflaska kostar 25 krónur i búð, hamborgari hátt á þriðja hundrað og mjólkurlitirinn 50 krónur. Eaunar má geta þess til upplýsingar fyrir húsmæður á fslandi, sem okkur heyrast þessa dagana vera að þrefa um verð á mjólk m.a., að á þeim fjórum stöðum, sem við höfum keypt mjólk fyrir skipið á leiðinni,hefur litrinn kostað frá 40 til 50 krónur. Ef einhver skyldi ekki vita það, þá er Bermúda brezk nýlenda, en án þess að ég ætli að blanda mér nokkuð i stjórnmálin, sagði mér leigubilstjóri, , að eyjabúar vildu fyrir hvern mun fá sjálfstæði sem fyrst, til að stöðva „amerikaniseringuna”, sem óðum magnaðist, þvi Bretar skipti sér litiö sem ekkert af málum eyjanna. tbúar Bermúda eru að mestum hluta dökkt fólk, sem er afkomendur brezku land- nemanna, portugalskra verka- manna frá Azoreyjum og svartra þræla frá V-Indium. betta er smávaxið fólk og andlitsfritt. Einnig er dálitið af hvitu fólki, en kynþáttamismunur er nokkuð, sem ekki þekkist á eyjunum. Inn- flytjendalögin eru mjög ströng, þar sem varla er rúm fyrir fleiri ibúa þarna. Við lentum i leiðindaveðri þessa daga á Bermúda, rok var með sólarglætum og helli- dembum á milli. Hitinn var að visu um 20 stig, en okkur ógnaði það ekki eftir það^ sem á undan var gengið og gripum til lopa- peysanna. Ofsaveður var á hafinu norðan við eyjarnar og lásum við i blöðum um norska skipið Anitu, sem sagt var hafa farizt með 32 mönnum. Allmörg skip leituöu hafnar i Bermúda undan veðrinu, þ.á.m. eitt norskt, sem haföi laskazt nokkuö En þegar viö kvöddum Bermúda var veörið að ganga niöur. I fyrstu var dálitill sjór, en hann stilltist brátt og alla leiðina heim undir Island sigldum viö i bliöu, þrátt fyrir óhuggulegar veöur- fréttir og spár. baö var ekki fyrr en i dag, að viö sigldum meö Austurlandi, sem gerði brælu og það slika, að allt snerist viö i skipinu,erfiðlega gekk að elda há- degismatinn og koma honum i sig en ekki á. Við vorum komin norður á móts við Spán, þegar einhver fór eitt TÍMINN 19 sinn sem oftar að fikta við út- varpið. Heyrðist þá ekki Ragn- heiður okkar Asta vera að lesa tilkynningar og heyrðum við bara allvel. En það var ekki fyrr en 700 milum og tveimur sólarhringum siðar, að hægt var að greina orða- skil hjá blessuðum karlmönn- unum i útvarpinu okkar og þá fyrst Jóni Múla. Við flýttum klukkunni i snarheitum til að fá fréttir á réttum tima og raunar hefur verið setið og hlustað á alla dagskrána. Kvilli einn, sem á sjómanna- máli heitir „home-stress” og þjáir sjómenn venjulega siðasta sólarhringinn fyrir heimkomu, fór að gera vart við sig hér þegar þrir sólarhringar voru eftir. bá hittust menn i borðsalnum og spiluðu eða tefldu, þegar þeir gátu ekki með nokkru móti sofið. Svo er rætt mikið um mat, góöan islenzkan mat, sem við höfum ekki fengið i tvo mánuði og fimm daga. baö verður áreiðanlega mikið borðað af saltfiski og súr- mat á Raufarhöfn næstu daga, en við erum búin að fá nóg af nauta- kjöti, svinakjöti og kjúklingum um langa framtið. Vonandi komumst við inn á Raufarhöfn á morgun og þar með lýkur þessari æfintýraferð um hálfan hnöttinn. Eins og nærri má geta, verður þessu fallega og góða skipi fagnað vel við heim- komuna og auðvitað áhöfninni lika. Með þessu siðasta bréfi minu kveð ég Rauðanúp með þökk fyrir góða viðkynningu og óska skipi og áhöfn alls hins bezta i framtiðinni. P.S. 5. april Við komumst inn á lagi um sjö- leytið i morgun, r(n siðan lokaðist innsiglingin aftur. Veður hefur veið slæmt i dag, kuldi og hvasst. Skip og áhöfn fengu hlýjar mót- tökur siðdegis með kaffisamsæti i félagsheimilinu og i kvöld verður dansað. En alvara lifsins hefst að morgni. Aths. Ástæðan fyrir þvi að grein þessi er svo seint á ferðinni/ er sú, að hún mun hafa lentá afvegum i send- ingu og barst ekki ti! Tímans fyrr en rétt fyrir páska. Tíminn er 40 siður alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsíminn er 1-23-23 Magnús E. Batdvlnsson 17 - Slml 7710« JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum í dag. Auk þess fáið þér frían álpappír með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville í alla einangrun. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sendum hvert á land sem er. JÓN LOFTSSON HF. Hringbrout 121 . Simi 10-600 =j! BARNALEIKTÆKl * Iþróttatæki VélaverkttMði BERNHARDS HANNESS.. SuSurlandtbraut 12. Stmi 35810. Sérleyfisleið laus til umsóknar Sérleyfisleiðin Reykjavik - Álafoss - Reykir - Mosfellsdalur er laus til umsókn- ar. Umsóknir skulu sendar til Umferðar- máladeildar pósts og sima, Umferðar- miðstöðinni i Reykjavik, fyrir 10. mai 1973. Upplýsingar um bifreiðakost umsækjanda skulu fylgja umsóknunum. Reykjavik, april 1973, Umferðarmáladeild pósts og sima. FASTEIGN AVAL Skólavörðustíg 3A (11. hæð) Simar 2-29-11 og 1-92-55 Fasteignakaupendur. Vanti yður fasteign, þá hafið samband við skrifstofu vora. Fasteignir af öllum stærðum og geröum, fullbúnar og i smiðum. Fasteignaseíjendur Vinsamlegast látið skrá fast- eignir yðar hiá okkur. Aherzla lögð á góða og örugga þjónustu. Leitið upp- lýsir.ga um verð og skilmála. Makaskiptasamningar oft mögulegjr. önnumjí. hvers konar samn- ingsgerð fyrir yður. Jón Arason hdl. Málflutningur, fasteignasala m Nómskeið Menntamálaráðuneytið 26. 4.1973 Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 2. mai kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna icnn*mmn:i fyrir kennara, sem settir eru um óákveðinn tima Menntamálaráöuneytið hefur falið Kennarahásköla islands að efna til námskeiðs fyrir starfaudi kennara, sem settir liafa verið um óákveðinn timaen eigi verið skipaðir i stöðu vegna þess að nokkuö skorti á fullnægjandi menntun til starfsins. Hér er um að ræða eins árs nám, sem skiptist á uppeldisgreinar og einstakar námsgreinar, sem kenndar eru á gagnfræðastigi, og skal hver þátt- takandi stunda uppeidisgreinar og eina eða tvær námsgreinar eftir vali. Námstiminn skiptist á tvö sumur 6-8 vikur hvort sumar og heimanám i bréfa- skóla einn vetur. bátttakendum verður gefinn kostur á að hefja nám sumarið 1973 eða 1974 eftir þvi hvaða greinar þeir velja.en endanlega ákvörðun um það verður eigi unnt að taka fyrr en umsóknir liggja fyrir og sýnt er, hver þátttaka verður i einstökum greinum. Rétt til þátttöku i námskeiöunum hafa allir kennarar á gagnfræðastigi, sem settir voru um óákveðinn tima 1971 eða fyrr og hafa lokiö kennaraprófi eða stúdents- prófi eða kennt samfellt eigi skemur en fimm ár. Kennarar, sem hafa aö baki eins árs nám i kennslu- grein, eða nám sem svarar til 2ja stiga af BA-námi að loknu kennara- eða stúdentsprófi, þurfa aðeins að stunda nám i uppeldisgreinum. beim, sem lokið hafa kennaraprófi, er þó ekki skylt aö leggja stund á aðrar uppeldisgreinar en kennslufræði. Náminu lýkur með prófi og munu þeir, sem prófið standast, eiga kost á skipun i starf, ef fyrir liggja óskir frá skólanefndum eöa fræðsluráöum. beir, sem hafa hug á aö sækja um námskeið þetta, skulu senda skriflegar umsóknir á sérstökum umsóknareyöublöðum til Stefáns Ól. Jónssonar, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 15. maí 1973. BORÐAPANTANIR I SlMUM 22321 22322 BORÐUM HALDIÐ TIL KL 9. BLÖMASALIR VIKINGASALUR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.