Tíminn - 11.07.1973, Side 12

Tíminn - 11.07.1973, Side 12
12 TÍMINN Miövikudagur 11. júll 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing AAagnúsar Ásgeirssonar gæti. En þvi miður sé sér það alveg ómögulegt, og hann sé búinn að segja Lauterbach, hvernig standi á þvi. Kleinholz kaupmaður horfir á bókarann sinn fast og lengi. „Heyrið þér mig Pinneberg. Ver- iö þér nú ekki að gera neitt uppi- stand. Ég er búinn að gefa honum fri og get ekki tekið það aftur. Og þegar veslings Pinneberg svarar ekki, heldur hann áfram: ,,Ég skal nú segja yður alveg eins og er, Pinneberg. Lauterbach er mesti bjálfi, greyið, en hann er nú einu sinni nazisti og sveitarfor- inginn hans er Rotsprack malari. Ég vil helzt vera laus við að kljást við hann, þvi að hann er okkur allfaf hjálplegur, þegar við þurf- um að láta mala eitthvað i snatri”. „Já, en ég get þetta bara ekki, segir Pinneberg og leggur áherzlu á hvert orð. „Svo er það náttúrlega Schulz”, heldur Emil áfram hægt og ró- lega, eins og hann sé að þraut- hugsa málið, „en hann getur það ekki heldur. Hann verður að vera við jarðarför einhvers ættingja sins, sem hann gerir sér von um að erfa eitthvert litilræði eftir. Þangað verður hann að fara, eins og þér sjáið sjálfur, þvi að annars hrammsa hin skyldmennin hvert tangur og tötur og Schulz fær ekkert.” „Og skepnan”, hugsar Pinne- berg, „þetta hefut- hann fundið upp tií að breiða yfir kvenna- stússið”. En Kleinholz er ekki af baki dottinn. „Og svo er það aupvitað ég sjálfur, Pinneberg. Ég vildi svo sem gera þetta sjálfur, ég þykist ekki upp úr þess háttar vaxinn, eins og þér vitið. . .” Pinneberg flýtir sér að bera vitni um að húsbóndinn sé ekki þannig gerður. „En það er nú svona, Pinneberg, að á morgun get ég það ekki, þvi á morgun verð ég að Vegna rangrar afgrciðslu á myndasögunni um Dreka höfuni við ákveðið að reyna að lifða eftir réttu framhaldi ævintýris þess, sem að und- anl'örnu hefur verið i hlað- inu, fremur en að byrja á nýju ævintýri. Næstu daga birtum við þvi tvo mynda- strimla al' Hvell-Geira eða þar til útséð er um það, hvort við fáuin rétta framhaldið af Ilreka. fara upp i sveit og reyna að krækja mér i nokkrar pantanir á smára. Við höfum ekkert selt það sem af er þessu ári, og sunnudag- arnir eru einu dagarnir, sem hægt er að hitta bændurna heima.” Pinneberg kinkar kolli til sam- þykkis. „En gæti Kube gamli ekki gert þetta i þetta skipti?” segir Pinne- berg og finnst hann hafa dottið of- an á mesta snjallræði. En húsbóndinn er á öðru máli. „Kube gamli?” segir hann alveg þrumu lostinn. „Kube gamli hefur að visu verið hér siðan i ti.ð föður mins sálaða, en hann hefur aldrei fengið að snerta á lyklun- um að fóðurgeymslunni, hvað þá meira. Nei, Pinneberg góður, þér eruð maðurinn, sem ég treysti. Þér verðið að sjá um fóðrið á morgun. „En ég get það bara alls ekki, Kleinholz”. Húsbóndinn verður alveg grall- aralaus. „Segið þér að þér getið það ekki, þegar ég er búinn að segja y ður hvernig i öllu liggur og sýna yöur fram á að það eru allir við annað bundir nema þér? Þér ætlizt þó ekki til að ég fari að þræla fyrir yður á morgum, bara af þvi að einhverjir duttlungar eru i yður? Hvað ætlið þér þá að hafa fyrir stafni á morgun?” „Ég ætla.. . ég verð. . .” stam- ar Pinneberg. Hann veit ekki i fljótu bragði hverju hann :?á að bera við sér til afsökunar. „Já, einmitt! Þarna sér maður! Ég get þó fjandakorninu ekki farið að eyðileggja fyrir mér alla smáraverzlunina, bara af þvi að það hefur dottið i yður að vilja ekki vinna á morgum. Látið nú eins og þér séuð með fullu viti, maður minn”. „Ég er með fullu viti, en ég get þetta bara ekki”. Kleinholz kaupmaður ris upp úr sæti sinu, horfir hryggðaraugum á bókarann sinn og segir um leið, og hann þokast til dyranna aftur á bak: „Ég hafði búizt við allt öðru af yður, Pinneberg, — allt öðru”. Og hann skellir hurðinni á eftir sér. Pússer er auðvitað á alveg sama máli og maður hennar og er bæði hrygg og reið yfir þvi, hve félagar hans komi óheiðarlega fram við hann. I hans sporum skyldi hún hafa leyst frá skjóð- unni og sagt Kleinholz, hvernig i öllu lá með „jarðarförina”, sem Schulz þurfti að vera við. Þó féllst hún á það að lokum, að sllkt hefði ekki verið rétt gert af Hannesi við félaga sinn. „En væri ég i þinum sporum, skyídi Schulz fá orð i eyra hjá mér, og það óþvegið”. „Það fær hann lika hjá mér, já, það skal hann fá,” segir Pinne- berg. Og nú sitja þau bæöi i litiu lest- inni, sem fer eftir hliðarbrautinni til Maxfelde. Vagnarnir eru troð- fullir, þó að lestin hafi lagt af stað frá Ducherow klukkan sex um morguninn. Þrengslin og þysinn valda þeim vonbrigðum. Max- felde, Maxvatnið og Maxáin valda þeim lika vonbrigðum. Allt er fullt af ryki, háreysti og fólki. Fólkið hefur streymt þangað úr Platz þúsundum saman. Bilar og tjöld standa þúsundum saman á bökkunum. Róðrarbátur fæst enginn, þar eru ekki nema tveir bátar og þeir eru báðir leigðir fyrir löngu. Pinneberg og Emma hans eru nvgift og þrá einveruna. Þau ganga þess vegna inn I skóginn en af þvi að Pússer finnst hún finna sveppalykt, vikja þau af skógar- götunni og reika um stund fram og aftur án þess að vita hvert halda skuli, en loksins hitta þau á kyrrlátan og skemmtilegan slóða i skóginum og eftir honum ganga þau lengra og lengra inn i skóginn i hægðum sinum. Sólin hækkar smátt og smátt á lofti, og öðru hvoru kemur svalur gustur utan af Eystrasalti og syngur þungt og þýtt I beykikrónunum. Pússer kannast við sævarlyktina siðan hún var i Platz heima hjá sér — fyrir löngu, löngu siðan og nú seg- ir hún drengnum sinum frá ein- asta sumarferðalaginu, sem hún hefur farið á ævinni: Niu daga ferð til Efra-Bayern með fjórum öðrum stúlkum. Honum fer nú lika að verða lið- ugt um málbeinið, og hann fer að segja henni hvað hann hafi alltaf verið einmana. Hann segir henni að sér standi alveg á sama um mömmu sina, þvi aö hún hafi aldrei sinnt neitt um hann, heldur alltaf fundizt hann vera fyrir sér og vinum sinum. „Og það er voða- leg atvinna, sem hún hefur, hún er. . .” Þaö stendur töluvert lengi I honum að segja, — aö hún sé „bardama”. Pússer veröur aftur hljóðlát og hugsandi og það liggur við að hún iðrist eftirað hafa skrifað henni bréfið. Það er eitthvað gruggugt við það að vera „bardama”, þótt henni sé að visu ekki ljóst, hvað þess háttar dömur hafa fyrir starfni. Hún hefur sjálf aldrei komið inn á „bar.” Það, sem hún hefur heyrt áður um dömur af þessu tagi, á heldur ekki við konu á þeim aldrei, sem tengdamóðir hennar hlýtur að vera komin á. Það hefði vist verið betra að hún hefði skrifað: „Heiðraða frú”, en auðvitað gat hún ekki farið aö tala við Hannes um þetta. Þau ganga nú góðan spöl án þess að mæla orð frá munni. En einmitt þegar þessi þögn fer að verða varhugaverð og virðist vera að fjarlægja þau hvort frá Lárétt 1) Mál.-5) Kona.-7) Agóða.- 9) Sprænu,- 11) Komast,- 12) Guð,- 12) Þyt,- 15) Sigað,- 16) Æð.- 18) Kastalarnir,- Lóðrétt 1) Kletts,- 2) Miskunn,- 3) Eins,- 4) Frostbit,- 6) Fiskur- inn.- 8) Gyðja.- 10) Sturlað.- 14) Væti,- 15) llát,- 17) Tima- bil,- Ráðning á gátu No. 1444 Lárétt 1) Iðrast,- 5) Ata,- 7) Mók,- 9) Bál,- 11) II,- 12) Lá,- 13) Nit.- 15) Alt.- 16) örg,- 18) Ófagur,- Lóðrétt 1) Ilminn.- 2) Rák.- 3) At.- 4) Sab.- 6) Slátur.- 8) Óli,- 10) All.- 14) Töf,- 15) Agg,- 17) Ra,- Jú, við fundum hana. Hún brotlenti i fjöllum Eþiópiu! Ónýt! Þotuþyrla er á leið- inni til að rannsaka flakið. HVELL G E I R I Kenoma hressist á spitalanum, hann er kominn yfir Fylgstu honum, Veiztu nokkuð nánar um björgunar . 'Jlaugina'L^ I I lliil IaIÍWI I1 MIÐVIKUDAGUR 11. júli 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Síödegissagan: „Eigi má sköpum renna” eftir Harry Ferguson,Axel Thor- steinsson þýðir og les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: ts- Jenzk tónlist a. Pianósónata op. 3 eftir Árna Björnsson. GIsli Magnússon leikur. b. Lög eftir Gylfa Þ. Gíslason. Erlingur Vigfússon og Karlakórinn Fóstbræður, Kristinn Hallsson og Guð- mundur Jónsson syngja. c. Svita fyrir málmblásturs- kvartett eftir Herbert H. Agústsson. Lárus Sveinsson og Jón Sigurðsson leika á trompeta, Stefán Þ. Stephensen á horn og Björn R. Einarsson á básúnu. d. Konsert fyrir kammer- hljómsveit eftir Jón Nordal. Sinfóniuhljómsveit íslands leikur, Bohdan Wodiczko stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphdrnið. 17.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni. Umsjónar- maður Kristján Bersi Ólafsson. 20.00 Pianóleikur i útvarps- sal. 20.15 Sumarvaka. a. Frá Þingvöllum til Austurlands sumarið 1919, Torfi Þor- steinsson i Haga i Horna- firði flytur frásögu. b. Ljóð og saga.Eirikur Eiríksson frá Dagverðargerði flytur tvö kvæði um Hrærek kon- ung Dagsson. c. Barnalestr- arfélagiðJHargrét Jónsdótt- ir flytur þátt úr bók Sigriðar Björnsdóttur frá Miklabæ „I ljósi minninganna”. d. Kórsöngur. Karlakórinn Geysir á Akureyri syngur nokkur lög. Arni Ingimundarson . stjórnar. 21.30 Otvarpssagan: „Blómin i ánni” eftir Editu Morris Þórarinn Guðnason þýddi. Edda Þórarinsdóttir les (54). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill. 22.35 Knattspyrnulýsing: Svíþjóð—tsland. Jón Ás- geirsson lýsir slðari hálfleik frá Stokkhólmi. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Húsmóðirin mælir með Jurta!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.