Tíminn - 25.07.1973, Side 4

Tíminn - 25.07.1973, Side 4
4 TÍMINN Miövikudagur 25. júll 1973. BHlMBI II iiE Moskvuhdskólinn stækkar Á Leninhæðum í suðvestur- hverfi Moskvuborgar er Moskvuháskóli, þar stunda nám 30.000 stúdentar og mun sá f jöldi aukast, eftir þvi sem skólinn stækkar. Þar er verið að byggja nýjar stofnanir fyrir radió- tækni, alþjóðasamskipti, efna- tæknifræði, uppeldisfræði, vefnaðariðnað og vistfræði. Til þessa hafa þessar stofnanir ver- iðstaðsettar i miðborg Moskvu. En nú er unnið að þvi að flytja þær i úthverfi borgarinnar, þar sem þægilegri aðstæður eru. T.d. hefur Byggingatæknistofn- unin i Möskvu tryggt sér lóð i norður-úthverfi Moskvu, þar sem hinar nýju byggingar verða i umhverfi skóga og fljóts. Sumark 7 heitir snekkjan Mark Spitz, gulldrengur Bandarikjanna á Olympiu- leikunum i Munchen vinnur sér ipn mikla peninga þessa stund- ina. Hann er nýbúinn að kaupa sér lúxussnekkju, sem hann hef- ur gefið nafnið SUMARK 7. Sjö- ið á að tákna gullverðl. 7, er hann vann til á leikunum. Sueru fyrstu 2 stafirnir i nafni konunn- • ar hans, Suzy Weiner, og/ endirinn á orðinu Su-mark er nafn hans sjálfs. I áhöfninni eru eintómir ættingjar gulldrengs- ins. Hér er Mark með afa sin- um, manninum i köflóttu buxunum, og föður sii/um. Hann er i svartri skyrtu /g að lokum sjáið þið svo m/nd af Suzy Weiner, stúlkunni sem tókst að krækja i gulldrenginn, og með henni móðir hennar Dostojevsky-saf n í Moskvu Nú er verið að gera safn úr ibúðinni i Leningrad, þar sem Fjodor Dostojevsky bjó, en i þeirri ibúð skrifaði hann m.a. skáldsöguna Karamasov-bræð- urnir. Vinnuherbergi hans hefur verið innréttað að nýju með til- liti til gamalla ljósmynda og út- búið hlutum, sem hafa tilheyrt fortiðinni. Fyrir utan safnið i ☆ ☆ Leningrad hafa verið útbúin Dostojevsky-söfn i Moskvu og Staraja Russa, þar sem Dostojevski bjó lengi og einnig i Semipalatinsk i Kazakhstan, þar sem hann hélt sig vegna þátttöku sinnar i byltingar- og lýðræðishreyfingu Rússlands keisaratimans. ☆ 0 Sjónvarpið notað sem fræðslutæki A hverju föstudagskvöldi hefur þýzka sjónvarpið sýnt fræðslu- þátt um umferðarmál. Þáttur þessi kemur næst á undan mjög spennandi framhaldsmynda- flokki, sem öll fjölskyldan fylgist að jafnaði með, að þvi er stjórn- endur sjónvarpsins telja. Nú hef- ur verið ákveðið að bæta við sjón- varpsefnið á þessum mjög svo góða sjónvarpstima fræðsluþætti um hættur ungmenna og barna i umferðinni. Er talið að það muni hafa mikil áhrif á slysatiðni og verða til þess að slysum á börnum og unglingum fækki, en þau hafa verið töluvert mikil i Þýzkalandi eins og reyndar viðast annars staðar. Börn á aldrinum 6 til 15 ára verða oftar fyrir slysum i um- ferðinni heldur en aðrir, og hefur dauðsföllum barna á þessum aldri fjölgað um helming á siðustu árum miðað við það, sem áður var. Hér eru tvö börn að fylgjast með kennslunni i sjón- varpinu, á meðan þau sjálf leika sér að bilunum sinum. — Aldrei hef ég hitt svona sam- vinnuþýðan varðhund. — Tveir á móti einum. Aumingjar! — Þetta er kyn, sem ég rækta niðursuðuverksmiðju, sem sér- hæfir sig i beinlausum fuglum. DENNI DÆMALAUSI Mamma Georgs sagði mér, að maðurinn i næsta húsi hefði alltaf verið að reyna að hýða hann, en hefði aldrei náð honum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.