Tíminn - 25.07.1973, Qupperneq 6

Tíminn - 25.07.1973, Qupperneq 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 25. júlí 1973. HIÐ GRÆNA LAUF Hið græna lauf er eitt af undrum veraldar, i senn uppspretta næringarog lifslofts. Riki gróðursins er voldugt og viðlent. Trén og blómin i görðunum, lyngið á holtinu, kvistlendið i hliðinni, grösin á túninu, störin á enginu, allt eru þetta borgarar i riki gróðursins. Sjáið blessaða grænkuna, fá svæöi eru alveg gróöursnauð. Jafnvel á þvi er virðist I fljótu bragði beru grjóti, leynist einhver gróður — mosi, skófir o.s.frv. Jurtirnar eru næsta marg- vislegar, en allar eru þær lifandi verur, sem anda og þurfa næringu. Dýrin geta gengið, skriðiö, synt, flogið o.s.frv. og þannig borið sig eftir björginni. En jurtirnar eru fastar á sinum stað og verða að ná i næringu þar sem þær vaxa, hvort sem það er i frjórri mold, sandi, leir eöa utan á steinum og klöppum. Gróðurinn græni hefur þann dásamlega hæfileika að geta hagnýtt til næringar hluti, sem ekkert dýr getur lifað á, þ.e. koiefni úr loftinu og steinefni úr jarðveginum, uppleyst i vatni. Dýrin mundu svelta til bana ef þau ættu að lifa á sliku. En upp af litlu fræi vex jurt, eða jafnvel risastórt tré, og nær fullum þroska án þess að þurfa annað en loft, vatn og steinefni. Hæfileiki græna gróðursins að geta lifað á olifrænum efnum og breytt þeim i lifræn, er bæði afar merkilegur og mikils- verður fyrir allt lif á jörðinni. Allt jarðlif byggist á þessu. Allur matur kemur i raun og veru úr gróðurrikinu, beint eða óbeint. Við borðum t.d. brauð og grauta úr korni, kartöflur, ávexti o.s.frv. beinlinis frá gróðrinum komið. begar við neytum kjöts og mjólkur eru kindurnar og kýrnar milliliöir, þvi að þær lifa á grasi. Við étum mikið af fiski en ekki bitur hann gras. Jæja, á hverju lifir t.d. hin göfuga skepna þorskurinn, sem við eigum i striði útaf? Hann er ekki vand- ætinn, en uppáhaldsfæðan er t.a.m. sild, sili, krabbadýr og þessháttar. Ekki eru það jurtir, nei, en þessi dýr lifa á jurtum, eða öðrum smærri dýrum sem lifa á jurtum, svo allt ber að sama brunni. Jurtirnar eru frumátan, eða undirstaðan, og i sjónum eru það örsmáar svifjurtir sem berast fyrir vindi og straumum. Mergðin er oft geysileg i yfir- borðinu og ofan til i sjónum þar sem einhver birta nær til. Sólar- geislarnir gefa þessum svif- jurtum og öllum öðrum gróðri með blaðgænu, orku til starfa, svo þær geta aflað sér hráefnanna, kolefnis, vatns og steinefna og breytt þeim i nothæfa, lifræna næringu. Allur grænn gróöur, þ.e. með blaðgrænu, er verksmiðja, sem breytir, dauðum hráefnum i mat. Og hið græna lauf er mikilvirkast, i þvi eru flest blaðgrænukornin. Jurtasvifið er undirstaða fisk- veiðanna, það tekur steinefni úr sjónum, hann er þess „jarðvegur”. Hafið brýtur smám saman ströndina og steinefni skolast út i það. Arnar bera mikið af steinefnum til sjávar, vindar bera mold og sandryk af landi ofan, þess verðum við mjög hér á landi. Steinefnin sökkva til botns, en J%| RÍKISSPÍTALARNIR iáUySi lausarstöður Staða FÓSTRU við GEÐDEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS er laus til umsóknar og veitist frá 15. ágústn.k. eða siðar. Upplýsingar gef- ur yfirhjúkrunarkonan, simi 84611. Staða SJÚKRALIÐA við GEÐDEILD BARNASPÍTALA HRINGSINS er laus til umsóknar og veitist frá 15. ágúst n.k. eða siðar. Upplýsingar gef- ur yfirhjúkrunarkonan i sima 84611. AÐSTOÐARMAÐUR óskast á GEÐ- DEILD BARNASPÍTALA HRINGS- INS. Starfið er vaktavinna og er fólg- ið i vinnu með sjúklinga deildarinnar og þátttöku i meðferð þeirra. Starfið gæti reynst góður undirbúningur fyr- ir nám á ýmsum félagsmálasviðum. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunar- konan i sima 84611. Staða DEILDARHJÚKRUNAR- KONU við Viðihlið við KLEPPS- SPÍTALA er laus til umsóknar. Einn- ig vantar hjúkrunarkonu við FLÓKA- DEILD, og aðrar deildir. Upplýsing- ar veitir forstöðukonan simi 38160. Reykjavik 23/7 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765 vindar og straumar róta þeim upp aftur. Hér við land mætast tveir meginstraumar, enda er hafið frjósamt og dýralifið auðugt. Auðsjáanlega eiga bæði land- búnaður og fiskiveiðar allt sitt undir gróðrinum, og orku- gjafanum sólinni. Allar lifandi verur þurfa bæði að nærast og anda, og súrefnið framleiðir gróðurinn handa okkur frá honum berst það út i andrúmsloftið. Litið á myndina af laufunum þremur: grasi, smára og birki, sem tekin eru hér sem dæmi, og hugleiðið gildi þeirra. Athugið lika skemmdu laufin. Hin grænu lauf eiga marga óvini og einn þeirra er skógarmaðkurinn, en hann er fiðrildalirfa. Raunar eru tegundir skógarmaðka margar og gera tjón bæöi i skóglendi og görðum viða um lönd. Myndirnar sýna lauf úr görðum i Reykjavik um miðjan júli. önnur sýnir 4 skemmd lauf af Alaskaviði, flest nærri nöguð upp til agna. Hann virðist æði „maðkasæll” en gljáviðir fær að mestu að vera i friði, þó hann standi i sama garöi. A hinni myndinni gefur aö lita skógar- maðknöguð lauf af disarunnar (sirenu), reynivið og gráreyni. Sums staðar var svo mikið af möðkum að þeir lágu i breiðum undir trjánum: einnig úti á gagnstéttum, einkum þar sem ekki var úðað til varnar i fyrrasumar. Þrestir o.fl. fuglar éta kynstur af skógarmöðkum ,en það hrekkur þó ekki til hér i gröðunum, svo úðun er ill nauðsyn. Nú um miðjan júli, standa reyniviðir, (sem sloppið hafa að mestu við ásókn skógarmaðka) viða i blómi. Rósir eru viða illa farnar, en laufgast kannski og bera blóm siðar i sumar. Rauðgul sveppaþykkildi eyði- leggja allviða rauðblaðarósina, svo hana verður að grafa upp og flytja burt. Maðkur og lús, sækja litið i gullregnið. A HORNI Miklu- brautar og Rauðarárstigs skarta það nú með löngum, fagurgulum, hangandi blóm- klösum, en er viðast seint á ferðinni með blómgun. — Þegar þið litið á alla grænkuna, þá minnist þess að hin grænu lauf eru sistarfandi, furðulegar verksmiðjur, bráðnauðsynlegar öllu lifi. I.auf nöguð af skógarmöðkum Hin grænu lauf

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.