Tíminn - 30.08.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. ágúst 1973. TtMINN 5 Vélbáturinn Gullþór kemur úr róftri. — Ljósmynd: K.G. SKEL AFLAST SÆMI- LEGA Á BREIÐAFIRÐI KG—Stykkishólmi. — Sjö bátar úr Hólminum hafa nú stundað skelfiskveiðar á aðra viku, og einnig eru bátar úr kauptúnunum utar á Snæfelisnesi byrjaðir þess- ar veiðar. eru bátarnir aðallega á nýju svæði vestur af Eiliðaey, og fæst þar allgóð skel með 10% nýt- ingu. Eins og stendur mega bátarnir veiða fjórar lestir i róðri og halda heim, þegar sá afli er fenginn. En það er nokkuð breytilegt, hve mikinn afla þeir mega koma með, eftir þvi hvernig ástatt er með vinnslu i landi. Skelin er unnin i Stykkishólmi og viðar, meðal annars á Sandi. í Stykkishólmi er skelin unnin hiá Skelvinnslunni, þar sem komið hefur verið á fullkominni vélvæð- ingu, og i frystihúsi Sigurðar Ágústssonar, þar sem hún er handunnin. Rafmagn um Strandir í Dalasýslu SB-Reykjavlk. — Nú er verið að ljúka við að leggja rafmagn um Strandir i Dalasýslu. t siðasta áfanganum eru 13 býli og 6 eyöibýli, sem ekki verður lagt á að sinni. Alls eru þetta um 40 km leið, og er hún frá Klofningi og inn að Tjaldanesi. Á öllum bæjunum voru disilvélar fyrir til rafmagns- framleiðslu. Þegar þessu verki er lokið, verða tengdar saman linurnar frá Búðardal og Hólma vik og má þvi ætla.að þetta verði sæmilega öruggt rafmagn i fram- tiðinni. Farþegum Flug- félagsins f jölgar mjög Fyrstu sex mánuði ársins 1973 liefur mun fleira fólk flogið með vélum Flugfélags íslands en á sama tima i fyrra. Farþegum hefur fjölgað á nær öllum flug- leiðum innanlands og landa á milli. Fyrri part þessa árs fluttu vélar félagsins 27,685 farþega i áætlunarflugi á milli landa, en það er hvorki meira né minna en 22% aukning frá þvi i fyrra. Far- þegar innanlands voru 78,673 en þaö er 19,2% aukning. Samtals voru farþegar i áætlunarferðum Flugfélags Islands 106,358 fyrri helming þessa árs og heildaraukning farþegatölu i áætlunarflugi er 19,8% miðað við sama tima i fyrra. Þá fluttu vélar félagsins 13,035 i leiguflugi, en undir leiguflug flokkast ferðir til Kanarieyja og flug fyrir ferðaskrifstofur og út- lenda aðila. Þessi aukning hefur átt sér stað fyrstu sex mánuði ársins sem fyrr segir. Enn liggja ekki fyrir tölur um farþegafjölda i júli, en allt bendir til þess, að aukningin verði svipuð þann mánuð og verið neiur það sem af er árinu/ Vöruflutningar innanlands og landai milli voru lfka vaxandi. Innanlands voru fluttar 2188 lest- ir, sem er 14% meira, en á sama tima i fyrra. Milli landa voru fluttar 642 lestir, en það er 9,3% aukning. Póstflutningar milli landa námu 108 lestum, en það er 20% aukning. Innanlands voru fluttar 257 lestir af pósti, eða 2,3% meira en i fyrra. Hin nýja vöruafgreiðsla F.I á Reykjav.flugvelli er nú komin undir þak. Húsiö verður rúmlega 800ferm.á einu gólfi. Gert er ráð fyrir, að húsið komist i gagnið i byrjun okt. Þá gjörbreytist öll að- staða við vöruafgreiðslu og fermingu flugvéla félagsins. Vörumóttaka og afgreiðsla innanlandsfraktar verður i hús- inu vestanverðu en að austan verða vörur fluttar úr vélum og i og þá verður bilaakstur á flug- vélastæðunum bannaður, en hann hefur oft verið tii óþæginda. -HHJ. Glava glerullar hólkar Hlýindin af góðri hitaeinangrun vara lengur en ánægjan af H| f II 4* lagu verði Bifreiða- viðgerðir Fljótt og vel af hendi leyst. Reynið viðskiptin. Bifreiðastillingin Grensásvegi 11, simi 81330. Kvöldskólinn Innritun i gagnfræðadeildir Kvöldskólans fer fram i húsakynnum Gagnfræðaskólans við Laugalæk næst komandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld 4. og 5. september kl. 20-22. Skólagjöld verða kr. 4500,00 á mánuði og skal greiða októbergjöld við innritun. Skólinn verður settur á sama stað fimmtudaginn 27. september kl. 20.30. Skólastjórn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur boðar til almenns félagsfund- ar fimmtudaginn 30. ágúst n.k. kl. 20.30 i félagsheimilinu að Háaleitisbraut 68. Fundarefni: Samningsgerð um Norðurá. Stjórnin. ÓNSKÓLI SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR. TILKYNNIR: Innritun og greiðsla námsgjalds fyrir haustönn 1973 fer fram i Tónskólanum, Hellusundi 7, fimmtudaginn 30. og föstu- daginn 31. ágúst kl. 17 til 19 báða dagana. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.